Tíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 22

Tíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 22
22 Sunnudagur 12. febrúar 1978 þaö gerðist nú ööru visi. Ég var að renna nippla Ur kopar — i rennibekk, auövitaö. Það kom á- kaflega mikiö af flisum sem stungu, og þess vegna kom meistarinn til min með nýja gúmmihanzka. Ég haföi aldrei nota hanzka við renni smiöi þótt skrýtiö kunni aö þykja, en þó tók ég nú við þessum, setti þá upp og hugðist svo halda verki minu áfram. En hér var annað i efni: Gúmmihanzkar limast fast- ir við þaö sem þeir snerta, og nú er ekki aö orölengja þaö aö um leið og ég kom við stykkið sem ég varaðrenna sat, hanzkinn fastur. Fyrir mig var ekkert annaö aö gera en aö rykkja hendinni að mér af öllu afli, og þaö gerði ég á broti úr sekúndu. Hendinni hélt ég, en einn fingur minn varð eftir, fastur i hanzkanum. Það versta fyrir mig var að fingurinn sagað- ist ekki af, heldur slitnaði. Það var ekki notalegt, en hálfu verra var þó hitt, að höndin varð mátt- laus og handleggurinn, alveg upp i öxl. —Varst þú ekki lengi handlama eftir þetta slys? — Það leið svo heilt ár, að ég gat eiginlega ekkert gertog allra sizt vel. Ef ég lyfti hamri, datt hann úr hendi mér. Það var i meira lagi óskemmtilegt. Siðan þetta kom fyrir hef ég lit- ið gert annað en að dútla hérna i kjallaranum heima hjá mér, mest fyrir krakkana, — það er að segja barnabörnin, þvi aðmin eru uppkomin fyrir löngu, enda er ég nú orðinn áttræður. — Já, vel á minnzt: Hvað eigið þið hjónin mörg börn? — Við eignuðumst fimm börn, en misstum einn dreng, svo það eru fjögur á lifi. En áður en ég kvæntisthafði ég eignazttvö börn svo alls eru þau sjö, sem hafa komið i heiminn af minum völd- um. Fátt er lærdómsrikara — Hefur þú ekki tekið drjúgan þátt i félagsmálum? — Jú, það hef ég gert. Ég byrj- aði i ungmennafélaginu heima, siðan i Iðnaðarmannafélaginu á Isafirði, og sat i stjórn þess um tima, en eftir að ég var kominn hingað til Reykjavikur, átti ég sæti I stjórn Járnsmiðafélagsins i nokkur ár, og i stjórn Alþýðusam- bands íslands. Siðastenekki sizt, hef ég svo starfað i stjórnmála- flokknum, sem við sveitamenn- irnir, bjuggum til, Framsóknar- flokknum. — Ég hef þannig tekið talsverðan þátt i félagsmálum um dagana, og á þannhátt kynnzt mörgum mönnum. Það er oftast ánægjulegt að kynnast mönnum og að starfa með þeim, og fátt held ég að sé lærdómsrikara. — Þú ert þá ánægður, þegar þú litur um öxl af hinum áttatíu ára sjónarhóli þinum? — Já, það er ég sannarlega. Þetta hefur verið gaman. Mér hefur þótt lifið skemmtilegt, og á- nægjustundirnar fleiri en hinar, þótt þær þurfi auðvitað að vera með lika, ef maðurinn á að verða að einhverjum manni. Þetta hefur verið gaman — Þú hefur svo ilenzt þarna? — Mér þótti gaman að smíða þá, eins og mér hefur alltaf þótt. En á litlum verkstæðum geta menn ekki helgað sig einhverri einni grein, og ekki snert á neinu öðru, heldur þarf hver maður að ganga I öll verk eftir þvi sem á stendur. Stundum er þaö eldsmið- in, stundum bekkurinn, og stund- um þarf aö fara niður i bátana þegar vélarnar þarfnast eftirlits eða viögerðar. Allt þetta lærði ég á næstu árum. „Fæddist með hamar i höndum” Það gekk á ýmsu — Þú hefur auðvitað vanizt þvi' frá blautu barnsbeini að smiða i smiðju ? — Já, mikiö ósköp. Pabbi átti smiðju og smiðaöi mjög mikið i henni, bæði fyfir sjálfan sig og aðra. Ég var þar lika si og æ, frá þvi ég var smápatti, ýmist að banga eitthvað fyrir sjálfan mig eða aö ég knúöi smiöjubelginn fyrir pabba þegar hann ,,var i smiöju” eins og þaö var kallaö. En faðir minn smfðaöi Ur fleiri efnum en járni og tré. Hann smiö- aði lika hornspæni, og fórst það vel. Hann kenndi mér það verk, og ég gæti vel smlöað spæni enn þann dag i dag þess vegna, að ég man enn hvert einasta handtak. Spænir voruaUtaf smiðaðir Urkýr horni, en ekki úr horni af nautum. Þau eru miklu þynnriog gljúpari i sér, og ef smiðaöur var spónn Ur nautshorni, rétti hann sig strax, en hélt ekki lögun sinni, sem vit- anlega var ótækt. — Pabbi smið- aði mikiö af spónum Ur kýrhorni og seldi þá. Mamma skar spæn- ina út, á meðan hennar naut við, en faöir hennar var þekktur spónasmiðurásinni tið. — Þannig er, eins og ég sagði áðan, talsvert mikið um smiði i kringum mig, svo það er ekki að undra þótt mér hafi löngum þótt gaman að halda á smiðaáhöldum. — En hvenær var það svo, sem þú hættir aö smiða á verkstæðinu á ísafirði? — Arið 1929. Þaö ár gekk ég i hjónaband og fór að búa. Kona min heitir Ragnheiður Jónsdóttir og er dóttir séra Jóns Brandsson- ar i' Kollaf jarðamesi. Við byr juð- um bUskapinn á Felli i Kollafiröi og vorum þar til 1933. Þá fór ég aftur aðsmiða. En þá voru erfiðir timar, og þeir komu ekki siður niður á smiðum en öðrum. Það var ekki nóg meðaö kreppan væri I algleymingi, heldur kom auk þess annað til: Bankarnir lánuðu bátunum út á næstum allt — nema viðgeröir, og það hef ég aldrei getað skilið, hvernig nokkrum fjármálamanni gat komið til hugar aö útgerðin gæti gengið án þess að skipin og vél- arnar i þeim nytu venjulegs og eðlilegs eftirlits og endurbóta. Af- leiðingin af þessu varð svo sú, aö báharnir stofnuðu til stórfelldra skulda hjá verkstæðum i landi, verkstæðin börðust i bökkum, bátarnir voru langstærstí viö- skiptaaðilinn, en þeir gátu sjáldn- ast borgaö og sumir brugðu reyndar á það ráð að hlaupast frá skuldum sinum meö þvi að hætta að skipta viö þau verkstæöi þar sem þeir voru orðnir stórskuldug- ir, og byr ja á öðrum stað — og svo koll af kolli. Við, á verkstæðinu, ræddum oft um það i okkar hóp, að bindast samtökum og taka ekki við bátum til viðgerða, nema tryggt væri aö þeir væru skuld- lausir við önnur verkstæði. En hér var ekki gott i efni. Skipin urðu að geta fiskað, þvi að annars var allt i voöa — og af þessum samtökum viðgeröarverkstæöa varð aldrei neitt. — Féll ekki mikið af þessum skuidum bátanna? ----JU, það var ekki nema litill hluti, sem oáðist inn, og þá ekki fyrr eneftir dúk og disk. Sumt var ekki greitt fyrr en að ári liðnu, sumt ennþá seinna, en mest mun hitt þó hafa verið, sem aldrei var borgaö. Arið 1936 breyttust enn hagir minir. Ég var þá ráðinn bústjóri að Seljalandsbúinu, sem Isafjarö- arkaupstaður rak i Skutulsfirði. Og þá má segja að ég hafi enn snUið méri hring. Þar varég i tiu Þessi hilla er ennþá glæsilegri gripur, þegar maður sér hana I „eigin persónu,” heldur en á mynd, og mun þó flestum sem skoöar myndina, sýnast gripurinn gerður af ærnum hagieik. Timamynd Gunnar. Lykill á kassaloki. Kassinn er með haglega gerðri læsingu og hjörum. Það hefur Skeggi smlðað allt sjáifur, skrána, iamirnar og lykilinn. Timamynd Gunnar. Tfmamynd Gunnar ár, og undi hag minum hið bezta. Það var ekki einungis að ég ynni öll venjuleg bústörf, heldur smið- aði ég lika allt sem smiða þurfti fyrir búið. Ef um meiri háttar smiði var að ræða, fór ég til Isa- fjarðar og fékk að komast þar á verkstæði til þessað vinna verkið, þvi að þar átti ég alltaf vinum að mæta. — Varst þú ekki hálft i hvoru feginn, þegar eitthvað bilaði, svo aö þú gætir gripiö þér smiðaáhald I hönd? — Ekki vil ég nú alveg segja þaö, enhitt er rétt, aö mér hefur alltaf þótt ákaflega gaman að hvers konar smiðum, og við þá á- ráttuhef ég aldrei losnað. Bræður minir striddu mér stundum með þvi að segjaað ég hefði fæözt með hamarinn i hendinni og i rauninni varþaðekkisvo mjögmikið öfug- mæli. A þessum árum voru börn okk- ar hjónanna að alast upp. Þegar ég hafði verið tiu ár bústjóri á SeljalandsbUinu, var komið að þvi að elzta barniö okkar, sem er stúlka, þyrfti að setjast i mennta- skóla. Þá hættum við þessari bús- umsýslu og fluttumst til Reykja- vikur, þar sem ég fór að vinna á verkstæði. Þaö var árið 1946. Þá keypti ég þetta hús, sem stóð þá við Grettisgötuna, fluttí þaö hing- að inneftir og setti það niður hér viö Skipasund. Hér höfum við hjónin átt heima siðan. — Var það járnsmiðaverkstæði sem þú réðist á hér i Reykjavfk? — Já, þvi að réttindi mln voru bundin við járnsmiðar. Fyrst vannégiKeiliogvarþari nokkur ár, en svo fór ég til Kristjáns Gislasonar á Nýlendugötunni. Enn vann ég mikið að viðgerðum, en hinu neita ég ekki, að mér leiddust þær, þegar til lengdar lét. Þæreru yfirleitt óþrifalegar, þvi aö stykkin sem komið er með til viðgerðar, eru oftast illa útlit- andi og ötuö i smurningsoliu eða ryöi nema hvort tveggja sé. Það ættu öll verkstæði að hafa sömu reglu og Guðmundur vélsmiður á Þingeyri sem neitaði að taka við stykkjum til viðgerðar,nema þau væru þvegin og pússuð upp fyrst. Vélstjórarnir vöndust á þetta, og það varð eins og hver önnur sjálf- sögð venja að allir hlutir væru hreinir, þegar farið var að gera við þá. Þetta er auðvitað eins og hver annar vani— en óneitanlega veltur á miklu, á hvað menn venja sig. Fingurinn slitnaði bók- staflega af— og það var ekki notalegt — Ég sé, aö þig vantar einn fingur. Hvenær varöst þú fyrir þvi siysi aö missa hann? — Ég hef oft orðið fyrir slysi. Einu sinni snerti önnur hönd min vélsagarblað, vegna vangæzlu annars manns, og þá fékk ég djúpan skurð og langan, en missti ekkertaf höndinni. — Mig hefur Gerö lykilsins sést ef til vill enn betur hér, en þar sem hann liggur á kassalokinu. Timamynd Gunnar. alltaf siðan langaði til að hitta ungan mann, sem vann á slysa- varðstofunni, þegar þetta varð, árið 1962. Það er eitt mesta meistaraverk, sem ég hef horft á, þegar hann var að sauma skurð- inn saman. Þetta var ungur mað- ur, og hét Jón, minnir mig en meira veit ég ekki um hann. Hann var i fimm klukkutima að sauma skurðinn saman, og hann taldi vist að ég yrði „staur” um ein- hver liðamótin, en það varö ekki, ég get hreyft öll min liöamót, á þessari hönd sem annars staðar. En þegar ég misstí fingurinn — BDÖRNSSONAC^ Orðsending til viðskiptavina Vegna flutninga á fyrirtæki voru i nýtt húsnæði að Bíldshöfða 16 verður varahlutaverzlun, bilasala og skrifstofur lokaðar dagana 13.-16. febrúar. Opnum aftur 17. febrúar að Bildshöfða 16. B3ÖRNSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.