Tíminn - 17.02.1978, Page 5
Föstudagur 17. febrúar 1978
[ i( (111[ n i n i
URSLIT
Reykjavíkurskákmótinu lýkur á sunnudag
Fátt getur nú
komið í veg
fyrir sigur
Larsens
— á eftir að tefla við Smejkal
og Margeir
Nú eru aðeins eftir tvær um-
ferðir á Reykjavikurskákmót-
inu. Keppendur eiga fri i dag en
12: umferð verður tefld á laug-
'ardagog 13. og siðasta umferðin
á sunnudag. Fari einhverjar
skákir i bið úr siðustu umferð,
teflast þær á mánudag og form-
leg mótsslit verða að þeim lokn-
um.
Fátt virðist nú geta komið i
veg fyrir sigur Larsens á þessu
móti. Hann hefur unnið hverja
skákina á fætur annarri og aö
þvi er virðist, létt og fyrirhafn-
arlitið. Þegar þetta er skrifað
hefur hann aðeins tapað einni
skák, skákinni gegn Friðrik
Clafesyni sem frægt er orðið.
Friðrik er raunar eini kepp-
andinn á mótinu sem enn hefur
ekki tapað skák, þegar langt er
liðið á mótið.
Larsen á nú eftir að tefla við
þá Jan Smejkal og Margeir Pét-
ursson og svona fyrirfram er
fremur óliklegt, að Larsen fari
hallur úr þeim viðskiptum.
Smejkal hefur ekki staðið sig
sérstaklega vel á mótinu, þótt
enginn skyldi fortaka, að hann
geti ekki velgt Larsen undir
uggum, og hætt er við, að Mar-
geiri takist ekki heldur að snúa
á hann.
Einir fjórir-fimm skákmenn
koma i rennu á eftir Larsen, þar
ámeðal Friðrik Olafsson, Miles
Ellefta umferö Reykjavikur-
skákmótsins var telfd I gær-
kvöldi og urðu Urslit þessi:
Polugaevsky — Larsen 1:0
Kuzmin — Friðrik jafntefli
Browne —Guðmundur biðskák
Jón L. — ögaard jafntefli
Miles— Hort jafntefli
Smejkal —Lombardy biðskák
Margeir — Helgi biðskák
Larsen er einn öflugasti mótaskákmaður, sem sögiir fara af nú, en þött
hann hafi margsinnis verið með í áskorendaeinvigjum um réttinn til að
skora á heimsmeistara, hefur honum ekk^tekizt að ná þvi marki að
skora á heimsmeistara. Hann er nú efstur á Reykjavikurskákmótinu,
hefur farið létt og áreynsluiitið i gegnum mótið og aðeins tapað einni
skák til þessa. Timamynd: Róbert.
Staðan
Staðan að loknum ellefu um-
ferðum á Reykjavíkurskákmót-
inu er nokkuð óljós hjá 6 kepp-
endum vegna biðskáka. Laus-
lega er hún þannig:
og Hort. Liklega leggja þeir allt
i sölurnar til að hala inn vinn-
inga i lokaumferðunum. Friðrik
á eftír að tefla við Guðmund og
Helga, en Miles á eftlr að tefla
við ögaard og Browne, og Hort
teflir við Polugaevsky og landa
sinn Semjkal —SSt—
Loksins.
Lombardy vann Browne
1. Larsen
2. Browne
3. -5. Friðrik
3.-5. Hort
3.-5. Miles
6. Polugaevsky
7. Lombardy
8. Kuzmin
9. Guðmundur
10. Smejkal
11. ögaard
12. Helgi
13. Jón L.
14-Margeir
8 v
71/2
7 v.
7 v.
7 v.
61/2v.
6v. +biðsk.
51/2 v.
4v. + biðsk
3 1/2 v. + ein
biðsk.
31/2 v.
3v. +einskák
inni + ein biðsk.
3 v.
2 1/2 + biðsk.
