Fréttablaðið - 13.08.2006, Page 77

Fréttablaðið - 13.08.2006, Page 77
 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR26 OPIÐ: Í DAG 12.00 - 18.30 Á MORGUN 13.00 - 19.00 ÞRIÐJUDAG 14.00 - 20.00 ÞRI. 15.00 - 21.00 Glitnir efnir til opinnar tveggja þrepa samkeppni um hönnun höfuðstöðva bankans og um tillögu að deiliskipulagi á tæplega 6 hektara lóð fyrir Glitni og samrýmanlega atvinnustarfsemi. Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og samkvæmt samkeppnisreglum þess. Allir sem greiða skráningargjald að fjárhæð EUR 100 hafa rétt til þátttöku á fyrra þrepi samkeppninnar og skulu þeir leggja fram tillögur sínar til lausnar verkefnisins. Á síðara þrepi samkeppninnar verða 4–6 aðilar valdir til að þróa áfram tillögur sínar. Nafnleynd verður ekki rofin fyrr en lokið verður við að dæma bæði þrep keppninnar. Stefnt er að því að sá aðili (hópur) sem vinnur samkeppnina starfi áfram í nánu samstarfi við verkkaupa og hlutdeildarfélag hans að hönnun höfuðstöðva Glitnis og skipulagningu svæðisins. VERKEFNIÐ Verkefnið felur annars vegar í sér gerð deiliskipulags á Kirkjusandsreitnum og hins vegar tillögur að nýjum höfuðstöðvum Glitnis. Gert er ráð fyrir að uppbyggingin verði áfangaskipt sem greint verður nánar frá í samkeppnisgögnum. Lóðin er alls 5,7 hektarar að stærð. Meginhluti lóðarinnar verði skrifstofubyggingar með nýtingarhlutfalli allt að 1,9 eða liðlega 90 þúsund fermetrar, þar af eru núverandi höfuðstöðvar um 7 þúsund fermetrar. Í samráði við Reykjavíkurborg verða að minnsta kosti 8.500 fermetrar af lóðinni skipulagðir fyrir lágreista íbúðabyggð með nýtingarhlutfalli 0,7. Við gerð skipulagstillagna er gert ráð fyrir að stærsti hluti bílastæða nýbygginga sé ekki sýnilegur. Aðkoma að deiliskipulagsreitnum verður frá Borgartúni og Kirkjusandi. Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar Glitnis verði að fullu teknar í notkun árið 2009. UM NÝJAR HÖFUÐSTÖÐVAR GLITNIS OG DEILISKIPULAG KIRKJUSANDSREITSINS OPIN SAMKEPPNI H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA TÍMAÁÆTLUN Verkkaupi gerir ráð fyrir eftirfarandi dagsetningum: • Samkeppnisgögn fyrir fyrra þrep afhent frá og með 15. ágúst 2006 • Lok fyrirspurnartíma 3. október 2006 • Skil tillagna á fyrra þrepi 24. október 2006 • Niðurstaða dómnefndar vegna fyrra þreps og samkeppnisgögn fyrir síðara þrep afhent 14. nóvember 2006 • Skil tillagna á síðara þrepi í 2. viku janúarmánaðar 2007 • Niðurstaða dómnefndar vegna síðara þreps er áætluð síðari hluta febrúar 2007 • Hönnun hefst í mars 2007 • Framkvæmdum lokið 2009 Samkeppnislýsingin verður aðgengileg á vef Arkitektafélags Íslands, www.ai.is, frá og með 15. ágúst 2006. Þar geta keppendur skráð sig til þátttöku og sent fyrirspurnir til trúnaðarmanns. Listasafn Reykjavíkur býður til listamannaspjalls í Hafnarhúsinu kl. 15 í dag þar sem Halldór Björn Guðmundsson listfræðingur og Eggert Pétursson listmálari munu spjalla um margrómuð málverk Eggerts af íslenskri flóru. Eggert Pétursson er meðal listamanna sem eiga verk á sýn- ingunni Carnegie Art Award 2006 sem stendur yfir í Hafnarhúsinu til 20. ágúst. Eggert er annar Íslendingurinn til að hljóta verð- laun frá Carnegie Art Award sjóðnum en hann hafnaði í öðru sæti. Á undanförnum árum hafa olíu- málverk Eggerts af blómum og plöntum úr íslenska jurtaríkinu vakið gríðarlega athygli, en Egg- ert hefur einstaka hæfileika til að laða fram nákvæma eftirmynd af hinni fjölbreyttu, litríku og smá- gerðu flóru landsins. Eggert er einnig víðþekktur fyrir fínlegar teikningar og litmyndir af blóm- um og jurtum í bókinni Íslensk flóra. Carnegie listaverðlaunin eru ein stærstu myndlistarverðlaun heims en þeim er ætlað að styðja við framúrskarandi listamenn á Norðurlöndunum. Á sýningunni í Hafnarhúsinu má sjá tæplega fimmtíu verk eftir 21 listamenn en auk Eggerts eiga íslensku lista- mennirnir Finnbogi Pétursson, Jón Óskar og Steingrímur Eyfjörð verk á sýningunni. Blóm og olía Eggerts Gunnhildur Einarsdóttir hörpuleik- ari og Kristjana Helgadóttir þver- flautuleikari koma fram á stofutón- leikum á Gljúfrasteini í dag í óvæntum forföllum Unu Svein- bjarnardóttur fiðluleikara. Þær stöllur léku á Gljúfrasteini um verslunarmannahelgina og var þá húsfyllir. Gunnhildur og Kristjana hófu samstarf sitt þegar þær stunduðu báðar nám í Tónlistarháskólanum í Amsterdam. Þær hafa stundað nám og störf á tónlistarsviðinu víða um heim og leika í ýmsum hópum sem starfa bæði hér á landi og erlendis. Saman leika þær bæði í Tríó Artis, sem árlega kemur fram á nýárstón- leikum í Mosfellskirkju, og í tón- listahópnum „adapter“ sem hefur sérhæft sig í flutningi samtímatón- listar og hefur frumflutt fjölda tón- verka. Tónleikarnir hefjast kl. 16. Í stofunni í dag FLAUTA OG HARPA Á GLJÚFRASTEINI Kristjana Helgadóttir og Gunnhildur Einars- dóttir halda aðra stofutónleika. LISTAMANNASPJALL Í HAFNARHÚSI Eggert Pétursson listmálari ræðir um blómin og listina við Halldór Björn Guðmundsson listfræðing. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.