Tíminn - 27.01.1978, Side 11

Tíminn - 27.01.1978, Side 11
Föstudagur 27. janúar 1978. 11 fMrni ÖRFÁAR STAÐREYNDIR UM ISLENZKAN ULLARVÖRUÚTFLUTNING 1 tilefni af blaðaskrifum um bandútflutning Alafoss h/f er rétt að benda á örfáar staðreyndir i þessum málum, til þess að al- menningur geti myndað sér hlut- drægnislausa mynd af málinu i heild sinni. Brauðryðjandastarf Álafoss h/f Álafoss h/f hefur verið braut- ryðjandi i útflutningi islenzks ullarfatnaður á Vesturlöndum, og er enn langstærsti útflytjandi ullarfatnaðar til þeirra landaæins og skýrast kemur fram i eftirfar- andi töflu: Eins og sést af þessum tölum, var Alafoss h/f svo að segja eini stóri útflytjandi islenzks ullar- fatnaðar fram til ársins 1974. A þessum árum tókst Alafossi h/f að opna vestræna markaði fyrir islenzkum ullarvörum. Hér var erfitt brautryðjandastarf unnið, sem krafðist þrotlausrar vinnu og hafði mikinn kostnað i för með sér við markaðsleit og vörukynningu. Mikil breyting varðá aðstæðum i ársbyrjun 1974, þegar Alafoss h/f missti stærsta erlenda við- skiptaaðila sinn erlendis (Ameri- can Express), þar sem annar is- lenzkur útflytjandi gat undirboðið Alafoss h/f m.a. með þvi að láta vinna vöruna að hluta til erlendis. (Þeim sem vildu kynna sér það mál nánar skal m.a. bent á Visi frá 6.2. 1974, Morgunblaöið frá 7.2., 8.2. og 9.2. s.á., Timann og Þjóðviljann frá 10.2. s.á.) Þrátt fyrir þetta áfall er Alafoss h/f enn i forustuhlutverki i útflutningi is- lenzks ullarfatnaðar. A siðari ár- um hafa komið fram fjölmargir ullarvöruútflytjendur, sem hafa fetað i þá slóð, sem Alafoss h/f hefur rutt islenzkum ullarvarn- ingi á vestrænum mörkuðum. Útflutningur ullarbands Alafoss h/f hefur einnig verið brautryðjandi i útflutningi ullar- bands. Stærsti hluti þessa útflutn- ings er i smásöluumbúðum til sölui hannyrðaverzlunum t.d. (er ekki talið æskilegt að flytja út fisk i smásöluumbúðum?). Magn og verðmæti þessa ullarbands-út- flutnings hefur verið sem hér seg- ir (skv. Hagtiðindum): Ár Magn Verðmæti tonn m.kr. 1969 36.1 14.0 1970 84.8 31.8 1971 75.4 26.0 1972 128.5 46.0 1973 233.9 100.2 1974 358.3 236.9 1975 358.5 370.4 1976 361.2 430.7 1977 (jan-nóv) 370.7 524.9 Láta mun nærri, að um 90% þessa útflutnings hafi verið á veg- um Álafoss h/f. Þessi tafla sýnir að ekki hefur orðið stórkostleg aukning á þessum útflutningi á liðnu ári. Hins vegar varö mikil aukning á árunum 1973 og 1974 enda var þá svo gott sem búið að kippa fótunum undan fataútflutn- ingsiðnaðinum, nema með þvi að framleiða erlendis að hluta a.m.k. (sbr. hér að ofan). Til þess að standast þessi áföll, lagði fyrirtækið aukna áherzlu á band- útflutninginn. Stobi Aps Danska prjónastofan Stobi Aps., hóf vinnslu úr lausspunnu islenzku ullarbandi (lopa) á árinu 1968, ári fyrr en fyrsta prjónastof- an, sem framleiddi úr islenzku ullarbandi sá dagsins ljós (Fata- verksmiðjan Hekla þó undanskil- in). Fyrirtækið hefur alla tið lagt mikla áherzlu á mikil gæði. Þar sem ég þekki þó nokkuð til gæða i framleiðslu þess fyrirtækis, teldi ég ekki fjarri lagi að islenzkir framleiðendur reyndu að likja eftir þeim, en tel hins vegar ólik- legt að Stobi Aps. þurfi mikið að sækja til islenzkra framleiðenda i þeim efnum. Staðreyndin er sú að bæði framleiðsla Stobi Aps. og ullarbandsútflutningur Alafoss h/f hafa viða opnað markaði fyrir islenzkan fataútflutning með þvi að kynna