Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 20
 22. júlí 2006 LAUGARDAGUR20 Postulín, glös og hnífapör – fyrir brúðhjón og betri veitingahús R V 62 10 Opn una rtím i í ve rslu n RV : Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:0 0 Laug arda ga f rá kl. 1 0:00 til 1 4:00 Í Dagbók Þráins Bertels- sonar er fjallað um félagslyndi, pólitík, samræðulist og rabar- bara og rjóma að hætti Færeyinga. Einnig er minnst á norska hefndaraðgerð, léns- greifa, kjúklingavængi í hveitilími, gírugar peningaplokksstofnanir og einhæfa veðurspá. ■ LAUGARDAGUR, 15. JÚLÍ UM SAMRÆÐULISTINA Ég er svo lánsamur að þekkja nokkrar félagslyndar konur sem alltaf öðru hverju hóa saman afburða skemmtilegu fólki í sam- kvæmi og stundum bjóða þær mér líka. Það var því tilhlökkunarefni að fá upphringingu frá Möggu Björns vinkonu sem bauð okkur Sólveigu að koma í kvöld og hitta gott fólk og borða góðan mat. Þetta var afskaplega skemmti- legt og vel lukkað kvöld. Ég stend enn á blístri: fór ógætilega í dásam- legan eftirrétt sem var samansett- ur úr rabarbara og rjóma að hætti Færeyinga, samkvæmt fornri ættar- uppskrift frá Kirkjubæ. Hér á árum áður var reynt að forða konum og börnum í björgun- arbátana um leið og við Magga byrjuðum að tala um pólitík. Svo hafa árin liðið og tímarnir breyt- ast. Margrét hefur náð pólitískum þroska meðan ég stend áttavilltur á miðjunni. Reyndar var hún að skrifa tímamótagrein í Moggann um að það væri óskynsamlegt hjá Samfylkingunni að útiloka sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn. Ekkert skil ég í Samfylking- unni að hafa ekki gert Margréti að formanni fyrir löngu, þótt ennþá skynsamlegra væri að gera hana að forseta lýðveldisins um leið og það starf losnar. Það var margt spjallað í þessu ágæta samkvæmi og sem betur fer minnst um pólitík. Fátt er skemmtilegra en samræðulist, og það gestrisna fólk sem gætir þess að hún verði ekki útdauð í landinu á heiður skilinn. ■ SUNNUDAGUR, 16. JÚLÍ NORSK HEFND Alveg er það yfirgengilegt hvað getur gerst suður í Miðjarð- arhafsbotnum og meira að segja án þátt- töku þeirra Dav- íðs og Hall- dórs. Nú eru Ísraels- menn farnir að bomb- ardera Beirút og segj- ast vera að svæla út félaga í Hisbollah-sam- tökunum. Það er kannski ekki á öðru von en að þeim þyki það eðlilegt og sjálfsagt að fara með hernaði inn í önnur lönd úr því að Bandaríkja- mönnum og einkavinum þeirra þykir svoleiðis villimennska góð latína. Hvergi í heiminum er óhætt að tala íslensku lengur án þess að eiga það á hættu að einhver skilji hvað maður segir. Íslendingar eru alls staðar, og auðvitað eru Íslend- ingar í Beirút, og auðvitað stendur það upp á sendiherraþvöguna í utanríkisráðuneytinu að sjá um að forða okkar fólki af þessum hættu- slóðum. Alla vega virðist einhver í utan- ríkisráðuneytinu hafa slegið á þráðinn til Noregs og farið fram á að Íslendingarnir fengju að fljóta með í rútu sem Norsarar voru búnir að panta handa sínum mönn- um á átakasvæðinu. En þegar til átti að taka vildu Norðmennirnir ekki hleypa Íslendingum upp í rút- una og skildu þá eftir á víðavangi. Þetta er hugsanlega mér að kenna. Fyrir nokkrum árum vorum við Sólveig á ferðalagi í Noregi þar sem járnbrautarlest bilaði. Við biðum lengi dags eftir að rútur kæmu að sækja okkur. Um síðir birtist aðeins ein rúta. Mér kom það nokkuð á óvart að Norðmenn skyldu leggja að jöfnu flutningsgetu eins langferðabíls og einnar járnbrautarlestar. Ég var orðinn leiður á biðinni og gekk því rösklega fram í að tryggja mér og fjölskyldu minni sæti í rútunni. Hugsanlega hefur einhver úr hópi þeirra stranda- glópa sem góndu á eftir mér í rút- unni um sólarlagsbil í norsku skógarrjóðri verið meðal þeirra sem vörnuðu Íslendingum inn- göngu í flóttabílinn í Beirút. Það getur verið erfitt að átta sig á orsakasamhengi hlutanna. ■ MÁNUDAGUR, 17. JÚLÍ SÍÐASTI LÉNSGREIFINN Fórum með Mettu vinkonu í óvissuferð. Hún býr í Danmörku, á sömu slóðum og Ljóti andarung- inn og Dátinn og Nornin með eld- færin og Hundurinn sem var með augu