Fréttablaðið - 13.08.2006, Síða 6
6 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR
Bókið og staðfestið strax á ferðaskrifstofunni,
Hesthálsi 10, s. 587 6000, info@vesttravel.is
www.vesttravel.is www.trex.is
HAUSTFERÐIRNAR TIL
ST. JOHN’S Á NÝFUNDNALANDI
HAFA SLEGIÐ RÆKILEGA Í GEGN
Brottfarir 2006: 28. - 31. okt. (lau. - þri.),
31. okt. - 4. nóv. (þri. - lau.) og 4. - 8. nóv. (lau. - mið.)
Áhugaverðar og ljúfar borgar- og verslunarferðir fyrir
einstaklinga jafnt sem hópa. Aðeins 3 - 3,5 klst. beint
flug og gist á glæsilegum hótelum. Verð með sköttum
frá kr. 57.300 m.v. tvo í herbergi á Holiday Inn.
Komið með til Kanada!
Ó
!
·
8
8
7
4
ATVINNA Í júlímánuði voru 45.902
atvinnuleysisdagar skráðir á
Íslandi, sem jafngildir því að
2.184 manns hafi að meðaltali
verið á atvinnuleysisskrá í mán-
uðinum. Áætlaður mannafli á
vinnumarkaði samkvæmt áætlun
Efnahagsskrifstofu fjármála-
ráðuneytis í júlí er 161.383 og því
jafngilda þessar tölur 1,4 pró-
senta atvinnuleysi.
Meðalfjöldi atvinnulausra var
7,6 prósentum hærri í júlí, eða að
meðaltali 155 fleiri en í júní.
Samanborið við júlí í fyrra eru
951 færri atvinnulausir nú, sem
er fækkun um þrjátíu prósent.
- sdg
Atvinnuleysi eykst:
Atvinnuleysi í
júlí 1,4 prósent
SJÁVARÚTVEGUR Reiknað er með að
kolmunnaveiðar hefjist á ný um
miðjan ágúst en veiðum var hætt
um miðjan júlí að sögn Guðbergs
Rúnarssonar, verkefnisstjóra hjá
Samtökum fiskvinnslustöðva.
„Verð á mjöli og lýsi er mjög hátt
núna og því fer kolmunni mest-
megnis í slíka vinnslu frekar en
flökun. Sama á við um síldina.
Eitthvað er til af frystri síld frá
fyrra ári og því huga menn nú
frekar að vinnslu í mjöl og lýsi.“
Rúmlega 311.500 tonnum af
kolmunna hefur verið landað hér-
lendis á vertíðinni. Landanir úr
íslenskum skipum nema tæplega
272 þúsund tonnum, en aflaheim-
ild fyrir árið 2006 er 352.601 sam-
kvæmt Fiskistofu. Eftirstöðvar
útgefins kolmunnakvóta eru því
rúmlega 80.600 tonn. Tæplega
fjörutíu þúsund tonnum af kol-
munna hefur verið landað úr
erlendum skipum frá áramótum.
Rúmlega 34.400 tonnum af síld
úr norsk-íslenska síldarstofnin-
um hefur verið landað á vertíð-
inni. Heildarkvóti árið 2006 er
153.818 tonn, samkvæmt tilskip-
un frá sjávarútvegsráðuneytinu.
Rúmlega 32.600 tonnum hefur
verið landað úr íslenskum skip-
um á vertíðinni og rúmlega 1.800
tonnum úr erlendum skipum.
- sdg
Móttaka fiskimjölsverksmiðja á kolmunna og síld á vertíðinni:
Hátt verð fyrir mjöl og lýsi
GUÐBERGUR RÚNARSSON Verkefnisstjóri
hjá Samtökum fiskvinnslustöðva segir síld
og kolmunna aðallega fara í vinnslu á mjöli
og lýsi vegna þess hve hátt verð fáist fyrir
það í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEILBRIGÐISMÁL Engin sjúkraflug-
vél verður staðsett á Ísafirði
næsta vetur. Sjúkraflugi verður
héðan í frá stýrt frá Akureyri og
mun nýleg sérhönnuð sjúkraflug-
vél sjá um allt Norðurland.
Þessi nýja skipan mála átti
upphaflega að taka gildi um síð-
ustu áramót, en ákveðið var að
fresta breytingunni þar sem gera
þurfti endurbætur á Þingeyrar-
flugvelli til að bæta skilyrði til
aðflugs og næturflugs. Þeim
endurbótum er nú lokið og því
verður engin flugvél á Ísafirði á
tímabilinu 1. október til 30. apríl,
eins og hefur verið undanfarin
ár.