gæði islenzka ullar- bandsins. Hefur islenzka ullin sér- stök einkenni? Gæði og sérkenni islenzka ullarbandsins hefur verið undir- staða framsóknar islenzks fataút- flutnings en ekki sérstaklega sér- kenni islenzku ullarinnar. A.m.k. þriðjungur af hráefni islenzku spunaverksmiðjanna er innflutt ull, og hlutfall erlendu ullarinnar er mun hærra i sumum fram- leiðslutegundum. Alafoss h/f hef- ur fyrir mörgum árum siðan hætt aðmerkja framleiðsluvörur sinar á þann veg að um 100% islenzka ull væri að ræða, nema um sér- staka samninga hafi verið að ræða, enda þá gætt þess að nota eingöngu islenzka ull. Þótt engin ein ullartegund samsvari is- lenzku ullinni, er unnt að ná mjög likum eiginleikum með blöndun nokkurra tegunda. Geta menn leitað staðfestingar forstjóra Rannsóknarstofnunar iðnaðarins Péturs Sigurjónssonar um þetta atriöi. Ennfremur má benda á þá staðreynd að eftirlikingar is- lenzks ullarbands eru framleidd- ar viða um heim, þannig að eng- inn vandi er fyrir prjónaverk- smiðjur að kaupa þess háttar band, ef tekið yrði fyrir útflutning héðan. Hitt er annað mál, að hörmulegt er, hve stór hluti is- lenzku ullarinnar er ónothæfur til framleiðslu lopa eða prjónabands og verður að notast til framleiðslu gólfteppabands eða flytjast út al- gjörlega óunnin. Fram til nóvem- berloka 1977 höfðu 220 tonn af hráull verið flutt út. Sá útflutn- ingur var ekki á vegum Alafoss h/f. Þjóðarhagur Þjóðhagsleg hagkvæmni fram- leiðslu byggist á þvi, að á hverju vinnslustigi verði sem mest verð- mætaaukning á unna vinnustund. Raunveruleg lifskjör og marg- umrædd greiðslugeta atvinnu- veganna byggjast á þessari meginreglu. 1 henni felst, að ekki er kappsmál i sjálfu sér að full- vinna vöru, ef vinnuframlag til þessarar vinnslu er óvenju mikið i hlutfalli við aukið verðmæti. Við getum tekið óvenjuskýrt dæmi úr islenzka ullarvöruútflutningnum. Meðalútflutningsverð fyrir ullar- band var á fyrstu 11 mánuðum ársins 1977 kr.: 1416,- á kg. Meðalútflutningsverð fyrir ullar- teppi var á sama tima kr.: 1455.- á kg. Vefnaður, þvottur, ýfing og annar frágangur ullarteppisins skilarheilum 39,-kr. i þjóðarbúið. Menn þurfa ekki að vera sér- fræðingar i framleiðslu ullar- teppa til að sjá að þjóðarhagurinn vænkast litið við þessa full- vinnslu! Annað mál er, að með óraunhæfri gengisskráningu, toll- um, álögum og kvöðum, annars vegar, niðurgreiðslum og uppbót- um hins vegar, getur sú mynd sem snýr að einstaklingum og fyrirtækjum verið svo skekkt, að hún eigi ekkert orðið lengur skylt við hvað sé þjóðhagslega hag- kvæmt. Þrátt fyrir margvislegar félagslegar skyldur stjórnvalda, mega þeir ekki bregðast þvi hlut- verki, að skapa þann efnahags- lega grundvöll, að hver vinnandi hönd nýtist sem bezt þjóðhags- lega. A þessi grundvallarsannindi hefur margoft verið bent af is- lenzkum iðnrekendum. Útflutningsverð eru hærri en innanlandsverð Islenzku spunaverksmiðjunum ber siðferðislega skylda til að sjá islenzku prjónastofunum fyrir nægilegu ullarbandi til starfsemi sinnar. 1 reynd hafa þær þó geng- ið mun lengra, þvi þær hafa bein- linis notað hagstæð útflutnings- verð til að halda niðri verði ullar- bands til prjónastofanna. Meðal- verð á margumtöluðu ullarbandi sem selt var til S.-Kóreu var kr.: 1599,- á kg, en á sama tima var is- lenzkum prjónastofum selt ullar- band fyrir kr.: 1215.