Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 67
FIMMTUDAGUR 20. júlí 2006 FÓTBOLTI Davíð Þór Viðarsson, leik- maður FH, gæti verið á leiðinni til sænska úrvalsdeildarliðsins Häck- en. Davíð fór og skoðaði aðstæður hjá liðinu í síðustu viku og leist mjög vel á félagið. Sænska liðið hefur sett sig í samband við FH en framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar FH, Pétur Stephensen, sagði við Fréttablaðið í gær að Davíð færi alls ekki frá liðinu fyrir lok tímabilsins á Íslandi. „Þetta er flott félag og ég get vel hugsað mér að semja við það ef allt gengur upp. Ég held að liðin séu að ræða saman en ég er á samningi hjá FH. Häcken vildi fá mig helst í gær en samningarnir við FH snúast líklega um tíma- setningu og peninga,“ sagði Davíð, sem hefur hug á því að komast aftur í atvinnumennskuna. Davíð fór til Lokeren í Belgíu í byrjun febrúar en kom aftur til Íslands og samdi við FH út sumarið. „Ég hef mikinn hug á því að komast aftur út, ekki það að ég sé að drífa mig en það væri gaman að komast aftur í atvinnumennskuna,“ sagði Davíð, sem gæti farið í sænsku úrvalsdeildina fyrr en varir. - hþh Davíð Þór Viðarsson: Gæti samið við Häcken DAVÍÐ ÞÓR Er hér í baráttunni í leik FH og KR í Landsbankadeild karla á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Streita og kví›i, skyndibita- fæ›i, sætindi, stopular máltí›ir – allt þetta dregur úr innri styrk og einbeitingu, veldur þróttleysi og getur raska› bæ›i ónæmis- kerfinu og meltingunni. LGG+ er sérstaklega þróa› til a› vinna gegn þessum neikvæ›u áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. Er miki› álag í skólanum? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH eru komnir í aðra umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn eistnesku meistur- unum í TVMK Tallinn á heima- velli sínum í gær. FH vann fyrri leikinn ytra 3-2 og úrslitin því samtals 4-3 fyrir FH, sem mun því takast á við Legia Varsjá frá Póllandi í annarri umferð. Það voru gestirnir frá Eist- landi sem fengu fyrsta hættulega færið í leiknum í gær en Daði Lárusson, markvörður FH, varði vel í horn eftir skalla frá sóknar- manni þeirra. Sigurvin Ólafsson var einn besti leikmaður FH og fékk hann tvö bestu færi liðsins í fyrri hálfleiknum. Í fyrra skiptið átti hann hörkuskot sem mark- vörðurinn Vitali Teles varði og þá átti hann ágætis skalla en aftur var Teles vandanum vaxinn í markinu. Leikmenn TVMK Tallinn spil- uðu boltanum ágætlega á milli sín og sýndu að þeir eru fínasta fótboltalið með Kert Haavistu, hægri kantmann, sem sinn hættu- legasta mann. Oft á tíðum náðu þeir að skapa töluverðan usla uppi við mark FH í fyrri hálf- leiknum en þegar kom að því að reka smiðshöggið rann allt út í sandinn. Þeir fengu til að mynda gott færi um miðjan hálfleikinn en skotið var slappt og sigldi framhjá og þá bjargaði Ármann Smári Björnsson nánast á mark- línu skömmu fyrir leikhlé. Þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum fékk Tryggvi Guðmundsson fínasta færi en náði ekki góðu skoti á markið. Fimm mínútum síðar var Davíð Þór Viðarsson dæmdur brotlegur innan teigs og finnski dómarinn benti á punktinn. Vikt- ors Dobrecovs fór á punktinn og skaut á mitt markið og skoraði meðan Daði skutlaði sér til hliðar. Staðan því orðin 3-3 samtals en Tallinn þurfti að bæta við marki því FH skoraði fleiri mörk á úti- velli. Gestirnir áttu nokkrar ágætis sóknir á lokakafla leiksins en höfðu heppnina ekki með sér og það voru FH-ingar sem nýttu sér sóknarlotur gestanna. Atli Guðnason hafði komið inn á sem varamaður fimm mínútum fyrir leikslok og hann kláraði ein- vígið þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörnina frá Tryggva og vippaði snyrtilega yfir mark- mann Tallinn, sem var kominn langt út úr marki sínu. Glæsilega gert hjá Atla, sem skoraði einnig þriðja mark FH úti í Eistlandi sem reyndist mjög mikilvægt. Atli Guðnason, hetja FH-inga í þessar viðureign, var að vonum glaður í leikslok og brosti út í annað þegar hann var spurður að því hvort Evrópukeppnin væri hans keppni. „Að minnsta kosti hingað til. Það er stórgaman að taka þátt í þessari Evrópukeppni og enn meira gaman að ná að skora þessi mörk. Aðalmarkmið- ið okkar var að ná lengra en í fyrra og það hefur tekist, þetta er mikill bónus fyrir félagið,“ sagði Atli og líst honum vel á komandi ferðalag til Póllands. „Þeir eru með mjög sterkt lið að mér skilst og eru með leikmenn sem fóru með pólska hópnum á heims- meistaramótið í Þýskalandi. Við ætlum bara að reyna að hanga í þeim.“ - egm Evrópuævintýri Íslandsmeistara FH heldur áfram eftir jafntefli gegn Tallinn í gær: Markmiði FH-inga er náð FÖGNUÐUR Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, fagnaði vel í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BARÁTTA Ármann Smári Björnsson í báráttu um boltann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.