Ekki fór það svo að þeim
Lombardy og Browne tækist
ekki að ljúka maraþonskák
sinni síðdegis i gær. Þá settust
landarnir að taflinu I fjórða
skipti og haföi ekki tekizt að
leiða skákina til lykta, þótt
leiknir heföu verið 112 leikir
áður. Raunar var Lombardy
með unnið taf 1 þegar skákin fór i
bið á miðvikudag, en Browne
vildi ekki gefast upp fyrr en 1
fulla hnefana Ekki urðu leikirn-
ir margir i gær, aðeins fimm og
gafst Browne þá upp, en hann
haíöi riddara og aöeins eitt peð
á móti riddara og þremur peö-
um Lombardy og vonlausa
stööu.
Biðskák þeirra Larsens og
Miles var einnig tefld i gær.
Þegar hún fór i bið á miðviku-
dagskvöld töldu margir, að Lar-
sen væri með unnið tafl. Ekki
reyndist vinningurinn þó Larsen
auðsóttur og fór svo aö þeir
sættust á jafntefli. —SSt—
Ekkert tilboð í einvigið
SSt — „Nei skeytið var ekki sent
til FIDE fyrir hádegi. Halldór E.
Sigurðsson samgöngumálaráð-
herra og Póst- og simamálastjórn
kváðu umhugsunartima of naum-
an til að gefa samþykki sitt hug-
myndinni um fjáröflunarleiðina,
en það var forsenda þess, að hægt
yrði að senda tilboðið i gær á til-
skyldum tima til FIDE, sagði
Einar S. Einarsson, forseti SSI i
samtali við Timann siðdegis i
gær.
I fyrrinótt sat stjórn Skáksam-
bandsins á fundi til að ræða nánar
hugmyndina um tilboð i einvigið
og fjáröflunarleið, sem verið
hefur að mótast undanfarna
daga. „Hugmyndin um hvernig
standa mætti straum af kostnaði
við einvigið var i megindráttum á
þá leið, að Póst- og simamála-
stofnunin gæfi út frimerkjaröð,
sem yrði gefin út i takmörkuðu
upplagi, og hefði serian komið til
með að kosta 1500 krónur”, sagði
Einar.
„Þannig reiknaðist okkur til, að
allt upplagið myndi færa Pósti og
sima um 750 milljónir króna.
Kostnaður við sjálft einvigið tald-
istokkur vera um 100 milljónir og
verðlaun um 120 milljónir”, sagði
Einar ennfremur. — „En sem sé,
við fórum of seint af stað, og úr
þvi sem komið er, er tómt mál að
tala um, að einvigið verði haldið
hér”, sagði Einar S. Einarsson,
ÞJOÐ HATIÐARSJ OÐUR
auglýsir eftir umsóknum
um styrki úr sjóðnum 1978
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361. 30. september
1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og
annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu
og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem nú-
verandi kynslóð hefur tekið I arf.
a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna
til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum
Náttúruverndarráðs.
b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna
til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra
menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns.
Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráöstöfunarfé hverju
sinni I samræmi við megintilgang hans, og komi þar einn-
ig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er I liðurn a)
og b).
Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótar-
framlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki
til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða
draga úr stuðningi annarra við þau.”
Stefnt er að fyrstu úthlutun á fyrri hluta þessa árs.
Umsóknarfrestur er til 20. aprfl 1978. Umsóknarreyðublöð
liggja frammi-i afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnar-
stræti 10, ReyJtjavik. Nánari upplýsingar gefur ritari
sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliöason, i sima (91) 20500.
Þjóðhátíðarsjóður
Vetrarvörur
Shell!
Sterkt vopn í baráttunni við Vétur konung
Startgas fsvari fyrir blöndunga Sætaáklæði í flesta bíla
Rakaþerrir
Gluggahreinsiefni
Frostlögsmælir
Rafgeymar
flestar gerðir
Ljóskastarar í bíla/ Tjöruhreinsiefni
íseyðir fyrir rúðusprautur
Lásaolía, hindrar ísingu i bílaskrám
Silikon á þéttilistana
fsbræðir fyrir bílrúður
njóskóflur, 2 gerðir
Hleðslutæki,
4 og 7 amper
Geymasambönd
Startkaplar
Dráttartóg
Fjölmargar gerðir
af gúmmímottum
íssköfur, margar gerðir Dekkbroddar, skyndikeðjur, 3 gerðir
Fást á bensínstöðvum Sheil
Olíufélagið Skeljungur hf
Shell
Smávörudeild
Sími 81722