Fréttablaðið - 22.07.2006, Síða 6
6 22. júlí 2006 LAUGARDAGUR
www.lyfja.is
- Lifið heil
ÁHRIFARÍKT BÓLGUEYÐANDI GEL
VIÐ VÖÐVA- OG LIÐVERKJUM.
Voltaren Emulgel
FÆST ÁN LYFSEÐILS
ÍS
LE
N
SK
A
AU
G
L†
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
YF
3
32
04
06
/2
00
6
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn
Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði
Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd
Selfossi - Laugarási
Voltaren Emulgel® er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á
skrámur, opin sár eða á exem. Varist snertingu við augu og slímhúðir, notist einungis útvortis og má aldrei taka
inn. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað. Þó skal það ekki notað á
síðasta þriðjungi meðgöngu. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega
leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
www.or.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
RK
3
35
67
07
/2
00
6
Heimsókn í Nesjavallavirkjun er tilvalin dægrastytting
og upplyfting á góðum degi. Við tökum vel á móti þér.
Merktar gönguleiðir
Fræðslustígur
Gestamóttaka
Skipulagðar skoðunarferðir fyrir einstaklinga og hópa
Gestamóttaka er opin:
1. júní til 31. ágúst: mánudaga – laugardaga frá kl. 9:00 til 17:00.
Sunnudaga frá kl. 13:00 til 18:00.
1. september til 31. maí samkvæmt pöntunum.
Allar nánari upplýsingar veittar
í síma 480-2408 eða í tölvupósti:
gestamottaka.nesjavollum@or.is
Velkomin
í Nesjavallavirkjun
FJARSKIPTI Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra undrast frávísun
úrskurðarnefndar fjarskipta- og
póstmála, á stjórnsýslukæru Ríkis-
lögreglustjóra og Neyðarlínunnar
hf., en eins og greint var frá í
Fréttablaðinu í gær vísaði nefndin
kærunni frá vegna aðildaskorts.
„Það kemur mér á óvart, að ekki
megi gera þær kröfur sem eru
nauðsynlegar til að tryggja sem
best öryggi borgaranna, þrátt
fyrir að þeir nýti sér nýja síma-
tækni. Neyðarlínan og Ríkislög-
reglustjóri fara ekki fram á þetta
vegna sinna hagsmuna heldur
allra þeirra, sem nýta sér hina
nýju tækni og treysta vafalaust á,
að hún veiti þeim sama öryggi og
þeir áður nutu,“ segir Björn.
Nefndin vísaði stjórnsýslu-
kærunni frá vegna aðildaskorts,
en upphaf málsins má rekja til
deilumáls milli Símans hf. og Atlas-
síma ehf. sem varðaði ágreining
um flutning á símanúmerum í
hefðbundinni rásaskiptri
talsímaþjónustu yfir í
netsímaþjónustu. Póst-
og fjarskiptastofnun
skyldaði Símann hf. til
þess verða við flutningi
yfir í netsíma, ef þess
yrði óskað.
Ríkislögreglustjóri og
Neyðarlínan hf. kærðu
bráðabirgðaákvörðun
Póst- og fjarskiptastofn-
unar, á þeim forsendum
að það „geti verið vand-
kvæðum bundið að staðsetja net-
síma“, og því geti það heft almenn
störf lögreglunnar og neyðarlínu.
Arnar Þór Jónsson, lögmaður
hjá Logos sem sótti málið fyrir
hönd Ríkislögreglustjóra og
Neyðarlínunnar, segir Ríkislög-
reglustjóra og Neyðarlínuna hafa
komið sjónarmiðum sínum á
framfæri, af þeim geti verið tekið
mið þegar málum tengdum net-
símum verði komið í traustari far-
veg. „Það á eftir að taka
endanlega ákvörðun um
þessi mál, þar sem stofn-
unin tók ákvörðun sem
aðeins er til bráðabirgða.
Nú hefur þessum mikil-
vægu sjónarmiðum Ríkis-
lögreglustjóra og Neyð-
arlínunnar hf., sem varða
öryggi almennings, verið
komið á framfæri og von-
andi verður tekið tillit
þess þegar ákvörðunin
liggur fyrir.“
Sérstaklega var þess getið í
úrskurði úrskurðanefndarinnar
að hægt væri að fallast á sjónar-
mið Ríkislögreglustjóra og Neyð-
arlínunnar hf., en vegna aðilda-
skorts væri ekki hægt að fallast á
það „að kærendur hafi verulega
hagsmuni af því að ákvörðun Póst-
og fjarskiptastofnunnar í máli
Símans hf. og Atlassíma ehf. sé
ógilt.“
magnush@frettabladid.is
Dómsmálaráðherra
undrast úrskurðinn
Björn Bjarnason segir Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna hf. vera að hugsa
um öryggi almennings með stjórnsýslukæru. Vonandi tekið tillit til öryggissjón-
armiða þegar endanlegar ákvarðanir verða teknar, segir Arnar Þór Jónsson.
