Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 13.08.2006, Qupperneq 2
2 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR LÍBANON Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt álykt- un þar sem krafist er að vopna- hléi verði komið á í Líbanon. Ætl- ast er til þess að ríkisstjórnir Ísraels og Líbanon staðfesti ályktunina, sem kveður á um „algjöra stöðvun á hernaðarátök- um“. Þetta kemur fram á frétta- vef breska ríkissjónvarpsins, BBC. Í ályktunininni segir að liðs- menn Hizbollah-samtakanna skuli hætta öllum árásum og að Ísrael hætti sókn sinni inn í Líb- anon strax. Allt að fimmtán þús- und friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna verði sendir til landa- mæra Líbanons og Ísraels til aðstoðar líbanska hernum við að fylgja eftir vopnahléinu. Ísraels- menn dragi her sinn til baka í áföngum. Einnig eru Ísraelar hvattir til að semja um lausn líb- anskra fanga í Ísrael og þess krafist að ísraelskum hermönn- um í haldi Hizbollah verði sleppt. Ríkisstjórn Ísraels mun ræða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og kjósa um hvort hernaðarátökum verði hætt. For- sætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, hefur beðið ríkisstjórn sína um að staðfesta ályktunina, hún sé jákvæð og viðunandi. Forsætisráðherra Líbanons, Fouad Siniora, gaf einnig í skyn að vopnahléð yrði staðfest af Líb- anon. Hann sagði ályktunina sýna að allur heimurinn hafi staðið með Líbanon. Samkvæmt leiðtoga Hizbollah, Hassan Nasrallah, ætla samtökin að virða vopna- hléið. Þó sagði hann í sjónvarpsá- varpi í gær að liðsmenn Hizbollah myndu halda áfram að berjast svo lengi sem ísraelskur her sé í Líbanon. Herafli Ísraela í suðurhluta Líbanon heldur áfram að aukast. Yfirmaður ísraelska hersins, Dan Halutz, segir að ísraelskur her verði í Líbanon þar til friðargæslu- liðar Sameinuðu þjóðanna komi til landsins. Yfir eitt þúsund Líbanar og yfir hundrað og tuttugu Ísraelar hafa látist í átökunum sem hófust með ráni skæruliða Hizbollah á tveim- ur ísraelskum hermönnum hinn 12. júlí. salvar@frettabladid.is LEIKSKÓLAMÁL Fjölda starfsmanna vantar til starfa á leikskólum í Kópavogi, að sögn Unnar Stefáns- dóttur, leikskólastjóra á Urðar- hóli. „Um mánaðamótin erum við að missa mikið út af sumarafleys- ingafólki og fáir hafa sótt um þær stöður sem auglýstar hafa verið.“ Í fyrrahaust þurfti að senda börn heim úr leikskólum í Kópa- vogi vegna manneklu með tilheyr- andi óþægindum fyrir foreldr- ana. Sesselja Hauksdóttir, leik- skólafulltrúi í Kópavogi, segir stöðuna hafa breyst til batnaðar á allra síðustu dögum og nú vanti um fjörutíu manns til starfa. „Mér sýnist staðan betri en í fyrra og geri ekki ráð fyrir að hjá okkur verði lausar stöður fram eftir hausti eins og þá.“ Sesselja þakkar þessar breyt- ingar að nokkru þeim lagfæring- um sem gerðar voru á launakjör- um starfsfólks leikskóla í Kópavogi síðasta vetur. Þrátt fyrir þetta segir Sesselja skort á leikskólakennurum alltaf jafn alvarlegan. „Þá vildi ég gjarn- an sjá meira af umsóknum inn á leikskólana til að geta valið úr góðu fólki.“ Sesselja segir að þrátt fyrir mannekluna hafi könnun sem gerð var meðal starfsfólks leik- skóla í Kópavogi sýnt að það sé ánægt í starfi og líði vel á vinnu- staðnum. - sdg/hs Mannekla hjá leikskólum í Kópavogi: Tugi starfsmanna vantar LEIKSKÓLABÖRN Fáir hafa sótt um þær stöður sem auglýstar hafa verið á leikskól- um í Kópavogi. Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt vopnahlésályktun um átökin í Líbanon. Leiðtogi Hizbollah segist ætla að virða vopnahléið fari Ísraelar frá Líbanon. Ísraelar sækja fram af auknum krafti í S-Líbanon. ÍSRAELSKIR SKRIÐDREKAR Þrátt fyrir ályktun um vopnahlé heldur herafli Ísraela áfram að aukast í suðurhluta Líbanons. Yfirmaður hersins segir ísraelskan her verða í landinu þangað til friðargæsluliðar komi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HVAÐ ÞARF AÐ GERAST TIL AÐ VOPNAHLÉ KOMIST Á Í LÍBANON?  