Fréttablaðið - 13.08.2006, Síða 79

Fréttablaðið - 13.08.2006, Síða 79
 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR28 baekur@frettabladid.is HALLDÓR GUÐMUNDSSON > SKRIFAR UM BÓKMENNTIR Bók vikunnar Ljóðabókin Húðlit auðnin eftir Kristínu Eiríksdóttur er sjötta bókin í seríunni Norrænar bókmenntir sem forlagið Nýhil gefur út. Norski rithöfundurinn Jostein Gaarder, sem nú er 54 ára gamall, er höfundur einhverrar mest seldu norrænu bókar allra tíma. Veröld Soffíu var reyndar söluhæsta skáldsaga í heimi árið 1995. Hún var jafnframt ein af þessum stórkostlega óútreiknanlegu sölubókum: Norskur lýðháskólakennari skrifaði unglingabók til kynningar á vestrænni hugmyndasögu - erlendir umboðsmenn og útgefendur ruku nú ekki beinlínis upp til handa og fóta af æsingi. En eftir að bókin kom út á þýsku sumarið 1993, fór beint í efsta sæti metsölu- listans og sat þar í tvö ár, fór hún sem sinueldur um útgáfuheiminn og nú hefur verkið selst í meira en 40 milljónum eintaka. Spaugilegar steintöflur Veröld Soffíu var líka þýdd á íslensku og Jostein kom hingað á bók- menntahátíð við mikinn fögnuð. Áhugi hans á efninu er smitandi, frásagnargleðin mikil og hann hefur svolítið tröllslegan sjarma (tröll hér í norskri merkingu). Engum sem hitti hann duldist að þar fór einlægur maður og ekki útspekúleraður, tilfinningamaður sem lá ekki á skoðunum sínum. En nú hafa einmitt þessir eiginleikar komið honum í vanda. Þann 5. ágúst birti Jostein grein í norska blaðinu Aftenposten, undir nafninu „Guðs útvalda þjóð“. Þar gagnrýndi hann harðlega stríðsrekstur Ísraelsríkis og dró hvergi af sér: „Við viðurkennum ekki Ísraelsríki“ sagði hann. Það er engin leið til baka. Ísrael hefur níðst á viðurkenningu heimsins og fyrirgert lögmæti sínu með sví- virðilegum stríðsrekstri sínum, gat þar ennfremur að lesa (sjá: http://www.aftenposten.no/meninger/kronikker/article1411153. ece). Hann líkir stjórnvöldum Ísraels við apartheid stjórnina í Suður-Afríku á sínum tíma, og segir að heimurinn hafi hafnað hug- myndum um að guð hafi útvalið þjóð og útbúið hana með „spaugi- legum steintöflum, brennandi runnum og licence to kill“. Grein Josteins var mjög harðorð en flest hefur þetta verið sagt áður af gagnrýnendum Ísraelsríkis. En ekki af honum. Þess vegna vakti hún feiknaleg viðbrögð, ekki bara í Noregi, heldur víða um heim, auk þess sem forlag hans í Ísrael sagði honum upp. Norski rit- höfundurinn og gyðingurinn Mona Levin sagðist ekki hafa lesið annan eins viðbjóð síðan hún las „Mein Kampf“ og fleiri tóku í sama streng, en meira en þúsund manns hafa tjáð sig um grein Josteins á netútgáfu Aftenposten. Það skiptir í tvö horn með norskum höfund- um, sem vænta mátti. Jan Kjærstad og Kjell Askildsen styðja Gaarder, Roy Jacobsen og Erik Fosnes Hansen gagnrýna hann, svo einhverjir séu nefndir. Gaarder-umræðan Hið sérkennilega í þessari umræðu er að hún snýst nú orðið mest um orðalagið á grein Gaarders, ekki um stríðið í Miðausturlöndum og aðgerðir Ísraelsstjórnar, enda heitir hún „Gaarder-umræðan“ á vefsíðu Aftenposten. Að nokkru leyti getur hann sjálfum sér um kennt, þegar hann kaus að blanda trúarsetningum gyðingdómsins inn í umræðuna: „Í tvö þúsund árum höfum við lært lexíur húman- ismans, en Ísrael hlustar ekki“, segir í greininni, og þá er orðið æði óljóst hverjir „við“ erum. Með þessu gaf hann á sér höggstað, umræðan tók að snúast um hvort skoðanir hans væru and-gyðing- legar eða ekki. Og þá gleymdist annað sem líka stóð í greininni, einsog til dæmis að það bæri að viðurkenna Ísrael innan landa- mæranna frá 1948 og fordæma aðgerðir Hizbollah og Hamas gegn saklausu fólki. Jostein Gaarder er mjög brugðið yfir þeim viðbrögðum sem grein hans hefur vakið, og hann hefur ákveðið að taka ekki frekar til máls um þetta efni. Sem kemur reyndar við sögu í Veröld Soffíu: Pabbi Hildu, jafnöldru Soffíu og vinkonu í bókinni, er friðargæslu- liði í Líbanon. Og lærimeistari Soffíu lætur í ljós þá von að Samein- uðu þjóðunum takist einhvern tímann að gera Jerúsalem að griða- stað þar sem trúarbrögðin geta lifað saman í sátt og samlyndi. En bætir síðan við: „Á hinn bóginn skulum við ekkert vera að blanda okkur í rás atburðanna.“ (Veröld Soffíu, bls. 146). Halldór Guðmundsson Jostein tekur til máls Ég hafði brotið skel og horft á perluna glitra í lófa mínum og í undrun hafði ég misst hana í hvítan fjörusand, beygt mig niður og lagt hana við hjarta mitt, fundið hana heita á húðinni og ég hafði glaðst. Ég horfði á hendur mínar og hugsaði um þennan draum og vonbrigði mín hurfu og óróleikinn. Draumurinn fullvissaði mig um að hér yrði gaman. Hér yrði ævintýri. Úr skáldsögunni Stúlkan í skóginum eftir Vigdísi Grímsdóttur sem kom út hjá bókaforlaginu Iðunni árið 1992. Vinsældir hasarhetja á borð við James Bond eru óumdeilanlegar og nú hefur yngri kynslóðin eignast sína eigin útgáfu af njósnaranum úrræðagóða því aðalpersónunni úr sögunum um Þrumufleyg hefur verið líkt við fyrrgreint kyntröll. Bókaflokkurinn um Alex Rider nýtur gífurlegra vinsæla í Bretlandi og í haust er von á þýðingu á fyrstu bókinni, Stormbreaker, hjá Eddu útgáfu. Höfundur sagnanna, Anthony Horowitz, hitti á réttu formúluna þegar hann samdi fyrstu söguna um táninginn Alex sem gengur til liðs við bresku leyniþjónustuna þegar frændi hans og forráðamað- ur deyr við dularfullar aðstæður. Ungmennið hefur þegar fengið þjálfun í hvers kyns njósna- tækni og bardagaíþróttum og lendir fljótt í æsilegum ævintýrum. Búið er að gefa út sex bækur um hetjuna í Bretlandi og tróna þær ofarlega á metsölulistum þar í borg og hafa meðal annars slegið við sjálfum galdrastrákn- um Potter. Þeir sem ekki geta stillt sig né beðið eftir þýðingu Ævars Arnar Jósepssonar sem væntan- leg er í september geta líka kíkt við í Laugarásbíói þar sem nú er til sýninga mynd sem byggir á ævintýrum þessa mögulega arftaka Bonds. Hasar fyrir byrjendur ÆSISPENNANDI ÆVINTÝRI UNGNJÓSNARA Alex Rider er enginn venjulegur unglingur. Rithöfundurinn og fræði- maðurinn Garðar Baldvins- son lagði upp í ferð á Íslend- ingaslóðir í Kanada fyrr í sumar en hann ritstýrði og gaf út safnrit um íslensk- kanadískar bókmenntir, Íslandslag. Garðar segir að ferðin hafi í raun verið ferðalag gegnum bók- menntirnar en hann hefur unnið að safnritinu um nokkra hríð en hefur þó ekki ferðast um þessi svæði áður. „Þetta var merkileg upplifun fyrir margra hluta sakir,“ segir Garðar en auk þess að ferðast um Íslendingaslóðirn- ar í rannsóknarskyni kynnti hann áhugasömum lesendum bókina. Leiðin lá frá Minneapolis um Norður-Dakota til Manitoba í Kanada og vitanlega voru það engar smá vegalengdir sem lagð- ar voru að baki enda um víðáttu- mikið landsvæði að ræða. Garðar segir að íslensk- kanadískar bókmenntir lifi ágætu lífi þar vestra en vanda- málið sé að sífellt færri lesi þær á íslensku. „Ég hitti fólk sem var ofsalega stolt af því að þekkja til þessara höfunda, til dæmis einn mann sem hafði þekkt Guttorm J. Guttormsson og var upp með sér yfir því að geta kallað hann „Gutti boy“ en þannig séð eru bókmenntirnar á íslensku að deyja þarna vestahafs.