Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 13.08.2006, Qupperneq 18
 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR18 KVERKFJÖLL OG FRAMKVÆMDASVÆÐIÐ Sauðárdalsmisgengið hefur hreyfst þrisvar á nútíma, eða á síðustu tíu þúsund árum, samkvæmt upplýsingum er fram koma í skýrslu Kristjáns Sæmundssonar og Hauks Jóhannessonar. Kverkfjallaeldstöðin, sem sést í á myndinni, hefur haft áhrif á sprungumyndun á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐÞJÓFUR. Raunvísindamenn deila um þá grundvallarspurningu hvort það geti reynst dýru verði keypt fyrir Íslendinga að reisa vatnsaflsvirkjanir á svæðinu við Kárahnjúka. Haraldur Sigurðsson, sem Fréttablaðið fékk til þess að meta rannsóknir sem gerðar hafa verið á svæðinu, opinberar í dag efasemdir sínar vegna fram- kvæmdana og telur þær vera „ískyggilega bíræfni“, þar sem aug- ljóst sé, út frá þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið, að misgengi og sprungur undir virkjanasvæð- inu séu virkar í jarðfræðilegum skilningi. Hann telur, út frá sínum vísindalega bakgrunni, niðurstöur rannsóknanna kalla á að erlend matsnefnd verði kölluð til, „í stað þess að láta Landsvirkjun fjalla aftur og aftur um sín eigin mistök.“ Rannsóknir jarðfræðinganna Kristjáns Sæmundssonar og Hauks Jóhannessonar, sem unnið var að í júlí og ágúst í fyrra, voru skoðaðar rækilega af stjórn Landsvirkjunar í kjölfar niðurstaðna sem þær leiddu í ljós. Sérfræðingar Rannsókna- stofnunar Háskóla Íslands í jarð- skjálftaverkfræði voru fengnir til þess að endurmeta forsendur fyrir jarðskjálftum á svæðinu að nýju. Eftir að aðgerðum, sem ekki reynd- ust viðamiklar, var lokið til þess að mæta kröfum sem Landsvirkjun taldi endurmatið kalla á var ákveðið að halda áfram með framkvæmd- irnar, sem nú eru langt komnar. Skiptar skoðanir vísindamanna Rannsóknir Kristjáns og Hauks, sem fjallað hefur verið um á síðum Fréttablaðsins, hafa glætt umræðu um vísindalegar forsendur ákvarð- ana vegna Kárahnjúkavirkjunar lífi. Deilur um virkjunina hafi þó verið háværar allt frá því fyrstu hugmyndir um virkjanir á hálend- inu voru lagðar fram, en þær hafa oftar en ekki snúist um togstreitu á milli sjónarmiða náttúruverndar annars vegar og fórnarkostnaðar vegna orkunýtingar hins vegar. Efnislegar rökræður raunvís- indamanna um niðurstöður sem leiddar hafa verið í ljós með viður- kenndum starfsaðferðum verða að þessu leyti alltaf mikilvægt og nauðsynlegt innlegg í umræðu um það hvort áhættan vegna virkjunar- framkvæmdanna við Kárahnjúka sé mikil eða lítil. Í stuttu en einföldu máli finnst jarðvísindamönnunum Haraldi Sig- urðssyni og Grími Björnssyni, sem var til viðtals í Fréttablaðinu 29.júlí síðastliðinn, að of mikil áhætta sé í því fólgin að reisa virkjanir á svæð- inu, þar sem athuganir á áhættu- þáttum vegna jarðvirkni eru ónæg- ar að þeirra mati. Þessu vísa forsvarsmenn Lands- virkjunar á bug. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir sér- fræðinga hafa metið rannsóknirnar á vísindalegum forsendum verk- fræðinnar, sem samkvæmt eðli greinarinnar bregðist við vanda sem jarðfræðin bendi á. „Eitt er jarðfræði og annað er verkfræði. Verkfræðin fæst við það að finna lausnir á vandamálum, sem meðal annars geta verið af jarðfræðileg- um toga. Jarðfræðingarnir gera rannsóknir á framkvæmdasvæð- um, sem leiða til niðurstöðu sem verkfræðingarnir fást svo við að leysa. Við höfum haft færustu sér- fræðinga, bæði á erlendum og inn- lendum vettvangi, okkur til aðstoð- ar við að leysa úr þeim vandamálum sem komið hafa upp. Það var farið vandlega yfir allar rannsóknirnar sem unnar hafa verið á fram- kvæmdasvæðinu við Kárahnjúka, innan stjórnar Landsvirkjunar, og ákvörðun um framhald fram- kvæmdanna tekin að þeirri skoðun lokinni.