Fréttablaðið - 14.08.2006, Blaðsíða 2
2 14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR
Máttarstólpi Menningarnætur
Menningarnótt 19. ágúst
Tvö tónleikasvið!
Öll dagskráin á www.landsbanki.is
ALÞINGI Allt tiltækt slökkvilið á
höfuðborgarsvæðinu var kallað að
Alþingishúsinu um klukkan tíu í
gærmorgun eftir að boð bárust
um reyk í húsinu.
Um bilun í mótorstýringu var
að ræða og hafði reykur komið úr
henni og sett brunavarnarkerfi
hússins af stað. Að sögn slökkvi-
liðs var lítil hætta á ferðum, en
öryggisvörður í þinghúsinu hafði
þegar slegið út rafmagni á mótor-
inn þegar slökkvilið kom á vett-
vang. Kallað hafði verið eftir
bílum úr Hafnarfirði en þeim var
snúið við þegar ljóst varð að ekki
væri hætta á ferðum. - öhö
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins:
Reykur í
Alþingishúsinu
VIÐ ALÞINGI Í GÆR Allt tiltækt lið var kallað
á vettvang en lítil hætta reyndist vera á
ferðum. FRÉTTABLAÐIÐ/NFS
SPES Hjólreiðakapparnir þrír sem
hafa hjólað kringum Ísland til að
kynna starfsemi Spes-samtakanna
luku ferð sinni í gær. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri tók á
móti þeim við athöfn á Ingólfs-
torgi. Af því tilefni tilkynnti Vil-
hjálmur um rausnarlega gjöf til
samtakanna.
Allt fé sem Spes aflar rennur til
að byggja barnaþorp fyrir for-
eldralaus börn í Tógó í Vestur-
Afríku. Drengirnir, Dagbjartur
Ingvarsson, Gísli Hvanndal Jak-
obsson og Guðjón Heiðar Valgarðs-
son lögðu af stað hjólandi eftir
hringveginum þann 18. júlí. - sþs
Hjóluðu hringinn fyrir Spes:
Luku hringferð
á Ingólfstorgi
MÓTTAKA Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri tók á móti hjólreiðaköppunum
á Ingólfstorgi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FLUGSAMGÖNGUR Þriðjungi áætlunar-
flugs frá Heathrow-flugvelli í Lond-
on var aflýst á sunnudag vegna
öngþveitis við öryggisleit.
Hertar öryggiskröfur sem
komið var á á fimmtudag, þegar
upp komst um áætlun hryðjuverka-
manna um að sprengja allt að tíu
farþegaþotur í loft upp, eru enn í
gildi í Bretlandi, en öryggisreglum
á flugvöllum í Bandaríkjunum var
breytt lítillega á sunnudag. Farþeg-
ar í Bandaríkjunum mega nú hafa
með sér fjórar únsur, rúm hundrað
grömm, af lausasölulyfi í vökva-
formi en verða að fara úr skónum í
öryggisleit og láta skanna þá.
John Reid, innanríkisráðherra
Bretlands, hefur viðurkennt að
nauðsynlegt sé að slaka á öryggis-
kröfum, en fjöldi fólks hefur misst
af flugi sínu vegna tafa við leit.
„Núverandi fyrirkomulag er tíma-
bundið,“ sagði Reid í gær.
British Airways þurfti að aflýsa
þrjátíu prósentum áætlunarflugs
frá Heathrow á sunnudag, þar af
um 100 flugum til Evrópu. Einnig
var öllu innanlandsflugi fyrirtækis-
ins frá Gatwick aflýst í gær.
Rekstraraðili Heathrow hefur verið
gagnrýndur fyrir að ráða ekki við
nýjar kröfur. Forráðamenn Ryanair
óskuðu eftir því við bresk yfirvöld
að lögreglu- og herlið aðstoðaði við
leit á flugvöllum. - rsg
Hertar öryggiskröfur vegna hryðjuverkahættu valda töfum á flugvöllum:
Hryðjuverkaógn lamar flug í London
ÖNGÞVEITI Á HEATHROW Vegna tafa við öryggisleit hafa sumar flugvélar farið á loft án
meirihluta farþega.
