Fréttablaðið - 13.08.2006, Side 84

Fréttablaðið - 13.08.2006, Side 84
SUNNUDAGUR 13. ágúst 2006 33 Skráning og upplýsingar: Fákafeni 11 • www.poppskolinn.is • Sími 588 1111 María Björk Skólastjóri/Kennari Regína Ósk Yfirkennari/Kennari Hera Björk Söngkona/Kennari Jónsi Söngvari/Kennari Sara Dís Söngkona/Kennari Þóra Söngkona/Kennari Friðrik Ómar Söngvari/Kennari Björgvin Franz Leikari/Kennari HAUSTÖNNIN ER AÐ HEFJAST Á haustönn verður boðið uppá: 5 ára og eldri: Byrjenda- og framhaldsnámskeið Unglingar: Byrjenda- og framhaldsnámskeið Fullorðnir: Byrjenda- og framhaldsnámskeið. Aldursskiptir hópar. Haldnir verða tónleikar á námskeiðinu og nemendur fá upptöku með söng sínum á geisladiski í lok námskeiðs. Markmið söngkennslunnar er að þjálfa nemendur í túlkun, raddbeitingu, sjálfsstyrkingu og framkomu. Skólinn leitast við að veita nemendum sínum tækifæri til að koma fram opinberlega, svo sem við hljóðritanir, framkomur í sjónvarpi og á öðrum vettvangi. Skólinn leitast við að hafa sérþjálfað starfslið sem eru atvinnumenn hver á sínu sviði. MARÍU BJARKAR Söngskólinn er í leit að hæfileikaríku fólki Sími: 588 1111, 575 1512 & 897 7922 E-mail: aria@islandia.is Sessý Söngkona/Kennari Guðrún Árný Söngkona/Kennari Védís Hervör Söngkona/Kennari Erum að velja börn úr Söngskólanum í verkefni sem verður unnið í samstarfi við stóra aðila í tónlistarbransanum sem kemur út fyrir jólin. FÓTBOLTI Manchester City hefur fundið nýjan markvörð en það er sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Isaksson. Hann er 24 ára og mun fá formleg félagaskipti þegar búið er að ganga frá lausum endum í sölu David James til Ports- mouth. Hann á fimmtíu landsleiki að baki en verður ekki með Svíþjóð í vináttulandsleik gegn Þýskalandi á miðvikudag þar sem hann er að koma sér fyrir í Manchester. „Ég er að taka skref upp á við, fer úr frönsku deildinni og yfir í þá ensku. Minn metnaður er að spila fyrir eitthvað af bestu liðum Evr- ópu í framtíðinni en eins og er þá er ég ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Isaksson, sem kemur til City frá Rennes. - egm Man. City fær sér markvörð: Isaksson í stað David James SKREF UPP Isaksson er hávaxinn markvörð- ur. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Pétur Marteinsson, Gunn- ar Þór Gunnarsson og félagar í Hammarby máttu þola heldur neyðarlegt tap á heimavelli sínum í gær er botnlið Örgryte kom í heimsókn. Hammarby hefði getað komist í fjögurra stiga forskot á toppi sænsku deildarinnar en tap- aði þess í stað leiknum í gær, 1-0. Markið kom á 89. mínútu og léku báðir Íslendingarnir allan leikinn að vanda. - esá Sænski boltinn: Botnliðið vann toppliðið FÓTBOLTI Í dag verður háður fyrsti stóri leikur ársins í enska boltan- um er leikið verður um Samfélags- skjöldinn þar sem Englandsmeist- ararnir og bikarmeistarnir mætast í leik sem markar upphafið á ensku úrvalsdeildinni. Í ár verða það lið Chelsea og Liverpool sem mætast á Þúsaldarvellinum í Cardiff og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðum knattspyrnustjórar liðanna munu stilla upp, sér í lagi Jose Mourinho, stjóri Chelsea. Fjórir nýir leikmenn verða lík- lega í hópi Chelsea, þeir Andriy Shevchenko, Michael Ballack, John Obi Mikel og Salomon Kalou. Liverpool stillti upp sínu sterkasta liði gegn Maccabi Haifa í vikunni en Rafael Benitez og hans menn unnu leikinn eftir að hafa lent marki undir. Tveir nýir liðsmenn, þeir Craig Bellamy og Mark Gonzalez, skoruðu mörk þeirra rauðklæddu. Sem fyrr er enska pressan hug- fangin af Mourinho og erjum hans við aðra knattspyrnustjóra í úrvalsdeildinni. Hann sagði á föstudag að vel gæti verið að Ben- itez líkaði ekki of vel við sig. En Benitez svaraði að bragði. „Ég ætla ekki að eyða mínum tíma í einhverja leiki,“ sagði hann. Mourinho sagði fyrir stuttu að aðeins Manchester United eða Ars- enal gæti ógnað stöðu Chelsea á toppnum. Sagði hann að Liverpool beitti „neikvæðum aðferðum“ í sínum leikstíl. En hann viðurkenndi þó á föstu- dag að Liverpool væri erfitt lið að sigra. „Þess vegna höfum við í 12 leikjum aðeins unnið sex, gert 2-3 jafntefli og tapað öðru eins.“ Skilaboð Benitez voru skýr. „Stuðningsmenn okkar hafa meiri áhuga á því sem er að gerast á vell- inum en einhverju sem ég og Jose erum að tala um fyrir leikinn.“ Nokkrir úr báðum liðum eiga við meiðsli að stríða. Hjá Liver- pool eru Robbie Fowler og Fabio Aurelio tæpir og þeir Jose Cole og Petr Cech verða ekki með Chelsea. Þá er deilan um William Gallas enn óleyst og Claude Makelele er enn í fríi eftir HM í Þýskalandi. - esá MICHAEL BALLACK Gekk í vor til liðs við Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY Chelsea og Liverpool mætast í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn í dag: Frumraun Ballack og Shevchenko FÓTBOLTI Fjölnir komst upp í þriðja sæti 1. deildar karla í gær með því að vinna Þór Akureyri 3-0 á úti- velli. Öll mörkin komu í seinni hálfleiknum en það voru Gunnar Örn Jónsson, Ómar Hákonarson og Pétur Georg Markan sem þau skoruðu. Hart er barist um annað sætið í deildinni en það gefur sæti í Landsbankadeildinni á næsta ári. Framarar eru búnir að stinga af en Fjölnismenn berjast við HK og Þrótt um annað sætið. HK er í því sem stendur með 25 stig en Þrótt- ur og Fjölnir eru með 24 stig en síðastnefnda liðið hefur leikið leik meira en hin tvö. - egm Hart barist í 1. deildinni: Mikilvægur sigur Fjölnis FÓTBOLTI Stilian Petrov skoraði annað mark meistaranna í Glas- gow Celtic þegar þeir unnu 2-0 sigur á St Mirren í skosku úrvals- deildinni í gær. Talað er um að þetta hafi jafnvel verið hans síð- asta mark fyrir Celtic en hann vill komast í ensku úrvalsdeildina og þar er hann meðal annars á óska- lista Aston Villa. Stephen McManus skoraði hitt mark Celtic í gær með skalla eftir hornspyrnu Shunsuke Nakamura. - egm Skoska úrvalsdeildin: Síðasta mark Stilian Petrov? Í ENSKA BOLTANN? Petrov gæti hafa skorað sitt síðasta mark fyrir Celtic. GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.