Fréttablaðið - 13.08.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 13.08.2006, Síða 8
8 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR Máttarstólpi Menningarnætur Menningarnótt 19. ágúst Gildi Framsóknar eru brýnni en áður Skrifborð Jóns í ráðuneytinu er snyrtilegra en skrifborð flest. Á því er ekki svo mikið sem blað að sjá en af því verða ekki dregnar aðrar ályktanir en þær að Jón vilji hafa snyrtilegt í kringum sig. Röð og reglu á hlut- unum. Svona hafa skrifborðin hans verið í gegnum í árin, hvort heldur þegar hann var ritstjóri Tímans, rektor á Bifröst eða Seðlabanka- stjóri. Jón hefur verið ráðherra í tæpa tvo mánuði og lætur vel af þeim tíma. „Hér eru heillandi verkefni og með þeim breytingum sem orðið hafa á stjórnsýslunni og í atvinnulífinu er ráðuneytið orðið að nýsköpunarráðuneyti sem vinn- ur að framvexti nýrra atvinnu- greina.“ Þótt Jóni hafi skotið heldur óvænt upp á sjónarsvið stjórn- málanna í júní hefur hann sinnt pólitík með ýmsum hætti um ára- bil. „Ég hef verið árum saman í miklu starfi innan Framsóknar- flokksins og fæ nú einstakt tæki- færi til að láta til mín taka á þess- um heillandi vettvangi. Fram til þessa hef ég ekki sóst eftir að vera í framboði. Ég er stjórnmálamaður sem hef verið meira í eftirspurn heldur en framboði. En svo breyt- ist það.“ Efnahagsmál er sá málaflokkur sem Jón telur hvað mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna á næstu árum. „Það er mjög brýnt að treysta hagkerfið, sem hefur gengið í gegnum róttækar breyt- ingar á undanförnum árum. Hér er frjálst bankakerfi og við höfum aukið þátttöku okkar í fjölþjóðleg- um viðskiptum. Svona breytingum fylgja óvænt vandamál enda er það einkenni frelsisins að vera ófyrirsjáanlegt. Ef það væri fyrir- sjáanlegt væri það ekki frjálst.“ Jón segir að um leið og viðskipta- lífið sé orðið frjálst séu stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar í gangi á Austurlandi og nauðsyn- legt að herða skrúfurnar til að auka stöðugleika og jafnvægi. Allir eru Íslandsvinir Sjónarmið náttúruverndar hafa stangast illilega á við virkjana- framkvæmdir og stjórnvöld hlotið harkalega gagnrýni fyrir að vinna óbætanleg spjöll á hálendinu. Jón segist skilja þau sjónarmið og telur mikilvægt að mæta gagnrýn- inni. „Fólk óttast að gengið sé of langt og því þarf að útskýra það sem er á döfinni. Allir eru Íslands- vinir og skilja þau verðmæti, bæði mælanleg og ómælanleg, sem eru í íslenskri náttúru. Margt breytist með þjóðlendulögunum og það er unnið að friðun á stærri og stærri svæðum. Þá er unnið að ramma- áætlun um orkunýtingu í framtíð- inni þar sem reynt er að leggja mat á sjónarmið hagkvæmni, tækni og ekki síst umhverfis. Í þessu felst að við viljum ganga vel um landið en við viljum líka nýta auðlindir. Það ætlum við að gera af ráðdeild, virðingu og varúð.“ Jón bendir á að þunginn sé að færast frá fallvatnsnýtingu yfir til jarð- varmanýtingar, sem ekki mæti sömu tortryggni. Þá standi Íslend- ingar frammi fyrir nýjum kafla ef draumar um djúpboranir eftir orku verða að veruleika. Í ljósi nýrra tækifæra í atvinnu- lífinu og breytinga á samfélags- gerðinni má velta því upp hvort áfram verði þörf fyrir stóriðjuver í landinu. Jón segir megináhersl- una vera á uppbyggingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem beri uppi þekkingarþjóðfélagið. „Þar verður fylkingarbrjóstið. En jafn- framt er ljóst að við eigum hreinar og endurnýjanlegar auðlindir sem nýtast vel í hátækniiðnaði og sjálf- sagt að hafa þá möguleika í huga.