LÖGREGLA Maður var fluttur á
slysadeild í fyrrinótt með lausar
framtennur eftir slagsmál í mið-
borginni. Talsvert var um ölvun í
miðbænum og þurfti lögreglan að
hafa afskipti af nokkrum.
Lögreglan var kölluð að Ingólfs-
stræti eftir að maður fékk glas í
höfuðið. Kastarinn var þó ágætis
félagi fórnarlambsins og vildu
þeir sem minnst gera úr málinu
þegar lögreglu bar að.
Þá var afar ölvaður maður
fluttur á slysadeild eftir að hafa
dottið á kant við Hallgrímskirkju
og skorist bæði á enni og auga. - sh
Ölvun í miðbænum í fyrrinótt:
Lausar tennur
eftir slagsmál
SLYS Juan Gabriel Rios Kristjáns-
son, hálfþrítugur efnafræðinemi,
slasaðist á báðum höndum á sýn-
ingu í tilefni Gleðigöngu samkyn-
hneigðra á laugardaginn.
Juan Gabriel tók þátt í einu
atriðanna á sviðinu á Ingólfs-
torgi, sýndi þar fimleika og stóð
meðal annars á höndum. Undir-
lagið á sviðinu var hins vegar svo
hart að ekki vildi betur til en svo
að hann slasaðist á báðum hönd-
um og ber hann nú gifs á þeim
báðum.
„Ég veit ekki hvort ég er hand-
leggsbrotinn í sjálfu sér,“ segir
Juan Gabriel. „Þeir gátu ekki séð
það á þessu stigi og svo ég væri
ekki að gera mér meiri skaða var
ég settur í gifs á báðum, ef ég
skyldi vera brotinn.“
Juan Gabriel segir sviðsgólfið
hafa verið hart. „Það er auðvitað
miklu harðara en venjulegt
keppnisgólf. Ég átti von á því að
það væri hart en svo lenti ég mjög
illa í miðri sýningu í ofanálag.“
Juan Gabriel hrökklaðist þó
ekki sárþjáður af sviðinu eftir
óhappið. „Nei nei, ég kláraði sýn-
inguna. Svo fór ég bara á slysa-
varðstofuna þegar sýningunni
lauk,“ segir Juan Gabriel og gerir
lítið úr meiðslunum. „Ég held að
ég sé nú ekkert stórslasaður.“ - sh
Juan Gabriel kláraði sýningu sína á Ingólfstorgi eftir að hann slasaðist á höndum:
Í gifsi á báðum eftir Gay pride
GAY PRIDE Hýrt var yfir mannskapnum á Ingólfstorgi á Laugardaginn þar sem hver lista-
maðurinn á fætur öðrum tróð upp við mikinn fögnuð.
HEILBRIGÐSMÁL Þrjú hundruð og
níutíu manns bíða eftir þjónustu
næringarsviðs á Reykjalundi, að
sögn Hjördísar Jónsdóttur
lækningaforstjóra.
„Nýr ráðningasamningur við
heilbrigðisráðuneytið mun fela í
sér aukið fjármagn til sviðsins og í
kjölfarið má búast við að biðlist-
arnir styttist.“ Þeir 390 sem bíða
teljast allir vera með lífshættulega
offitu og hluti þess hóps hefur
áhuga á að komast í offituaðgerð á
Landspítalanum.
Hjördís segir að eftir að byrjað
var að gera offituaðgerðir á Land-
spítalanum fyrir tveimur árum hafi
fleiri sótt um að komast að á
Reykjalundi en forsenda þess að
komast í aðgerðina er að léttast um
ákveðin kílóafjölda. Meðalbiðtími á
næringarsviði Reykjalundar er tíu
mánuðir.