„Ég tel nauðsynlegt að hafa
sjúkraflugvél hérna á Ísafirði,“
segir Halldór Halldórsson, bæjar-
stjóri á Ísafirði. „Það er bara ekki
komin reynsla á að aðflug og
næturflug geti gengið upp á Þing-
eyrarflugvelli og það þarf tíma
til að sannreyna
að það gangi.
Það eru mjög
ströng aðflugs-
skilyrði á Ísa-
fjarðarflugvelli
og hann getur
orðið frekar
varasamur.“
Bæjarstjórn
Ísafjarðar gaf
þrjú skilyrði fyrir því að geta
samþykkt þessa nýju tilhögun á
sjúkraflugi á Vestfjörðum. Í
fyrsta lagi yrðu aðflugsskilyrði á
Ísafirði eða Þingeyri að vera eins
fullkomin og tæknilega séð er
mögulegt og þarf að vera hægt að
fljúga næturflug. Í öðru lagi
þyrfti sjúkraflugvélin að upp-
fylla allar kröfur heilbrigðis-
starfsfólks. Í þriðja lagi þyrfti að
efla starfsemi sjúkrahússins á
Ísafirði og þá sérstaklega bráða-
þjónustuna.
Dagný Brynjólfsdóttir, deildar-
stjóri í heilbrigðisráðuneytinu,
segir að flugvélin sé af afar full-
kominni gerð og ef meiri hjálp
vanti sé hægt að nota almennar
farþegaflugvélar eins og gert
hefur verið hingað til. „Þjónustan
mun batna og viðbragðstíminn
styttast. Með flugvélunum frá
Akureyri geta farið læknar sem
fylgja sjúklingnum alla leið, í stað
þess að fjarlægja þurfi lækna úr
byggðunum sem sjúklingarnir
eru sóttir í,“ segir Dagný.
„Ég mundi telja að sjúkrahús-
ið væri í stakk búið til að taka á
móti verstu tilfellum,“ segir Þor-
steinn Jóhannesson, yfirlæknir á
sjúkrahúsinu á Ísafirði. „Þessar
breytingar á sjúkrafluginu voru
gerðar í fullu samráði við okkur
og ef heilbrigðisráðuneytið stend-
ur við sinn hluta samningsins
þurfum við ekki að kippa okkur
upp við þetta.“ steindor@frettabladid.is
Engin sjúkraflugvél
á Ísafirði í vetur
Allt sjúkraflug á Norðurlandi verður gert út frá Akureyri næsta vetur. Engin
reynsla komin á aðflug og næturflug á Þingeyrarflugvöll, segir bæjarstjórinn á
Ísafirði. Yfirlæknir segist sáttur, uppfylli heilbrigðisyfirvöld öll skilyrði.
HALLDÓR
HALLDÓRSSON
SJÚKRAFLUG Flugvellir í nágrenni Ísafjarðar duga ekki enn í aðflug og næturflug, að sögn bæjarstjóra. Myndin er tekin á Eskifirði.
DANMÖRK Nýja danska fríblaðinu
24timer, sem stefnt er gegn vænt-
anlegri danskri útgáfu Frétta-
blaðsins, Nyhedsavisen, verður
ekki dreift óumbeðið til áskrif-
enda Politiken og Jótlandspósts-
ins, blaðanna sem standa að útgáfu
24timer, þegar það hefur göngu
sína 17. ágúst. Frá þessu er greint
á fréttavef Politiken.
Stjórn móðurfyrirtækisins, JP/
Politikens Hus, ákvað þetta til að
fyrirbyggja að fólk sem þegar fær
dagblað heim til sín „finnist það
vera að drukkna í pappír“.
Eftir Tøger Seidenfaden, rit-
stjóra Politiken, er haft: „Hið nýja
fríblað samsteypunnar er einnig
Politiken í hag, þar sem það ver
auglýsingahagsmuni okkar gegn
íslensku árásinni.“
Útgáfufélag Berlingske Tid-
ende mun ákveða á þriðjudag
hvort það „taki þátt í þessu blóð-
uga stríði“, eins og Arne Ullum,
ritstjóri Berlingske, er á fréttavef
Extra Bladet sagður hafa orðað
það í innanhússtölvupósti í gær,
föstudag. Slíku fríblaði væri
aðeins ætlað „að reka Íslending-
ana aftur út í Atlantshafið, hugs-
anlega áður en þeir ná fótfestu á
danskri foldu“. - aa
BÚAST TIL VARNAR Stærstu áskriftardag-
blöðin í Danmörku undirbúa fríblaðaút-
gáfu. NORDICPHTOTOS/AFP
Danir undirbúa fríblöð til að bregðast við útgáfu Nyhedsavisen:
Verjast „íslensku árásinni“
KJÖRKASSINN
Mun formannskosning efla
Framsóknarflokkinn?
Já 58%
Nei 42%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Fagnaðir þú á Gay pride
hátíðinni?
Segðu skoðun þína á visir.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI