Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 22. júlí 2006 5 Í flestum bílum er rofi í mæla- borðinu til að stilla hæð framljós- anna. Hugmyndin að baki þessum rofa er að stefna ljósanna bjóði alltaf upp á bestu mögulegu lýs- ingu, óháð því hvernig bíllinn er hlaðinn. Víða í heiminum er skylda að þessi búnaður sé til staðar og séu bílar búnir ljósgafa sterkari en 2000 lúmens, er skylda að búnað- urinn sé sjálfvirkur. Tilgangur þess er að koma í veg fyrir að sterkur ljósgeisli lendi í augum ökumanna úr gagnstæðri átt. Ljósaframleiðandinn Hella setti fyrir þremur árum á markað framljós sem fara skrefinu lengra og ljósgeislinn beygir fyrir horn eftir skynjurum sem eru tengdir stýrisbúnaði. Þannig á ökumaður auðveldara með að sjá fyrir horn, því ljósin elta lögun beygjunnar, frekar en að lýsa bara upp ytri kant hennar. Í Hella-ljósunum beygir geislinn allt að fimmtán gráðum í hvora átt. Auk þess að bjóða upp á þessi ljós í nýjum bílum er hugmyndin að hægt sé að skipta á gömlu ljós- unum og setja ný stefnuvirk ljós með einföldum og ódýrum hætti. Hugmyndin er langt frá því að vera ný af nálinni því hinn tékk- neski Tatra var framleiddur á fjórða áratug síðustu aldar með ljósi fyrir miðjum að framan sem beygði í takt við stýrisbúnaðinn. Aðrir bílar með stefnuvirkum framljósum voru meðal annars Tucker Sedan árgerð 1948, Citro- ën DS árgerð 1967 og Citroën MS árgerð 1970. Það kann að hafa haft úrslitaáhrif á framtíð stefnu- virkra framljósa að á sínum tíma voru þau bönnuð á Ameríkumark- aði. Í dag er verið að þróa fram- ljósakerfi sem kemur til með að bjóða upp á enn fleiri möguleika. AFS, sem stendur fyrir „Advanc- ed Front-lighting System“ eða „háþróað framljósakerfi“ hefur reyndar staðið til boða í bílum á borð við Audi og Lexus síðan 2002 en er enn í þróun. Meðal nýjunga má nefna að nú hafa rafskynjarar og -mótorar tekið við hlutverki stýristengds búnaðar. Þá er hægt að stilla hversu víður og bjartur geislinn er, sem gefur aukið notagildi til dæmis eftir veðri. Loks er svo verið að vinna í því að tengja bún- aðinn við GPS-tækni til að geta breytt ljósum í takt við veginn, áður en bílstjórinn byrjar að snúa stýrinu. Auka öryggi í beygjum Framljós sem breyta um stefnu eru að ná útbreiðslu um þessar mundir, rúmlega sextíu árum eftir að þau komu fyrst fram á sjónarsviðið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HVAÐ ERU... STEFNUVIRK FRAMLJÓS? Skráningu lýkur næsta mánu- dag, 24. júlí. Max1 bílavaktin í Reykjavík og Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavík- ur, BÍKR, standa, ásamt hjólbarða- framleiðandanum Nexen, að svo- kallaðri drifter-keppni laugardaginn 29. júlí í Reykjavík. Keppnisstaður verður tilkynntur mánudaginn 24. júlí á heimasíðu Max eins, max1.is. Drifter-keppni felst í eins konar „freestyle akstri“ með kröftugu spóli í hringi og skriði eftir braut- inni innan tímamarka. Drifter- keppnin er upprunnin í Japan en hefur borist til annarra landa, meðal annars Bandaríkjanna, þar sem hún er orðin feykivinsæl. Áhorfendur keppninnar njóta ákjósanlegs útsýnis þar sem keppn- in fer fram. Nægur fjöldi bílastæða er í nágrenn- inu og aðgangseyr- ir er aðeins 500 kr. Öku- menn sem áhuga hafa á að taka þátt er bent á að skrá sig fyrir þriðju- daginn 25. júlí á heima- síðu Max eins; www. max1.is. Drift keppni í Reykjavík Töluverða færni og þjálfun þarf til að „drifta“ svo vel fari. Hringurinn sem keppt verður á. FORD MUN INNAN SKAMMS HEFJA FRAMLEIÐSLU Á VETNISVÉLUM Í MINNI RÚTUR. VÉLIN ER EINSTÖK AÐ ÞVÍ LEYTI AÐ HÚN BYGGIR Á HEFÐ- BUNDINNI SPRENGITÆKNI. Flestar vetnisvélar knýja rafmótor en nýja vélin frá Ford brennir vetni á sama hátt og bensíni. Með þessu má nýta þá tækni sem búið er að þróa fyrir sprengivélar. Vélin er 6,8 lítra, V10 og skilar hún 235 hestöflum. Talsmenn Ford segja að þetta sé aðeins byrjunin og rétt sé hafist handa við að nýta möguleika vetnistækni. Þeir áforma meðal annars að hanna beina innspýtingu fyrir vélina sem myndi auka kraft hennar og hagkvæmni. Um kosti vetnis fram yfir bensín þarf ekki að fjölyrða og því binda starfsmenn og eigendur Ford miklar vonir við nýju tæknina. - tg Ný vetnisvél Ford hefur náð langt síðan T-módelið kom út. Kynningarefni tekið hér- lendis fyrir nýja Land Rover jepplinginn. Kynning á nýja Land Rover jepplingnum, Freelander 2, er komin á fullt. Til að gefa bílnum ævintýralegt yfirbragð var stór hluti kynningarefnisins fyrir hann myndaður hér á landi. Á vefsíðunni www.landrover. com má finna kynningarmynd- band þar sem eldur, ís og mosa- vaxnar hraunbreiður mynda umgjörð um stílhreinan og sport- legan bílinn og á stundum er ekki alveg ljóst hvort er í aðal- hlutverki, íslensk náttúra eða þessi nýjasta afurð breska heimsveldisins. Bíllinn er væntanlegur í sölu von bráðar. Freelander 2 á Íslandi Úr kynningarmyndbandinu sem tekið var hér á landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.