Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 12
12 22. júlí 2006 LAUGARDAGUR
búnaður í bílinn
Úti að aka?
Car kit CK-7W
* Bluetooth búnaður í bílinn
* Svarhnappur, hátalari og hljóðnemi
* Lækkar sjálfkrafa í hljómtækjum
* Sjálfvirk tenging við síma
handfrjáls
Þú færð handfrjálsan búnað í bílinn í Hátækni og hjá söluaðilum NOKIA.
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.459 +0,31% Fjöldi viðskipta: 126
Velta: 1.065 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 62,90 -0,48% ... Alfesca
4,14 -1,43% ... Atlantic Petroleum 585,00 +0,00% ... Atorka 6,20
+0,49% ... Avion 32,90 -0,30% ... Bakkavör 48,60 +0,00% ...
Dagsbrún 5,51 -0,72% ... FL Group 16,60 +1,22% ... ... Glitnir
17,20 +1,78% ... KB banki 738,00 +0,14% ... Landsbankinn 21,00
-0,47% ... Marel 72,60 +0,00% ... Mosaic Fashions 16,90 -0,59%
... Straumur-Burðarás 16,40 +1,24% ... Össur 112,00 -0,44%
MESTA HÆKKUN
Glitnir 1,78%
Strau.-Burð. 1,24%
FL Group 1,22%
MESTA LÆKKUN
Alfesca 1,43%
Dagsbrún 0,72%
Mosaic 0,59%
Umsjón: nánar á visir.is
MARKAÐSPUNKTAR ...
Hlutabréf í tölvurisanum Dell féllu um
tíu prósent á markaði í gær eftir að fyrir-
tækið tilkynnti um slaka afkomu, annan
ársfjórðunginn í röð. Mun hagnaðurinn
vera 21 til 23 sent á hlut, vel undir
spám, en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
allt að 32 sentum á hlut.
Breski bankinn HSBC Holdings hyggst
kaupa Grupo Banistmo, stærsta banka
Panama, fyrir 1,77 milljarða dollara, um
131 milljarð króna. Þannig öðlast bank-
inn aðgang að fimm nýjum löndum:
Panama, Kosta Ríka, Hondúras, Kólumb-
íu, El Salvador og Níkaragúa.
Efnahags- og framfarastofnun Evrópu,
OECD, hefur varað japanska seðlabank-
ann við því að hækka stýrivexti meira,
áður en almennra verðhækkana verður
frekar vart. Bankinn hækkaði vexti í
fyrsta sinn í sex ár í síðustu viku.
Laun hækkuðu um 0,4 prósent í
júní samkvæmt tölum frá Hag-
stofunni. Ekki hefur orðið viðlíka
hækkun milli mánaða síðan
snemma árs 2002. Tólf mánaða
hækkun nemur 8,8 prósentum.
Laun opinberra starfsmanna og
bankamanna hækkuðu mest, um
9,8 prósent, en laun á almennum
vinnumarkaði um átta prósent.
Í Morgunkorni Glitnis segir að
launahækkanir séu langt umfram
vöxt framleiðni vinnuafls og því
ekki að undra þótt verðbólga láti á
sér kræla. Þá reiknar greiningar-
deild Glitnis með auknum hraða
launahækkana á næstu misserum
enda áhrif samkomulags aðila
vinnumarkaðarins ekki enn sýni-
leg í opinberum tölum. - jsk
Laun hækka enn
VIÐ VINNU Laun í landinu hafa hækkað um 8,8 prósent síðustu tólf mánuði.
Handfrjáls búnaður fyrir farsíma
ber 25 prósenta vörugjald á sama
tíma og vörugjöld leggjast ekki á
farsíma og allan aukabúnað fyrir
farsíma. Þannig bera hvorki
hleðslutæki né batterí, farsímar
né farsímatöskur, skraut á far-
síma né loftnet vörugjöld.
Notkun farsíma án handfrjáls
búnaðar við akstur hefur verið
óheimil frá árinu 2001.
„Við teljum að þarna sé mikið
ósamræmi að leggja vörugjöld á
þennan öryggisbúnað, því þetta
er öryggisbúnaður fyrst og
fremst,“ segir Pétur Már Jóns-
son, yfirmaður forvarna hjá VÍS.
Stereótæki og hljómtæki bera
sömu vörugjöld og handfrjáls
búnaður en hér áður fyrr var
lagður sérskattur á þessi tæki
sem var kallaður lúxusskattur.
