Fréttablaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.08.2006, Blaðsíða 12
 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR12 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid. is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1908 Þeir Sigurður Sumarliða- son bóndi og Hans Reck jarðfræðingur ganga á Herðubreið, í fyrsta skipti að því er talið. 1919 Veðhlaupahesturinn Man o‘ War tapar í fyrsta og eina skiptið á ferlinum. 1942 Bambi kemur fram á sjón- arsviðið. 1961 Þýska lýðveldið lokar landamærunum á milli Austur- og Vestur-Berlínar til þess að koma í veg fyrir að íbúar Austur-Þýskalands flýðu til vesturs. 1987 Kringlan opnar í Reykjavík og um fjörutíu þúsund manns heimsækja hana fyrsta daginn. 1997 South Park hefur göngu sína í sjónvarpi. ALFRED HITCHCOCK (1899-1980) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Góð mynd er þegar kostnaðurinn af bíómiðan- um, kvöldmatnum og barnapíunni er þess virði.“ Alfred Hitchcock var enskur kvikmyndaleikstjóri. Leiksýningin Fullkomið búðkaup, sem hefur átt mikilla vinsælda að fagna hér á landi undanfarið, skartar nýrri leik- konu í einu aðalhlutverkanna. Ekki lét leikstjórinn undan þrýstingi og bætti við persónu, heldur hefur Edda Björg Eyjólfsdóttir tekið við hlutverki Est- herar Talíu Casey í sýningunni. „Já, hún Esther ákvað að fjölga sér,“ segir Edda Björg hlæjandi þegar blaða- maður innir hana eftir því hvernig standi á leikkonuskiptunum. „Hún á að eiga í október og er komin með mynd- arlega kúlu og það er ómögulegt að hafa brúðina ólétta.“ Edda hóf að undirbúa sig fyrir hlut- verkið fyrir nokkrum vikum og segir hún undirbúninginn hafa verið með afar hefðbundnu sniði. „Ég fékk hand- ritið og las það, svo fékk ég upptökur af sýningunni á myndbandi og hef reynt að púsla þessu saman,“ segir leikkonan og hlær að spurningunni. „Þetta er orðin svo smurð sýning og tímasetningarnar eru svo góðar að ég hef sem betur fer fengið að æfa svolít- ið með þeim undanfarna daga svo að ég geti fallið vel inn í leik liðsins,“ segir Edda og hlær og vísar til tals þegar nýjir leikmenn eru keyptir til knattspyrnuliða. „Mér er ekki ætlað að rugga bátn- um, heldur á ég fyrst og fremst að taka við kyndlinum. Það hefði óneitanlega verið gaman af fá að vera með eitthvað vesen, en það var ekki í boði,“ segir Edda Björg og hlær prakkaralega. Edda Björg segir það afar krefjandi verkefni að taka við af Esther Talíu, hún hafi staðið sig vel og verið stór hluti af sýningunni. Hún segir að sam- starfsmenn sínir hafi verið duglegir að minna hana á hvaða leikkona var þarna á undan henni. „Þau eru alltaf að segja mér að vera hérna og þarna og segja svo í gríni: Esther gerði þetta alltaf svona,“ segir Edda Björg og vill meina að þetta sé allt gert í gríni. Greinilegt er að mikil tilhlökkun er hjá leikkonunni fyrir þessu verkefni, en þetta er í fyrsta sinn sem Edda kemur inn í leiksýningu með þessum hætti. „Þetta verður örugglega rosa- lega gaman. Ég get ekki beðið eftir að leika farsann fyrir framan fólk, því að farsinn er eiginlega bara leiðinlegur án áhorfenda, hann er ekkert fyndinn fyrr en áhorfendurnir mæta,“ segir Edda Björg. „Þá dettur maður líka í stuð og þá kemur örugglega smá brag- ur á hana frá mér vonandi. Með nýju fólki koma náttúrlega alltaf nýjar áherslur.