Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 27
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Miðaldadagar í gamla kaup- staðnum á Gásum í Hörgárbyggð eru haldnir í dag og á morgun. Kaupmenn með erlendan og innlendan varning verða á staðn- um og gamalt handverk verður sýnt. Þá verður einnig barist með sverðum, spjótum og hnífum og boðið upp á leiðsögn um fornleifauppgröftinn. Í Sögusetrinu á Hvolsvelli er nú að fara af stað fyrirlestraröð sumarsins undir heitinu „Njála með sunnu- dagskaffinu“. Fyrirlestrarnir eru haldnir í Víkingasal Söguset- ursins og hefjast kl. 15.30 en það eru fræðimenn úr ýmsum greinum sem halda erindi. Smábíll frá Audi er væntanlegur á markað árið 2009. Þessi nýi bíll verður byggður á gangverki VW polo en verður þó mun djarflegri í útliti. ALLT HITT [ BÍLAR FERÐIR ] GÓÐAN DAG! Í dag er laugardagurinn 22. júlí, 203. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 4.01 13.34 23.04 Akureyri 3.22 13.19 23.12 Í Formúlu 1 kappakstri eru ellefu lið, 22 ökumenn, 150 þúsund áhorfendur í stúkunni og milljónir sem fylgjast með í sjónvarpi. Í miðri hringiðunni er Ólafur Guðmundsson dómari. Þrír dómarar fylgjast með öllum keppnum í Formúlu 1 kappakstrinum. Einn þeirra er fastadómari, einn er skipaður af keppnishöld- urum hverju sinni, og einn er skipaður úr nítj- án manna hópi á vegum FIA (Alþjóða aksturs- sambandsins). Ólafur er meðlimur í þessum hópi en hann hefur dæmt ýmis mót á vegum FIA frá árinu 1993. „Ég hafði lengi verið í mótorsportinu á Íslandi og þegar við gengum í FIA ákvað ég að gefa kost á mér í alþjóða- störf,“ segir Ólafur. „Ég var settur í að dæma Formúlu 3000 sem ég vissi ekkert hvað var þá. Ég var einfaldlega látinn prófa.“ Ólafur dæmdi tvær til þrjár keppnir á ári í Formúlu 3000 til að byrja með og þótti standa sig vel og dæmdi í kjölfarið bæði í Grand Touring og Rally. Árið 2001 kom svo stóra tækifærið er honum var boðið að dæma í For- múlu 1. „Ég hef dæmt þetta eina til tvær keppnir á ári síðan og svo hef ég tekið ein- hverjar aðrar keppnir með,“ segir Ólafur. „Ég dæmdi kappaksturinn á Imola í San Marino í ár og í nóvember fer ég til Dubai að dæma í Grand Touring.“ Þegar Ólafur dæmir mætir hann á fimmtu- degi fyrir keppni. Fyrsta verk hans er að skoða skipulag keppninnar og bílana. Athug- að er hvort öll réttindi ökumanna séu í lagi, ásamt því að öryggismál brautarinnar eru könnuð. „Þegar tímatakan og keppnin fara fram erum við í herbergi í stjórnturninum við hliðina á Race Control þar sem við höfum aðgang að öllum upplýsingum.“ segir Ólafur. „Við fylgjumst með keppninni á skjám og öllu sem kemur upp er vísað til okkar. Við rann- sökum málin, yfirheyrum menn ef svo ber undir og úrskurðum um refsingar.“ Starfi dómara líkur á mánudegi eftir keppni, það er að segja ef enginn hefur kært úrskurð þeirra. Það gerist sjaldan því yfir- leitt sætta menn sig við úrskurð dómara. „Mér hefur gengið það vel að enginn hefur áfrýjað dómum mínum ennþá,“ segir Ólafur að lokum og hlær. ryggvi@frettabladid.is Dæmir í Formúlu 1 Ólafur og læknir Formúlunnar í San Marínó, Jaques Topenat, eru hér nýstignir út úr öryggisbílnum eftir að hafa keyrt einn hring og athugað aðstæður. SUMARHÚS Á HJÓLUM Sveinn og Erla gátu ekki hugsað sér að festa sig á einum stað í sumar- bústað og fengu sér í staðinn húsbíl með öllum þægindum BÍLAR 4 EKIÐ MEÐ HVÍTUM STRÖNDUM Ef ekið er eftir strandlengju Kaliforníu mætir manni einstök náttúra, hvítar strendur og jafnvel hvalir og selir. FERÐIR 6 Ólafur og læknir Formúlunnar í San Marínó, Jaques Topenat, eru hér nýstignir út úr öryggisbílnum eftir að hafa keyrt einn hring og athugað aðstæður. F14210706 TAKTU NÆSTA SKREF F í t o n / S Í A F I 0 1 5 1 2 8 SUMARHÚSALÁN Tala›u vi› okkur ef flú ætlar a› byggja, kaupa e›a breyta sumarhúsi og flú fær› hagstætt lán fyrir allt a› 60% af ver›mæti eða 75% af byggingarkostnaði sumarhúss. Komdu til okkar í Lágmúla 6, hringdu í 540 5000 eða sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is. Við viljum að þér líði líka vel um helgar! 60% LÁNS HLUTFALL LÁNSTÍMI ALLT A‹ 15 ÁR MS drykkjarvörur í útileguna MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í handhægum umbúðum í næstu verslun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.