Fréttablaðið - 22.07.2006, Page 27
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
Miðaldadagar í gamla kaup-
staðnum á Gásum í Hörgárbyggð
eru haldnir í dag og á morgun.
Kaupmenn með erlendan og
innlendan varning verða á staðn-
um og gamalt handverk verður
sýnt. Þá verður einnig barist með
sverðum, spjótum og hnífum
og boðið upp á leiðsögn um
fornleifauppgröftinn.
Í Sögusetrinu á
Hvolsvelli er nú
að fara af stað
fyrirlestraröð
sumarsins undir
heitinu „Njála
með sunnu-
dagskaffinu“.
Fyrirlestrarnir
eru haldnir í Víkingasal Söguset-
ursins og hefjast kl. 15.30 en
það eru fræðimenn úr ýmsum
greinum sem halda erindi.
Smábíll frá Audi er væntanlegur
á markað árið 2009. Þessi nýi
bíll verður byggður á gangverki
VW polo en verður þó mun
djarflegri í útliti.
ALLT HITT
[ BÍLAR FERÐIR ]
GÓÐAN DAG!
Í dag er laugardagurinn
22. júlí, 203. dagur ársins
2006.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 4.01 13.34 23.04
Akureyri 3.22 13.19 23.12
Í Formúlu 1 kappakstri eru ellefu lið,
22 ökumenn, 150 þúsund áhorfendur í
stúkunni og milljónir sem fylgjast með í
sjónvarpi. Í miðri hringiðunni er Ólafur
Guðmundsson dómari.
Þrír dómarar fylgjast með öllum keppnum í
Formúlu 1 kappakstrinum. Einn þeirra er
fastadómari, einn er skipaður af keppnishöld-
urum hverju sinni, og einn er skipaður úr nítj-
án manna hópi á vegum FIA (Alþjóða aksturs-
sambandsins). Ólafur er meðlimur í þessum
hópi en hann hefur dæmt ýmis mót á vegum
FIA frá árinu 1993. „Ég hafði lengi verið í
mótorsportinu á Íslandi og þegar við gengum
í FIA ákvað ég að gefa kost á mér í alþjóða-
störf,“ segir Ólafur. „Ég var settur í að dæma
Formúlu 3000 sem ég vissi ekkert hvað var
þá. Ég var einfaldlega látinn prófa.“
Ólafur dæmdi tvær til þrjár keppnir á ári í
Formúlu 3000 til að byrja með og þótti standa
sig vel og dæmdi í kjölfarið bæði í Grand
Touring og Rally. Árið 2001 kom svo stóra
tækifærið er honum var boðið að dæma í For-
múlu 1. „Ég hef dæmt þetta eina til tvær
keppnir á ári síðan og svo hef ég tekið ein-
hverjar aðrar keppnir með,“ segir Ólafur. „Ég
dæmdi kappaksturinn á Imola í San Marino í
ár og í nóvember fer ég til Dubai að dæma í
Grand Touring.“
Þegar Ólafur dæmir mætir hann á fimmtu-
degi fyrir keppni. Fyrsta verk hans er að
skoða skipulag keppninnar og bílana. Athug-
að er hvort öll réttindi ökumanna séu í lagi,
ásamt því að öryggismál brautarinnar eru
könnuð. „Þegar tímatakan og keppnin fara
fram erum við í herbergi í stjórnturninum við
hliðina á Race Control þar sem við höfum
aðgang að öllum upplýsingum.“ segir Ólafur.
„Við fylgjumst með keppninni á skjám og öllu
sem kemur upp er vísað til okkar. Við rann-
sökum málin, yfirheyrum menn ef svo ber
undir og úrskurðum um refsingar.“
Starfi dómara líkur á mánudegi eftir
keppni, það er að segja ef enginn hefur kært
úrskurð þeirra. Það gerist sjaldan því yfir-
leitt sætta menn sig við úrskurð dómara.
„Mér hefur gengið það vel að enginn hefur
áfrýjað dómum mínum ennþá,“ segir Ólafur
að lokum og hlær. ryggvi@frettabladid.is
Dæmir í Formúlu 1
Ólafur og læknir Formúlunnar í San Marínó, Jaques Topenat, eru hér nýstignir út úr öryggisbílnum eftir að hafa keyrt einn hring og athugað aðstæður.
SUMARHÚS Á HJÓLUM
Sveinn og Erla gátu ekki hugsað sér
að festa sig á einum stað í sumar-
bústað og fengu sér í staðinn
húsbíl með öllum
þægindum
BÍLAR 4
EKIÐ MEÐ HVÍTUM
STRÖNDUM
Ef ekið er eftir strandlengju
Kaliforníu mætir manni einstök
náttúra, hvítar strendur og jafnvel
hvalir og selir.
FERÐIR 6
Ólafur og læknir Formúlunnar í San Marínó, Jaques Topenat, eru hér nýstignir út úr öryggisbílnum eftir að hafa
keyrt einn hring og athugað aðstæður. F14210706
TAKTU NÆSTA SKREF
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
5
1
2
8 SUMARHÚSALÁN
Tala›u vi› okkur ef flú ætlar a› byggja, kaupa e›a breyta sumarhúsi og flú fær› hagstætt lán fyrir allt a› 60%
af ver›mæti eða 75% af byggingarkostnaði sumarhúss. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í 540 5000
eða sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is. Við viljum að þér líði líka vel um helgar!
60%
LÁNS
HLUTFALL
LÁNSTÍMI
ALLT A‹
15 ÁR
MS drykkjarvörur í útileguna
MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og
stútfullir af næringarefnum. Veldu þér ískaldan
mjólkurdrykk í handhægum umbúðum í næstu verslun.