Bæði DVD-spilarar og MP3-spil-
arar bera sömu vörugjöld og
handfrjáls búnaður. Önnur örygg-
istæki sem tengjast bifreiðum,
eins og loftpúðar, bera enn fremur
vörugjöld og falla inn í sama toll-
skrárflokk og aðrir aukahlutir
bifreiða.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hafa verið uppi hug-
myndir innan fjármálaráðuneyt-
isins að fella niður vörugjöld af
handfrjálsum búnaði, sem örygg-
istæki, en þær hafa ekki orðið að
veruleika. Ekki náðist í starfs-
menn hjá ráðuneyti í gær.
Þar að auki ber handfrjáls
búnaður 7,5 prósenta toll sem far-
símar, batterí og hleðslutæki eru
undanþegin. - eþa
Lúxusskattur á öryggistæki
Vörugjald upp á 25 prósent leggst á handfrjálsan búnað, öryggistæki við akstur,
en ekki á farsíma, farsímatöskur og annan aukabúnað fyrir síma.
Merill Lynch telur skuldabréf í
Glitni og Landsbankanum stöðuga
fjárfestingarkosti, en ekki sérlega
spennandi. Greiningardeildin
mælir síður með skuldabréfum í
KB banka og telur mesta hættu á
að bankinn lendi í erfiðleikum með
endurfjármögnun skuldabréfa.
Skýrsla Merrill Lynch ber titilinn
„Of snemmt að spá,“ og er þar
vísað til ummæla fyrrum forsæt-
isráðherra Kína, Zhou Enlai, þegar
hann var spurður um áhrif frönsku
byltingarinnar á strauma og stefn-
ur í stjórnmálum. Þetta er önnur
skýrsla Merrill Lynch um íslensku
bankana á árinu, en sú fyrri var af
mörgum talin hafa átt stóran þátt í
gengisfalli krónunnar snemma
árs. Tónn nýju skýrslunnar er öllu
léttari þótt enn treysti höfundar
sér ekki til að lýsa trausti á
íslenska bankakerfið.
Merrill Lynch segir að væntan-
leg uppgjör Glitnis og KB banka
gefi ranga mynd af raunverulegri
stöðu. Stór hluti hagnaðarins sé til
kominn vegna hækkunar verð-
tryggðra eigna og gjaldeyrishagn-
aðar, auk þess sem veiking íslensku
krónunnar gagnvart erlendum
gjaldmiðlum sýni uppgjörin í
jákvæðara ljósi en ella.
Merrill Lynch telur að þrátt
fyrir að dregið hafi úr krosseign-
arhaldi og eignatengslum í
íslensku viðskiptalífi sé enn langt í
land. Tengsl KB banka og Exista
eru sérstaklega nefnd til sögunnar
auk lána Glitnis til æðstu stjórn-
enda bankans. Þá lýsir höfundur
skýrslunnar yfir áhyggjum sínum
af framvindu mála í Straumi-
Burðarási, þar sem ýmislegt hafi
gengið á undanfarin misseri.
Merrill Lynch telur KB banka
enn veikastan fyrir endurfjár-
mögnun á markaði og áætlar að
bankinn þurfi rúma sex hundruð
milljarða íslenskra króna fyrir
árslok 2007 til að standa við skuld-
bindingar.
„Það er ýmislegt sem veldur
okkur áhyggjum. Þar mætti nefna
krosseignarhald auk lána bank-
anna til hluthafa og stjórnenda.
Hins vegar virðist sem ýmislegt
horfi til betri vegar. Athyglisvert
er að frumkvæðið kemur ekki frá
löggjafanum heldur markaðnum
sjálfum,“ segir í skýrslunni.
Skýrsluhöfundar Merrill Lynch
eru öllu svartsýnni en greiningar-
deild bandaríska fjármálafyrir-
tækisins Morgan Stanley. Morgan
Stanley gaf á dögunum út fréttarit
þar sem meðal annars var mælt
með kaupum á skuldabréfum í
Glitni og bent á að þrátt fyrir að
íslenskt efnahagslíf væri óstöðugt
kæmu sextíu prósent tekna bank-
ans frá útlöndum. jsk@frettabladid.is
Of snemmt að spá
Undirstöður íslensku bankanna eru ekki jafn traustar og væntanleg uppgjör
fyrir annan ársfjórðung gefa til kynna, segir í nýrri skýrslu alþjóðlega fjárfest-
ingarbankans Merrill Lynch um íslensku bankana. Merrill Lynch virðist enn
ekki sannfært um ágæti bankanna og gagnrýnir íslenskt lagaumhverfi.
HÖFUÐSTÖÐVAR KB BANKA Í BORGARTÚNI
Merrill Lynch lýsir áhyggjum af eignatengsl-
um auk lána til hluthafa og stjórnenda í
nýrri skýrslu um íslensku bankana. Tónn
nýju skýrslunnar er þó örlítið bjartari en
þeirrar sem kom út fyrr á árinu.
