Fréttablaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 8
8 22. júlí 2006 LAUGARDAGUR ALDRAÐIR Kveðið er á um aukin framlög til byggingar og reksturs hjúkrunarheimila fyrir aldraða í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá því á miðvikudag. Þau 2.500 hjúkrunarrými sem nú eru á hjúkrunarheimilum og heilbrigð- isstofnunum svara hvergi nærri þörfinni, enda yfir fjögur hundr- uð manns í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými. Viðbótarframlögin nema alls 3.340 milljónum króna og renna peningarnir ýmist til fram- kvæmda eða reksturs. Fram til ársins 2010 renna samtals 1.600 milljónir til fram- kvæmda, bæði nýbygginga og breytinga. Af þeim peningum fara 1.300 milljónir í að greiða kostnaðarhlutdeild ríkisins við byggingu 130 rýma og þrjú hundruð milljónir renna til breyt- inga eldri rýma úr fjölbýli í ein- býli. Framlögin nema átta hundr- uð milljónum króna árið 2008, sjö hundruð milljónum 2009 og hundrað milljónum árið 2010. Þá verður fé, sem fer úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra til rekst- urs stofnanaþjónustu, fært til uppbyggingar öldrunarþjónustu. Með því eykst fjármagn til upp- byggingar um tvö hundruð millj- ónir á ári. Sú ráðstöfun fjár- magnar hlut ríkisins af byggingarkostnaði 60-65 rýma á næstu fjórum árum. Kostnaði vegna fjölgunar hjúkrunarrýma og dagvista verð- ur mætt með sérstöku rekstrar- framlagi sem alls hljóðar upp á 1.740 milljónir króna. Samsvarar það kostnaði við rekstur um tvö hundruð rýma til viðbótar því sem nú er gert ráð fyrir í lang- tímaáætlun. Hjúkrunarheimilum verður gert að veita sjúkrahúsum meiri forgang við innlagnir en líkt og ítrekað hefur komið fram í frétt- um liggja margir aldraðir á Land- spítalanum þrátt fyrir að þurfa ekki lækningu heldur aðhlynn- ingu á hjúkrunarheimili. Aðgerð- irnar koma því spítalanum mjög til góða. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar og eldri borgara segir að með þessum og öðrum aðgerðum sé áætlað að ná megi biðlistum í „ásættanlegt horf.“ bjorn@frettabladid.is Yfir 400 aldraðir í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými Fjárframlög vegna hjúkrunarrýma fyrir aldraða verða aukin um rúma þrjá milljarða króna. Peningun- um verður varið í nýbyggingar, breytingu fjölbýla í einbýli og rekstur. Biðlistum á að koma í „ásættanlegt horf“. Hjúkrunarheimilum verður gert að veita sjúkrahúsum forgang við innlagnir. BÆTT ÚR BRÝNNI ÞÖRF Meðal þess sem gert verður til að mæta kröfum nútímans í búsetu- málum aldraðra er að breyta fjölbýli í einbýli. Á myndinni er heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir leiðtogi breska Íhalds-flokksins? 2 Á hvaða golfvelli er Opna breska meistaramótið haldið? 3 Hvað heitir nýr bæjarstjóri Bolung-arvíkur? SVÖRIN ERU Á BLS. 50 ALDRAÐIR Lyfta á grettistaki í þjón- ustu við aldrað fólk sem vill og getur búið á eigin heimili. Auka á heimahjúkrun og efla félagslega heimaþjónustu. Nú renna 540 milljónir króna árlega til heimahjúkrunar aldr- aðra. Samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar og eldri borg- ara verður sú fjárhæð hækkuð til muna á næstu árum. Á næsta ári bætast 200 milljónir til mála- flokksins, 300 milljónir árið 2008 og 400 milljónir árið 2009. Sam- tals verður því 1.440 milljónum varið til heimahjúkrunar árið 2009. Heimahjúkrun á að standa til boða að kvöld- og næturlagi um allt land. Til að mæta þörfinni verður lögð áhersla á að fjölga í röðum hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annarra fagstétta sem koma að heimahjúkrun auk þess sem vinna á að menntun ófaglærðra sem aðstoða við aðhlynningu. Það er skoðun nefndar sem vann að athugun á aðbúnaði eldri borgara að aukin heimaþjónusta geri hvort tveggja í senn að bæta lífsgæði aldraðra og draga úr útgjöldum vegna stofnanaþjón- ustu. - bþs Framlög til heimahjúkrunar aukin um 900 milljónir: Heimahjúkrun verður stórefld SKÝR KRAFA Eldri borgarar vilja margir njóta þjónustu heima eins lengi og mögulegt er. DAGVISTUN Aðkoma Kópavogs- bæjar að dagheimilum fyrir níu til átján mánaða börn er í undir- búningi. Búist er við því að boðið verði upp á þjónustuna í haust eða strax eftir áramót. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar, segir að rætt hafi verið um að vistunin verði í einkarekstri og að bærinn greiði þrjátíu þúsund til foreldra barnanna. Þeir ráði síðan hvernig þeir leysi pössun barnanna; hvort peningurinn fari til dagmæðra, dagheimilanna eða þeir ákveði að vera heima með börnin. „Við erum að skoða hvort við getum hafist handa strax í haust eða um áramótin. Það veltur annars vegar á fjárhagsáætlun- inni okkar og hins vegar á því að ákvörðun um hvernig við ætlum að standa að dagvistuninni hefur ekki verið tekin. Við vitum af þörfinni og höfum hugsað okkur að fá samstarfsaðila til að skoða framhaldið. Við höfum viðrað hugmynd- irnar við aðila sem hafa sýnt því áhuga að reka slík dagheimili.“ Ómar segir sumarfrí hægja á undirbúningum: „Við vinnum eins hratt og við getum og ætlum að standa við loforð okkar.“ - gag Kópavogsbær undirbýr dagvistun fyrir níu til átján mánaða börn: Foreldrar fá 30.000 krónur ÓMAR STEFÁNSSON Forseti bæjarráðs Kópavogsbæjar segir hugað að dagvist- unarmálum níu til átján mánaða barna. Lausnin verði kynnt í haust eða um áramótin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMKEPPNI Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir ekkert hafa verið því til fyrir- stöðu að heimila kaup Símans hf. á Radíómiðun. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fallist hefði verið á kaup Símans á fyrirtækinu, en það starf- ar á fjarskiptamarkaði. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins kom fram að fallist væri á kaup Símans hf. á hluta af rekstri Radíómiðunar- Ísmar ehf. „Ákvörðunin laut að kaupum Símans hf. á tilteknum hluta Radíomiðlunar-Ísmar ehf., en það er rétt að árétta það að Ísmar er sjálfstætt starfandi fyrirtæki,” segir Páll Gunnar. - mh Samkeppniseftirlitið: Ekkert athuga- vert við kaupin STRAND Fimm tonna trilla, Sif SI- 32, strandaði á Flösinni á milli Sandgerðis og Garðs í gærmorg- un. Einn maður var um borð og kallaði hann eftir aðstoð rétt fyrir klukkan átta til að draga bátinn á flot. Björgunarsveitirnar Sigur- von í Sandgerði og Ægir í Garði fóru á vettvang ásamt lögregl- unni í Keflavík og náðist bátur- inn á flot um hádegisbil. Bátur- inn var dreginn til Sandgerðis undir eftirliti björgunarsveitar- manna í landi þar sem hann var talinn nokkuð skemmdur. Ekki er talið að hætta hafi verið á ferðum því veður á strandstað var gott. - shá Fimm tonna trilla strandaði: Náðist á flot án vandræða FRÁ STRANDSTAÐ Sif SI-32 náðist á flot um hádegisbil í gær. Engin hætta var á ferðum. MYND/ELLERT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.