Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 20. júlí 2006 9 Nýr DVD diskur með öllum æfingunumfylgir með RopeYoga æfingatækjum. Við þurfum að borða meiri fisk, Íslendingar, drekka meira ferskt vatn, borða meira skyr. Við kunnum ekki nógu vel að meta það sem við höfum. Við látum kalda vatnið til dæmis renna endalaust til að kæla það eða bara af því við gleymum að skrúfa fyrir. Kannski vegna þess að við teljum okkur eiga nóg af því eða spáum við bara ekkert í það! Ein frönsk húsmóðir sem ég dvaldi hjá í Nice í Frakklandi missti sig alveg þegar ég, í einfeldni minni, lét kranavatnið renna til að kæla það aðeins. Hún baðaði út höndum í allar áttir og sagði eitthvað mjög hátt og hratt með örvæntingarsvip um leið og hún stökk að vaskinum til að skrúfa fyrir! Hún kunni að meta hvern dropa, kannski af því hún þurfti að borga fyrir hann. En hún vissi að minnsta kost að hann var einhvers virði. Hvar liggja lífsgæðin? Við kunnum oft ekki að meta fyrirbærin fyrr en við finnum fyrir skorti, hvort sem það er fiskurinn, ferska lindarvatnið, óafturkræf náttúra, heilsan eða maki okkar. Það er pínulítið sorglegt. Leiðum þess vegna hugann að því, ef ákveðið fyrirbæri væri ekki til. Það er vond tilfinning, ekki satt? Þegar maður kann að meta það sem maður hefur, færist yfir mann ákveðin hugarró, þakklæti og aukin ánægja með lífið, sem gefur lífinu meira gildi en nýtt plasmasjónvarp eða heimabíó. Taktu þér stund og líttu aðeins yfir líf þitt. Og vittu til, að það sem þú þakkar fyrst fyrir eru ekki veraldlegir hlutir, eins og bíll- inn þinn, iPod--inn eða sumarbústaðurinn þó svo þeir geti allir verið mikilvægir hlutir fyrir þig. Við þökkum fyrst fyrir fólkið í kringum okkur, vináttuna, náttúruna, heilsuna eða fleira í þeim dúr, ekki satt? Þar liggja lífsgæðin. Að líta á heildarmyndina Mig langaði bara til að velta þessu fyrir mér með ykkur, því ég þarf ekki síður en aðrir að minna mig á þessa hluti til að lifa við góða and- lega heilsu. Það er svo auðvelt að tapa sér yfir smáatriðunum og sjá ekki heildarmyndina. Þrasa um veðrið (sem ég hef reyndar alveg misst mig í síðustu daga) eða annað sem við fáum ekki breytt. Í smá- atriðunum liggja aðeins efasemdirnar og óuppbyggjandi gagnrýni en í heildarmyndinni liggja framfarir, hugrænt jafnvægi og sýn á það sem máli skiptir. Kær kveðja, Borghildur Takk fyrir UNDIRRITAÐUR HEFUR VERIÐ STYRKTARSAMNINGUR MILLI REYKJAVÍKURMARAÞONS, ASICS OG CINTAMANI. Með þessum samningi verður íþróttavöru- framleiðandinn Asics einn af stærstu bakhjörlum Reykjavíkur- maraþons og Cintamani, úti- vistarfatnaður, helsti bakhjarl Laugavegs- hlaupsins. Asics og Cinta- mani verða einu fyrirtækin á hvoru sviði fyrir sig sem Reykjarvíkurmaraþon vinnur með á samningstímanum, en hann er frá árinu 2006-2008. Asics og Cinta- mani styrkja Reykjavíkurmaraþonið og Laugavegshlaupið með beinum fjárframlögum og leggur einnig til klæðnað á um 300 starfsmenn og gjafabréf fyrir keppendur. Fyrirtæki styrkja hlaup Cintamani, sem fram- leiðir útivistarfatnað, verður helsti bakhjarl Laugavegshlaupsins til 2008. Ný lausn fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Allt er til í Bandaríkjunum og það nýjasta í nikótínlyfjabransanum er drykkur sem kallast Nic Lite. Um er að ræða drykkjarvatn á flöskum með nikótíni sem reykingamenn geta notað í staðinn