Tíminn - 17.02.1978, Page 7
Föstudagur 17. febrúar 1978
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulitrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöidsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á
mánuði.
Blaðaprenth.f.
Kj aramálin
Samtök launafólks hafa haldið svonefndar for-
mannaráðstefnur siðustu daga, þar sem rætt hef-
ur verið um efnahagsfrumvarp rikisstjórnarinn-
ar, sem Alþingi hefur haft til meðferðar að
undanförnu. Á fundum þessum hefur komið fram
mikil andstaða gegn tillögum rikisstjórnarinnar.
Sú afstaða er skiljanleg, þvi að eðlilega vilja
launamenn að löggjafinn hafi sem minnst af-
skipti af kjarasamningum. Sá er vilji Alþingis
einnig, þótt það hafi talið slika ihlutun nauðsyn-
lega ekki sjaldnar en tuttugu og fimm sinnum á
siðustu rúmlega tveimur áratugum. Allir þing-
flokkar hafa átt hlutdeild að slikri ihlutun, þegar
þeir hafa verið i rikisstjórn. íhlutun þessi hefur
jafnan rakið rætur til þess, að viðkomandi þing-
meirihluti hefur álitið hana óhjákvæmilega til að
afstýra atvinnuleysi og versnandi lifskjörum,sem
myndu hljótast af þvi.
Frumvarp það sem rikisstjórnin hefur lagt fyr-
ir Alþingi, er byggt á þessum meginrökum. Ljóst
er, að hækki kaupgjald eins mikið og verða myndi
að óbreyttum kjarasamningum, hefði það i för
með sér stöðvun margra greina útflutningsfram-
leiðslunnar, sem siðar myndi leiða af sér viðtæk-
ari og viðtækari stöðvanir á öðrum sviðum. At-
vinnuleysi myndi halda innreið sina. Þjóðartekj-
ur myndu minnka. Þessu myndi fylgja miklu
meiri kjaraskerðing en sú, sem nú er fyrirhuguð.
Þess ber lika vel að gæta, að hér er ekki stefnt
að kjaraskerðingu miðað við þann kaupmátt, sem
launin höfðu á siðastliðnu ári, heldur er stefnt að
þvi, að halda honum óbreyttum. Kjaraskerðing
sú, sem felst i stjórnarfrumvarpinu, er fólgin i
þvi, að hún kemur i veg fyrir fyrirhugaða kaup-
máttaraukningu sem stefnt var að i kjara-
samningunum. Helztu nágrannaþjóðir okkar
sem byggja á traustari atvinnugrundvelli en við,
eins og Norðmenn og Sviar, telja sér ekki fært að
auka kaupmáttinn á. þessu ári, heldur álita hag-
fræðingar þar, að frekar þurfi að draga úr honum
en hið gagnstæða. Areiðanlega stöndum við ekki
betur að vigi en þessar þjóðir.
Eins og áður segir, eru mótmæli launþegasam-
takanna skiljanleg. Þau vilja sem minnst afskipti
Alþingis af kjarasamningum. Þau þurfa að gæta
aðhalds i þessum efnum. Hins vegar yrði það
hvorki launafólki né öðrum til góðs, ef þessum
mótmælum væri fylgt eftir með verkföllum i einu
eða öðru formi eins og þeir herskáustu ræða um.
Hefði slik verkföll þær afleiðingar að kaupgjald
hækkaði eins og kjarasamningarnir mæla nú fyr-
ir um yrði útkoman stóraukin verðbólga, stöðvun
atvinnufyrirtækja, mikið atvinnuleysi og versn-
andi lifskjör. Allir myndu tapa á þessu, en laun-
þegar þó sennilega mest. Launþegar væru sjálf-
um sér verstir, ef þeir reyndu að brjóta niður vald
Alþingis til að knýja slika stefnu fram.
Launajöfnuður
í efnahagstillögum rikisstjórnarinnar er gert
ráð fyrir þvi, að verðbætur haldist að mestu á
lægstu laun, en verði minni á þau sem meiri eru.
Hér er stefnt að launajöfnuði, sem allt of mikið
hefur vérið sniðgenginn i kjarasamningum.
Spurningin er sú, hvort verðuppbætur á lægstu
launin hefðu ekki alveg átt að haldast. Það hefði
stuðlað að meiri launajöfnuði.
