Fréttablaðið - 13.08.2006, Síða 89

Fréttablaðið - 13.08.2006, Síða 89
 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR38 Hvað er að frétta? Það er nú eiginlega bara mest lítið. Ég er að fara að byrja í Söngskólanum í haust og er örugglega bara að fara að spila í vetur. Núna er ég farin að hlakka mikið til að byrja í skólanum og er komin með alveg nóg af sumarvinnunni. Augnlitur: Ég er með blá augu. Starf: Ég er að vinna á Jómfrúnni í sumar og er svo bara söngvari. Fjölskylduhagir: Fjölskyldan mín, eða einn hluti af henni, var að flytja til Ísafjarðar sem eru dálítil viðbrigði. Annars er ég bara að leigja með tveimur vinum mínum, Gretti og Darra, sem gengur bara ágætlega. Hvaðan ertu? Ég er nú eiginlega alveg íslensk og bara úr Reykjavík. Ég fæddist samt í Danmörku og bjó þar alveg í sjö ár. Ertu hjátrúarfull? Nei, ég myndi ekki segja það. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Það eru svo margir. Ætli ég hafi ekki mest gaman að breskum gaman- þáttum, eins og Fawlty Towers og Absolutely Fabulous. Svo er Friends alltaf klassískt. Uppáhaldsmatur: Mér finnst alltaf gott að fá lasagna með fersku salati. Fallegasti staður: Ætli það sé ekki bara náttúran á Íslandi og sveitin. Ég hef ekki komið það víða að eitthvað sé búið að slá það út. iPod eða geislaspilari: iPod. Hvað er skemmtilegast? Vera í góðra vina hópi. Hvað er leiðinlegast? Að lenda á öllum rauðum ljósum í Reykjavík. Helsti veikleiki: Súkkulaði. Helsti kostur: Að vera dugleg og brosmild. Helsta afrek: Ætli það sé ekki bara söngurinn. Mestu vonbrigðin: Örugglega þegar ég tapaði í einhverri söngvakeppni þegar ég var yngri. Ég held að það hafi verið í fyrsta sinn sem ég tók þátt í framhaldsskólasöngkeppninni og fékk ekki verðlaun. Hver er draumurinn? Bara að hlaupa maraþon. Reyndar er ég ekki byrjuð að æfa fyrir það, heldur bara rétt að byrja að koma mér í form. En það er aldrei að vita nema maður taki þetta maraþon. Hver er fyndastur/fyndnust? Það eru svo margir grínarar. Ætli það sé ekki bara Robin Williams. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Yfirborðsmennska. Uppáhaldsbókin: Það er nú alltaf að breytast. Síðast las ég Brooklyn Follies eftir Paul Auster, hún var ágæt. Hvað er mikilvægast? Það er góð heilsa, engin spurning. HIN HLIÐIN HRUND ÓSK ÁRNADÓTTIR SÖNGKONA Leiðinlegt að lenda á rauðum ljósum 26.4.1985 Þú sendir SMS skeytið BT FBT á númerið 1900. Þú færð spurningu og þú svarar með því að senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900. Þú gætir unnið! SMSLEIKUR *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum. Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Fullt af aukavinningum! PANASONIC Myndvélar • GSM símar • PSP tölvur • SONY stafrænar myndavélar • Medion borðatölvur • PS2 tölvur • DENVER DVD spilarar • Gjafabréf á Tónlist.is • SONY MP3 spilarar • iPod • Fullt af af Pepsi, DVD, CD´s, tölvuleikjum og fleira Aðalvinningur C. Dregin út 18.ágúst 32” MEDION LCD TV Aðalvinningur A. Dregin út 8.sept. FujitsuSimens fartölva Aðalvinningur B.Dregin út 31.ágúst MEDION tölva + 19” flatskjár HRÓSIÐ ... fær Arnar Steinn Þorsteinsson sem lauk BA-prófi í kínversku frá þarlendum háskóla og fann ástina í kaupbæti. Sigurgeir Sigmundsson, gítarleik- ari hinnar velþekktu rokkhljóm- sveitar Start, hefur samið tónlist við heimildarkvikmyndina Ekkert mál sem segir sögu hins eina og sanna Jóns Páls Sigmarssonar. Sigurgeir var heima á hækjum þegar Fréttablaðið náði tali af honum, því hann varð fyrir því óláni að slíta hásinina fyrir mánuði síðan þegar hann var að reyna að koma geitungi fyrir kattarnef. „Ég