“ Athuganir gerðar of seint? Framkvæmdirnar á Kárahnjúka- svæðinu eru langt komnar og lýkur senn. Á þeim forsendum er útilokað að virk jarðsprungubelti verði til þess að ekki verði framkvæmt á svæðinu. Gagnrýni jarðvísinda- manna og efasemdir um að áhætta vegna framkvæmda við virkjunina hafi verið athuguð nægilega vel gefa þó tilefni til þess að raunvís- indamenn verði að leiða þá umræðu til lykta hvernig starfsferli skuli háttað þegar farið er út í opinberar framkvæmdir af þeirri stærðar- gráðu sem um ræðir. Ástæðan er meðal annars sú að framkvæmdin er fjármögnuð með opinberu fé, sem íbúar landsins gangast í ábyrgð fyrir. Með ábyrgðinni verður til krafa um að ekki leiki minnsti vafi á því að stoðir virkjunarinnar séu traustar. Umfjöllun á síðum Fréttablaðs- ins 29. júlí og í dag sýnir, svo ekki verði um villst, að raunvísinda- menn eiga enn nokkuð langt í land með að komast að sameiginlegri niðurstöðu sem tekur af allan vafa um að ágóðinn af því að reisa virkjun á virku sprungusvæði sé áhættunnar virði. Virkjanirnar þola jarðhreyfingar Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar. „Landsvirkjun stundar hvorki tæknirann- sóknir á framkvæmdasvæðinu né annast hönnun mannvirkja. Til þess eru ráðnir færustu sérfræðingar á hverju sviði, allt frá jarðfræði til verkfræðihönnunar. Þeir eru ýmist íslenskir eða útlendir. Íslendingar hafa annast jarðfræðiþáttinn þar sem við teljum ótvírætt að þeir séu þeir hæfustu á heimsvísu til þess að meta flókna og sérstaka jarðfræði landsins. Í nálgun okkar við Kárahnjúkaverkefnið höfum við stuðst við alþjóðleg- ar aðferðir, sem eru til þess fallnar að auka sífellt gæði undirbúningsrannsókna á öllum stigum verkefnisins. Á byggingartímanum sjálfum eru svo alltaf einhverjir þættir sem þarf að laga að aðstæðum sem í ljós koma á hverjum tíma. Fyrst og fremst í grunni stíflna og jarðgangnagerð. Ástæðan er einfaldlega sú, að ekki er að hægt að meta aðstæður til fulls fyrr en menn sjá það sem fyrir augu ber, þegar framkvæmdum er framhaldið. Alþjóðleg hönnun okkar snýr fyrst og fremst að tveimur mannvirkjum. Það er stóra Kárahnjúkastíflan, þar sem bandarískir sérfræðingar komu að, og boruðu jarðgöngin, þar sem meðal annars svissneskir sérfræðingar unnu að málum. Síðan eru íslensk fyrirtæki sem koma að hönnun minni stíflnanna. Í upphafi var skipað sérstakt sérfræðingaráð, sem var skipað heims- þekktum sérfræðingum til þess að fylgjast með hönnun og vinnu á svæðinu. Fyrsta verk þessa ráðs var að vera til ráðgjafar um það hvernig stíflu væri heppilegast að reisa miðað þær aðstæður sem hér væru fyrir hendi. Niður- staðan var að byggja grjótstíflu. Með í þessu sérfræðiráði var Barry heitinn Cooke, frægasti sérfræðingur á sviði stíflugerðar af þessari tegund á heimsvísu. Grundvöllurinn fyrir vali nefndarinnar var sú að grjótstífla, sem er þurr öll í gegn, hentaði best vegna þess að hún myndi þola jarðhreyfingar, ef til þeirra kæmi. Sem sagt, markmiðið var að setja upp stíflu sem þyldi að jarðgrunnur hennar gæti hreyfst. Síðan 1995, þegar rannsóknir hófust á svæðinu, hefur verið vitað að það eru misgengi. Spurningin sem rannsakendur á svæðinu hafa í gegnum rannsóknarferlið haft að leiðarljósi er hvenær misgengin hreyfðust. Í upp- hafi var talið að misgengin hefðu ekki hreyfst eftir síðustu ísöld. Nýjustu rannsóknir leiddu síðan í ljós að misgengin höfðu hreyfst nær nútíma, og þá var talin ástæða til þess að búa þannig um hnútana að sökklar stíflunnar gætu hreyfst með án þess að rof yrði. Þetta miðast hönnun stíflunnar við, en líkur á jarðhreyfingum á þessu svæði eru afar litlar. Það má bæta því við að með svona stórt mannvirki eins og Kárahnjúkavirkjun eru öryggisaðgerðir stíflunnar í sífelldri endurskoðun, með það fyrir augum að bregðast við nýjum upplýsingum er koma fram á fram- kvæmdatíma.