Fréttablaðið - 22.07.2006, Side 54

Fréttablaðið - 22.07.2006, Side 54
1. Ef karlmaður hringir ekki í stúlku þá er það klárt merki um það hann hafi ekki nægan áhuga á henni? Bókin segir: Enginn karlmaður er of upptekinn til að hringja í konu sem hann hefur brenn- andi áhuga á. Ef hann hringir ekki er hann ekki að hugsa um þig. 2. Ef karlmaður er með konu en vill ekki sofa hjá henni þá er hann ekki nógu hrifinn af henni? Bókin segir: Engir karlmenn sem höfundar bókarinnar töluðu við sögðust nokkurn tíma hafa haft eiginlegan áhuga á konu sem þeir vildu ekki sofa hjá. Kona, ef þér finnst fínt að kúra bara á næturna, fáðu þér þá hvolp en ekki kærasta! 3. Konur eiga ekki að bjóða karlmönnum út heldur láta karlmennina eltast við sig? Bókin segir: Ef karlmaður hefur áhuga þá býður hann þér út, ekki láta gabba þig í það að bjóða honum út. Ef þú getur fundið hann þá getur hann fundið þig og hann mun gera það - ef hann hefur áhuga. 4. Ef strákur segir við stelpu „ég elska þig“ í glasi er það þá að marka? Bókin segir: Ef hann vill bara hitta þig, tala við þig og sofa hjá þér þegar hann er undir áhrifum er það ekki ást heldur eitthvað allt annað. Neysla eiturlyfja og áfengis er ekki rétta leiðin til að komast í samband við tilfinningar sínar. Ástarjátningar teljast ekki með nema hann segi þær edrú. 5. Karlmenn sem segjast ekki trúa á hjónaband og vilja ekki giftast hafa ekki fundið réttu konuna til að giftast? Bókin segir: Ástin læknar skuld- bindingarfælni. Afsakanir á borð við hann er svo hvekktur, hann er ekki tilbúinn og við eigum ekki næga peninga fyrir brúðkaup eru bara bull.Hann vill ekki giftast og hann vill ekki giftast þér eru mjög ólíkar setningar. Vertu viss um hvorum flokknum hann tilheyrir. 22. júlí 2006 LAUGARDAGUR34 Er hann nógu skotinn í þér? Nýlega kom metsölubókin „Hé s not that into you“ út í íslenskri þýðingu. Bókin á að hjálpa konum að skilja framkomu, hugsanir og gjörðir karlmanna betur enda á þar að vera að finna blákaldan sannleikann um það hvernig karlmenn hugsa. Snæfríður Ingadóttir las bók- ina og fór á stjá, lagði nokkrar spurningar fyrir íslenska karlmenn varðandi framkomu þeirra við konur og bar saman við svör bókarinnar. TÓMAS GUNNAR VIÐARSSON Aldur: 29 ára og VALDIMAR AGNAR VALDIMARSSON Aldur: 31 árs Starf: FJÁRMÁLARÁÐAGJAFAR ■ Konur eiga ekki að bjóða karlmönn- um út heldar láta karlmennina eltast við sig? „Konur mega alveg reyna við karl- menn og eltast við þá. Karlmenn sem segjast ekki vilja það eru bara karl- menn sem aldrei er reynt við.“ ■ Ef strákur segir við stelpu „ég elska þig“ í glasi er það þá að marka? „Hann getur verið feiminn og opnað sig bara þegar hann er fullur. Menn segjast ekki elska einhverja stelpu bara til að fara með henni heim, menn gera ekki svoleiðis.“ ■ Ef karlmaður hringir ekki í stúlku þá er það klárt merki um það hann hafi ekki nægan áhuga á henni? „Ekki endilega. Hann gæti hafa týnt númerinu. Hann hringir líklega á end- anum en ekki endilega strax.“ ■ Ef karlmaður er með konu en vill ekki sofa hjá henni þá er hann ekki nógu hrifinn af henni? „„Það getur vel verið, ást og kynlíf er ekkert sami hluturinn. Gæti verið beggja blands, kannski er eitthvað að plaga hann „down town“. ■ Ef karlmaður hringir ekki í stúlku, er það þá klárt merki um að hann hafi ekki nægan áhuga á henni? „Nei, hann getur t.d. bara verið feiminn. Hann gæti vel haft áhuga þó hann hafi ekki sam- band.“ ■ Konur eiga ekki að bjóða karl- mönnum út held- ar láta karlmenn- ina eltast við sig? „Er ekki jafnrétti í þessu sem öðru? Strákar geta verið svo miklar gungur og sumir vilja láta stelpurnar ráða þessu enda verða þær líka aðeins að hafa fyrir þessu líka.“ ■ Ef strákur segir við stelpu „ég elska þig“ í glasi, er það þá að marka? „Ef hann getur ekki sagt það edrú þá er það ekki að marka.