Tíminn - 07.01.1978, Side 15
Laugardagur 7. janúar 1978
65 ára
15
Sigurður Gunnarsson
fyrrverandi skólastjóri
mrm
lesendur segja
Fékk litlu sem engu að ráða
Vinur minn Siguröur Gunnars-
son fyrrv. skólastjóri á Húsavik
átti 65 ára afmæli 10. okt. sl. Ég
vil nota þetta tækifæri til aö
minnast hans þvi aö ekki er vist,
aö ég eigi þess kostaö fimm árum
liönum, þegar hann fyllir sjöunda
áratuginn, ef Guö lofar honum að
ganga þann spölinn sem ég vona
og tel liklegt að verði, og raunar
miklu lengra.
Allir munu hafa veitt þvi eftir-
tekt að áhrif frá mönnum sem við
litum augum i fyrsta sinn eru ó-
lik, og einnig þvi sem viö gerum
okkuroftmjög rangar hugmyndir
um þá. Þeir reynast allir aðrir viö
kynningu en viðhöföum búizt við.
Ég minnist þess glögglega er ég
sá Sigurð fyrst. Þaö var norður á
Akureyri sumarið 1939. Ég var
þar aö starfi með manni sem Sig-
urður þekkti og kom til að hitta.
Við ræddum ekkert saman, en ég
virtimanninn fyrir mér, og þegar
ég hitti hann næst, eftir rúmt ár,
og varð samstarfsmaður hans
fannst mér ég þekkja hann. Síðan
hefur hann alltaf verið hinn sami i
minni vitund. Ég hef oft hugleitt,
hvað valdi þessu og niðurstaðan
er: Sigurður Gunnarsson er eng-
inn leikari (enda hef ég ekki heyrt
þess getið, að hann hafi nokkru
sinni komið á „fjalimar”). Hann
er gegnsannur,reynir aldrei aö
sýnast annar en hann er, og hann
er Sigurður Gunnarsson.
Sigurður er einn þeirra manna
sem er þekktur viða um landið og
reyndar talsvert út fyrir það. Ég
tel þó viðkunnanlegra i afmælis-
grein að gera ofurlitið nánari
grein fyrir honum. Hann er Þing-
eyingur að ætt, fæddur og uppal-
inn að Skógum i öxarfirði. Faðir
hans og móðir voru bæði Norður-
Þingeyingar, og ég held, að ekki
verði farið yfir mörk Þingeyjar-
sýslu, þótt lengra sé rakin ættin,
en á það hætti ég ekki vegna
ókunnugleika.
Foreldrar Sigurðar, Gunnar
Ámason og Kristveig Björnsdótt-
ir, bjuggu allan sinn búskap i
Skógum. Þau eignuðust alls 9
börn, og er Sigurður af þeim
yngri. Ég sá aldrei þau hjón né
þekkti Skógaheimilið en mér hef-
ur verið tjáð að þar hafi verið bú-
ið vel og af myndarskap og þrifn-
aði. Húsbóndinn var ekki aðeins
vel að sér um hvað eina er bú-
skapinn snerti heldur einnig fjöl-
hæfur smiður, einn af „þúsund
þjala smiðum” islenzkra byggða.
Og það má segja um son hans Sig-
urð, að eplið hafi ekki fallið langt
frá eikinni, þvi að hann er lag-
tækur vel og vandvirkur i bezta
lagi, þarf ekki ,annað en að lita i
bókaskápinn hans til að sannfær-
ast um, að hann er bókbindari i
fyrsta flokki, þó að ekki hafi hann
bréf upp á það.
Þó að Sigurður Gunnarsson sé
ekki i heiminn borinn fyrr en á
öðrum áratug þessarar aldar, er
hann sannur aldamótamaður i
hefðbundinnimerkingu þess orðs.
A unglingsárum mótaðist hann af
hugsjónum ungmennafélaganna,
bindindis- og skátahreyfingunni,
og hann svo sannarlega verið trúr
til þessa dags. Það var i samræmi
við þessar hugsjónir að hann
valdi ævistarfið — gerðist kenn-
ari. Hann lauk kennaraprófi 1936
og varð fyrst kennari i Borgar-
nesi, siðan á Seyðisfirði, og þaðan
kom hann til Húsavíkur haustið
1940 og varð þá skólastjóri við
barnaskólann þar. Þá hófust
kynni okkar, þvi að ég varð þetta
sama haust kennari við skólann
og undir stjórn Sigurðar.
