Tíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 12. febrúar 1978
21
Arnað heilla
5.11. ’77 voru gefin saman i Bústaöarkirkju af sr. Ólafi Skúlasyni.Guö-
riöur Sveinbjörnsdóttir og Sveinn Lárus Gunnarsson og Sigriöur tsól
Gunnarsson og Guðmundur Björn Gunnarsson. (Ljósm.st. Gunnars
Ingimars. Suöurveri Simi 34852).
22.10 '77 voru gefin saman i
hjónaband af sr. Þóri Stephensen
i Dómkirkjunni Ingibjörg L.
Arnadóttir og Jón Baldursson
heimiliEngjaseli 65 R. (Ljósm.st.
Gunnars Ingimars. Suöurveri).
15.10. ’77 voru gefin saman I
hjónaband af sr. Garðari Þor-
steinssyni i Bessastaðakirkju As-
laug Guðmundsdóttir og Sigurður
Halldór Einarsson heimili Lang-
holtsvegi 95 R. (Ljósm.st. Gunn-
ars Ingimars Suðurveri).
15.10. ’77 voru gefin saman i
h.iónaband i Háteigskirkju af sr.
Grimi Grimssyni Hildur Sigurðar
dóttir og Sigurjón A. Ólafsson
heimili Flúðaseli 91, R. (Ljósmst.
Gunnars Ingimars. Suðurveri).
5.11. ’77 voru gefin saman i
hjónaband af sr. Halldóri S.
Gröndal i Háteigskirkju Arndis
Gisladóttir og Asgeir Sigurðsson
heimili Spólahólum 12, R.
(Ljósm.st. Gunnars Ingimars.
Suðurveri). .
Astraliufararnir sex, nánast einkennisbúnir til sins postullega embættis
Timamynd: Róbert,
Á vegum Rótarýsamtakanna:
Sex í kynnisför til Ástralíu
Sex ungir tslendingar lögðu I gær
af stað i kynnisferð á vegum
Rótarýsamtakanna til Astraliu,
og er þessi ferð farin til þess að
endurgjalda heimsókn sex Ástra-
liumanna siðast liðið vor, sagði
Jón R. Hjálmarsson fræöslustjóri
við Timann i gær. Þessi menn eru
þó ekki úr Rótarýsamtökunum
sjálfir, þvi að það skilyröi er ein-
mitt þeim sett, er slikar kynnis-
og kynningarferðir fara aö þeir
séu hvorki Rótarýmenn sjálfir né
tengdir þeim.
Samkvæmt reglum Rótarý-
samtakanna eiga þeir að vera 25-
35 ára gamlir og vammlausir
borgarar. Til fararinnar voru
valdir Baldur Snær Ólafsson,
kennari á Egilsstöðum, Bjarni
Þór Jónsson, bæjarstjóri á Siglu-
firði, Svavar Stefánsson sóknar-
prestur i Neskaupstað, Sveinn
Hannesson, viðskiptafræðingur i
Kópavogi, Jón Sigurðsson, for-
stjóri i Reykjavik, og Óskar Þór
Sigurbjörnsson, kennari i Ólafs-
firði, sem er fararstjórinn og tók
þátt i hinni einu ferð þessarar
tegundar, er áður hefur verið far-
iö héðan af landi.
Ætlunarverk þeirra sexmenn-
inganna er að kynna tsland ,
islenzka menningu og islenzka
lifshætti sem bezt.
íswSL! -y 1
S3|
Ný gullsmiðaverzlun var nýlega opnuð I nýju verzlunar- og skrifstofuhúsnæði aö Laugavegi 71 i
Reykjavik. Eigandi verzlunarinnar er Ulrich Falkner gullsmiður sem áöur var með gullsmiðaverzlun
við Lækjartorg. I hinni nýju verzlun verður veitt alhliða þjónusta á sviði gullsmiða. A þessari mynd er
eigandi verzlunarinnar, Ulrich Falkner, ásamt eiginkonu sinni og tveimur starfsstúlkum.
Fánakynning og ritgerðar -
samkeppni í skálum á Suðumesjum
A undanförnum árum hefur
félagið Junior Chamber Suðurnes
kynnt nemendum i 11 ára bekkj-
um barnaskóla og siðan grunn-
skóla á Suðurnesjum sögu Is-
lenzka fánans og þær reglur sem
gilda um notkun hans, svo og upp-
lýst við hvers konar tækifæri
hann er notaður.
I framhaldi af þessu verkefni
hefur félagið nú fært öllum
grunnskólum á Suðurnesjum, 7 að
tölu, islenzkan fána og fótstall, og
væntir þess að skólarnir noti fán-
ann okkar við hátiðleg tækifæri og
tryggi að nemendur kynnist
þannig notkun hans og hvernig
ber að sýna þjóðfánanum tilhlýði-
lega virðingu.
Við sama tækifæri var nemend-
um kynnt nýtt verkefni sem til
þeirra höföar: Ritgeröarsam-
keppni um iðnað á Suðurnesjum.
Hún nær til nemenda I 9. bekk
grunnskólanna á svæðinu svo og i
Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Hún fer fram á næstu vikum og
lýkur um miðjan febrúar, en úr-
slit munu liggja fyrir i byrjun
marz.
Ritgerðarsamkeppnin er hluti
af fjölþættu verkefni, sem fjallar
um iðnað á Suðurnesjum, aðstöðu
hans i mörgum atriðum, vaxtar-
möguleika og hugsanleg ný tæki-
færi i iðnaði. Aðrir þættir þessa
verkefnis eru: Ráðstefna 4.
febrúar nk. hvar fram munu
koma erindi og umræður um
þessi mál. Starf i umræöuhópum
til að kryfja upplýsingar og hug-
myndir frá ráðstefnunni, svo og
sem fengnar yrðu með öörum
hætti.
Sérstakt blað mun flytja niður-
stöður þessara umræðuhópa, er-
indi frá ráðstefnunni, verðlauna-
ritgerðir, svo og annað efni sem
málið snertir.
Borgarafundur verður siðan
haldinn til að skýra nánar niður-
stöðurnar, kynna höfunda verð-
launaritgerða og ræða málið.