Hizbollah hætti árásum á Ísrael  Ísraelar hætti hernaðaraðgerðum í Líbanon  Fimmtán þúsund friðargæsluliðar fram- fylgi vopnahléi  Líbanskir hermenn sendir í suðurhluta landsins FLUG Flugfélag Íslands hefur tekið tvær nýjar vélar í notkun. Þær verða notaðar í ýmsum verkefn- um fyrir félagið en verkefni í Grænlandi hafa vaxið að undan- förnu. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá félaginu. Vélarnar, sem eru af tegund- inni DASH 8, kosta um sjö hundr- uð milljónir króna. Þær hafa ýmsa eiginleika sem ekki hafa verið í boði á íslenskum flugmarkaði, svo sem að þurfa stutta flugbraut og þola meiri krossvind en sambæri- legar vélar. Flugfélagið hefur nú á tíu flugvélum að skipa. Heildar- farþegafjöldi félagsins á síðasta ári var um 350 þúsund. - sþs Floti Flugfélags Íslands stækkar: Tekur í notkun tvær flugvélar NÝ FLUGVÉL Vélarnar þurfa stutta flugbraut og þola meiri krossvind en sambærilegar vélar. SRÍ LANKA Átök milli Tamílatígra og hersins á Srí Lanka fara harðn- andi og eru nú þau mestu síðan samið var um vopnahlé fyrir fjór- um árum síðan. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður íslenskra friðargæsluliða á Srí Lanka, segir viðbúnaðarstig þeirra hafi verið aukið en enginn hafi verið kallaður burt enn sem komið er. Átökin eru hvað mest í bæki- stöðvum tígranna á Jaffna- skaganum og flýðu þúsundir borg- ara í kirkjur á meðan á átökum stóð. Herinn segir 27 úr þeirra liðum hafa látist og 80 særst í átökum á svæðinu í gær. Þá áætlar herinn að á milli 100-150 Tamíla- tígrar liggi í valnum eftir átökin. Jörundur Valtýsson hjá utan- ríkisráðuneytinu segir framtíð íslenskra friðargæsluliða verða meðal þess sem til umræðu verði á fundi utanríkisráðherra Íslands og Noregs á morgun. Með norska utanríkisráðherranum verður Jon Hansen-Bauer, sem er sérlegur sendifulltrúi Norðmanna á Srí Lanka. Jörundur segir að íslensk stjórnvöld muni taka ákvörðun um framtíð íslenskra friðargæslu- liða á Srí Lanka í ágústmánuði. - hs Um 200 látnir í harðnandi átökum milli Tamílatígra og hersins á Srí Lanka: Friðargæsla eykur viðbúnað SRI LANKA Átökin milli Tamílatígra og hersins eru nú þau mestu í fjögur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS Júlli, flaug fiskisagan til Dal- víkur í gær? „Nei, fiskisagan var skrifuð á Dalvík.” Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær. Þar var yfir hundrað þúsund matarskömmtum sporðrennt af um þrjátíu þúsund gestum. Júlíus Júlíusson er fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. LÖGREGLUMÁL Átján ára karlmað- ur hefur verið ákærður af lög- reglunni í Reykjavík fyrir að hafa í vörslu sinni stolna skart- gripi sem hann vissi að voru þýfi. Maðurinn hafði í geymslu, á heimili foreldra sinna án þeirra vitundar, fimm pör af eyrnalokk- um, tvö úr, fimm armbömd, sjö hálsfestar og nælu, samtals að verðmæti um hálf milljón króna. Mununum hafði verið stolið úr íbúðarhúsnæði í Reykjavík í október árið 2004. Ákæruvaldið krefst refsingar yfir manninum, en hann er fædd- ur seint á árinu 1987. - æþe Kærður fyrir hylmingu: Var með stolna skartgripi Fanginn fundinn Hilmar Ragnarsson, fanginn sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir nú fyrir helgi, er kominn í leitirnar. Hilmar er fangi á Litla-Hrauni en strauk af læknastofu í Lágmúla síðastliðinn þriðjudag. LÖGREGLUFRÉTTIR Fækkað í hernum Tyrkneski herinn verður minnkaður um þrjátíu prósent á næstu árum, að sögn æðsta herforingja Tyrklands, Yasar Buyukanit. Jafnframt verður útbúnaður hans gerður nýtískulegri, svo í raun verður hann áhrifaríkari, þótt færri hermenn muni starfa í honum. Tyrkneski herinn er annar stærsti herinn í NATO, á eftir þeim bandaríska. TYRKLAND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.