Fréttablaðið - 14.08.2006, Qupperneq 8
8 14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Skráning og
nánari upplýsingar
á marathon.is.
MARAÞON
REYKJAVÍKUR
GLITNIS
19. ÁGÚST
-NÝJUNG-
LATABÆJARMARAÞON
FYRIR YNGSTU BÖRNIN, 1,5 KM
MENNTAMÁL Ólafur Proppé, rektor
Kennaraháskóla Íslands, segir
löngu tímabært að lengja nám
grunn- og leikskólakennara til
samræmis við það sem gengur og
gerist í Evrópu. Þar er lengd kenn-
aranáms grunnskólakennara fjög-
ur til fimm ár í stað þriggja hér.
„Umræðan um lengingu kennara-
náms er ekki
ný af nálinni og
árið 1988 voru
samþykkt lög á
Alþingi um
lengingu náms-
ins. Í kjölfarið
var hafinn
undirbúningur
að nýrri
kennsluskrá en nokkrum árum
síðar var lenging námsins numin
úr lögum.“
Ólafur segir ljóst að staða og
virðing kennara haldist í hendur
við menntun þeirra. Ólafur er
ánægður með nýútkomna skýrslu
OECD og segir hana draga fram
mikilvægi menntamála. „Með
skýrslunni er verið að hvetja
okkur til að gera enn betur og hún
styður ekki aðeins mikilvægi
háskólamenntunar heldur einnig
annarra skólastiga. Við sem vinn-
um að menntamálum vitum að það
er ekki aðalatriðið að fjölga kenn-
urum heldur að auka gæði þeirra.“
En í kjölfar útkomu skýrslunnar
benti menntamálaráðuneytið á að
fjöldi nemenda á hvern kennara
hafi lækkað frá árinu 1998.
Frá haustinu 2007 verður boðið
upp á fimm ára kennaranám til
meistaragráðu við KHÍ og í könn-
un sem gerð var meðal nemenda
töldu sextíu prósent þeirra líklegt
eða mjög líklegt að þeir myndu
halda áfram í meistaranám.
Ólafur segir að í kjölfar leng-
ingar kennaranáms í Finnlandi
hafi árangur nemenda batnað og
sýna samanburðarrannsóknir nú
að árangur þeirra í ýmsum náms-
greinum, eins og stærðfræði og
náttúrufræði, er framúrskarandi.
Árangur íslenskra nemenda hefur
hins vegar verið í meðallagi.
Eiríkur Jónsson, formaður
Kennarasambands Íslands, telur
líklegt að lenging náms grunn-
skólakennara skili sér í hærri
launum. Þessu til stuðnings nefnir
hann menntun og launakjör
menntaskólakennara, sem hafa
lengra nám að baki og hærri laun
en grunnskólakennarar.
Eiríkur segir einsetningu skól-
anna skýringu þess að nemendum
á hvern kennara fækkaði á árabil-
inu 1998 til 2005. „Fyrir þann tíma
kenndi sami kennarinn jafnvel
tveimur bekkjardeildum, sem
þýddi að hver kennari skilaði
meiri kennslu en nú og því reikn-
uðust fleiri nemendur á hvern
kennara.“ hugrun@frettabladid.is
Rektor segir löngu tíma-
bært að lengja kennaranám
Ólafur Proppé, rektor KHÍ, segir löngu tímabært að lengja kennaranámið og segir skýrslu OECD draga fram mikil-
vægi menntamála. Meirihluti nemenda við KHÍ hefur hug á því að taka meistaragráðu við skólann að ári.
ÓLAFUR PROPPÉ
SKÓLASTARF Í HRAFNAGILSSKÓLA Tímabært er að lengja nám grunn- og leikskólakennara hérlendis til samræmis við það sem gengur og
gerist í Evrópu.
DANMÖRK Danska varðskipið
Vædderen, sem breytt hefur verið
í vísindaleiðangursskip, lagði fyrir
helgi upp frá Kaupmannahöfn í
hnattsiglingarleiðangurinn
Galathea 3.
Í stað þess að sigla beinustu
leið til Þórshafnar í Færeyjum,
sem átti að verða fyrsti leggur
ferðarinnar, kemur skipið við í
slipp í Karlskrona í Suður-Svíþjóð,
þar sem við prófanir í vikunni
kom í ljós að endurnýja þyrfti
pakkningu á einu skrúfudrifskafti
skipsins. Frá þessu var greint á
fréttavef Politiken.
Þótt Vædderen hafi oft haft
viðkomu í Reykjavíkurhöfn á liðn-
um árum siglir það hjá garði að
þessu sinni, fer beina leið frá Fær-
eyjum að Grænlandsströndum.
Leiðangrinum á að ljúka í apríl í
vor. - aa
Galathea-3-leiðangurinn:
Vædderen
lagður af stað
VARÐSKIPIÐ VÆDDEREN Hélt fyrir helgi af
stað í vísindaferð umhverfis jörðina.
SUND Listamaðurinn og sundkapp-
inn Benedikt Lafleur þurfti að
hætta sundi í öðrum áfanga hring-
sunds síns um Reykjavík í gær. Að
sögn hans var myrkur og skyggni
farið að hamla för hans og
björgunarsveitarmenn gátu ekki
tryggt öryggi hans lengur.