“ Jón bendir á að senn taki álver í Reyðarfirði til starfa og uppi á borðum séu hugmyndir um álver í Helguvík og við Húsavík og stækk- un Straumsvíkur. Það séu verkefni næsta áratugar. „Við eigum að ganga hægt um gleðinnar dyr og aðrar hugmyndir eru ekki í ákvörð- unarferli.“ Íbúðalánasjóður mikilvægur Íslensku bankarnir hafa skilað miklum hagnaði á síðustu árum og telur Jón vöxt þeirra vera til marks um hið þroskaða, vestræna fjár- málakerfi sem hér er við lýði. En frelsinu fylgir ábyrgð og kveðst Jón sammála Birgi Ísleifi Gunnars- syni, fyrrverandi formanni banka- stjórnar Seðlabankans, sem sagði á síðasta ári að bankarnir hefðu farið offari inn á fasteignamark- aðinn. „Stjórnendur bankanna eru færir og hæfir og gera sér grein fyrir áhættunni sem fylgir þess- um öra vexti. Þeir eru undir ströngu eftirliti alþjóðlegra mats- fyrirtækja og það er svo hlutverk stjórnvalda, stofnana og almenn- ings að veita þeim aðhald.“ Vextir á Íslandi eru mun hærri en í löndum þar sem evran er gjaldmiðill og ekki síst af þeim ástæðum renna margir hýru auga til Evrópusambandsins. Jón segir þá hina sömu gleyma að hér ríki tímabundið þenslu- og streituá- stand á meðan evrulöndin glími við tregðu, til dæmis vegna skipu- lags á vinnumarkaði. Frjálsu og frjóu fjármálakerfi fylgi tíma- bundin þensla og háir vextir. „Eins og sakir standa væri því ákaflega óheppilegt fyrir okkur ef allt yrði stokkað upp í skyndingu og okkur fleygt inn í allt annað kerfi. Við þurfum tíma til að ná mjúkri lend- ingu. Það er mjög mikilvægt fyrir láglaunafólk, fyrir unga fólkið, að þetta gerist stillilega yfir svolítinn tíma.“ Íbúðalánasjóður hefur verið þyrnir í augum bankanna. Um skeið var útlit fyrir að hlutverk hans væri léttvægara en áður var talið en Jón bendir á að það hafi aftur breyst. „Sveiflan breyttist og bankarnir kipptu að sér hend- inni. Þá kemur í ljós hve mikilvæg- ur Íbúðalánasjóður er. Af þessu dreg ég þá ályktun að meðan ekki hefur náðst langvarandi jafnvægi í hagkerfinu sé óhjákvæmilegt að þessi stofnun sé til.“ Þörf fyrir sterkt miðjuafl Jón Sigurðsson var orðinn 25 ára þegar hann kaus í fyrsta sinn í þingkosningum. Það var árið 1971 en þá hafði Viðreisnarstjórnin verið við völd í tólf ár. „Mér fund- ust stjórnarskipti nauðsynleg og var þeirrar skoðunar að umbóta- sinnaður flokkur á miðju stjórn- málanna hefði mikilvægu hlut- verki að gegna. Og ég er þeirrar skoðunar að þetta hlutverk sé mikilvægara nú en það hefur nokk- urn tíma verið. Samfélagið hefur breyst mikið og í ljósi mikilla sam- skipta við aðrar þjóðir er mikil- vægara en nokkru sinni að þjóð- legt og þjóðrækilegt miðjuafl með alhliða umbótastefnu hafi mikil áhrif á vettvangi stjórnmálanna. Gömul gildi Framsóknarflokksins eru brýnni en áður. Okkur nægir ekki hugmyndafræði vinstri manna sem byggist á stéttar- hyggju né heldur einstaklings- hyggja hægri manna. Við þurfum sterkt miðjuafl sem lítur á það sem meginverkefni sitt og hugsjón að styrkja samfélagið í heild svo það geti haldið áfram að eflast.“ Samkvæmt skoðanakönnunum eru ekki mjög margir á sama máli og Jón. Í það minnsta mælist fylgi Framsóknarflokksins aðeins um tíu prósent. En Jón sefur rótt. „Reynslan segir okkur að veruleg- ur hluti, jafnvel flestir þeirra sem ekki gefa svör, er óháð og frjálst miðjufylgi og í sögunni hefur Framsóknarflokkurinn náð tals- verðu fylgi af þeim hluta kjósenda. Þess vegna vil ég ekki álykta sem svo að fylgi flokksins sé að minnka, en það tekur auðvitað sveiflum.“ Jón telur þó að Framsóknarflokk- urinn hafi alla möguleika til stækka en það sé undir flokks- mönnum sjálfum komið. „Við þurf- um að hafa sterka sjálfsvitund, vita hver við erum og hvert við erum að fara og gera flokksmenn stolta af sínum flokki. Svo þurfum við að stafa þeirri sjálfsvitund út.“ Jóni er kunnugt um það hald manna að innviðir Framsóknar- flokksins séu ekki traustir. Og raunar vilja sumir meina að sundr- ung einkenni flokkinn. „Það er staðreynd að flokkur sem er á miðjunni er áveðurs báðu megin og það vill þannig til að aðrir flokk- ar hafa verið að leita inn á miðj- una. 1959 átti flokkurinn að vera í maski og 1978 átti allt að vera á tjá og tundri. Ég ætla ekki að gera lítið úr þessu en ég hef séð þetta allt fyrr og þetta verkar ekki á mig sem háskalegt ástand. En menn úr öðrum flokkum vilja ýkja þetta.“ Ryður ekki öðrum til hliðar Jón situr í ríkisstjórn fyrir tilstuðl- an Halldórs Ásgrímssonar, sem fór þess á leit við Jón að fá að bera upp tillögu þess efnis í þingflokki Framsóknarflokksins. Jón neitar því hins vegar að Halldór hafi átt frumkvæði að formannsframboð- inu. „Sú atburðarás hófst nokkru síðar. Margir samstarfsmenn mínir innan flokksins til margra ára höfðu samband og skoruðu á mig. Þeir ætluðu að safna undir- skriftum en það fannst mér óheppi- legt enda liti það út eins og einhver pöntun. Ég bað þá um að gera það ekki en hugsaði ráð mitt og ráð- færði mig við konuna mína og ráð- gjafa og tók svo ákvörðun.“ Jón býst heldur við að verða í framboði til þings í vor, þó ekkert sé afráðið í þeim efnum. Þaðan af síður sé ákveðið í hvaða kjördæmi hann muni bjóði sig fram, þegar og ef til þess kemur. „Ég hef ekki áhuga á að ryðja öðru forystufólki til hliðar,“ segir Jón. Hann vill ekki kveða upp úr um stuðning við aðra frambjóðendur til embætta innan flokksins, segir eðlilegt að flokks- fólk taki ákvarðanir án þess að fá sérstaka hvatningu eða viðvörun. „Hins vegar get ég sagt að við Jón- ína Bjartmarz erum góðir sam- starfsmenn í ríkisstjórninni og höfum unnið saman áður. Við Guðni Ágústsson erum nánir per- sónulegir vinir til margra áratuga og við Siv höfum verið samstarfs- menn innan flokksins í mörg ár og ég hef verið stuðningsmaður henn- ar í kjördæminu. Ég fagna öllum framboðum og finnst eðlilegt í lýð- ræðislegum flokki að menn fái að kjósa. Og auðvitað er það fyrir- myndin að góðu lýðræði að menn hafi um góða kosti að velja og það höfum við.“ JÓN SIGURÐSSON „Gömul gildi Framsóknarflokksins eru brýnni en áður. Okkur nægir ekki hugmyndafræði vinstri manna sem byggist á stéttarhyggju né heldur einstaklingshyggja hægri manna. Við þurfum sterkt miðjuafl sem lítur á það sem meginverkefni sitt og hugsjón að styrkja samfélagið í heild svo það geti haldið áfram að eflast.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gefur kost á sér í embætti formanns Framsóknarflokksins. Jón hefur stutt flokkinn síðan hann kaus hann fyrst árið 1971 og telur mikilvægt sem aldrei fyrr að grunngilda Framsóknarflokksins njóti við stjórn landsins. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson ræðir Jón um stöðu flokksins og helstu viðfangsefni stjórnmálanna á næstu árum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.