Fréttablaðið - 13.08.2006, Qupperneq 54
ATVINNA
34 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR
Sælgætis og videohöllin Garðatorgi
Óskum eftir að ráða fólk fullt starf.
Umsóknareyðublöð á staðnum.
Einnig hægt að hringja í sima 565 6677.
Söluturninn Svarti svanurinn
Óskar eftir starfsfólki á dagvaktir og einnig
starfsfólki í aukavinnu.
Upplýsingar í síma 551 6040 eða 897 6966.
Sælgætis og videohöllin Garðatorgi
Óskum eftir að ráða fólk í kvöld- og
helgarvinnu. Umsóknareyðublöð á staðnum.
Einnig hægt að hringja í sima 565 6677.
Öflugt fyrirtæki í forystuhlutverki
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. er framsækið
og leiðandi fyrirtæki á sviði drykkjarvöru.
Markmið fyrirtækisins er að vera besta markaðs-
og sölufyrirtæki landsins.
Hlutverk Ölgerðarinnar er að bjóða upp á heildar-
lausnir á drykkjarvörumarkaði með hágæða vöru
og þjónustu. Fyrirtækið er eitt elsta fyriræki
landsins með sterka gæðaímynd og hefur m.a.
unnið Íslensku ánægjuvogina 5 ár í röð.
Á meðal vörumerkja má nefna Appelsín og Malt,
Pepsi, Pepsi Max, Kristal, Smirnoff, Rosemount,
Penfolds, Masi, Cato Negro, Grand Marnier,
Gordons, Egils Gull, Egils Lite, Tuborg, Frissi
Fríski, Doritos, Lays og Gatorade. Ölgerðin leggur
ennfremur mikla áherslu á öfluga vöruþróun.
Hjá fyrirtækinu starfa um 140 starfsmenn með
víðtæka þekkingu, menntun og reynslu sem
sameiginlega hafa skapað metnaðarfullt og
jákvætt vinnuumhverfi.
Starfssvið:
• Afstemming og bókun á uppgjöri
• Greiðslur til lánadrottna
• Innheimta á kröfum erlendra viðskiptavina
• Uppgjör á sjóði
• Svörun símtala frá viðskiptavinum og lánardrottnum
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun
• Reynsla af sambærilegu starfi skilyrði
• Þekking á bókhaldi mikill kostur
• Frumkvæði í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund
Áhugasamir sendi greinagóða umsókn um menntun, reynslu og
fyrri störf til Ölgerðarinnar 7-11 merkta Egils-gjaldkeri eða á
netfangið ee@egils.is fyrir 21. ágúst n.k.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Imma Jónsdóttir,
fjárreiðustjóri í síma 580-9099.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf.
óskar eftir að ráða til sín gjaldkera
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. · Grjóthálsi 7-11 · 110 Reykjavík · sími 580 9000 · www.egils.is
�������������������
������������������������������������������
�������������������������������� �����������
������������������������ �����������
Sjúkraflutningamenn
sinna jafnt venjubundn-
um akstri með sjúklinga
sem og bráðatilfellum.
Flestum eru sjúkrabílar á
fleygiferð með blikkandi
ljós og sírenur áminning um
hversu viðkvæm mann-
skepnan er í raun og veru.
Þetta er þó hluti af starfi
Lárusar St. Björnssonar og
félaga hans í Slökkviliði
höfuðborgarsvæðisins.
„Ég byrjaði 1998 í
slökkviliðinu á Reykjavíkur-
flugvelli, var sumarstarfs-
maður í Hafnarfirði 1995 og
1996 og hafði lengi haft
áhuga,“ segir Lárus um til-
urð þess að hann gerðist
slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamaður. „Við sameiningu
slökkviliðanna árið 2000
byrjuðum við svo í sjúkra-
flutningum líka. Starfið er
mjög fjölbreytt og maður
hittir fullt af skemmtilegu
fólki. Versti hluti þess er
samt þegar börn eiga í
hlut.“
Slökkviliðsmenn á vakt
eru allir skráðir á slökkvibíl
og aðra hvora vakt eru þeir
líka skráðir á fyrsta sjúkra-
bíl, þann bíl sem er fyrstur
út úr húsi hverju sinni.
„Hver stöð getur mannað
tvo sjúkrabíla á hverri vakt.
Þeir eru mikið á ferðinni og
sjúkraflutningar hafa auk-
ist á undanförnum árum. Að
miklu leyti erum við að
flytja sjúklinga á milli stofn-
ana, í rannsóknir og þess
háttar. Svo eru bráðatilfelli;
veikindi og slys. Ef það
kviknar í erum við skráðir á
dælubíla líka og þurfum
kannski að fara í reykköfun
eða vera bílstjórar á dælu-
bílunum,“ segir Lárus og
það er ljóst að miklar kröf-
ur eru gerðar til þeirra sem
gefa sig í þetta mikilvæga
starf.
„Inntökuskilyrði er að
hafa iðnmenntun eða sam-
bærilega menntun og gott
líkamlegt atgervi. Umsækj-
endur eru látnir þreyta
inntökupróf þar sem þeir
hlaupa, ganga, synda,
gangast undir almennt
þekkingarpróf og fleira. Ef
fólk kemst inn tekur við
þriggja vikna grunnnám-
skeið og þá getur maður
verið annar maður á
sjúkrabíl. Þremur árum
seinna er hægt að taka sex
vikna námskeið og verða
fyrsti maður. Svo geta
menn náð sér í meiri
menntun til að verða bráða-
tæknar sem á ensku eru
kallaðir paramedics.“
Lárus, sem er líka í björg-
unarsveit, segir flesta ráða
við starf slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanns.
„Sumir hætta þó, hafa ekki
taugar í þetta, en langflestir
ráða við þetta. Það veljast
samt svipaðar manngerðir í
þetta, fólk sem hefur áhuga
á að aðstoða aðra,“ segir
Lárus að lokum.
einareli@frettabladid.is
Verst þegar
börn eiga í hlut
Lárus segir það besta við sjúkraflutninga vera hvað hann hitti margt
skemmtilegt fólk í gegnum starfið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Lárus segir að í starfið veljist fólk sem hafi áhuga á að aðstoða aðra.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN