Tíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 28

Tíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 28
28 Sunnudagur 12. febrúar 1978 Anthon Mohr: Árni og Berit FERÐALOK barnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku stóru talandi augun. í framkomu var hún dá- litið óstyrk og svipurinn blandinn ótta. Skipstjór- inn sagði, að Linda hefði verið mjög veiklað barn og hefði enn ekki náð fullri heilsu. Hún sakn- aði mjög móður sinnar. Hann taldi, að hún væri enn veikbyggð og óhraust. Ferðalögin voru mesta þraut fyrir Lindu. Hún þoldi ekki þessi stöðugu ferðalög. Hana skorti heimili. Hún vildi vera heima á Hawaii og ganga i skóla með jafn- öldrum sinum. Skip- stjórinn sagði, að þegar þau lögðu upp frá Hawai i fyrra, hefði hann sár- vorkennt Lindu. Hún hafði grátbeðið föður sinn um að leyfa sér að vera eftir eða fara ekki i langferð, en hann harð- neitaði. Ferðin var fast- ráðin, og Linda skyldi koma með. Hann sagði að hún fengi kennslu- konu með sér, sem gæti lesið með henni náms- bækurnar á skipinu. Kennslukonan var vel að sér en beitti of ströngum aga við Lindu. „Húner svo ströng, að ég er dauðhrædd við hana”, sagði Linda upp aftur og aftur. Berit sár- vorkenndi henni. Allt i einu leit Linda sinum björtu, athugandi augum á Berit og sagði: „Getur þú ekki komið með og lesið með mér? Gerðu það fyrir mig. Þú skilur það. Ég er ekkert hrædd við þig. Ég bið pabba leyfis, að þú meg- ir koma með”. Áður en Berit gat svarað einu orði, var Linda þotin aftur inn i stofu að tala við pabba sinn. Þótt Berit væri enn ung að árum, þá skildi hún strax, að Lindu skorti það, sem öllum börnum er meira virði en föt og fæði, en það er ástúð og hlýtt viðmót. Eftir dauða móðurinnar hafði hún hvergi notið þess. Faðir hennar, sem var taugaveiklaður og ætið önnum kafinn, að honum fannst, gat i engu bætt hinni viðkvæmu dóttur sinni móðurmiss- irinn. Ósjálfrátt fann Linda það, að Berit gat veitt henni þá hlýju og ástúð, sem hún þráði. Berit kenndi sannar- lega i brjósti um þessa veikluðu litlu stúlku, en hvort þær tilfinningar voru svo sterkar, að hún treysti sér til að taka Lindu að sér, og ganga henni i móðurstað um langan tima, það var annað mál. Ég veit heldur ekki, hvort ég gæti gert henni nokkuð gott”, hugsaði Berit með sjálfri sér. Auk þess hafði pabbi Lindusagt, að hann væri á leið til Perú. Þangað áttu þau systkinin ekk- ert erindi, þar sem þau voru á leið til Hawaii. Hún átti heldur engin föt til að vera i á svo finu skipi. Þetta voru hálf- gerðir ræflar, sem hún gekk i. Nei, Linda varð vist að vera án hennar i þessari ferð. 2. En Linda sjálf var á annarri skoðun. Hún stökk beint inn i stofu, þar sem faðir hennar sat enn við borðið og sagði: „Heyrðu pabbi! — Má Berit ekki koma með mér? Ég fer ekki lengra án hennar. Gerðu það fyrir mig, pabbi! Þú hefur stundum sagt, að þú vildir gefa mér allt, sem ég bæði um. Nú bið ég um Berit. Hana vil ég fá” Linda var einkabarn Harrys Graingers og hann var veikur fyrir öllum hennar kenjum. Hann hafði harðneitað henni að verða eftir á Hawaii, er hann lagði upp i þessa langferð, en annars átti hann bágt með að neita henni um nokkra bón og vildi upp- fylla allar hennar óskir. Og þótt Harry væri eigingjarn og sjálfselsk- ur, þá gat hann ekki annað en tekið eftir þvi, að Linda þjáðist i þess- ari ferð, og kennslukon- an náði ekki neinum tök- um á henni. Þær skildu ekki hvor aðra. Honum leizt vel á þessa hug- mynd, að taka þau syst- kinin með i ferðina. Ekkert gæti orðið hon- um til meiri gleði en það, ef Linda gæti fundið stúlku, sem henni gæti þótt vænt um og vildi vera með. Harry Grainger spurði þvi Árna, hvort þau systkinin vildu ekki þflÐ ÍR Ef<K\' RÐ Þvi RÐ 5pyfiJfl,H\/Eft HefuP &£TT LyfTiDufri '/ kÖKUA/fíMÍAJfl . koma með til Perú, en þangað var ferðinni heitið. Árni var ekki eins hikandi og systir hans. Honum leizt strax vel á þetta tilboð. Hann vissi það vel, að frá Perú til Hawaii var löng leið, en miklu betra var að fá skipsferð þaðan en frá þessari afskekktu ey, sem þeim hafði „skolað upp á”. Árni hafði lika bitra reynslu fyrir þvi, að fjarlægðir eru ólikar eftir þvi hvort sam- gönguleiðir eru góðar eða slæmar. Hann minntist þess, er hann mældi nákvæmlega út allar vegalengdir á hnattlikani hjá sendi- herranum i Teheran og komst að raun um, að leiðin um Asiu og Kyrra- haf væri mikið styttri til Hawai en fara um Evrópu og Atlantshaf og yfir Ameriku, en þessar mælingar hans höfðu kostað þau systkinin tveggja ára ferðalag og miklar þjáningar. Nei, Árni var ekkert hikandi. Þessu tilboði skyldu þau taka. Skraut- búin skemmtisnekkjan seiddi hann og lokkaði. Honum var farið að leið- ast á eynni. 3. Þegar ferðin var fast- ráðin, voru bæði syst- kinin jafn áköf að kom- ast af stað. Þau höfðu dvalið allt of lengi á þessari kóraleyju, og leiðin til Perú og þaðan til Hawaii var svo löng, að þau máttu engan tima missa. Burtfarardagurinn var ákveðinn föstudag- inn 3. mai. Kveðjustundin var dapurleg. Gömlu prest- amir höfðu verið syst- kinunum svo góðir, að þeim var söknuður i huga, er þau kvöddu þá. En erfiðast var að kveðja Matahiwa. Báð- um systkinunum var farið að þykja svo vænt um hana, og Árni gat ekki gleymt þvi, að hann átti henni líf sitt að launa. Matahiwa var lika sárleið yfir burtfór syst-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.