“ aegir@frettabladid.is EDDA BJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR: TEKUR VIÐ NÝJU HLUTVERKI Farsinn er eiginlega leiðinlegur án áhorfenda EDDA BJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR Tekur við hlutverki Estherar Talíu Casey í Fullkomnu brúðkaupi en sýningar á verkinu hefjast að nýju í Austurbæ í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ástkær dóttir okkar og systir Rósa Björg Guðmundsdóttir matreiðslumaður, Vallarási 1, Reykjavík, lést af slysförum mánudaginn 7. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Ína Dóra Jónsdóttir Guðmundur Jónasson Margrét B. Guðmundsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Gunnar Ívarsson fyrrverandi verslunarstjóri og fulltrúi skattstjóra, Skarphéðinsgötu 4, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfaranótt fimmtudagsins 10. ágúst. Guðrún Guðlaug Sigurgeirsdóttir Sigurgeir A. Jónsson Þóra Hafsteinsdóttir Sonja B. Jónsdóttir Guðmundur Kristjánsson Ívar Jónsson Lilja Mósesdóttir Fannar Jónsson Elísabet S. Auðunsdóttir Jón Þór Sigurgeirsson Guðrún Iðunn Sigurgeirsdóttir Einar Bjarni Sigurðsson Birkir Kristján Guðmundsson, Jón Reginbaldur Ívarsson, Hrafnhildur Fannarsdóttir, Fannar Gunnsteinsson, Óskar Þór Einarsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, Guðrún Sigurðardóttir menntaskólakennari, andaðist á kvennadeild Landspítalans þann 11.ágúst. Jarðarför verður auglýst síðar. Bryndís Björnsdóttir Jónas Páll Björnsson Soumia Islami Sofia Sóley Jónasdóttir Elías Andri Jónasson Sigrún Erla Sigurðardóttir Páll Ásmundsson Svanhildur Ása Sigurðardóttir Björn Björnsson Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Harðar Valdimarssonar Nestúni 17, Hellu. Sérstakar þakkir færum við Þóri Kolbeinssyni lækni, starfsfólki Lundar, MND teyminu á Borgarspítalanum fyrir góða umönnun og hlýju. Jórunn Erla Bjarnadóttir Bjarni R. Harðarson Inga Guðmundsdóttir Guðrún B. Harðardóttir Sigurður Héðinn Harðarson Hafdís E. Harðardóttir Alan Jónsson Logi Harðarson Fjóla Lárusdóttir afabörn og langafabörn. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Veldi Azteka var í mið- og suðurhluta Mexíkó á fimmtándu og sextándu öld. Það er lítið vitað um uppruna Azteka en margt bendir til þess að þeir hafi verið veiðimenn og safnarar áður en þeir settust að í suðrinu. Það er einnig mögulegt að þjóðflokkur þeirra hafi orðið til vegna fólksflutninga frá norðrinu til suðurs. Þeir settust að við Texcoco vatn á fjórtándu öld og byggðu borgina Tenochtitlán, sem átti eftir að verða höfuðborg þeirra. Veldi Azteka byggðist á öflugu landbúnaðarkerfi, þar sem allt land var nýtt og afraksturinn varð rík og fjölmenn þjóð. Á fyrri hluta fimmtándu aldar mynduðu Aztekar bandalag við nágranna sína í Texcoco og Tlacopan og urðu voldugastir í miðhluta Mexíkó. Með verslun og landvinningum jukust völd Azteka til muna og árið 1519 réðu þeir yfir fjögur til fimm hundruð smáríkjum. Aztekar voru orðn- ir um hálf milljón og var Tenochtitlán miðstöð veldis þeirra. Íbúar borgarinnar voru um 140 þúsund þegar mest lét og var hún mjög þéttbyggð. Árið 1519 stöðvaðist uppbygging Azteka þegar spænskir landkönnuðir komu til Mexíkó, en þá er talið að Azt- ekar hafi verið um fimm til sex milljónir talsins. Herforingi Spánverja, Hernán Cortés, tók keisara Azteka höndum og eftirmönnum hans gekk illa að ráða við her Spánverjanna. Árið 1521 náðu Spánverjar Tenochtitlán á sitt vald eftir langt umsátur og þar með var þetta mikla veldi fallið. Hungursneyð og sjúkdómar sem Spánverjar báru með sér urðu Aztekum að falli. Á rústum Tenochtitlán var byggð Mexíkóborg sem er höfuðborg Mexíkó í dag. ÞETTA GERÐIST 13. ÁGÚST 1521 Veldi Azteka fellur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.