Fréttablaðið - 22.07.2006, Blaðsíða 10
10 22. júlí 2006 LAUGARDAGUR
Áskorun
til ríkisstjórnar Íslands !
Reykjavíkursund 2006
gegn mansali
Við undirrituð skorum á ríkisstjórn Íslands að beita sér gegn mansali með því að
fullgilda Palermo samning Sameinuðu þjóðanna og Samning Evrópuráðsins um
aðgerðir gegn mansali. Ríkisstjórnin og Alþingi setji með slíkri fullgildingu mikilvægt
fordæmi fyrir aðrar þjóðir um aukna mannréttindavernd og upprætingu mansals.
Íslandsdeild
Amnesty
International
Samtök um
kvennaathvarf
UNIFEM á ÍslandiUNICEF á Íslandi
Benedikt S. Lafl eur
LIST Ólafur Kvaran, forstöðumað-
ur Listasafns Íslands, segir lista-
verkin Sumardagur í sveit og tvö
verk er tilheyra seríu sem nefnist
Sjávarútvegur, eftir Gunnlaug
Scheving, geta notið sín innan
veggja Ríkisútvarpsins. Í Frétta-
blaðinu í vikunni var greint frá því
að Hilmar Einarsson, forvörður í
Morkinskinnu, hefði metið verk
Gunnlaugs á rúmlega 40 milljónir
króna. Samtals eru listaverk í eigu
RÚV metin á 52 milljónir króna.
Í samtali við Fréttablaðið sagði
Hilmar skynsamlegast að koma
verkunum fyrir á safni, og þá helst
á Listasafni Íslands, en þau hanga
uppi á veggjum í höfuðstöðvum
RÚV við Efstaleiti, meðal annars
fyrir utan förðunarherbergi í hús-
inu.
Ólafur segir mikilvægt að
umgengni um verkin sé í samræmi
við verðmæti og gildi verkanna.
„Með hliðsjón af listrænu gildi
verkanna eiga þau tvímælalaust
heima í Listasafni Íslands. Aftur á
móti skil ég vel það sjónarmið
útvarpsstjóra að verkin séu hluti
af mikilvægri menningarlegri
ásýnd RÚV. En það er eðlilegt fyrir
stofnanir að leita til Listasafn
Íslands eftir ráðgjöf um forvörslu
og meðferð listaverka, ef fyrir því
er áhugi.“
Páll Magnússon útvarpsstjóri
greindi frá því í Fréttablaðinu í
gær að hann teldi óþarft að koma
verkunum fyrir á safni þar sem
þau gæfu RÚV menningarlega
ásjónu sem mikilvægt væri að
halda í. - mh
Listaverk Ríkisútvarpsins, sem metin eru á rúmar 52 milljónir króna:
Listaverkin geta notið sín innan RÚV
ÁLIT Kirkjugörðum Reykjavíkur-
prófastsdæma er óheimilt að inn-
heimta líkhúsgjald fyrir geymslu
á líkum í líkhúsi kirkjugarðanna í
Fossvogi. Það er álit Umboðs-
manns Alþingis.
Umboðsmaðurinn beinir því til
prófastsdæmisins að það taki
gjaldtöluna til endurskoðunar.
Hann vill að dóms- og kirkjumála-
ráðherra skoði sérstaklega hvort
ákvæði laga um kirkjugarða,
greftrun og líkbrennslu séu nægi-
lega skýr um hvaða þjónustu
almenningi eigi að veita endur-
gjaldslaust.
Umboðsmaður fékk málið til
athugunar eftir að eiginkona
mannsins sem kvartaði var krafin
um tíu þúsund króna greiðslu fyrir
geymslu á líki föður hennar í lík-
húsi kirkjugarðanna í Fossvogi.
Maðurinn taldi gjaldið ekki eiga
sér lagastoð og hafði leitað til
Neytendasamtakanna og ráðu-
neytisins áður.
Kirkjugarðar Reykjavíkur-
prófastsdæma gáfu umboðsmanni
þá skýringu á gjaldinu að um ára-
bil hefðu kirkjugarðastjórnir bent
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
á að kirkjugarðsgjöld stæðu ekki
undir þeim rekstri sem kirkju-
görðum sé ætlað að veita. Rekstur
líkhúss væri íþyngjandi og félli
utan við lögbundið hlutverk þeirra.
Gjaldið væri rekstrinum nauðsyn-
legt. - gag
Álit umboðsmaður Alþingis:
Líkhúsgjald ólöglegt
HVÍLT Í FRIÐI Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma er óheimilt að innheimta líkhúsgjald.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
HRÍSEY Fjölskylduhátíð fullveldis-
ins í Hrísey verður nú um helgina
og vinna um hundrað íbúar eyjar-
innar nú að undirbúningi en búist
er við um fjögur þúsund manns.