Þarna vorum við samstarfs-
menn i 3 vetur, og á ég margar
góðar minningar frá þeim árum.
Það mun ekki hafa verið vanda-
laust að verða eftirmaður hins
góðkunna og virta skólastjóra
Benedikts Björnssonar. Og þarna
fékk Sigurður með sér litt vana
kennara að einum undanskildum.
Ef til vill hefur það þó að sumu
leyti verið honum styrkur að hafa
með sér litið mótaða menn, þvi
auðvitað gat ekki hjá þvi farið að
hann gerði úmsar breytingar á
skólastarfinu til samræmis við
breyttan tima. Sigurður gekk að
þessu með atorku og samvizku-
semi og sparaði hvorki tima né
fyrirhöfn. Aður en hann gerðist
skólastjóri hafði hann nokkuð
kynnzt svokallaðri starfrænni
kennslu, en ávæningur slikrar
kennsluaðferðar barst hingað til
lands um þetta leyti, einkum frá
Sviþjóð, m.a. með komu hins
kunna sænska kennara. L.G. Sjö-
holm sem kom hingað á fjórða
áratugnum. Þegar eftir fyrsta
kennsluvetur okkar á Húsavik út-
vegaði Sigurður Aðalstein Sig-
mundsson, kennara i Reykjavik,
til þess að hafa námskeið með
okkur Húsvikingunum og ná-
grannakennurum i þessum
kennsluaðferðum. Mér er þessir
10 námskeiðsdagar I fersku
minni. Þá var nú ekki dregið af
sér.unnið frá morgni til kvölds og
auðvitað kauplaust bæði af kenn-
ara og nemendum. Eftir þetta féll
hinn starfræni þáttur aldrei
niður. i skóla Sigurðar
Gunnarssonar. En hann átti eftir
að kynna sér þessar kennsluað-
ferðir betur, er hann dvaldi við
ýmsa skóla á Norðurlöndum i
starfsorlofi sinu og og raunar oft-
ar. Og hér á við að geta þess að
þegar hann hætti skólastjóm og
kennslu á Húsavik árið 1960, eftir
20 ára starf þar, bauðst honum
kennarastarf við æfingadeild
Kennaraskóla Islands. Telur
hann sjálfur að það hafi einkum
verið vegna áhuga hans á þessun/
kennsluháttum og reynslu. Þar
notaði hann auðvitað að stöðu
sina til þess að kynna verðand:
kennurum sinar kennsluaðferðir
enda til þess ætlazt. En ekki nóg
með það. Hann kom oft á nám-
skeið viðsvegar út um land tiJ
þess að fræða um þessi efni.
Sigurður er nú hættur kennslu
sagði starfinu lausu haustið 1976.
enkenndi þómikið s.l. veturifor
föllum. Nú mun hann ekki gere
það. Hins vegar er hann ekki
setztur i helgan stein. Enn er
hann fullvinnandi og slær ekki
slöku við fremur en fyrri daginn.
Hann hefur nú tekið að sér að
vinna við útgáfu nýs kennaratals,
framhalds af hinu fyrra, þar sem
Ólafur Þ. Kristjánsson verðurrit-
stjóri sem fyrr. Þetta mun verða
mikið verk, og hygg ég Sigurð
réttan mann i slikt nákvæmnis-
og þolinmæðistarf. En þetta er
ekki eina viðfangsefnið. Sigurður
hefur alla tið verið mikill félags-
hyggjumaður, og er enn virkur
starfsmaðuri mörgum félögum. í
þágu bindindisstarfsins hefur
hann varið miklum tima og fyrir-
höfn.m.a. farið margar ferðir um
landið enda stórgæzlumaður
unglingastarfs I.O.G.T. um skeið.
Hann hefur einnig oft verið send-
ur á fundi og ráðstefnur erlendis,
þar sem bindindismál voru á dag-
skrá. Hann stofnaði og starfrækti
öfluga barnastúku á Húsavikur
árunum, og eftir að hann settist
að I Reykjavik stofnaði hann
barnastúku innan Langholtssafn-
aðar og veitti henni forstöðu i 10
ár.
Það yrði langur listi ef greina
ætti öll þau félög sem Sigurður
hefur verið skráður i og veitt lið-
sinni en það eru eingöngu félög
sem stefna að menningu fólksins.
Kirkjan hefur notið starfskrafta
Sigurðar,hann hefur m.a. sungið i
kirkjukórum bæði á Húsavik og
viö Langholtskirkju.
