Fréttablaðið - 13.08.2006, Síða 13
SUNNUDAGUR 13. ágúst 2006 13
Hólahátíð var haldin nú um helgina en hún er
liður í níu hundruð ára afmæli biskupsstóls og
skólahalds að Hólum í Hjaltadal.
Dagskráin í dag hefst klukkan níu um morg-
uninn við Auðunarstofu með morgunbæn, þar
sem Geir H. Haarde forsætisráðherra flytur
ávarp.
Klukkan tvö hefst síðan hátíðarguðsþjónusta
þar sem Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup
mun predika og meðal þeirra sem þjóna fyrir alt-
ari er séra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands.
Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á
kaffiveitingar og hátíðarsamkoma hefst klukkan
hálf fimm um eftirmiðdaginn.
Saga Hóla er löng og merkileg en talið er að
þar hafi byggð hafist á elleftu öld á landnám-
sjörðinni Hofi, sem er nokkru fyrir framan Hóla.
Á Hofi byggði Hjalti Þórðarson og heitir dalur-
inn Hjaltadalur eftir honum.
Á Hólum reis kirkja strax um
miðja elleftu öld og um 1100 gaf Ill-
ugi Bjarnason, eigandi Hóla, jörð-
ina til biskupsseturs. Fyrsti biskup-
inn á Hólum var Jón Ögmundsson
helgi, sem tók biskupsvígslu þar
árið 1106.
Fram til ársins 1802 sátu 36 bisk-
upar á Hólum, en meðal þeirra voru
Guðmundur Arason góði og Jón
Arason.
Árið 1910 var vígslubiskups-
embætti stofnað en fyrsti vígslu-
biskupinn kom þangað árið 1986, en
Jón Aðalsteinn Baldvinsson hefur
setið þar frá árinu 2003.
Hólahátíð lýkur í dag
HÓLAR Í HJALTADAL Eiga níu hundruð ára
afmæli um þessar mundir.
AFMÆLI
Páll Bergþórsson
veðurfræðingur er
83 ára.
Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir er
54 ára.
Einar Ágúst
Víðisson er 33 ára.
Norskir dagar hófust á laugardag-
inn síðastliðinn á Seyðisfirði og
standa til 26. ágúst. Dagarnir eru
nú haldnir í tíunda sinn en þeir eru
alltaf haldnir um miðjan ágúst í
tilefni af afmælidegi Otto Wathne
sem fæddist 13. ágúst og er venju-
lega nefndur faðir Seyðisfjarðar.
Dagskrá daganna verður óvenju
vegleg í ár þar sem þeir fléttast
saman við hundrað ára afmæli
sæsímans.
Í gær fór setning daganna fram
en klukkan eitt í dag verður lagð-
ur blómsveigur að minnisvarða
Otto Wathne honum til heiðurs. Á
meðal viðburða eru tónleikar, upp-
lestur, götupartí, norsk kvik-
myndahátíð og listasýningar.
Norskur blær
yfir Seyðisfirði
SEYÐISFJÖRÐUR Norskir dagar hófust í gær
og standa í tvær vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/SMK
BRASILÍA Portúgalski forsætisráðherrann
Jose Socrates talar við börn í grunnskóla í
Rio de Janeiro í heimsókn sinni til Brasilíu
á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI