Fréttablaðið - 13.08.2006, Page 2

Fréttablaðið - 13.08.2006, Page 2
2 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR LÍBANON Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt álykt- un þar sem krafist er að vopna- hléi verði komið á í Líbanon. Ætl- ast er til þess að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanon staðfesti ályktunina, sem kveður á um „algjöra stöðvun á hernaðarátök- um“. Þetta kemur fram á frétta- vef breska ríkissjónvarpsins, BBC. Í ályktunininni segir að liðs- menn Hizbollah-samtakanna skuli hætta öllum árásum og að Ísrael hætti sókn sinni inn í Líb- anon strax. Allt að fimmtán þús- und friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna verði sendir til landa- mæra Líbanons og Ísraels til aðstoðar líbanska hernum við að fylgja eftir vopnahléinu. Ísraels- menn dragi her sinn til baka í áföngum. Einnig eru Ísraelar hvattir til að semja um lausn líb- anskra fanga í Ísrael og þess krafist að ísraelskum hermönn- um í haldi Hizbollah verði sleppt. Ríkisstjórn Ísraels mun ræða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og kjósa um hvort hernaðarátökum verði hætt. For- sætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, hefur beðið ríkisstjórn sína um að staðfesta ályktunina, hún sé jákvæð og viðunandi. Forsætisráðherra Líbanons, Fouad Siniora, gaf einnig í skyn að vopnahléð yrði staðfest af Líb- anon. Hann sagði ályktunina sýna að allur heimurinn hafi staðið með Líbanon. Samkvæmt leiðtoga Hizbollah, Hassan Nasrallah, ætla samtökin að virða vopna- hléið. Þó sagði hann í sjónvarpsá- varpi í gær að liðsmenn Hizbollah myndu halda áfram að berjast svo lengi sem ísraelskur her sé í Líbanon. Herafli Ísraela í suðurhluta Líbanon heldur áfram að aukast. Yfirmaður ísraelska hersins, Dan Halutz, segir að ísraelskur her verði í Líbanon þar til friðargæslu- liðar Sameinuðu þjóðanna komi til landsins. Yfir eitt þúsund Líbanar og yfir hundrað og tuttugu Ísraelar hafa látist í átökunum sem hófust með ráni skæruliða Hizbollah á tveim- ur ísraelskum hermönnum hinn 12. júlí. salvar@frettabladid.is LEIKSKÓLAMÁL Fjölda starfsmanna vantar til starfa á leikskólum í Kópavogi, að sögn Unnar Stefáns- dóttur, leikskólastjóra á Urðar- hóli. „Um mánaðamótin erum við að missa mikið út af sumarafleys- ingafólki og fáir hafa sótt um þær stöður sem auglýstar hafa verið.“ Í fyrrahaust þurfti að senda börn heim úr leikskólum í Kópa- vogi vegna manneklu með tilheyr- andi óþægindum fyrir foreldr- ana. Sesselja Hauksdóttir, leik- skólafulltrúi í Kópavogi, segir stöðuna hafa breyst til batnaðar á allra síðustu dögum og nú vanti um fjörutíu manns til starfa. „Mér sýnist staðan betri en í fyrra og geri ekki ráð fyrir að hjá okkur verði lausar stöður fram eftir hausti eins og þá.“ Sesselja þakkar þessar breyt- ingar að nokkru þeim lagfæring- um sem gerðar voru á launakjör- um starfsfólks leikskóla í Kópavogi síðasta vetur. Þrátt fyrir þetta segir Sesselja skort á leikskólakennurum alltaf jafn alvarlegan. „Þá vildi ég gjarn- an sjá meira af umsóknum inn á leikskólana til að geta valið úr góðu fólki.“ Sesselja segir að þrátt fyrir mannekluna hafi könnun sem gerð var meðal starfsfólks leik- skóla í Kópavogi sýnt að það sé ánægt í starfi og líði vel á vinnu- staðnum. - sdg/hs Mannekla hjá leikskólum í Kópavogi: Tugi starfsmanna vantar LEIKSKÓLABÖRN Fáir hafa sótt um þær stöður sem auglýstar hafa verið á leikskól- um í Kópavogi. Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt vopnahlésályktun um átökin í Líbanon. Leiðtogi Hizbollah segist ætla að virða vopnahléið fari Ísraelar frá Líbanon. Ísraelar sækja fram af auknum krafti í S-Líbanon. ÍSRAELSKIR SKRIÐDREKAR Þrátt fyrir ályktun um vopnahlé heldur herafli Ísraela áfram að aukast í suðurhluta Líbanons. Yfirmaður hersins segir ísraelskan her verða í landinu þangað til friðargæsluliðar komi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HVAÐ ÞARF AÐ GERAST TIL AÐ VOPNAHLÉ KOMIST Á Í LÍBANON?  Hizbollah hætti árásum á Ísrael  Ísraelar hætti hernaðaraðgerðum í Líbanon  Fimmtán þúsund friðargæsluliðar fram- fylgi vopnahléi  Líbanskir hermenn sendir í suðurhluta landsins FLUG Flugfélag Íslands hefur tekið tvær nýjar vélar í notkun. Þær verða notaðar í ýmsum verkefn- um fyrir félagið en verkefni í Grænlandi hafa vaxið að undan- förnu. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá félaginu. Vélarnar, sem eru af tegund- inni DASH 8, kosta um sjö hundr- uð milljónir króna. Þær hafa ýmsa eiginleika sem ekki hafa verið í boði á íslenskum flugmarkaði, svo sem að þurfa stutta flugbraut og þola meiri krossvind en sambæri- legar vélar. Flugfélagið hefur nú á tíu flugvélum að skipa. Heildar- farþegafjöldi félagsins á síðasta ári var um 350 þúsund. - sþs Floti Flugfélags Íslands stækkar: Tekur í notkun tvær flugvélar NÝ FLUGVÉL Vélarnar þurfa stutta flugbraut og þola meiri krossvind en sambærilegar vélar. SRÍ LANKA Átök milli Tamílatígra og hersins á Srí Lanka fara harðn- andi og eru nú þau mestu síðan samið var um vopnahlé fyrir fjór- um árum síðan. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður íslenskra friðargæsluliða á Srí Lanka, segir viðbúnaðarstig þeirra hafi verið aukið en enginn hafi verið kallaður burt enn sem komið er. Átökin eru hvað mest í bæki- stöðvum tígranna á Jaffna- skaganum og flýðu þúsundir borg- ara í kirkjur á meðan á átökum stóð. Herinn segir 27 úr þeirra liðum hafa látist og 80 særst í átökum á svæðinu í gær. Þá áætlar herinn að á milli 100-150 Tamíla- tígrar liggi í valnum eftir átökin. Jörundur Valtýsson hjá utan- ríkisráðuneytinu segir framtíð íslenskra friðargæsluliða verða meðal þess sem til umræðu verði á fundi utanríkisráðherra Íslands og Noregs á morgun. Með norska utanríkisráðherranum verður Jon Hansen-Bauer, sem er sérlegur sendifulltrúi Norðmanna á Srí Lanka. Jörundur segir að íslensk stjórnvöld muni taka ákvörðun um framtíð íslenskra friðargæslu- liða á Srí Lanka í ágústmánuði. - hs Um 200 látnir í harðnandi átökum milli Tamílatígra og hersins á Srí Lanka: Friðargæsla eykur viðbúnað SRI LANKA Átökin milli Tamílatígra og hersins eru nú þau mestu í fjögur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS Júlli, flaug fiskisagan til Dal- víkur í gær? „Nei, fiskisagan var skrifuð á Dalvík.” Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær. Þar var yfir hundrað þúsund matarskömmtum sporðrennt af um þrjátíu þúsund gestum. Júlíus Júlíusson er fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. LÖGREGLUMÁL Átján ára karlmað- ur hefur verið ákærður af lög- reglunni í Reykjavík fyrir að hafa í vörslu sinni stolna skart- gripi sem hann vissi að voru þýfi. Maðurinn hafði í geymslu, á heimili foreldra sinna án þeirra vitundar, fimm pör af eyrnalokk- um, tvö úr, fimm armbömd, sjö hálsfestar og nælu, samtals að verðmæti um hálf milljón króna. Mununum hafði verið stolið úr íbúðarhúsnæði í Reykjavík í október árið 2004. Ákæruvaldið krefst refsingar yfir manninum, en hann er fædd- ur seint á árinu 1987. - æþe Kærður fyrir hylmingu: Var með stolna skartgripi Fanginn fundinn Hilmar Ragnarsson, fanginn sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir nú fyrir helgi, er kominn í leitirnar. Hilmar er fangi á Litla-Hrauni en strauk af læknastofu í Lágmúla síðastliðinn þriðjudag. LÖGREGLUFRÉTTIR Fækkað í hernum Tyrkneski herinn verður minnkaður um þrjátíu prósent á næstu árum, að sögn æðsta herforingja Tyrklands, Yasar Buyukanit. Jafnframt verður útbúnaður hans gerður nýtískulegri, svo í raun verður hann áhrifaríkari, þótt færri hermenn muni starfa í honum. Tyrkneski herinn er annar stærsti herinn í NATO, á eftir þeim bandaríska. TYRKLAND

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.