fyrir nikótín- tyggjó eða plástur til að venja sig af reykingafíkninni. Vatnið, sem er með sítrónu- bragði, er eina nikótínlyfið á mark- aðnum sem hægt er að drekka og ætlunin er að selja það á stöðum þar sem reykingar eru bannaðar eins og í flugvélum og á veitinga- stöðum og kaffihúsum. Hvort nikótínvatnið verði sett í sölu á Íslandi er óvíst en eins og allir aðrir skrítnir hlutir er það til sölu á eBay. Nikotínbætt vatn Það getur verið erfitt að venja sig af nikótínfíkninni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Fyrirtækið Afreksvörur hefur tekið við umboði fyrir New Bal- ance-hlaupaskó á Íslandi. „Eitt af því sem einkennir New Balance-hlaupaskóna er að þeir eru framleiddir í mismun- andi breiddum og eru auk þess með N-Lock, sem gefur skónum möguleika á að laga sig að fætinum. Þeir henta alveg jafnt áhuga- sem atvinnu- mönnum,“ segir Helgi Kr. Jakobs- son hjá Afreksvör- um spurður út í eiginleika New Bal- ance-skónna. Sögu New Bal- ance-fyrirtæk- isins má rekja allt aftur til ársins 1906, en það byggði í fyrstu á að framleiða bæklunarskóbúnað. Á sjötta áratugnum hóf það að nýta tækni sína til smíði á íþróttaskóm og varð strax þekkt fyrir nýjungar og sérhæfingu. Árið 1961 setti það á markað skóna Trackster sem voru fyrstu hlaupaskórnir sem framleiddir voru með riffluðum sóla og í mörgum breiddum. Enn í dag það er eitt af einkennum New Balance því engir aðrir skófram- leiðendur bjóða upp á breiddir í sérhæfðum hlaupaskóm. Síðustu ár hefur vöxtur New Balance verið gríðarlegur í kjölfar útlitsbreyt- inga, en þeir sem koma að fram- leiðslunni eru læknar, sjúkraþjálf- arar, íþróttamenn og útlitshönnuðir. Helgi rifjar upp að heimsmethaf- inn í maraþoni árið 1999, Khalid Khannouchi, hafi hlaupið í New Balance Rc110. Nýrri fréttir herma að New Balance 1060 skórnir hafi fengið hæstu mögulega einkunn í könnun sem Aftenposten í Nor- egi stóð fyrir og að alheims- samtök fótasérfræðinga mæli með þeim. „Ráðamenn New Bal- ance vita að engin ein tækni nýtist öllum og demparakerfið tekur mið af því,“ útskýrir Helgi og bætir við að einn af kostum New Balance- skónna sé að þeir séu framleiddir í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem vafasamir framleiðsluhættir eins og barnaþrælkun viðgangist ekki. Laga sig að fótum hvers og eins New Balance 766BK eru léttir á fæti og styðja vel við. 1221 skórnir eru stolt New Balance. Háþró- að dempunar- og stuðningskerfi sameinar allt það sem hlauparar sækjast eftir. New Balance 1060 skórnir henta öllum og einnig þeim sem ganga gjarnan á jarkanum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Sa m kv . d ag bó ka rk ön nu n G al lu p ap ríl 2 00 6. ■ Veldu bursta með stífum hárum sem þó eru mjúk. Nælonburstar eru góðir því þeir endast lengur og særa ekki tann- holdið. ■ Lítill bursti er betri en stór, veldu bursta með litlu höfði því hann nær inn í öll skúmaskot. ■ Það hefur ekki verið sannað að rafmagnstannburstar séu betri en venjulegir tannburstar. Þeir eru hins vegar mjög góðir t.d. fyrir þá sem eru með spangir. ■ Skiptu um tannbursta ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti. Ef þú hefur verið með tannpínu eða sýkingu í munni er nauðsynlegt að skipta um bursta svo bakteríurnar nái ekki að grassera. Að velja tannbursta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.