Tíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 15
Sunnudagur 12. febrúar 1978 15 Reykvíkingur, sem vill verða bóndi Maöurinn sem hér er rætt við hefur þá sérstöðu umfram aðra nemendur á Hvanneyri sem teknir voru tali þar á staðnum fyrir nokkrum dögum að hann er borgarbarn. Rétt erað fylgja gömlum og góðum islenzkum sið og byrja á þvi að spyrja manninn að heiti. — Hver er nafn þitt ungi maður? — Ég heiti Þórarinn Sól- mundarson og er úr Reykjavik. Faðir minn er Sólmundur Jó- hannesson verzlunarmaður. — Hvernig stendur á þvi að sonur verzlunarmanns i Reykjavik fer út i sveit til þess aö nema búfræði? — Þvi er auðsvarað. Þessu réð áhugi minn á bústörfum og landbúnaði yfirleitt. Ég hafði kynnztþessuáður.Þegar ég var drengur var ég i sveit á Haf- steinsstöðum i Skagafirði, þar sem bæði var gaman og gott að vera. Ég hlakkaði alltaf til þess að fara i sveitina á vorin og siðan hefur mig langaö til þess að verða bóndi. — Og þess vegna stundar þú nám hér á Hvanneyri? — Já, mig langar enn mest til þess að verða bóndi en þótt það sé það starf sem ég kýs lang- helzt þá er mér ljóst að það er ekki neinn leikur nú á dögum að hefja búskap og verða að byr ja á öllu, alveg frá grunni. — Setjum nú svo að bónda- starfið verði þér lokað að minnsta kosti fyrst i stað myndir þú þá vilja vinna eitt- hvað I tengslum við landbúnað ef þú ættir kost á þvi? — Já alveg tvimælalaust. — Jafnvel gerast kennari bændaefna hér á Hvaneyri eða annars staðar? — Já til dæmis en annars er margt fleira til ráðunautsstarf, vinna við tilraunir og annað slikt. En bóndastaðan er númer eitt I huga minum og ég sækist ekki eftir öörum störfum nema að henni frá genginni. — Nú erum við öll vitanlega bundin sterkum böndum þeim slóðum, þar sem æskuheimili okkar stóöu. En fannst þér bæjarlifið eiga á einhvern hátt lakar við þig en sveitallfið? — Já borgarlifið hefur aldrei átt við mig. Ég hef alltaf fundið sjálfan mig betur I sveitinni og þar vil ég helzt vera. — Svo við vlkjum aö náminu hér: Hvaöa greinar þykir þér skemmtilegast að læra? — Ég hef langmest gaman af jarðvegs- og jarðræktarfræði. Reyndar þykir mér búfjárrækt lika mjög skemmtiieg náms- grein. — Heldur þú þá aö þú myndir heldur kjósa að vinna við jarö- ræktartilraunir en að sýsla við kynbætur búfjár? — Ég tæki jarðræktina fram yfir, þótt hvort tveggja sé að vlsu ágætt. — Nú ert þú um þaö bil hálfnaður með nám I fram- haldsdeild eins og skólabróðir þinn úr Súgandafirði sem ég var að talaviðáðan. Hvaðheldur þú að þú takir þér fyrir hendur, þegar þessum þrem vetrum verður lokið? — Þettaer erfið spurning, þvi að um þetta veit ég ekki enn sjálfur. Það er ekki gott að segja hvernig aðstæðurnar verða að þeim tima liðnum. En hver sem niöurstaðan veröur er hitt vist að hugur minn stendur til bóndastöðunnar, og mér þyk- ir ekki liklegt að j»ð breytist I náinni framtið. —VS Nýjung hjá Hampiðjunni: Nýr blýteinn, sem eykur ör- yggi og aflann ESE — Um siðustu áramót var hafin tilraunaframleiðsla á nýj- um teini I fiskinet, hjá Hampiðj- unni I Reykjavik. Þessi nýi teinn er þannig gerður, að blý er fellt inn i teininn, sem gerir það að verkum, að ónauðsynlegt er að hafa steina á netunum eins og áð- ur hefur tiökazt. Timinn hafði samband við Hampiðjuna i gær, og i samtali við Hektor Sigurðsson verk- smiðjustjóra kom fram, að mikill áhugi er fyrir hendi hjá útgerðar- aðilum á þessari nýjung. Aðalkostir hins nýja teins eru þeir, að hann gerir steina ónauð- synlega, en þeim hafa fýlgt ýmis óþægindi, s.s. aðalltaf hefurverið sú hætta fyrir hendi að menn féllu útbyrðis,ogað mikillþyngd hefur veriö steinunum samfara og þeir plássfrekir. líþessu sambandi má nefna, aðhver steinn er um 4 kg á þyngd og hafa verið notaðir allt upp undir 15 steinar á net, eða sem samsvarar u.