Benedikt heldur til Englands til
æfinga á þriðjudaginn fyrir þrek-
sund þvert yfir Ermarsundið.
„Sundin tvö í gær veittu mér
ómetanlega reynslu og í raun nýja
þekkingu sem mun reynast mér
dýrmæt í Ermarsundinu. Ég fer
því reynslunni ríkari og mun sátt-
ari en áður út í slaginn við Ermar-
sundið,“ segir hann. - sþs
Hringsund um Reykjavík:
Hætti sundinu
vegna myrkurs
EFNAHAGUR Sú staðreynd að tekju-
dreifing er að minnka er ekki endi-
lega merki um það að pottur sé
brotinn í skattkerfi landsins, segir
Sveinn Agnarsson, hagfræðingur
hjá Hagfræðistofnun.
Hann segir svokallaðan Gini-
stuðul, sem notaður er til að bera
saman ójöfnuð í tekjum, vandmeð-
farinn. „Í sumum tilfellum getur
skattkerfið verið byggt upp þannig
að það eigi að hafa mikil áhrif á
tekjudreifingu en tekjumismunur-
inn samkvæmt Gini-stuðlinum
getur samt verið að aukast,“ segir
Sveinn.
Hann segir það staðreynd að
jaðarskattur á tekjuhæstu ein-
staklinga landsins hafi hækkað
undanfarin ár með afnámi hátekju-
skattsins og lækkun skatthlutfalls.
„Það er hins vegar ekki svo að eina
ástæðan fyrir því að tekjustuðl-
arnir eru að mæla aukinn ójöfnuð
sé að skattkerfið hafi verið að
breytast, heldur ekki síður hitt að
tekjur manna hafa verið að vaxa
svona gríðarlega.“
Sveinn segir að í hinu alþjóð-
lega umhverfi sé orðið erfitt fyrir
ríki að hafa skattheimtu á hreyf-
anlega skattstofna ólíka því sem
gerist annars staðar. Þetta eigi til
dæmis við um fjármagnstekju-
skatt. Þá skapist sú hætta að skatt-
greiðendur færi sig til. - sh
Hagfræðingur segir minni tekjudreifingu ekki endilega merki um gallað skattkerfi:
Gini-stuðull vandmeðfarinn
SVEINN AGNARSSON Sveinn segir að ríki
vari sig á því að hafa skattheimtu af fjár-
magnstekjum ólíka því sem gerist annars
staðar.
Á lyfjum í árekstri Tveir fólks-
bílar lentu í árekstri á Bústaðavegi í
fyrrakvöld. Ökumaður annars bílsins er
grunaður um að hafa ekið undir áhrifum
einhvers konar lyfja. Bílstjórarnir voru
báðir einir á ferð og þurfti annar þeirra
að leita á slysadeild vegna eymsla.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Seldi hass Mál manns á þrítugsaldri var
þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Hann var ákærður fyrir að hafa keypt 15
grömm af hassi og selt átta þeirra fyrir
um sjö þúsund krónur. Hann er einnig
ákærður fyrir vörslu á téðu hassi.
DÓMSMÁL
VEISTU SVARIÐ
1 Af hvaða tegund eru hinar nýju flugvélar Flugfélags Íslands?
2 Hvað bíða margir eftir að komast í hjartaþræðingu hjá Landspítal-
anum?
3 Hvaða markvörð hefur enska liðið Manchester City keypt?
SVÖRIN ERU Á BLS. 38
FLUGÖRYGGI Félag íslenskra flug-
umferðarstjóra spyr flugmála-
stjóra hvort flugumferðarstjóri
sem telji sig tímabundið óhæfan
til að sinna starfi sínu eigi samt að
mæta til vinnu frekar en að til-
kynna forföll. Þessi spurning
kemur fram í bréfi sem félagið
hefur sent Þorsteini Pálssyni flug-
málastjóra.
Einnig er Þorsteinn spurður að
því hvort hann telji það ásættan-
legt og jafnvel æskileg vinnu-
brögð að stjórnendur íslenskra
flugfélaga færu að fordæmi Flug-
málastjórnar og þvinguðu flug-
menn sína veika til að fljúga með
farþega. Þar sé vísað til þess þegar
veikur flugumferðarstjóri var lát-
inn vinna við flugumferðarstjórn
hinn 31. júlí síðastliðinn.
Farið er fram á að flugmála-
stjóri lýsi því yfir að flugumferðar-
stjóri verði ekki aftur látinn mæta
til vinnu telji hann sig óhæfan til
að starfa vegna veikinda. Undir
bréfið skrifa Loftur Jóhannsson,
formaður félagsins, og Stefán B.
Mikaelsson ritari.
„Ég hef fengið þetta bréf og er
að undirbúa svar mitt við því,“
segir Þorsteinn. „Það verður sent
Félagi flugumferðarstjóra á næstu
dögum.“ Hann vildi ekki segja á
hvaða veg svar hans yrði. - sþs
Félag íslenskra flugumferðarstjóra sendir flugmálastjóra bréf:
Krefjast svara um flugöryggi
FLUGUMFERÐASTJÓRAR Félag íslenskra flugumferðarstjóra fer fram á að flugmálastjóri lýsi
því yfir að flugumferðarstjóri verði ekki aftur látinn mæta til vinnu telji hann sig óhæfan til
að starfa vegna veikinda.