BJÖRN BJARNASON
STARFSSTÖÐ NEYÐARLÍNUNNAR Í SKÓGARHLÍÐ Dómsmálaráðherra segir Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna hafa lagt fram stjórnsýslu-
kæru til að tryggja öryggi þeirra sem nýta sér hina nýju tækni netísmanna.
BAGDAD, AP Verjendur Saddams
Hussein í Írak vara við því að
heilsu hans muni hraka, haldi hann
áfram í hungurverkfalli sínu í
fangelsinu. Þeir segja bandaríska
hernámsliðið bera alla ábyrgð bíði
heilsa hans tjón af.
Þeir hvetja einnig bæði Sam-
einuðu þjóðirnar og fleiri stofnan-
ir, jafnt alþjóðlegar sem arabísk-
ar, til að sjá til þess að hann hljóti
réttláta dómsmeðferð.
Saddam hefur neitað að borða
frá því 7. júlí síðastliðinn. Þrír
aðrir sakborningar í réttarhöldun-
um hafa verið í hungurverkfalli
frá sama tíma.
Bandaríkjamenn, sem hafa
Saddam í haldi, segja að hann sé
við góða heilsu og daglega sé
fylgst með heilsufari hans í fang-
elsinu.
Verjendurnir taka undir kröfur
Saddams um að rannsókn verði
gerð á morðinu á Khamis al-
Obeidi, einum lögfræðinga hans,
en al-Obeidi var þriðji lögfræðing-
urinn úr verjendahópi Saddams
sem var myrtur frá því réttarhöld-
in hófust þann 19. október síðast-
liðinni.
Jafnframt birtu verjendurnir
bréf frá Saddam til bandarísku
þjóðarinnar þar sem hann segir
bandarísk stjórnvöld enn ljúga að
þjóð sinni. Hann segir einnig að
stríðið í Írak hafi skaðað „virðingu
og álit“ Bandaríkjanna í heimin-
um. - gb
SADDAM HUSSEIN
Bandaríkjamenn segja Saddam Hussein vera við góða heilsu:
Saddam í hungurverkfalli
SJÁVARÚTVEGUR Verðmæti útflutn-
ingsframleiðslu sjávarafurða nam
112 milljörðum króna árið 2005 og
dróst saman um 5,7 prósent frá
fyrra ári, samkvæmt útreikning-
um Hagstofu Íslands. Útflutt
afurðaverðmæti allra aflategunda
nema uppsjávarfisks dróst saman
frá fyrra ári en frystar afurðir
skiluðu yfir helmingi útflutn-
ingsverðmætis.
Á milli áranna 2004 og 2005
dróst útflutningur sjávarafurða
saman um 73 þúsund tonn. Árið
2005 voru flutt út 755 þúsund tonn,
samanborið við 828 þúsund tonn
árið áður. Í tonnum talið hefur ekki
verið flutt út minna magn síðan
árið 2000.
Útflutningsverðmæti sjávar-
afurða árið 2005 nam 110,1 millj-
arði króna og dróst saman um tólf
milljarða frá fyrra ári, um 9,5 pró-
sent. Hlutdeild sjávarafurða af
heildarverðmæti vöruútflutnings
landsins var 56,7 prósent saman-
borið við 60,2 prósent árið 2004.
Hlutdeild sjávarútvegs af heildar-
verðmæti var vel yfir sjötíu pró-
sentum árin 1995 til 1998.
Af einstökum afurðaflokkum
skilaði frysting alls rúmlega helm-
ingi útflutningsverðmætis, tæpum
58 milljörðum króna. Útflutnings-
verðmæti ísaðra fiskafurða hefur
aukist og nam tæpum tuttugu millj-
örðum árið 2005. Verðmæti ísaðra
afurða er nú í fyrsta sinn meira en
saltaðra, en verðmæti þeirra var
rúmir átján milljarðar króna. - shá
Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða dróst saman árið 2005:
Frystar afurðir skila mestu
HEILBRIGÐISMÁL Hætt hefur verið
við fyrirhugaða sameiningu
meðgöngu- og sængurkvenna-
deildar Landspítalans frá 21. júlí
til 24. ágúst. Sameining deild-
anna var reynd í byrjun júní en
starfsemi þeirra var aftur skilin
að tveimur dögum síðar sökum
álags á starfsfólk.
Margrét I. Hallgrímsson, svið-
stjóri hjúkrunar á kvennadeild,
segir að allir hafi lagst á eitt um
að halda starfsemi deildanna
tveggja með eðlilegum hætti.
„Það lögðust allir á eitt um að
taka aukavaktir og þannig verða
deildirnar reknar á næstunni.“
- shá
Landspítali-háskólasjúkrahús:
Hætt við sam-
einingu deilda
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
KJÖRKASSINN
Verslar þú á vefnum?
Já 50%
Nei 50%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Skoðaðir þú seglskipið Sedov við
Reykjavíkurhöfn?
Segðu skoðun þína á visir.is