Ekki get ég lokið þessari grein
án þess að minnast á Sigurö
Gunnarsson sem rithöfund. Hann
hefur að visu ekki frumsamið
margar bækur, en hann er tvi-
mælalaust afkastamesti barna-
bókaþýðandi hér á landi. Lang-
flestar bækurnar eru þýddar úr
norsku, munu þær vera 46 að tölu
og eftir 16 höfunda. Úr öðrum
Norðurlandamálum hefur hann
þýtt um 20 bækur og eina (þá
fyrstu) úr ensku. Flestar þessar
bækur eru um 100 blaðslður, en
sumarmeira. Auk barnabókanna
hefur Sigurður þýtt kennslu- og
leiðbeiningabækur, sumar einn
en aðrar i samvinnu við annan. 1
mörg ár hefur hann ásamt tveim
öðrum séð um efni i litla bók sem
Unglingaregla I.O.G.T. gefur úr
árlega og heitir Vorblómið. Leið-
sögn i átthagafræði samdi hann
ásamt undirrituðum, og mestan
þátt hygg ég hann hafi átt i r.ýlega
útkominni Handbók i bindindis-
fræðum. Ekki munu hér öll kurl
komin til grafar, en þetta nægir
til að gefa hugmynd um feikilega
starfsorku mannsins. Við þetta
má þó bæta þvi sem öllum er
kunnugt að Sigurður hefur lesið
sumt af bókum sinum i útvarp og
raunar meira þvi að hann á frum-
samið barnaefni i handriti sem
hanneinnig hefurlesið nokkuð af.
Mér er sánnast að segja litt
skiljanlegt hvernig þessi vinur
minn hefur getað afkastað þessu
öllu jafnhliða fullu starfi sem
hann aldrei hefur vanrækt.
Sigurður Gunnarsson hefur átt
þvi láni að fagna að vera heilsu
góður en hann hefur ekki heldur
gert sérleik að þvi að spilla heilsu
sinni með neins konar óreglu.
Þarna er nokkur skýring á vinnu-
þreki hans og miklum afköstum.
Ég hef aldrei heyrt hann kvarta
undan vinnuálagi og minnist þess
varla að hafa séð á honum
þreytumerki. Hann fer jafnan
snemma á fætur (er aldrei
timbraður) og sezt við vinnu ef
hann þarf ekki strax I skólann.
Þangað fórhann oftast gangandi.
Oft fer hann langar gönguferðir
jafnvel á fjöll upp. Þannig bætir
hann sér upp seturnar við skrif-
borðið, sem stundum hljóta að
vera nokkuð langar. Hann hefur
aldrei eignázt bil og er það ef til
vill gæfa hans.
En Sigurður er ekki aðeins mik-
ill starfsmaður hann er maður
trúr, ráðvandur og traustur, og
þessireiginleikar gera hann vina-
fastan. Þá hlið hans þekki ég vel
allt frá fyrstu kynnum.
Eiginkona Sigurðar er Guðrún
dóttir hins þekkta skólamanns,
Karls Finnbogasonar skólastjóra
á Seyðisfirði og konu hans Vil-
helminu Ingimundardóttur. Guð-
rúnerkona gervileg, vel að sér og
listræn. Þess vil ég geta hér að
hún átti sextugsafmæli á hvita-
sunnudag s.l. Ég niun ekki hafa
sent henni afmæliskveðju, enda
þá fjarverandi. Ég nota þvi þetta
tækifæri og sendi henni kærar
kveðjur og þakkir fyrir löng og
góð kynni. Þau Sigurður munu
hafa kynnzt á Seyðisfirði en gift-
ust ekki fyrr en sumarið 1941, er
Sigurður var fluttur til Húsavik-
ur. Þau eiga þrjá syni: Karl,
Gunnar og Vilhjálm. Þeir eru all-
ir greindir menn og fjölhæfir.
Ég læt nú lokið þessari afmæl-
isgrein — vona að ekki sé margt
úr lagi fært. Hitt veit ég vel að
ýmislegt fleira hefði mátt segja.
En þetta eru ekki eftirmæli. Flest
bendir til þess að Sigurður eigi
enn ógengin mörg ár ævi sinnar
hér, og er þá ekki að efa að eftir-
mælinverða lengrienþetta spjall
og skrifuð af öðrum en mér.
Ég óska þér vinur góðs það sem
eftirer ævinnar og þakka allt gott
á langri samleið.