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands, ICEX-
15, hefur lækkað um tæplega tuttugu
og tvö prósent frá hæsta gildi. Vísital-
an stendur nú í 5.465 stigum en fór í
6.995 stig þegar best lét snemma árs.
Heildarlækkun frá áramótum nemur
1,66 prósentum.
Lækkun hefur orðið á bréfum tíu af
fimmtán félögum úrvalsvísitölunnar.
Mest lækkun hefur orðið í bréfum
Avion Group, rúmlega tuttugu og sjö
prósent. Bréf í Icelandic Group hafa
lækkað um
rúm sautján prósent og í Landsbank-
anum um tæp fimmtán prósent.
Fimm félög hafa hækkað frá áramót-
um. Tæplega tuttugu og sjö prósenta
hækkun hefur orðið á bréfum í
Actavis, Marel hefur hækkað um tólf
prósent og Straumur-Burðarás um
tæp sjö prósent.
NASDAQ-vísitalan bandaríska sker sig
nokkuð úr á meðal helstu alþjóðlegra
vísitalna, en hún hefur lækkað um
tæp ellefu prósent frá áramótum.
FTSE-vísitalan í Lundúnum, CAC-40 í
Frakklandi og hin þýska DAX hafa allar
hækkað um þrjú prósent.
Norska OBX vísitalan hefur
hækkað um tæp þrettán
prósent. Danska C20-vísi-
talan hefur lækkað um
rúmlega sjö prósent frá
áramótum og hin sænska
OMXS um ríflega
eitt prósent.
- jsk
Hefur lækkað um 22 prósent
FÉLÖG ÚRVALSVÍSITÖLUNNAR HAFA RÝRNAÐ UM TUTTUGU PRÓSENT Á NOKKR-
UM MÁNUÐUM. GENGI ALÞJÓÐLEGRA VÍSITALNA ER MISJAFNT.
VÖRUGJÖLD OG TOLLAR Á ÝMSAN
FARSÍMABÚNAÐ
Vörugjöld Tollar
Handfr. búna. fyrir síma 25% 7,5%
Farsímar 0% 0%
Hleðsl.t. fyrir síma í bíl 0% 0%
Hleðsl.t. fyrir síma í vegg 0% 0%
Batterí fyrir síma 0% 0%
USB-tengi 0% 0%
Haldari fyrir síma í bíl 0% 10%
Leðurtösk. fyrir síma í bíl 0% 10%
Íslendingar á HM?
Forráðamenn British Airways hafa ákveðið að taka
hagsmuni hluthafa fram yfir hagsmuni þjóðarinnar
og ætla ekki lengur að flytja enska fótboltalands-
liðið frítt heimshornanna á milli eins og tíðkast
hefur um árabil. Árangur enska landsliðsins var
ekki upp á marga fiska á síðasta HM og má því
ætla að BA sjái sér ekki hag í því að framlengja
samstarfið. Velta menn nú vöngum yfir því
hvort lággjaldaflugfélagið easyJet bjóði fram
þjónustu sína og geri jafnvel það vel við
hina forríku fótboltamenn að þeir fái að
sitja á fyrsta farrými. Nú er spurning
hvort íslenskir viðskiptajöfrar, sem hafa
haft mikinn áhuga á því að tengja nafn
sitt við fótbolta, verði fyrri til. Íslendingar
eiga nefnilega heilt leiguflugfélag á
Bretlandi - Excel Airways sem er í eigu
Avion Group. Íslendingar munu líklega
aldrei spila á HM og því gæti þetta
verið gullið tækifæri til að sitja að þessu háborði
fótboltans.
Stúkur viðskiptanna
Menn hafa velt því fyrir sér hvað verði um stúk-
urnar sem íslenskir fjárfestar eiga á Stamford
Bridge, heimavelli Chelsea, eftir að Eiður fer til
Barcelona. Stúkurnar hafa verið notaðar fyrir
viðskiptavini Íslendinga og þeir hafa nú
ekki allir bara mætt vegna Eiðs Smára.
Þannig má búast við því að einhverjir
sjái sér enn hag í því að bjóða kúnnum
sínum á völlinn. íslendingar eru með
mikil umsvif í London. Minna fer fyrir
þeim í Barcelona. Hins vegar eiga
Íslendingar lyfjaverksmiðju á svæðinu
og ekki fráleitt að þeir sem að henni
standa vilji bjóða sínum viðskiptavin-
um að líta á Íslendinginn knáa spila
fótbolta með stórliðinu.
Peningaskápurinn ...