Fréttablaðið - 14.08.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 14.08.2006, Síða 6
6 14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ���������������������� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� �� LAUNAMÁL Byggingafyrirtækið Sól- eyjabyggð ehf. hefur rift samningi sínum við erlendar starfsmanna- leigur sakir þess að þær fóru ekki að íslenskum lögum og kjarasamn- ingum við afgreiðslu launa til tveggja litháískra starfsmanna sem unnu fyrir Sóleyjabyggð. Fyrir- tækið hefur gert nýja launasamn- inga við erlenda starfsmenn fyrir- tækisins. Sóleyjabyggð greiddi starfs- mannaleigunum 290 þúsund krónur á mánuði vegna hvors starfsmanns- ins, en leigurnar gáfu einungis upp tuttugu þúsund á mánuði á hvern starfsmann, en skráðu aðrar greiðsl- ur sem dagpeninga. Félagsdómur úrskurðaði að Sóleyjabyggð yrði ekki sektuð vegna málsins. -sgj Fyrirtækið Sóleyjabyggð: Semja á ný við erlent starfsfólk FRAMKVÆMDIR Ný stúka á Laugar- dalsvelli verður vígð á morgun á leik karlalandsliða Íslendinga og Spánverja í knattspyrnu. Framkvæmdir hafa staðið yfir við völlinn þorra ársins en á morg- un verður setið í nýrri stúku í fyrsta sinn. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, segir unnið að því hörðum höndum að gera sætin til- búin fyrir leikinn á morgun. „Við vissum alltaf að framkvæmdin myndi ekki klárast fyrr en í lok þessa árs. Það sem við stefndum að var að hafa sætin tilbúin fyrir þennan Spánarleik og það er verið að berjast í því núna að klára það.“ Eggert segir að líklega verði lokið við að gera sætin tilbúin í kvöld. Framkvæmdin felur í sér að gamla stúkan hefur verið stækkuð til norðurs og suðurs og sætum á vellinum þannig fjölgað í tíu þús- und, auk þess sem verið er að reisa fræðslumiðstöð vestan gömlu stúkunnar. „Við vonumst til að stúkan verði alveg tilbúin fyrir leik við Danmörku í Evrópukeppn- inni 6. september, sem er fyrsti leikur í alvöru keppni með þessari nýju stúku,“ segir Eggert. Miða- sala á leikinn gegn Spánverjum gengur vel og í gær voru minna en þúsund miðar óseldir í sæti, af um tíu þúsundum, auk þess sem boðið er upp á miða í stæði. - sh Sæti nýrrar stúku á Laugardalsvelli verða tilbúin fyrir leikinn gegn Spánverjum: Nýja stúkan verður vígð á morgun SÆTIN FEST Með nýju stúkunni fjölgar sætum á vellinum í tíu þúsund. Búist er við að stúkan verði endanlega tilbúin í byrjun september. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR STJÓRNSÝSLA Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað að frumkvæði starfsfólks leikskóla gegn ákvörðun meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur um að kljúfa menntaráð í tvennt og stofna sér- stakt leikskólaráð. Stjórn fyrstu deildar Félags leikskólakennara stendur að baki undirskriftar- söfnuninni. Sig- ríður Marteins- dóttir, formaður deildarinnar, seg- ist ekki hafa nein- ar tölur um fjölda undirskrifta enn. Fulltrúar Samfylkingarinnar í menntaráði vilja að áformum um klofningu menntaráðs verði frestað um að minnsta kosti ár svo hægt sé að fá frekari reynslu á þá nýju skipan sem sameinað mennta- ráð borgarinnar er, að sögn Stef- áns Jóns Hafstein, borgarfulltrúa Samfylkingar. „Tillaga þess efnis var lögð fram á fundi í júní og var þá frestað af meirihlutanum. Síðan hefur hún ekkert verið rædd,“ segir Stefán. „Málið kemur til ann- arrar umræðu í borgarráði á fimmtudaginn og þá býst ég fast- lega við því að fulltrúar Samfylk- ingar muni endurflytja tillöguna sem við fluttum í menntaráði.“ Opinn fundur verður haldinn í Ráðhúsinu á þriðjudag þar sem fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um þetta mál. - sdg / sþs Meirihluti borgarráðs vill skipta menntaráði í tvennt og stofna sérstakt leikskólaráð: Undirskriftasöfnun hafin LEIKSKÓLI Opinn fundur verður haldinn í Ráðhúsinu á þriðjudag þar sem fulltrúar flokk- anna sitja fyrir svörum varðandi fyrirhugaða klofningu menntaráðs. FJÁRMÁL Neytendasamtökunum berast reglulega kvartanir vegna yfirdráttargjalda banka á Íslandi. Gjöldin, sem nefnast FIT-gjöld, leggjast ofan á debetkortafærslu ef ekki var innistæða fyrir henni. Fari eigandi reiknings eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debet- reikningi sínum þarf hann að borga 750 krónur í refsigjald. Kostnaðurinn fer hækkandi eftir því sem fjárhæðin umfram heim- ild hækkar en gjaldskrár bank- anna eru nánast eins hvað varðar FIT-gjöld. „Bankarnir hafa komist upp með þetta en þetta er ekkert annað en okur,“ segir Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna. „Oft á tíðum er verið að fara óverulega fram yfir, neytendum er gert að borga vexti og svo kemur þetta refsigjald sem er gjörsamlega út úr öllu korti að okkar mati. Mér finnst afskaplega léttvægt þegar maður fær svör í þá veru að þetta sé til að kenna neytendum að haga sér betur. Ég held að það geri þetta enginn að gamni sínu.“ Hann segir Neytendasamtökin hafa fengið fleiri kvartanir um þetta áður en nú. „Ætli almenning- ur sé ekki farinn að líta á þetta sem eitthvað hundsbit sem hann verður að sætta sig við.“ „Þetta er refsigjald fyrir það að draga reikninga án heimildar, sem er í sjálfu sér flokkað eins og fjárdráttur. Þetta er sama aðgerð- in og að draga sér fé sem maður á ekki. Því eru þessi viðurlög sett hjá bankanum,“ segir Einar Georgsson hjá viðskiptabanka- sviði KB banka. Engar reglur gilda um gjald- skrár bankanna varðandi þessi gjöld, aðrar en þær sem þeir setja sjálfir. Einnig gefa bankarnir ekki upp heildartekjur þeirra vegna FIT-gjalda. Fulltrúar frá Fjármálaeftirlit- inu og Neytendastofu segja hvor- uga stofnunina hafa kannað þessi gjöld sérstaklega en berist kvart- anir séu þær teknar til greina. Breskir bankar hafa verið í þarlendum fréttum undanfarið vegna ásakana um ólögleg yfir- dráttargjöld. Samkvæmt blaðinu The Sunday Times hafa fjölmarg- ir krafist þess að bankarnir endur- greiði þeim þau yfirdráttargjöld sem þeir hafi greitt undanfarin ár. Forsvarsmenn banka hafi brugðið á það ráð að semja við einstakl- inga í stað þess að láta reyna á málið fyrir rétti. salvar@frettabladid.is Segir bankana okra á viðskiptavinum Neytendasamtökin fá reglulega kvartanir vegna yfirdráttargjalda bankanna. Formaður samtakanna kallar gjöldin hreint okur. Engar reglur gilda um hversu mikið bankar mega rukka þá sem fara umfram heimild á debetreikningi. JÓHANNES GUNNARSSON AFGREIÐSLA Fari viðskiptavinur eina til fimm þúsund krónur umfram heimild á debetkorti borgar hann 750 krónur í refsigjald. Formaður Neytendasamtakanna segir gjaldið algjör- lega út úr öllu korti. PEKING, AP Dánartala þeirra sem létust eftir að fellibylurinn Saomai skall á Kína á fimmtudag hækkaði á sunnudag upp í 134 og er 163 saknað. Sum fórnarlambanna lét- ust þegar skýli sem þau höfðu leit- að í hrundu. Strandborgin Wenzhou varð verst úti í fellibylnum þar sem að minnsta kosti 81 lést. Fimmtíu þús- und hús eyðilögðust og þúsund fiskibátar sukku í óveðrinu. Hafa hjálparstarfsmenn dreift hjálpar- gögnum til þúsunda fólks í strand- svæðunum Zhejiang og Fujian. Fellibylurinn Saomai er öflugasti bylur sem skollið hefur á Kína í meira en fimma áratugi. - rsg Fellibylurinn Saomai: Dánartala hækkar SAOMAI Öldruð kona í bænum Tuoxi í Suð- austur-Kína horfir á leifar af húsi sínu. HEILBRIGÐISMÁL Nýjar alnæmis- rannsóknir leiddu í ljós að lyfja- blanda með fjórum HIV-lyfjum er engu betri en þriggja lyfja blanda sem er algengasta meðferð við sjúkdómnum. Þrátt fyrir að rann- sóknirnar auki ekki batavonir hafa niðurstöðurnar vakið ánægju bæði talsmanna sjúklinga og heilbrigðis- stofnana, en kostnaður við að bæta fjórða lyfinu í lyfjablöndu alnæmis- sjúklinga myndi hækka kostnað við lyfjagjöfina umtalsvert. Rannsóknin sýndi að blanda fjögurra lyfja, þar sem lyfinu Aba- cavir var bætt við, var ekki betri en blanda þriggja lyfja við að minnka magn veirunnar í blóði sjúklinga og jók ekki fjölda CD4-fruma sem berjast við sýk- ingar. „Þetta staðfestir styrkleika meðferðarinnar sem tíðkast í dag,“ sagði dr. Dan Kuritzkes, einn aðstandanna rannsóknarinnar. Fjallað verður um rannsóknina í Journal of the American Medical Association sem út kemur á mið- vikudag. - rsg Rannsóknir á alnæmi: Ný lyfjablanda skilar engu UMFERÐ Undirritaður hefur verið samningur milli Umferðarstofu og fjögurra grunnskóla um eflingu umferðarfræðslu í grunnskólum landsins. Grundaskóli á Akranesi mun stýra verkefninu en einn skóli úr hverjum landsfjórðungi mun síðan sjá um að miðla upplýsingum til annarra skóla á sínu svæði. Náið samstarf verður á milli skólanna fjögurra um gerð fræðsluefnis og skipulagningu verkefnisins. Með þessari samvinnu er stefnt að því að efla til muna umferðarfræðslu til ungmenna. - öhö Umferðarstofa: Efld fræðsla í grunnskólum STEFÁN JÓN HAFSTEIN KJÖRKASSINN Fagnaðir þú á Gay pride hátíðinni? Já 23% Nei 77% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að lengja kennaranám? Segðu skoðun þína á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.