þ.b. 60 kg á net, en eins og blýteinninn hefur verið , framleiddur er samsvarandi þyngd aðeins 19 kg. Annar aðal- kostur teinsins er sá, að veiði verður mun meiri, þvi að með notkun hanser kleift að veiða alla leiðniður á botn, en ef steinar eru notaðir á tein, þá veröur alltaf eitthvað bil á milli botns og nets, sem veldur þvi að alltaf sleppur eitthvað af fiski undir netið. I samtalinu við Hektor kom fram, að þeir sem notað hafi net með blýteininum, eru mjþg ánægðir með notkun hans og jafn vel þeir sem eru þó einna hæg- farastir i viöhorfum til breytinga á veiðarfærum, spái þvi að þetta sé það sem koma skal. Eins og áður segir, þá hefur Hampiðjan nýlega hafið tilrauna- framleiðslu á þessum teini, en þrátt fyrir það að þarna er um ný jung að ræða, sem ekki er kom- in mikil reynsla á, þá geta þeir hjá Hampiðjunni varla annað eftirspurn, og samt er netaveiði ekki enn almennt hafin. Ekki er að fullu búið að ákveða endanlega þyngd á teininum, en tilraunir hafa verið geröar með tein, sem er allt að 39 kg. aö þyngd og hefur hann einnig likaö mjög vel, og þá sérstaklega hjá skipstjórum, en þeir sem vinna i landi eru ekki eins hrifnir af þeirri þyngd, þvi að vinna viö þá er ekki eins hagkvæm og ef um væriað ræöa tein sem er 19 kg. að þyngd. Ólafur Vilhjálmsson kjörinn formaður Aðalfundur Framsóknarfélags Garöa- og Bessastaðahrepps var haldinn IGarðaskóla 26. jan. 1978. Varaformaöur félagsins Hörð- ur Vilhjálmsson setti fundinn i forföllum Gunnsteins Karlssonar formanns. Eftir að stjórnin hafði gert grein fyrir starfsemi félags- ins á siðasta starfsári og um- ræður höfðu farið fram um hana hófust umræöur um undirbúning aö framboði flokksins i væntan- legum bæjarstjórnarkosningum i Garðabæ. Einnig varrættum hlut félagsins i alþingiskosningunum, sem framundan eru. Kom fram mikill einhugur og áhugi fundar- manna fyrir vaxandi gengi Framsóknarflokksins I kosning- unum. Ólafur Vilhjálmsson var kjör- inn formaöur félagsins og með honum i stjórn voru kjörnir Jón Hjaltason, Einar Geir Þorsteins- son, Ingibjartur Þorsteinsson og Ármann Pétursson. Nokkrir nýir félagar voru innritaðir I félagiö sem nú fylkir liði til vaxandi starfs i þeim kosningaátökum sem framundan eru. Tek að mér að leysa út vörur fyrir innflytjendur, með l-2ja mánaða greiðslufresti. Þeir sem hafa áhuga, leggi tilboð inn á afgreiðslu blaðsins, merkt, Fyrirgreiðsla. W';>, Verksmiðjuhús Hampiðjunnar INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1978 1.FH.. VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Fjármálaráðherra hefur fyrir hönd ríkissjóðs ákveðið að bjóða út verðtryggð spariskír- teini allt að fjárhæð 1000 milljónir króna. Kjör skírteinanna eru í aðal- atriðum þessi: Meðalvextir eru um 3,5% áári, þau eru lengst til 20 ára og bundin til 5 ára frá útgáfu. Skírteinin bera vexti frá 25. mars og eru með verðtryggingu miðað við breytingar á vísitölu bygging- arkostnaðar, er tekur gildi 1. apríl 1978 Skírteinin, svo og vextir af þeim og verðbætur, eru skatt- frjáls og framtalsfrjáls á sama hátt og sparifé. Þau skulu skráð á nafn. Skírteinin eru gefin út í þremur stærðum, 10.000, 50.000 og 100.000 krónum. Sala skírteinanna hefst 14. þ.m, og eru þau til sölu hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá þessum aðilum. Febrúar 1978 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.