“ Garðar segir það liggja í hlutarins eðli að bókmenntirnar hverfi smám saman þegar enginn les þær á íslensku en þær lifa þó áfram á ensku. Hann segir að margir hafi kannast við höfundana sem eiga verk í safnritinu, til dæmis könn- uðust flestir við Stephan G. Stephansson, Lauru Goodman Salverson og William D. Valgard- son en færri við Kristjönu Gunn- ars. Deyjandi íslenska „Ég hitti fólk á nokkrum stöðum, eldri bændur sem tala íslensk- una vel og meira að segja einn, David Gislason, sem þýðir bæði úr íslensku yfir á ensku og öfugt. Sem bókmenntafræðingur hef ég fjallað talsvert um átök borgar- og sveitamenningar en ég hef ekki sett þá togstreitu í samband við Vestur-Íslendinga og viðhorf þeirra til íslenskunnar en nú veit ég að það er lykilatriði,“ segir Garðar og útskýrir að borgarlífið fram eftir síðustu öld hafi kraf- ist enskukunnáttu og því hafi fólkið þar tapað tengslunum við íslenskuna fyrr en íbúar í dreif- býlinu. „Fólkið í sveitunum er ekki jafnvígt en þar tala margir af eldri kynslóðinni mjög góða íslensku.“ Víðátta og flatneskja Garðar minnist ekki aðeins fólks- ins heldur verður honum einnig tíðrætt um landslagið sem kom honum, líkt og frændum okkar á fyrri öldum, mjög spánskt fyrir sjónir en landflæmið og víðaátt- an í Kanda á fátt sammerkt með íslensku fjöllunum. „Mér fannst merkilegt að hugsa til þess að um árið 1870 var þetta land allt saman skógi vaxið. Þá var engin leið að sjá hvernig landið lá - ekki einu sinni næstu 50 metrana,“ segir hann og áréttar að það hljóti að hafa verið skrýtin sjón fyrir landa okkar að takast á við nýtt landslag, til dæmis þurfti að ryðja burtu skóg fyrir hvern ein- asta fermetra sem byggja átti í nýja landinu. Dulúð og Duluth Meira að segja vegagerðin vakti forvitni Garðars því á vissum svæðum liggja þeir rúðustrikað- ir í hundruð kílómetra svo ekki sér hlykk á fullkomnuninni, ekki einu sinni úr lofti, og hann segir að ef maður hefði neikvæðnina að leiðarljósi væri hægt að full- yrða að landið væri marflatt og steindautt. „Við komum til dæmis til bæjarins Duluth, sem er borið fram eins og íslenska orðið „dulúð“ en það er fæðingarbær Bob Dylans, kynngimagnaður staður en algjörlega steindauður bær,“ segir Garðar og hlær. Afkomendur íslensku land- nemanna í Vesturheimi eru mjög stoltir af uppruna sínum þrátt fyrir að þeir tali ekki íslensku og Garðar segir að mikill áhugi sé meðal þeirra að efla tengslin við Ísland, einkum sé ættfræðiáhug- inn mikill meðal fólks bæði í sveit og borg. „Þetta fólk á rætur að rekja í bókstaflegri merk- ingu,“ segir Garðar og bendir á að áhugi fólks á uppruna sínum leiði það einnig til Íslands nútím- ans. Ferðin verður að sönnu ekki sú síðasta sem Garðar leggur upp í um Íslendingaslóðir því fyrirhugað er að hann snúi þang- að aftur til að halda fyrirlestra og koma að frekari kynningu á bókinni. kristrun@frettabladid.is Ferðalag um bókmenntir GARÐAR BALDVINSSON RITHÖFUNDUR OG FRÆÐIMAÐUR Ferðaðist um Íslendingalóðir í Kandada og Bandaríkjunum og kynnti safnrit um íslensk-kanadískar bókmenntir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.