“ Ævi og störf Haraldar Sigurðssonar Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur stundaði nám við Queens University á Írlandi og Durham University í Englandi, þar sem hann lauk doktorsprófi árið 1970. Hann starfaði við áhættumat og eldfjallarannsóknir í Karíbahafi við University of the West Indies frá 1970 til 1974. Síðan hefur hann starfað vid University of Rhode Island í Bandaríkjunum. Hann er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á eldgosi Vesuvíusar á Ítalíu árið 79 e. Kr., sem eyddi borgunum Pompeii og Herkulaneum, og einnig gosinu 1856 i Tambora-eldfjalli á Indónesíu, sem er stærsta eldgos sðgunnar. Nú er aðalverksvið Haraldar í Grikklands- hafi, þar sem hann vinnur nú að rannsóknum á neðansjávar- eldstöðvum tengdum eldfjallinu Santorini, sem er frægt fyrir stórgos á bronsöld. Haraldur er fæddur í Stykkishólmi, þar sem hann er nú að setjast að, er hann hættir störfum í Bandaríkj- unum í haust. Geta jarðhreyfingarnar valdið skaða? Jarðvísindalegar forsendur rannsókna á fram- kvæmdasvæðinu við Kárahnjúka hafa komið af stað skoðanaskiptum um vísindalegan grundvöll virkjanaframkvæmdanna. Magnús Halldórsson fór yfir niðurstöður rannsókna sem um er deilt innan raða raunvísindamanna. Gæti verið ískyggileg bíræfni Haraldur Sigurðsson, jarðfræðingur og prófessor við Rhode Island háskóla. „Rannsókn þeirra Kristjáns Sæmundssonar og Hauks Jóhannessonar um aldur sprungna á svæðinu undir og umhverfis Kárahnjúka- virkjun er mikilvægt framlag í umræðuna um áhættumat framkvæmdasvæðisins. Þar kemur fram að Kverkfjallaeldstöðin hefur greinilega haft mikil áhrif á sprungumyndun og misgengi á Kárahnjúkasvæðinu, og eru þar allmörg misgengi sem hafa verið virk á Nútíma, eða siðastliðin tíu þúsund ár. Allar líkur eru á að þeirra áhrifa gæti enn. Þannig var t.d. Sauðarárdalsmisgengið virkt síðast fyrir um fjögur þúsund árum. Einnig er misgengið við Kárahnjúkastífluna virkt á nútíma, og sama er að segja um Q5 (jarðfræðileg heiti á sprungunum) og DF1 misgengin við stíflusporðinn og svo Desjarárstíflumisgengið einnig. Eldvirkni hefur haft töluverð áhrif á svæðið. Það er alkunnugt að Kverkfjöll er virk eldstöð, og þar hafa orðið fimm eldgos á sögulegum tíma, það síðasta undir jökli árið 1968. Síðasta gos í Kverkfjöllum sem hefur bein áhrif á Kárahnjúkasvæðið er rennsli Lindahrauns um 1200 e.Kr. Rannsókn Kristjáns og Hauks sýnir að mikil gos í Kverkfjöllum fyrir um fjögur þúsund og fimm hundruð árum til tíu þúsund árum hafa dreift eins til tveggja metra þykku lagi af vikri og ösku yfir svæðið. Að lokum sýna þeir fram á að jökulhlaup um 1100 e. Kr. hefur komið niður Jökulsá. Að byggja stíflur og lón á virku misgengisbelti, og það á úthafs- skorpu, gæti verið ískyggileg bíræfni, og margt getur gerst á þeim vettvangi. Hugsanlegt er að lónið haldi ekki vatninu sem til er ætlast, vegna leka niður í misgengin, og eins að stíflurof geti átt sér stað vegna hreyfinga á misgengjum. Í þriðja lagi getur vatnsþrýstingur frá lóninu valdið því að sprungur gliðni, eins og þeir Freysteinn Sigmundsson, Páll Einarsson og félagar hafa fjallað um í skýrslu til Landsvirkjunar árið 2005. Hvað getum við sagt um öryggi stíflnanna? Getum við talið þær fullkomlega öruggar? Er óvissa um hvort lónbotninn getur haldið vatni? Er ástæðulaust að hafa áhyggjur af þessum fram- kvæmdum eða felst virkileg ógn í því að hleypa vatni á núna í september? Flestir starfsmenn á þessu sviði á Íslandi eru háðir á einhvern hátt ríkjandi valdhöfum, og fáir vilja axla ábyrgð á að lýsa yfir efasemdum um Kárahnjúkasvæðið af þeim sem kann- að hafa svæðið náið. Það er reyndar furðulegt að undirstöðu- þættir í áhættumati, eins og könnun þeirra Kristjáns og Hauks, komu ekki til framkvæmda, áður en framkvæmdir hófust, heldur seint og um síðir þegar verkinu er að ljúka. Á þessu stigi málsins er eðlilegast að algjörlega nýr aðili, til dæmis erlend matsnefnd, geri áhættumat um framkvæmdina, í stað þess að láta Landsvirkjun aftur og aftur fjalla um eigin mistök. Mistökin við Kröfluvirkjun eru okkur enn í fersku minni, en í þetta sinn skal verkfræðingum ekki takast að skella skuld á jarðfræðinga, komi til vandræða. Mikið er í húfi varðandi Kárahnjúkavirkjun, en ekkert er þó mikilvægara en líf fólksins fyrir neðan stíflu.“ Greinir á um alvarleika jarðvirkninnar Misgengið sem nefnt er DF1 í skýrslu Kristjáns og Hauks sést greinilega. SAUÐARÁRDALSMISGENGIÐ Gengur út frá eldstöðinni í Kverkfjöll- um og í gegnum framkvæmdasvæðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.