Tíminn - 27.01.1978, Page 7

Tíminn - 27.01.1978, Page 7
Föstudagur 27. janúar 1978. 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúia 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i iausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuði. ... . .. , Blaðaprent h.f. Charles W. Yost: Gott fordæmi Banda- * ríkjanna mikilvægast Pað er undirstaða traustrar utanrikisstefnu Norska gjöfin Stundum geta úrræði reynzt snjallræði. önnur eru það, sem heitir óyndisúrræði og geta aldrei annað orðið. Á liðnum árum hefur Alþýðublaðið verið að slita af sér flugfjaðrirnar, unz svo var komið, að það var ekki lengur sjálffært. Fjárþröngin var orðin slik, að það gat ekki lengur bjargazt af sjálfsdáðum, að for- sjármenn þess töldu. Loks var leitað á náðir Visis um liðveizlu, og rnyndi þó mörgum gömlum verka- manninum sizt hafa dottið i hug hér á árunum, að fyrir Alþýðublaðinu ætti eftir að liggja að falast eft- ir vist hjá ihaldsblaði, gefnu út i eiginhagsmuna skyni af samtökum harðsviraðra gróðamanna. Það hefði að minnsta kosti þótt óyndisúrræði á dögum Jóns Baldvinssonar. Nú hefur Visir haft af gesti sinum þær nytjar, sem hann munaði i. Þvi aðeins fær hann inni á þessum i- haldsbæ framvegis, að Norðmenn hafa boðizt til þess að kosta uppihaldið með pappirsgjöfum. Við þeim verður Alþýðublaðið að taka eða vikja ella úr vistinni. Þannig leiðir eitt sporið af sér annað. Þar með verður Alþýðublaðið ekki einungis að heyja landsmálabaráttu sina undir handarjaðri Visis, heldur einnig með útlenda fjármuni að bak- hjarli. Það er tvöföld ógæfa. Allir vita, að Norðmenn hafa þeirrahagsmuna að gæta, sem eru andvigir okkar. Þeir eru keppinautar okkar um fiskinn i sjónum og söluna i markaðslönd- unum. Þeim er meira en ósárt um, að hér séu út- lendar herstöðvar, þvi að enginn fer að nauða i þeim um að taka á sig slikar kvaðir og áhættu á meðan svo stendur. Við þá er lika að eiga um margt, er varðar málmblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Og fleira er það, sem á milli gæti borið, þótt tvær norrænar þjóðir eigi hlut að máli. Það er þó ævin- lega hver sjálfum sér næstur. Nú má vera, að greiðasemin við Alþýðublaðið og Alþýðuflokkinn sé algerlega kvaðalaus. Við skulum ekki leiða getur að öðru. En samt sem áður hefur ekki verið skilgreint, hvenær sómasamlegt er að þiggja útlenda hjálp til stjórnmálastarfsemi og landsmálabaráttu á íslandi. Margir hafa vænzt þess, að Alþýðublaðið teldi sér skylt að draga þar skýr og ótviræð mörk. Þegar einu sinni hefur ’ærið farið útá þá braut að leita styrks i útlöndum, geta aðrir fetað sama veg i öðrum löndum og sagt við þá, sem þar stýra sjóðum: Styð þú minn fót. Alþýðu- blaðið hefði að minnsta kosti ekki málefni til þess að lasta það. En yrði slikt lenzka, værum við komin út á hálan is. Þess vegna er þvi nauðsynlegt, bæði sjálfs sin vegna og allra annarra, að sýna fram á, hvar draga skal mörkin milli leyfilegs og óleyfilegs fjárafla af þessu tagi. Upp á þessu hefur áður verið fitjað, en Alþýðu- blaðið hefur þagað þunnu hljóði. Það er slæm frammistaða. Þvi hefur verið gefinn langur frestur til þess að útskýra sitt mál. Þáð hefur ekki gert það. Norska gjöfin er ekki neitt einkamál Alþýðu- blaðsins og Alþýðuflokksins. Þessir aðilar sinna landsmálum og vilja fá aðstöðu til þess að hafa áhrif á stjórnarfar og úrslit mála. Alþjóð á heimt- ingu á þvi að vita, hversu mikið er gefið, á hvaða forsendum það er þegið og hvaða skorður eru við þvi reistar, að gjöfin hafi áhrif á viðhorf Alþýðu- flokksins, meðvitað eða ómeðvitað. Það er sjálfsagt ekki án sárinda innan Alþýðu- flokksins, að þessi gjöf er þegin. En það gerir illt verra, ef skákað skal i skjóli þagnarinnar. IFYRRI GREIN minni leitaö- ist ég við að meta árangur Carters i utanríkismálum á fyrsta stjórnarári hans, eink- um með tilliti til sérstakra mála, eins og kjarnorku-af- vopnunar, Panama-samning- anna, Afriku, Austurlanda nær, og sambands Bandarikj- anna við Evrópu og Austur-Asiu. Niðurstaða min var sú, að stefna stjórnarinnar i þessum málum hafi yfirleitt veriö skynsamleg. Þó var á þaö bent, að ýmsar hindranir ut- anlands og innan, þ.á.m. sjálft Bandarikjaþing, hefðu til þessa komið i veg fyrir aö hægt væri að framfylgja þess- um markmiðum full- komnlega. íþessarigrein verður haldið áfram þar sem frá var horfið, drepið á fimm þýðingarmikil stefnumál og bent á nokkra greinilega misbresti i aðferð- um stjórnarinnar, og þvi áherlzu vægi sem hún leggur á ýmis mál. I ljósi þess háska, sem stjónin telur stafa af frekari útbreiðslu kjarnavopna, hefur hún réttilega tekið ákveðna afstöðu gegn útflutningi á plú- tónium, sem nota mætti til vopnagerðatSömuleiðis hefur hún lýst sig andviga stór- felldum útflutningi á hefð- bundnum vopnum, þótt ennþá séu Bandarikin sjálf mikil- virkasti vopnasali veraldar. Þessi stefnumál hafa ekki náð verulegum framgangi ennþá, vegna þess, að ýmsir bandamenn vorir óska eftir að selja eða kaupa verksmiðjur, sem framleiða plútóníum, og vegna þess að Bandarikja- menn sjálfir virðast ennþá telja það æskilegt af öryggis- eða fjárhagsástæðum að stunda sölu hefðbundinna vopna i stórum stfl til vissra landa. Samtvarrétt að marka þessa stefnu þótt framkvæmd hennar kunni að vera erfið- leikum bundin. FORSETINN er réttilega stoltur af árangri sinum I mannréttindamálum. Með þvi að leggja að nýju áherzlu á fornar dyggðir þjóðarinnar, hefur hann endurvakið áhuga hennar á þessum málum, sem dofnað hafði mjög á árum kalda striðsins, hrifið menn hvar sem slikar hugsjónir geta hrifið, og neytt ofceldis- stjórnir til þess að sýna vissa aðgát á þessu sviði. En reynslan hefur kennt rikisstjórninni að sætta sig við þá staðreynd, að þvi eru tak- mörk sett, sem Bandarikin geta áorkað ein sér utan eigin landamæra. Hún hefur lært að laga aðferðir sinar að hinum kalda veruleika. Höfuðsök Bandarikjanna i utanrikismálum, sem hlýtur að skrifast á reikning þings- ins, en ekki stjórnarinnar, er að hafa hvorki komið i gegn lagasetningu til að draga úr hinni ægilegu orkusóun Bandarikjamanna, né gert stórátak i þvi að þróa upp nýj- ar orkulindir. Hvort tveggja leiðir af sér gifurleg oliukaup utanlands frá. Þótt það helsi, sem bindur hendur öldungadeOdarinnar, sé af innlendum toga, koma áhrif aðgerðarleysis hennar fyrst og fremst fram i sam- bandi okkar við útlönd. Þaö grefur undan trú Þjóðanna, jafnt vinveittra sem and- stæðra, á forystugetu Banda- rikjanna og vUja til að fórna augnabliks lifsgæðum fyrir framtiðaröryggi. Það veikir Carter og Gromyko Giscard og Carter dollarann, og kippir ennþá fleiri stoðum undan þvi við- kvæma alþjóða fjárhagskerfi, sem þegar var orðið óstöðugt vegna kreppu, verðbólgu og hækkandi oliuverðs. Það er mikill ljóður á utan- rikisstefnu stjórnarinnar að henni hefur ekki tekizt að marka frambærUega stefnu i samskiptum Norður- og Suðurhvels, sem nú gerast æ sjálfstæðari. Si'ðan slitnaði upp úrsamningaviðræðunum i Paris i fyrrasumar hefur þessum mikilvægu málum verið litill gaumur gefinn. Auðugasta þjóð heims hefur hvorki sýnt áhuga né forystu á þessusviði. Ef athafnir fylgja ekki orðum, getur það spillt verulega samskiptum okkar við aðrar þjóðir. ANNAR vankantur á stefnu stjórnarinnar kemur spánskt fyrir sjónir i ljósi þess, hve mikið forsetanum virðist i mun að almenningur taki virkan þátt i stjórnmálum. Þótt hann komi oft fram i sjónvarpi hefur hann ekki not- fært sér blaðamannafundi i Hvita húsinu á sama hátt og sumir fyrirrennarar hans gerðu, svo sem Theodore Roosevelt, Woodrew Wilson, Franklin Roosevelt og Harry Truman. I ljósi hins örðuga sam- komulags við þingið, virðist Carter hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að óskynsamlegt sé að ganga fram hjá þvi. Þetta er aðeins að hálfu leyti rétt. Að visu verður forsetinn að hafa gott samband viö framámenn þingsins, en það er ekki nóg. Öfangreindir for- setar hefðu aldrei náð þeim gifurlega árangri i embætti sem þeir gerðu, — og náð endurkosningu — ef þeim hefði ekki tekizt að ná eyrum fjöldans og vinna almenning á sitt band i stórmálum, með hnitmiðuðum ræðum og gifur- legri stefnufestu. Að lokum skal á það minnt, að fordæmi Ameriku á að vera sá grundvöllur, sem sérhver forseti hlýtur aðbyggja styrka utanrikisstefnu á. Við getum hvorki hjálpað bandamönnum vorum upp úr kreppufeninu, né þriðja heiminum i sókn sinni til bættra lifskjara, ef eigin efnahagur vor stendur á brauðfótum. Við getum ekki vænzt þess að áróður vor fyrir þörfum og réttindum annarra þjóða sé alvarlega tekinn á sama tima og hinum sömu þörfum og réttindum er ekki sinnt heima fyrir. Þeim dýrmæra tima, sem forsetinn hefur eytt i yfir- borðs-afskipti af utan- rikismálum, svo sem siöustu hraðferð hans til sex landa, væri betur varið i glimu við hin gifurlegu innanlands- vandamál sem þjóðin á við að etja á þessum timamótum. (S.S. þýddi) — JH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.