Fréttablaðið - 13.08.2006, Síða 17

Fréttablaðið - 13.08.2006, Síða 17
að teikna nýtt 24 stúdíóíbúða hús, sem vonandi verður farið í að reisa strax á næsta ári þegar hægist um byggingaframkvæmdir á Austur- landi og iðnaðarmenn verða aftur fáanlegir. Viðgerðir á öðrum húsum fylgja síðan þar á eftir,“ segir Sigríður þegar hún er spurð út í stöðuna á verkefninu. Hús- næðið hefur verið lánað undir ýmsa menningartengda starfsemi eins og kvikmyndahátíð, ráðstefnur og námskeiðahald, en það býður upp á mikla möguleika. „Heilu karlakórarnir gætu t.d. alveg hist hérna og æft sig í salnum og gist á gömlu heimavistinni,“ bendir Sig- ríður á og segir að þau séu opin fyrir samstarfi af ýmsum toga. Sterkar taugar austur Sigríður og Sigurjón hafa verið búsett í Bandaríkjunum í 28 ár en hafa alltaf haft sterkar taugar til Austurlands. Sigurjón á ættir sínar að rekja austur og því hafa þau alltaf verið töluvert á Austurlandi. Munurinn á Eiðum og L.A. er nokk- uð stór en Sigríður segir að það sé afar hressandi að dvelja fyrir austan á sumrin, eins og hún hefur gert undanfarin sumur. „Krakk- arnir sem komu hingað fyrsta sumarið eru að koma hingað í þriðja skipti og ég get ekki annað en játað að ég hlakka alltaf til þess að hitta þau aftur og sjá hvernig gengur hjá þeim,“ segir Sigríður og það er greinilegt að henni er farið að þykja mjög vænt um bæði börnin og staðinn. „Í fyrstu var ákveðnum börnum boðið að taka þátt þessum í listanámskeiðum. Við leituðum til kennara á Austur- landi og báðum þá um hjálp við að velja þessi börn. Við einbeittum okkur aðallega að börnum með sérþarfir eða sem voru í fámenn- um árgöngum og þeim sem höfðu sérlega gaman af listum. Í ár aug- lýstum við hins vegar eftir þátt- takendum og það komust færri að en vildu.“ Smíða og skapa hina ótrúlegustu hluti Engin ákveðin dagskrá er í gangi á listanámskeiðunum en hvert barn fær að dvelja á Eiðum viku í senn. Þau koma á morgnana og borða þar í hádeginu en fara heim á kvöldin. Krökkunum er í upphafi kynnt aðstaðan, þeim er sýnt leik- sviðið, píanóið og smíðaverkstæðið og síðan er þeim hjálpað í gang með það sem þau vilja gera. „Í fyrra vorum við með hóp af krökk- um úr unglingavinnunni. Í fyrstu nenntu þau ekkert að gera og hugs- uðu sér gott til glóðarinnar að geta slappað af hérna í viku í stað þess að vera að reyta arfa. En fyrr en varði voru þau komin á fullt við að búa til stuttmynd. Afraksturinn varð frábær hryllingsmynd, „Oj á Eiðum,“ sem myndbandaleigan Videoflugan tók inn í hillurnar hjá sér og íbúar Egilsstaða gátu svo tekið á leigu. Auk þess sögðu mörg þeirra í lok vikunnar að þau hefðu ekkert vitað um listir áður en þau komu en væru nú að hugsa um að sækja um í Listaháskólanum.“ Sig- ríður segir þetta ekki eina dæmið um skemmtilega útkomu af nám- skeiðunum. „Krakkarnir hafa sett upp heilu leikritin á sviðinu hérna, samið lög og smíðað hina ótrúleg- ustu hluti. Ég er með afskaplega góða samstarfsmenn sem hafa bæði hugvit og verkvit til að hjálpa krökkunum við að hrinda hug- myndum sínum í framkvæmd. Þetta eru frábærir listamenn sem hafa verið að gera það gott í lista- heiminum, hver á sínu sviði. „Í ár leiðbeina myndlistarmennirnir Daníel Karl Björnsson og Pétur Örn Friðriksson krökkunum ásamt tónlistarmanninum Páli Ívani Pálssyni. „Í síðustu viku kom einn krakkinn með mjög flókna teikn- ingu af flugvél og hún var bara gerð enda kunna strákarnir svo vel á tækin á smíðaverkstæðinu og eru þaulvanir að búa til hina ýmsu hluti. Þau koma með hugmynd og hún verður bara til. Það er afar gott fyrir sjálfstraustið hjá krökk- unum að sjá hugmyndir þeirra verða að veruleika.