Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 12
12 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR NÝSJÁLENSKUR FRUMBYGGI Þessi maóría- kona dansaði á opnunarhátíð ráðstefnu um efnahagsleg tækifæri frumbyggja í Sydney í Ástralíu, sem haldin var á dögun- um. NORDICPHOTOS/AFP NEPAL, AP Nýsjálendingurinn Mark Inglis varð í maí fyrsti maður heims til að ganga á tind Everest á tveimur gervifótum og hlaut hann heimsfrægð fyrir. En nú hefur komið fram að hann, auk um fjörutíu annarra fjallafara, gekk framhjá deyjandi manni og skildi hann eftir þó aug- ljóst hlyti að vera í hvað stefndi, enda var nærri 40 stiga frost á tindinum. Hinn 34 ára gamli David Sharp sat kalinn í snjónum og tilkynnti þeim sem stoppuðu nafn sitt og með hverjum hann ferðaðist, og sagðist síðan vilja „bara sofa“. Ferðafélagar hans segja hann hafa gefist upp á ferðinni og haldið einn til baka á meðan hinir héldu áfram upp. Hann var kalinn á höndum upp að olnbogum og á fótum upp að hnjám og nef hans og kinnar voru svört af kali þegar Inglis kom að honum, samkvæmt fréttavef danska blaðsins Politiken. Inglis hefur verið sakaður um að hafa ekki brugðist við. Upphaf- lega sagðist hann hafa kallað eftir hjálp í gegnum talstöð, en sá sem hann á að hafa kallað til segir Inglis fara með ósannindi. Ellefu manns fórust á Everest í vor, sem gerði það mannskæðasta vorið frá árinu 1996. - smk Fjörutíu Everest-farar sem gengu á hæsta tind heims í vor: Yfirgáfu deyjandi mann MARK INGLIS Hlaut heimsfrægð fyrir að verða fyrsti fótalausi maðurinn til að klífa Everest. Hann og fjörutíu aðrir gengu fram- hjá deyjandi manni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ármúla 44, sími 553 2035 Eikarhúsgögn Quba Eikarhúsgögn borð 131.390 stóll 30.210 skenkur 153.330 skápur 178.130 sjónvarpsskápur 78.330 7 eikarlitir Framleitt í Belgíu Hagstæðustu kaupin Hinn eini sanni íslenski DALA FETA nú fáanlegur á TVENNUTILBOÐI í næstu verslun. Einnig með tómötum og olífum! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 SEÚL, AP Spennan milli Norður- og Suður-Kóreu vex með degi hverj- um. Roh Moo-hyun, forseti Suður- Kóreu, fordæmdi í gær harðlega tilraunir Norður-Kóreumanna með flugskeyti og sagði þær geta leitt af sér vopnakapphlaup, sem gagnaðist engum. Jafnframt varaði hann önnur ríki við því að bregðast of harka- lega við framferði Norður- Kóreumanna og auka þar með enn á spennuna í þessum heimshluta. Hann nefndi engin ríki á nafn, en hefur áður gagnrýnt Japana fyrir að ætla hugsanlega að bregðast við tilraunum Norður-Kóreu með því að gera fyrirbyggjandi árás á skotstaði tilrauneldflauganna í Norður-Kóreu. Fjölmiðlar í Japan héldu því fram í gær að japönsk stjórnvöld ætluðu um miðjan ágúst að hefja einhliða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, sem yrðu efna- hagslegar refsiaðgerðir og fælust í því að inneignir Norður-Kóreu í japönskum bönkum yrðu frystar og flutningur fjármagns milli landanna bannaður. Junichiro Koizumi, forsætis- ráðherra Japans, sagði þó í gær að Japönum lægi ekkert á að taka ákvarðanir um refsiaðgerðir. Fyrst verði beðið eftir frekari viðbrögðum frá Norður-Kóreu. Norður-Kóreumenn stöðvuðu í gær allar heimsóknir Suður- Kóreumanna til ættingja sinna í Norður-Kóreu, í það minnsta tímabundið. Þessar heimsóknir hófust fyrir nokkrum árum þegar samskipti ríkjanna bötnuðu, en þessi ákvörðun þykir greinilegt merki um það hve spennan milli þeirra er mikil núna. Tilkynning um þetta barst í gær, í beinu framhaldi af því að Suður-Kóreumenn neituðu í síð- ustu viku að ræða mannúðar- aðstoð við Norður-Kóreu fyrr en einhver lausn fyndist á deilunni um flugskeytatilraunir Norður- Kóreumanna. gudsteinn@frettabladid.is Spenna eykst á Kóreuskaga Samskipti milli Norður- og Suður-Kóreu versna dag frá degi vegna deilunnar um flugskeytatilraunir Norður-Kóreumanna. Japanar bíða hins vegar átekta. MÓTMÆLI Í SUÐUR-KÓREU Þessi Suður-Kóreumaður kveikti í gær í fána Norður-Kóreu fyrir framan utanríkisráðuneytið í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI SAMÖNGUR Stýrihópur hefur verið skipaður sem vinna á að forathugun á hönnun hafnar í Bakkafjöru og for- hönnun hennar eftir atvikum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skipaði hópinn í samræmi við niður- stöðu skýrslu starfshóps um sam- göngur við Vestmannaeyjar. Þar er lögð til frekari könnun á ferju milli Heimaeyjar og Bakkafjöru sem verði meginsamgönguæð milli lands og Eyja. Miðað er við að stýrihópurinn taki strax til starfa og geri tímaáætl- un um verkið. Ef jákvæðar niður- stöður fást úr forathuguninni mun ný ferja hefja siglingar árið 2010. Ferjuhöfn í Bakkafjöru: Ráðherra skip- ar stýrihóp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.