Eirikur Stefánsson
Greinargerð þessi er nokkurs
konar úttekt á gangi fram-
kvæmda á tilraunakaflanum á
Kjalarnesi, sem er vist kallaður
„Sverrisbraut manna á meðal.
Inngangsorð sem birt voru 13.
okt. s.l., enduðu á þvi að segja
að „Blöndun á staðnum” þátt-
urinn I verkinu hafi tekið sjö
klukkutima og að ef til vill hefði
ég átt að gefast upp þegar
kostnaður var að fara fram úr
áætlun. Staðreyndin er þó sú að
ég ákvað að halda áfram, þrátt
fyrir erfiðleika, og feginn er ég
þvi þegar ég lit til baka. Það er
gott að vera reynslunni rikari og
fáum krónum var virkilega só-
að. þrátt fyrir aðstæður.
„Blöndun á staðnum” þáttur-
inn I verkinu kostaði rúmar 1,2
milljónir. Þar innifalið er sem-
ent fyrir eina milljón eitt hundr-
að tuttugu og tvö þúsund krón-
ur, laun eins verkstjóra 5.400
kr., tveir heflar 28.000 kr., einn
vörubill 14.000 kr., tveir valtar-
ar 21.000 kr., sjö verkamenn i
sementvinnu 20.000 kr. (vinnu
þessara sjö manna gerir einn
maður i Bandarikjunum með
réttu tæki), ein blöndunarvél
67.125 kr. (fjórir kl.timar blönd-
un og þrir timar biðtimi). Þessi
þáttur er upp á krónu þvi þar
réði ég einn. Þvi miður er ekki
mögulegt að hafa heildarupp-
hæðina nákvæma þvi þar bland-
ast inn i flutningur á tækjum
o.fl.
Eiginlega er ég sammála
þeim sem hafa sagt að ég hefði
ekki átt að taka að mér nema
þennan þátt i verkinu, en mun
útskýra seinna hvernig ég var
neyddur til að taka að mér allt
verkið.
1 Kaliforniu var ég vanur að
vinna þannig, að verktakar,
sveitarfélög og bæjarfélög höfðu
samband við mig og óskuðu eft-
irað ég kæmi með blöndunarvél
mina á vissan stað á vissum
tima til að blanda fyrir þá. Þeir
sáu yfirleitt um alla aðra liði
þ.á.m. verklýsingu og
kostnaðaráætlun. Þetta vissu
ráðamenn hér áður en ég byrj-
aði framkvæmdir. Vist kom það
fyrir að ég sá um allt verkið
(eins og meðmælabréf frá ein-
um stærsta verktaka I Kali-
forniu sýnir). Þeir, sem ég var
aðblanda fyrir, sáu um útvegun
tækja, sem ég hafði ekki til um-
ráða. Þegar viðræður milli min
og Vegagerðarinnar hófust 1972,
hélt ég að þannig ætti að standa
að tilrauninni. t fyrrnefndri
heildarupphæð er ekki innifal-
inn kostnaður við sigtun á efn-
inu, sem ég hafði ekki ætlað að
taka að mér þegar verklýsingin
og kostnaðaráætlunin voru
skrifaðar, og mun ég koma að
þvi seinna.
Ráðamenn komust einhvern
veginn á þá skoðun, að ég hefði
fullyrt of mikið um bandariska
tækni og hraða við vegagerð. 1
staðinn fyrir að spyrja mig
hvort ég hefði virkiíega sagt
þessa hluti, eins og blöðin túlk-
uðu þá, var vist þegar byrjað áð
reyna að stöðva mig. T.d. sagði
mér maður vel kunnugur hjá
Vegagerðinni (en maður heyrir
nú svo margt) að tveir verk-
fræðingar hefðu verið ráðnir og
iagt nótt við dag til að kanna allt
sem ég hafði skrifað og sagt við-
vikjandi þessu máli. Þeir áttu
vist að finna einhverja veika
punkta hjá mér. Þegar það tókst
ekki þá var breytt um aðferðir
og flest af þvi, sem siðan hefur
gerzt hefur þegar komið fram
opinberlega.