á stærð við Sívalaturn, og er landseti Moltkes greifa sem býr á góssinu Bregentved, þar sem ævintýramaðurinn H. C. Ander- sen var tíður gestur. Metta er vön að koma með sumarveðrið með sér til Íslands og það brást heldur ekki í dag. Af hennar heimaslóðum er það að frétta að gamli greifinn er and- aður í hárri elli. Hann mun hafa verið síðasti léns- greifi í Danmörku - ég er nú samt ekki alveg klár á því hvað felst í því að vera léns- greifi - en Kristján Molt- ke sonur hans er tekinn við góssinu og er bara venju- legur greifi og kon- unglegur jagarameist- ari og Metta hefur ekkert upp á hann að klaga. Að þessu sinni ókum við Hvalfjörð- inn og fórum í laut- arferð í námunda við Brynjudalsá og gætt- um þess vel að styggja ekki laxfiska frá veiðimönnum sem voru að athafna sig ofar í ánni. Svo skoðuðum við Landnáms- og Egils- sögusýningu á Land- námssetrinu í Borgarfirði og snæddum svo prýðilegan kvöld- verð á Hótel Glym inni í Hvalfirði hjá þeim dugnaðarhjónum Hans- ínu og Jóni. Þar kostar þríréttaður kvöld- verður 4500 kall sem hlýt- ur að teljast vel sam- keppnisfært við eitur- brasið á gömlu þjóð- vegasjopp- unum. Hvenær skyldu veit- ingamenn við þjóðveg- inn fatta að veitingar á borð við djúpsteikta kjúklinga- vængi í hveitilími, moðsoðnar pylsur og hamborgara eru veitingar frá öld- inni sem leið? Nútímafólk borðar góðan og hollan mat og vill fá hann á skikkanlegu verði - annars tekur það bara með sér nesti. Það var þetta með „léns- greifa“. Mig minnir að lénsgreif- ar hafi þeir verið sem fengu aðalstign og kóngsjarðir að léni - en ekki til eignar. En þetta skilgreiningar- vandamál hefur aldrei komið upp í minni fjölskyldu. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 18. JÚLÍ SÍFELLT PENINGAPLOKK Ýmislegt snatt og útréttingar svo að ég geti með góðri samvisku brugðið mér af bæ næsta hálfa mánuðinn. Reyndar hefur alnetið einfald- að ýmsa hluti. Maður getur kom- ist í netbankann og gengið frá ýmsum málum hvar sem maður er niðurkominn í veröldinni. Það telst sennilega til framfara. Samt finnst mér að bönkunum hafi ekki farið fram að öllu leyti. Hér í eina tíð var allt krökkt af starfsfólki í bönkum sem annaðist hina og þessa fyrir- greiðslu fyrir við- skiptavini og tók ekki krónu fyrir. Núna getur maður sjálfur annast öll einfaldari viðskipti - og er jafnframt lát- inn borga bankanum þjónustu- gjöld fyrir færslur sem maður framkvæmir sjálfur. Maður er meira að segja látinn borga þóknun fyrir að sækja sína eigin peninga inn á sinn eigin reikning. Öll lán sem bankar veita almenningi eru verðtryggð. En allir innlánsreikningar sem ég hef heyrt um eru óverðtryggðir - eða háðir ein- hverjum furðulegum og óaðgengileg- um skilyrðum, binditíma eða því um líku. Ég er orð- inn hundleiður á þessu sífellda peningaplokki. Greiðslukort nota ég ekki nema í neyðar- tilvikum, því að enn í dag er manni þó heim- ilt að borga með reiðufé án þess að greiða eitt- hvert sérstakt gjald fyrir að nota seðla, en fyrir það eitt að nota greiðslukort er maður rukkaður um þjónustugjald í hvert einasta sinn sem maður dregur það upp úr vasanum. Það eru sennilega fleiri en ég orðnir pirraðir á þessu endalausa plokki og ágengni og sá dagur mun koma að það verði talið stórfurðu- legt hversu langt við leyfðum þessum gírugu peningamaskínum að seilast inn í líf okkar. Með undirgefni okkar hefur orðið „plokkfiskur“ fengið alveg nýja merkingu: við erum plokk- fiskar peningastofnana. ■ MIÐVIKUDAGUR, 19. JÚLÍ GÓÐ VEÐURSPÁ Fór austur á Rangárvelli með Óla vini mínum að huga að mannlífi og hrossum - hvort tveggja í miklum blóma. Í fyrramálið hefst svo sólbaðs- ferðin til Mallorca með barna- börnin. Veðurspá fyrir fimmtudag og föstudag: 27°C hiti og sólskin. Veðurspá fyrir helgina: 27°C hiti og sólskin. Veðurspá fyrir næstu viku til föstudags: 27°C hiti og sólskin. Sjávarhiti: 26°C. Það þykir sennilega ekki gáfu- legt að tala mikið um veðrið þarna suður frá. Plokkfiskar og peningamaskínur Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.