Þá bíða tæplega 300 manns eftir
innlögn á gigtarsviðið á Reykja-
lundi en Hjördís telur að hluti
þeirra sem bíði hafi leitað sér með-
ferðar annars staðar eins og til
dæmis á Heilsuhælið í Hveragerði.
Um 200 manns bíða eftir innlögn
á verkjasviði en þar bíður fólk eftir
að komast að í endurhæfingu eftir
slys. Hjördís segir hluta þessa fólks
óstarfhæft vegna verkja og að með-
ferð geti verið forsenda þess að það
komist út á vinnumarkaðinn.
Alls bíða 110 manns eftir að
komast að á geðsviði Reykjalundar
en þar kemur fólk gjarnan í kjölfar
innlagnar á geðdeild LSH til að fá
frekari stuðning.
Hjördís segir beiðnir inn á hinar
ýmsu deildir Reykjalundar í nokkru
jafnvægi og að reynt sé að for-
gangsraða biðlistum hvers sviðs
eftir þröfum.
Hjördís segir mikilvægt að efla
starfsemi sumra sviða á Reykja-
lundi og nefnir sem dæmi tauga-
svið en þar kemur fólk sem hlotið
hefur taugaskaða í kjölfar sjúk-
dóma eða slysa. „Þetta er hópur
sem þarf að sinna betur en oft er
hægt að bæta skaðann sem fólk
hefur orðið fyrir með réttri endur-
hæfingu.“
Hjördís segir mikilvægt að
Reykjalundur sé í góðum samskipt-
um við heilsugæslustöðvar um allt
land og segir að hlutverk stofnun-
arinnar eigi meðal annars að felast
í miðlun upplýsinga. „Með þessu
fyrirkomulagi er ekki nauðsynlegt
að stækka Reykjalund heldur gegn-
ir hann þá hlutverki sérfræðikjarna
sem er í góðum tengslum við aðrar
heilbrigðisstofnanir.“
hugrun@frettabladid.is
Tæplega 400 manns
lífshættulega feitir
Alls bíða nú um þúsund manns þjónustu fjögurra sviða á Reykjalundi. Lengstur
er biðlistinn á næringarsvið en þar bíða 390 manns og er biðtíminn tíu mánuð-
ir. Aukið fjármagn heilbrigðisráðuneytisins mun stytta biðtímann.
OFFITUAÐGERÐ Á LANDSPÍTALANUM Eftir að byrjað var að gera offituaðgerðir á Landspítal-
anum fyrir tveimur árum hafa fleiri sótt um að komast að á Reykjalundi.
SPURNING DAGSINS
Sigurgeir, var þetta ekkert
mál?
„Fyrst var það auðvitað mikið mál, en
svo þegar hugmyndin var komin var
þetta ekkert mál.“
Sigurgeir Sigmundsson, gítarleikari hljóm-
sveitarinnar Strax, var fenginn til að semja
tónlistina fyrir kvikmyndina Ekkert mál, um
kraftajötuninn Jón Pál Sigmarsson. Eitt lagið,
sem ber einmitt nafnið Ekkert mál, er þegar
komið í útvarpsspilun.
LÖGREGLA Umferðarslys varð í Hval-
fjarðargöngunum laust eftir klukk-
an fimm síðdegis í gær. Engin slys
urðu á fólki en umferð gekk afar
hægt í gegnum göngin á tíma.
Tvennt var í fólksbíl sem var
ekið utan í vegg í göngunum norðan-
verðum. Ekki er vitað hvað olli slys-
inu. Fólkið var flutt til Reykjavíkur
á slysadeild en ekkert reyndist ama
að því.
Göngunum var ekki lokað en
umferð var stjórnað þannig að bílum
á leið í suður og norður var hleypt í
gegn til skiptis. Opnað var í báðar
áttir skömmu eftir klukkan sjö í
gærkvöldi. - sh
Tvennt slapp ómeitt úr slysi:
Óhapp í Hval-
fjarðargöngum