Hinn 28. okt. 1976 sagði núver-
andi vegamálastjóri i blaðavið-
tali, að það hefði verið þrýsting-
ur frá almenningi og fjölmiðlum
sem gerði það að verkum að ég
fékk skriflegt loforð um gerð
eins kilómetra. 1 bréfi frá Vega-
gerðinni 13.4.’72 segir:
„Vegagerð ríkisins beri
kostnað af tilraun, lögn 1 km
vegarkafla, sem þér gerið með
burðarlagi og slitlagi”. Löggilt-
ur þýðandi færði bréfið I ensku,
þvi ég hafði ákveðið að athuga
hvort fyrrverandi samstarfs-
menn minir i Ameriku væru til-
leiðanlegir að útvega peninga i
stórframkvæmdir hér á landi
(sem þeir vitaskuld voru).
Einnig fór ég til Alþjóðabank-
ans i Washington til að ræða
málin þar. í þýðingunni kemur
greinilega fram að þar er aðeins
rætt um burðarlag og slitlag,
meðþessum orðum, „consisting
of base and surface course”.
Þetta er sönnun þess að I byrjun
átti að standa að þessu með
skynsemi, en það eru vist ósýni-
legu spottarnir i þessu þjóðfé-
lagi sem breyta hlutunum og að
minu áliti eru réttilega kallaðir
„mafiur”. Ég hef minar hug-
myndir um hvernig þessu var
allt i einu breytt. I bréfinu er
ekki minnzt á undirbyggingu
(sub-base), ræsagerð, skurði né
annað sem bættist við siðar, að
ósk Vegagerðarinnar. Út af
bréfi þessu fékk ég nokkra
menn i félag við mig og var
ákveðið að ég næði I blöndunar-
vél. Þetta var i júni 1972. Eftir
viðræður milli min og Vega-
gerðarinnar, mikið þras og
fundarsetur neyddist ég til að
láta undan þeirri ósk (eða rétt-
ara sagt skipun) Vegagerðar-
innar að taka að mér kaflann
frá grunni, þe.e. undirbyggingu,
jarðvegsflutning, skurði, ræsi
og annað. Ég tók þetta að mér
aðeins vegna þess að mér hafði
veriðlofað að fá að velja kafla á
móti. Þess vegna veit ég að það
er aðeins timaspursmál þangað
til að ég sanna mitt mál. I milli-
tiðinni er almenningsálitið á
mér vist ekki upp á marga
fiska, en það verður að hafa
það. Nú, þegar ég hafði látið
undan, var að minu áliti sam-
þykkt að Vegagerðin skyldi út-
vega þær vinnuvélar og tæki
sem til þyrfti, nema blöndunar-
vélina. Nú heimtaði Vegagerðin
að ég kæmi með nýja verklýs-
ingu og lét það skina i gegn, að
hún ætti að vera skrifuð af verk-
fræðingi.
I viðræðum kom i ljós að mis-
skilningur hafði orðið milli full-
trúa „BI. á st.” og fulltrúa
Vegagerðarinnar á fundi 3.4.
1973. í fundargerð 4.1. 1974
stendur, „Rætt um fund með
fulltrúum V.R. og „Bl. á st.” frá'
3. april ’73. Fulltrúar „Bl. á st.”
töldu að á fundinum hefðu full-
trúar \'.R. gefið loforð um að út-
vega tæki sem vantaði til bygg-
inga kaflans. V.R. taldi sig ekki
hafa gefið nein slik loforð, held-
ur aðeins vilyrði fyrir að vera
hjálplega við útvegum tækja”.
Einn fulltrúa „Bl. á st.” sagði
þá, sem einnig er bókað að „vél
sú sem „Bl. á st.” hefði til um-
ráða, dygði aðeins til lagningar
burðarlags og slitlags, en ekki
til undirbygginga, væri þvi
æskilegt að I stað kafla VV 8
(sem er „Sverrisbraut”, mitt
innskot) fengju þeir annan
kafla”. Ofangreint sýnir greini-
lega að fulltrúar „Bl. á st.”
viðurkenna að misskilningur
hafi orðið, en V.R. lét sig ekki og
heimtaði að ég sæi um útvegun
tækja, þótt ég á fyrrgreindum
fundi hefði sagt þeim að ég
treysti mér ekki til að hafa nein
viðskipti við verktaka um tæki,
þvi ég vissi að vegaverktökum
væri ekki hlýtt til min, sem svo
sannarlega kom i ljós seinna.
I næsta þætti þessarar
greinargerðar mun ég útskýra
hvað V.R. var „hjálpleg við út-
vegun tækja ” og hvernig var, að
minu áliti, af ásettu ráði reynt
að eyðileggja þessa tilraun.
Sverrir Runólfsson