- á kg. Annar markaður og nýir möguleikar 1 einu dagblaðanna var að þvi vikið að umboðsmaður Alafoss h/f i V-Þýzkalandi væri með peysur sem framleiddar væru úr islenzku bandi i S-Kóreu til sölu. Á hinn bóginn gleymdist að greina frá þvi að um alsendis ólika vöru væri að ræða, en fram- leidd er af islenzku prjónastofun- um, enda bandið sem flutt er út mun grófara en það sem islenzk- ar prjónastofur nota almennt. Einnig vill gleymast að eitt land og einn markaður eru alls óskyldir hlutir. Einstakt land skiptist yfirleitt i fjölda markaða, bæði landfræðilega og ekki siður eftir kaupgetu endanlegra við- skiptavina. Til þess að taka inn- lent dæmi eru það ekki sömu ein- staklingarnir sem kaupa kjólana sina ,,hjá Báru” og i Hagkaup. Is- lenzki ullarfatnaðurinn er það dýr að viðskiptavinahópurinn er mjög takmarkaður. Með þvi að hafa ódýrari vörur á boðstólum, er gerð tilraun til að opna nýjan markað fyrir islenzkan út- flutningsiðnað, markað sem er tugum ef ekki hundruðum sinnum stærri en sá markaður sem við og aðrir útflytj. höfum hingað til selt til. En úr þvi að menn hafa þetta miklar áhyggjur af markaðinum i V-Þýzkalandi er rétt að athuga hverjir eiga mest i húfi. Á fyrstu 11 mánuðum ársins 1977 var fluttur út fatnaður fram- leiddur hérlendis til V-Þýzka- lands fyrir 308.7 m. kr. (skv. Hag- tiðindum.) Útflutningur Alafoss h/f til þessa umboðsmanns i V- Þýzkalandi namá sama timabili 251.6m. kr. eða sem svarar 81.5% af heildarútflutningnum til V- Þýzkalands. Allir aðrir útflytjendur til samans skipta með sér þessum 18.5% sem eftir eru. Mætti þvi spyrja hvort heppilegt sé að að- stoða aðra útflytjendur til sölu- starfs i V-Þýzkalandi, og hvort slikt valdi ekki óheppilegri sam- keppni? Skyldur forstjóra Sem forstjóri Alafoss h/f ber mér skylda til að reyna að sjá svo um, að fyrirtækið standi við all- ar skuldbindingar sinar, t.d. að greiða 300 starfsmönnum reglu- lega laun. Ég hlýt þvi að haga rekstri fyrirtækisins i samræmi við það sjónarmið. Ef salan er ekki nægileg eða framleiðslan ekki nógu hagkvæm get ég ekki gefið út ávisun á ótakmarkaðan yfirdrátt á Seðlabankanum, né visað á rikissjóð eða aðrar peningauppsprettur. Framtið is- lenzks útflutningsiðnaðar byggist ekki á imyndaðri einokun hrá- efnis heldur á þeim starfsgrund- velli sem honum er skapaður af löggjafar- og framkvæmdavaldi. Alafossi 25.1. 1978 Pétur Eiriksson forstjóri UM BORÐ! Imeira en 20 ár hefur ein afstœrstu og þekktustu verksmiðjum heims á sviði véla, HFM í Danmörku, sérhœft sig í krönum og pallbúnaði hverskonar. Þrátt fyrir harða samkeppni hafa þeir œtíð farið fremstir þegar um er að ræða gœði og tækninýjungar. Reynsla þeirra og þekking er trygging sem má treysta. Fjórar ástœður: • Góð 8vörun • Mikið burðarþol • Stöðugleiki • Góð ending Allir hreyfi og slitfletir HMF sjókrananna eru úr ryðfríu efni og endast því von úr viti. Engin furða þótt þeir hafi valdið byltingu um borð. SALAVIÐHALD-WONUSTA LANDVÉLARHF. Smiðjuvegi 66. Sími: 76600. AR Heildarútflutningur Fatnaöarútflutn- ingur Hlutur ullarfatnaðar.Sovét- Alafoss h/f.Sovét- Alafossh/f rikin ekki meðtalin rikin ekki meðtalin af heild (m.kr.) (m.kr.) % 1969 20.8 3.8 18.3 1970 31.8 22.4 70.4 1971 56.9 53.9 94.7 1972 161.6 161.4 99.9 1973 198.9 174.4 87.7 1974 217.8 114.7 57.7 1975 375.7 200.3 53.3 1976 934.5 424.1 45.4 1977 (jan-nóv) 1380.9 591.1 42.8

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.