“ ■ Karlmenn sem segjast ekki trúa á hjóna- band og vilja ekki giftast hafa ekki fundið réttu konuna til að giftast? „Sumir trúa ekki á giftingu og þora jafnvel ekki að gifta sig af ótta við skilnað og skömm í fjölskylduna ef allt fer í bál og brand. Ann- ars geta verið svo margar ástæður fyrir því að menn vilji ekki gifta sig aðrar en að þeir elski ekki konuna sem þeir eru með.“ ■ Ef maður er með konu en vill ekki sofa hjá henni þá er hann ekki nógu hrifinn af henni? „Ég veit það ekki. Er hann ekki bara ástfang- inn af henni á einhvern platónskan hátt? Mér finnst þetta samt mjög undarlegt.“ ■ Konur eiga ekki að bjóða karlmönnum út heldur láta þá ganga á eftir sér. „Ég er að vissu leyti sammála því að við karl- menn viljum fá að eltast við bráðina en það er alls ekki algilt. Þetta getur verið flóknara en maður heldur og margir þættir sem spila inn í og þetta fer líka eftir karakter stelpunnar.“ ■ Ef strákur segir við stelpu „ég elska þig“ í glasi er það þá að marka? „Kannski það sé að marka ef hann er eitthvað tilfinningalega heftur.“ ■ Ef karlmaður hringir ekki í stúlku þá er það klárt merki um að hann hafi ekki nægan áhuga á henni? „Af hverju eiga strákarnir endilega að hringja í stelpurn- ar, af hverju hringja þær ekki í strákana? Er ekki fólk alltaf að tala um jafnrétti?“ ■ Stelpur eiga ekki að bjóða strákum út. Þær eiga að láta þá um að eltast við sig? „Það er nú langt síðan stelpa bauð mér út að fyrra bragði en mér finnst allt í lagi að þær geri slíkt.“ ■ Ef strákur segir við stelpu „ég elska þig“ í glasi er það þá að marka? „Hann hefur kannski ekki kjarkinn til að reyna við stelpuna nema í glasi. Menn þora meiru í glasi og þeir ljúga síður í glasi en edrú.“ ■ Karlmenn sem segjast ekki trúa á hjónaband og vilja ekki giftast hafa ekki fundið réttu konuna til að giftast? „Þessir menn hafa kannski bara slæma reynslu af hjónabandi og samböndum. Skuldbindingarfælni er til en ef menn geta ekki unnið í málinu þá ættu þeir að sleppa því að vera í sam- bandi.“ BERGUR HINRIKSSON Aldur: 33 ára Starf: ljósa- maður PÁLMI GUNNLAUGUR HJALTASON Aldur: 21 árs Starf: Kokkanemi á Apótekinu JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Aldur: 53 ára Starf: tónlistar- maður ■ Konur eiga ekki að bjóða karlmönnum út heldur láta karlmennina eltast við sig? „Að sjálfsögðu mega þær bjóða okkur út, annað væri fásinna í nútímalegu jafnræðisríki eins og Íslandi. Stúlkur mega gjarnan eiga frumkvæðið í samskipt- um og þess vegna pikka upp reikninginn til tilbreyt- ingar.“ ■ Karlmenn sem segjast ekki trúa á hjónaband og vilja ekki giftast hafa ekki fundið réttu konuna til að giftast? „Viðkomandi gæti verið blár og marinn eftir að hafa orðið fótaskortur á svelli ástarinnar. En tíminn lækn- ar flest allt og er það ekki ákveðið þroskamerki að menn hristi af sér slenið og kasti burt fyrri syndum og sárindum og hefji nýtt líf á hvaða tímapunkti sem þeir telja sig til slíks búna?“ ■ Ef karlmaður er með konu en vill ekki sofa hjá henni þá er hann ekki nógu hrifinn af henni? „Það er örugglega ein- staklingsbundið og háð aðstæðum hvers og eins, trúarbrögðum og uppeldi og jafnvel ímynduðum og raunverulegum skuld- bindingum á öðrum stöð- um.“ ■ Ef strákur segir við stelpu „ég elska þig“ í glasi er það þá að marka? „Margir mætir menn, þar á meðal Salómon konungur, hafa sagt að öl sé fólks innri maður og með hóflegri drykkju sé hægt að opna fyrir gáttir tilfinninga og innri þanka. Ég get vel ímyndað mér að menn geti meint það sem þeir segja korter í þrjú á föstudagskvöldi þó þeir séu búinir að fá sér tvo asna en svo eru dæmi þess að menn geti verið algjörlega óforskammaðir og blygðunarlausir að reyna að lokka kvenmann úr nær- buxunum með þessum fleygu og sígíldu orðum.“ BRYNJAR MÁR BJARKAN Aldur: 28 ára Starf: aðstoð- armaður byggingarstjóra hjá Já verktökum Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.