og Hjalti Úrsus, sem gerir myndina ásamt Steingrími Þórðarsyni, þekkjumst frá fornu fari og hann bað mig um lag sem ég samdi í minningu annars manns,“ útskýrir Sigurgeir þegar hann er spurður hvernig þetta hafi komið til. „Ég vildi nú ekki gefa það frá mér en bauðst til að setja mig í nýjar stell- ingar og reyna aftur,“ bætir Sigur- geir við og úr varð lagið Ekkert mál, sem þegar er komið í spilun á öllum betri útvarpsstöðvum lands- ins. Sigurgeir á heiðurinn af mest allri tónlistinni sem heyrist í mynd- inni en auk hennar heyrast vinsæl lög frá níunda áratugnum þegar Jón Páll var upp á sitt besta og hirti hvern titilinn á fætur öðrum. „Þetta er dramatísk tónlist með fiðlum í hinni íslensku fimmund,“ útskýrir Sigurgeir en þetta er í fyrsta skipti sem hann reynir sig við slíka teg- und tónlistar. Sigurgeir segist hafa séð Jón Pál fyrir sér sem lítinn strák sem óx og óx og varð loks að trölli. „Jón Páll var alveg ótrúlegur persónuleiki,“ segir Sigurgeir. „Hann var mikill og góður maður og það hreinlega geisl- aði af honum góðvildin,“ bætir hann við en myndin verður frumsýnd með viðhöfn í Smárabíói 7. sept- ember að viðstöddum mörgum af fremstu kraftajötnum heims, sem flestir máttu lúta í lægra haldi fyrir hinum íslenska víkingi. Tónlist í minningu Jóns Páls SIGURGEIR SIGMUNDSSON Semur tónlistina við heimildarkvikmyndina Ekkert mál sem segir sögu Jóns Páls Sigmarssonar. FRÉTTIR AF FÓLKI Öllum að óvörum virðast deilur vera sprottnar upp í kringum alheimsfeg- urðardrottninguna Unni Birnu Vilhjálms- dóttur. Fréttablaðið sagði frá því fyrir helgi að bloggsíðu hennar, unnurbirna. blog.is, hefði verið lokað tímabundið. Allt var það satt og rétt en samsæriskenning- ar eru á lofti um ástæður lokunarinnar. Sjálf sagði Unnur Birna á föstudag að „óviðráðanlegar aðstæður“ hefðu verið fyrir lokuninni, að allar færslur hennar hefðu farið í rugl og mikil vinna hefði farið í að lagfæra þær. Þeir sem til þekkja í bloggheimum segja þessa skýringu vart geta staðist. Í netheimum ganga samsæriskenningarn-ar grimmt manna á milli. Flestir virðast telja að einhver ummæli Unnar Birnu hafi farið fyrir brjóstið á forsvarsmönnum Miss World, sem virðast þá hafa íslenskumæl- andi bandamenn á sínum snærum. Og þeirri sögu fylgir að Unnur hafi þurft að fara yfir allar færslur sínar og laga áður en henni var leyft að byrja aftur að blogga. Fréttablaðinu barst eftirfarandi klausa af síðunni og var hún sögð líkleg til að hafa valdið deilum, þótt ekki sé lagður á það dómur hér: „Þegar keppnin var búin og ljósmyndarar höfðu lokið sér af var það dinner til heiðurs „Miss World“ og nýkrýndri Miss Brazil Mundo hjá pólska ræðis- manninum í Brasilíu. Hann bauð okkur til sín þar sem eins og flestir vita fer Miss World 2006 fram í Póllandi. Maturinn þarna var reyndar ekki upp á marga fiska og desertinn leit út nákvæmlega eins og ég ímynda mér astraltertu- gubb!“ - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Tökur á kvikmyndinni Journey 3-D eru nú hálfnaðar en eins og mörg- um ætti að vera kunnugt leikur Anita Briem aðalhlut- verkið á móti stórleikar- anum Brendan Fraser. Að sögn Anitu ganga tökurnar vel fyrir sig og engin stóráföll hafa átt sér stað á tökustað. Myndavélarnar sem eru not- aðar við gerð myndarinnar eru ákaflegar nýstárlegar og hafa aldrei áður komið við sögu í kvikmyndagerð. Kvikmyndatímaritið Empire var síðan með ítarlega úttekt á frumsýningum næsta árs og spáir það myndinni mikilli velgengni, enda sé hér um frumkvöðla- starf að ræða. Þá er einnig að finna umfjöllun um kvikmyndina Flags of Our Fathers sem frumsýnd verður þar vestra í október. Þar er því spáð að myndin komi sterklega til greina fyrir næstu Óskarsverðlaun, en eins og svo margir vita var Sandvík á Reykjanesi breytt í japanska strönd. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru einhverjar þreifingar um að fá hóp erlendra stjarna hingað til lands í kringum frumsýningu myndar- innar, en ekkert hefur fengið stað- fest í þeim efnum. Hefð er fyrir því í Hollywood að stórstjörnur láti sjá sig á þeim stöðum þar sem tökur hafi farið fram og því skyldi enginn láta sér bregða þótt tilkynnt yrði um komu þeirra Clint Eastwood og Ryan Phillippe til Íslands um jólin. - fgg Bókaútgáfan Penguin hefur keypt útgáfuréttinn á Avoid Us, enskri útgáfu myndasögubókarinnar Forð- ist okkur, eftir Hugleik Dagsson myndlistarmann. Penguin er eitt virtasta útgáfufyrirtæki heims og Hugleikur er hæstánægður með úgáfusamninginn, enda fáheyrt að Penguin beri víurnar í íslenska höf- unda. „Þetta er rosalega fínt og er ekk- ert smáræði. Þeir ætla að gefa bók- ina út í Bretlandi strax í haust og eru svo að tala um að gefa hana út í fleiri enskumælandi löndum, Bandaríkjunum, Suður-Afríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi,“ segir Hugleikur, sem hefur gælt við hug- myndina um að koma kaldhæðnum örmyndasögum sínum á framfæri erlendis frá því hann vann að gerð fyrstu bókarinnar Elskið okkur árið 2002. „Mig langaði alltaf til þess að koma einhverju af þessu til útlanda og sá svo sem ekkert því til fyrir- stöðu, enda er þetta ekkert endilega lókal húmor.“ Hugleikur sá upphaflega um útgáfu bóka sinna, heftaði þær og límdi saman og seldi þær svo meðal annars á götum Reykjavíkur, þar til JPV-Útgáfa tók hann upp á sína arma. „Enska þýðingin sem við gáfum út hafði aðeins verið fáanleg í bóka- búðum hérna í fjóra daga þegar Penguin falaðist eftir réttinum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri JPV. „Alex Clarke, útgáfustjóri hjá Penguin, fékk bók- ina hjá Breta sem keypti eintak og tók með sér heim. Hann segir Avoid Us vera algerlega ómótstæðilega og skemmtilegustu bók sem hann hafi lesið lengi. Bókin kemur út í Bret- landi í haust í vandaðri innbundinni útgáfu undir merki Michael Joseph, sem er eitt af útgáfunöfnum Penguin.“ Egill bætir því við að bókin verði svo markaðssett víðar í framhald- inu, enda hafi Penguin jafnframt óskað eftir þýðingarrétti bókarinn- ar um allan heim.“ Þetta lofar mjög góðu þar sem söludeild þeirra á erlendum réttindum er með þeim sterkustu í veröldinni.“ Það liggur því beint við að spyrja Hugleik hvort hann sé að verða ríkur á myndasögum sínum? „Það verður bara gaman ef maður fær peninga fyrir þetta en ég segi nú bara alltaf „show me the money“ og ætla ekki að hoppa hæð mína fyrr en þeir eru komnir og ég er orðinn ríkur.“ Hann bætir því við að vissulega sé það spennandi að sjá fram á að bókinni verði dreift heimshorna á milli enda hafi hann leyft sér að dreyma um það. „Mig hefur alltaf langað til að ná einhverjum heimsyfirráðum en ég verð samt alltaf hálf hissa þegar bókunum er vel tekið. Og þó, þegar fyrsta bókin sem kom út gekk vel varð ég fyrst hissa en fannst þetta svo sjálfsagt mjög fljótlega. Nú snýst þetta bara um heimsyfirráð eða þunglyndi.“ thorarinn@frettabladid.is HUGLEIKUR DAGSSON: GERIR SAMNING VIÐ ÚTGÁFURISANN PENGUIN Heimsyfirráð eða þunglyndi HUGLEIKUR DAGSSON Er hæstánægður með útgáfusamninginn við Penguin og stefnir á heims- yfirráð. Hann er að leggja lokahönd á myndasöguna Eineygði kötturinn Kisi og hnakkarnir sem mun koma út í haust um svipað leyti og Avoid Us fer á markað í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.