“ Vann með klíkukrökkum Sigríður hefur alltaf haft gaman af börnum og list. Hún er menntaður sérkennslukennari og vann lengi í Heyrnaleysingjaskólanum. Fyrir nokkrum árum síðan kláraði hún svo klíníska sálfræði og vann á klíník úti í Ameríku. „Þar vann ég bæði með fullorðnu fólki og með klíkukrökkum sem ég var að hjálpa að komast út úr klíkum og halda sínu striki eftir það,“ segir Sigríður og bætir við að þótt hún sé ekki sjálf listamanneskja þá hafi hún alltaf haft mikinn áhuga á list og ekki síst því að nýta hana í kennslu. Námsgagnastofnun hefur líka gefið út listatengt kennsluefni eftir hana undir heitinu Ótrúlegu ævintýrin, sem enn er notað við kennslu. „Ég hef unnið við ýmislegt um dagana, allt frá því að vera flug- freyja á sumrin, þar sem ég hef þurft að díla við erfiða farþega, upp í það að kenna börnum með erfiðleika og hjálpa fólki í gegnum sálfræðina. Mér hefur alltaf fund- ist gaman af því að vinna með fólki en ég enda einhvern veginn alltaf með börn og unglinga, mér finnst það mest spennandi.“ Flutningar til Danmerkur Í haust taka við nýjir hlutir hjá Sig- ríði og fjölskyldu hennar, því eftir margra ára búsetu í Ameríku flytur fjölskyldan til Kaupmannahafnar. Sonur þeirra hjóna, Þórir, býr þar ásamt tveggja ára syni sínum og Sigríður segir að þau Sigurjón vilji vera í meiri nálægð við barnabarnið. Dóttirin Sigurborg, sem er ellefu ára, verður einnig með í för og byrjar í dönskum skóla í haust. Breytingarnar henta vel fyrir Sigríði, sem sér flutningana sem gott tækifæri til að vera meira á Eiðum, enda er nú boðið upp á beint flug milli Egilsstaða og Kaup- mannahafnar. Með meiri nálægð er aldrei að vita nema hún komi að námskeiðshaldi á staðnum yfir vetrarmánuðina líka. En hvernig henta flutningarnir Sigurjóni? „Það á eftir að koma í ljós,“ segir Sigríður og hlær. „Hann ferðast allt- af mikið og hann er auðvitað enn að vinna þarna úti en hann er líka mikið að vinna í Evrópu og er með dreif- ingarfyrirtæki í Danmörku. Þessar myndir sem hann hefur verið að gera eins og Zidane og Destricted hafa líka meira og minna verið evr- ópsk samvinna svo hann er ekkert endilega fastur í Hollywood.“ Á smíðaverkstæðinu er að fæð- ast skrímsli úr gamalli klósettsetu og úti í skógi er risin mikil tjald- borg. Slitin og snjáð rúmföt af hótelinu blakta við hún þar sem fánar og gamlar rúmfjalir gegna hlutverki bryggju sem krakkarnir hafa smíðað. Uppbyggingin á Eiðum heldur áfram og Sigríður hugsar sér stærri hluti hvað listanámskeiðin varðar, því í framtíðinni vonast hún til þess að börn og unglingar af öllu landinu geti átt þess kost að koma til Eiða og notið þess að sleppa sköpunargleðinni lausri. ■ Á SMÍÐAVERKSTÆÐINU Aðstaðan á Eiðum er afar góð og hafa krakkarnir til dæmis fullan aðgang að gamla smíðaverkstæðinu, þar sem ótrúlegustu hugmyndum er hrint í framkvæmd. Hér má sjá Sigríði ásamt kennurum sumarsins, þeim Daníel, Pétri og Páli, og brot af þeim krökkum sem notið hafa þess að taka þátt í listnámskeiðunum. „Það er svo gaman að sjá hvað krakkarnir hafa gott af dvölinni hérna. Margir foreldrar hafa sagt að þeir sjái mikinn mun á krökkunum eftir þessa viku hvað varðar sjálfstraust og frumkvæði og það er auðvitað afskap- lega gaman að heyra.“ SIGRÍÐUR ÞÓRISDÓTTIR, SÁLFRÆÐINGUR OG SÉRKENNSLUKENNARI Á EIÐUM Í framtíðinni vonar Sigríður að börn alls staðar af landinu geti átt þess kost að sækja listnámskeiðin á Eiðum. „Það er afar gott fyrir sjálfstraustið hjá krökkunum að sjá hugmyndir þeirra verða að veruleika,“ segir hún. ����������������������� ������������������������������ ����� �������������������������� ��� ����������� ��������������� �� �� ���� � �� �������������������� � � � � � � � �� �� �� �� �� � � � � � � � ����������������������� ������������������������������ ����� ���������������������� �� ���������������������������� ������������� ������������ ������������������������ ����������������������� ������� ������������������������������� ������������ ��������������� �������������� ��� ������ ������������ �� ������������������������ ���������������������� ���������������� ����������� ������������������������ ���������������������������� ��������������������������� �������������� ����� ������������������������ ���������� ������������ �������������������������� ���
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.