Hátíðin var fyrst haldin árið
1997 til að halda upp á að tillaga
um sameiningu Hríseyjar og Dal-
víkur var felld. Um helgina verð-
ur, eins og ávallt, lýst yfir sjálf-
stæði Hríseyjar frá Íslandi og
gilda þar hríseysk lög og fá gestir
sérstakan passa og gerast hrís-
eyskir ríkisborgarar á meðan á
dvöl þeirra stendur. - sdg
Fjölskylduhátíð fullveldisins:
Búist við 4.000
manns í Hrísey
Í GINI LJÓNSINS Mikið var um dýrðir við
opnun Cervantes-stofnunarinnar í Peking
á dögunum, enda mætti krónprins Spán-
verja og ektakvinna hans í teitið.
NORDICPHOTOS/AFP
FÉLAGSMÁL Listnám, vellíðan án
vímuefna, hugræn atferlismeð-
ferð og sjálfsstyrking eru fjórar
meginstoðir nýs meðferðarstarfs
fyrir ungt fólk með áhættusama
hegðun og geð- og hegðunarrask-
anir. Starfinu, sem kallast lífslist,
var hleypt af stokkunum í gær
með undirskrift samkomulags
milli Magnúsar Stefánssonar
félagsmálaráðherra, Sivjar Frið-
leifsdóttur heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra og Páls Biering, for-
manns sérstaks stýrihóps.
Markmið samkomulagsins er
að setja upp nýtt úrræði í með-
ferðarstarfi sem ætlað er að þjóna
ungu fólki sem þarf á stuðningi og
meðferð að halda.
Líkur á áhættusamri hegðun
eru minnkaðar með listsköpun og
þjálfun í samskiptum og lífsleikni.
Byggt er á erlendri fyrirmynd
sem reynst hefur vel og hafa rann-
sóknir sýnt að meðferðarúrræði
sem ekki fela í sér stofnanavistun
gagnast unglingum með hegðunar-
vandamál betur en vist og með-
ferð á stofnun.
Ný leið ehf. annast framkvæmd
verkefnisins en það er fyrirtæki
fimm sérfræðinga á sviði for-
varna og meðferðar. Sautján millj-
ónum króna er varið til verkefnis-
ins, tólf milljónir koma úr
félagsmálaráðuneytinu, fjórar úr
heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt-
inu og ein milljón úr Minningar-
sjóði Margrétar Björgólfsdóttur.
Gert er ráð fyrir að allt að 35
ungmennum standi þessi úrræði
til boða á hverri önn. Ný leið sér
um verkefnið á höfuðborgarsvæð-
inu en á landsbyggðinni verður
starfað í samráði við ungmenna-
hús og í náinni samvinnu við
Rauða krossinn.
Undirbúningur verkefnisins
hefur staðið í fimm ár og er afráð-
ið að það standi í tilraunaskyni til
ársins 2008. bjorn@frettabladid.is
Listsköpun í stað áhættu
Nýju meðferðarstarfi, sem ætlað er að minnka líkurnar á áhættusamri hegðun, hefur verið ýtt úr vör.
Lögð er áhersla á listnám, vellíðan án vímuefna, hugræna atferlismeðferð og sjálfsstyrkingu.
Í HÖFN Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Páll Biering, formaður stýrihópsins, undirrita sam-
komulagið. Að baki þeim standa fulltrúar Nýrrar leiðar, Guðrún B. Ágústsdóttir og Jón Guðbergsson. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LÍFSLISTIN FELUR Í SÉR FJÓRA
MEGINÞÆTTI:
1. Listnám þar sem sköpunarkraftur ungl-
inga er virkjaður til að byggja þá upp.
2. Vellíðan án vímuefna þar sem ungmenn-
um er kennt að láta sér líða vel án vímu-
efna.
3. Hópmeðferð þar sem hugrænni atferl-
ismeðferð er beitt við að kenna ungling-
um nýjar leiðir til að bregðast við erfiðum
aðstæðum og auka félagslega færni þeirra.
4. Sjálfsstyrking þar sem unglingunum er
hjálpað að draga fram mátt sinn og megin.
ÓLAFUR KVARAN
Forstöðumað-
ur Listasafns
Íslands.
FISKELDI Landssamband veiði-
félaga hefur sent umhverfisráð-
herra bréf þar sem þess er krafist
að fyrirhuguð framkvæmd AGVA
ehf., vegna þorskeldis í Hvalfirði,
fari í umhverfismat.
Í bréfinu kemur fram hörð
gagnrýni á störf Skipulagsstofn-
unar. Stofnunin er gagnrýnd fyrir
að leita ekki til sérfróðra manna í
vali sínu á umsagnaraðilum um
möguleg áhrif þorskeldis í
nágrenni ósa veiðiáa í Hvalfirði.
Í Hvalfjörð renna þrjár lax-
veiðiár. - æþe
Landssamband veiðifélaga:
Umhverfismats
krafist