*
Hisaveldin þurfa að tryggja öryggi Israels
MARGT bendir til þess, aö
Washingtonför Sadats
Egyptalandsforseta hafi boriö
þann árangur, að stjórn
Bandarikjanna hafi tekið upp
einbeittari afstööu gagnvart
ísrael en áöur. Þannig hefur
Carter forseti lýst yfir þvi, að
Bandarikjastjórn sé andvig
auknu landnámi Israels-
manna á vesturbakkanum
svonefnda, en stjórn Begins
hefur stefnt aö þvi, aö auka
það. Þetta landnám Israels-
manna mælist mjög illa fyrir
meöal Araba, enda er stefnt
að þvi meö þessu landnámi aö
þrengja hlut þeirra. Fyrir
Sadat væri næstum ógerlegt
aö halda viðræðum viö
'lsraelsstjórn áfram, nema
hún falli frá þessum fyrirætl-
unum. Af hálfu Begins hefur
mótmælum Bandarikjastjórn-
ar gegn umræddu landnámi,
veriö tekið illa og þó enn verr
þeirri ákvöröun hennar, aö
selja Egyptalandi og
Saudi-Arabíu herflugvélar af
nýrri gerð. Sú sala er likleg til
þess, að dómi Israelsmanna
að draga úr hernaöarlegum
yfirburðum Israels, miöaö viö
Arabarikin. Eins og nú standa
sakir, er Israel taliö liklegt til
aö hafa algera yfirburöi i loft-
hernaði, ef til styrjaldar kæmi
milli þess og Arabarikjanna.
Sadat og Begin
ENN er ekki séö, hvort
stjórn Begins lætur undan
þeim þrýstingi Bandarikja-
stjórnar aö hætta viö landnám
ísraelsmanna á vestur-
bakkanum. Þaö eitt myndi þó
ekki nægja til aö samningar
gætu náöst milli tsraels og
Egyptalands, þótt þaö væri
spor i áttina og myndi styrkja
stööu Sadats, þvi aö hann gæti
eignað sér þaö, aö hafa fengiö
þetta fram. En Sadat þarf aö
fá meiri tilslakanir, ef sam-
komulag á aö nást. Hann þarf
aö fá þvi framgengt, aö
tsraelsmenn láti af hendi
landsvæðin, sem þeir hertóku
1967, og hann þarf aö fá viöur-
kenndan sjálfsákvöröunarrétt
ibúanna á þessum landsvæö-
um. tsraelsstjórn hafnar enn
báðum þessum skilmálum.
Alveg sérstaklega hafnar hún
þvi, að Arabar fái aö stofna
sjálfstætt riki á vesturbakkan-
um. Hins vegar mun hún aö-
Hussein
eins hafa látiö i þaö skina, aö
hún kunni aö getafallizt á, aö
vesturbakkinn veröi sam-
einaður Jordaniu að nýju, en
hanntilheyröi Jordaniu á árun-
um 1948-1967. Þetta kom m.a.
fram i viötali, sem Sadat átti i
Vínarborg, þegar hann kom
þangað ádögunum, viö Peres,
leiötoga Verkamannaflokks-
ins i tsrael. Eftir viöræður
þeirra lét Peres svo ummælt,
aö hann teldi höfuðnauðsyn á
þvi, aö Hussein Jordaniukon-
ungur yröi aöili aö viöræðum
þeirra Begins og Sadats. Af
hálfu Bandarikjamanna er
einnig lögö áherzla á þetta.
Hussein mun hins vegar ófús
til þess aö taka þátt i slikum
viðræöum, nema hann hafi
tryggingu fyrir þvi fyrirfram,
aö þær muni leiöa til
árangurs, sem hann telji
viöunanlegan. Sennilega á
hann þá viö niöurstööu, sem
ekki aðeins Egyptaland og
Jórdania geti sætt sig viö,
heldur einnig Sýrland, og svo
hin hófsamari Arabariki, eins
og t.d. Saudi-Arabia, Kuwait
og Marokko, og helzt einnig
Libanon og Túnis.
SADAT hefur viöurkennt,
einkum eftir viðræðurnar i
Washington, aö erfitt sé fyrir
tsraelsmenn aö láta herteknu
landsvæöin af hendi, nema
tsrael hafi áöur veriö tryggt
nægilegt öryggi. Þá veröa
Arabar aö sjálfsögöu, aö
viöurkenna sjálfstæöi þess og
landamæri þess. Viöræöurnar,
sem nú fara fram aö tjalda-
baki milli stjórna tsraels og
Egyptalands aö frumkvæöi
Bandarikjanna, snúast vafa-
laust mjög um þetta atriöi.
Skiiianlegt er, aö tsraelsmenn
vilji ekki slaka til meöan þetta
er ótryggt. Sennilegt þykir, aö
varöandi þetta atriöi hafi
Bandarikin samiö við Sovét-
rikin, þvi aö tsrael mun leggja
áherzlu á, aö bæöi risaveldin
ábyrgist sjálfstæði þess og
landamæri, ef úr friöar-
samningum veröur. Bæöi
þetta og mörg önnur atriöi
valda þvi, aö ekki er rétt aö
búastviö skjótum málalokum.
Fyrir Bandarikin skiptir nú
sennilega mestu máli aö fá
nógan tima til aö geta annazt
milligöngu aö tjaldabaki. I þvi
sambandi gæti það orðiö þeim
góöur áfangi, aö tsraelsstjórn
lýsti yfir þvi, aö hún væri hætt
viö landnámiö á vestur-
bakkanum.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
og Sadat þurfa
á Hussein að halda
Þ.Þ.