Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2006, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 14.08.2006, Qupperneq 11
ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E LI 3 36 98 0 8/ 20 06 EKKI BORGA MEIRA! Gömlu tryggingafélögin eru alltaf að kvarta yfir því að viðskiptavinir þeirra borgi of lítið fyrir bílatryggingar. Hjá Elísabetu borgar fólk minna en samt er Elísabet hamingjusöm. Á elisabet.is getur þú reiknað dæmið þitt. Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf. betri kjör á bílatryggingum og bílalánum SJÓVÁ SJÓVÁ-STRAX VÍS VÖRÐUR TM ÍSLANDSTRYGGING Skyldutrygging 75.248 70.386 74.777 70.057 73.968 51.240 47.748* Skyldutrygging+Kaskó 108.633 95.597 90.583 96.591 89.473 71.820 Upplýsingar um verð fengust af vefsíðum fyrirtækjanna og með tölvupósti frá þjónustufulltrúum þeirra þann 11.8. 2006. *Ódýrasta skyldutryggingin án kaskótryggingar 47.748 kr. á ári. um 50 þ. kr. sjálfsábyrgð m/framrúðutryggingu Rúmlega 36 þúsund króna verðmunur! - 2002 árgerð - 990.000 kr. - 1800 vél - MÁNUDAGUR 14. ágúst 2006 13 MENNING Ákveðið hefur verið að sýna skipamódel Gríms Karlsson- ar, skipstjóra og módelsmiðar frá Reykjanesbæ, af hundrað ára gömlum norskum síldveiðiskipum víðs vegar um Noreg. Verkefnið er fjármagnað af Glitni og ýmsum aðilum í Noregi. „Norðmenn eiga engin módel af skipum frá upphafi úthafssigl- inga þeirra um 1880,“ segir Árni Johnsen, sem aðstoðaði við að koma sýningunni á fót. „Þessi skip komu síldarævintýrinu við Ísland af stað. Norðmenn voru yfir sig hrifnir af því að til væru módel af skipum frá þessu tímabili og með þessu kynna Íslendingar þennan hluta af atvinnusögu sinni og Norðmanna.“ - sgj 100 ára gömul síldveiðiskip: Módel Gríms sýnd í Noregi VERKEFNINU FAGNAÐ Árni Johnsen, Inge Halstensen, formaður norskra útvegs- bænda, Grímur Karlsson og Frank Reite, bankastjóri Glitnis í Noregi. LEIKHÚS Endurbætur á Þjóðleik- húsinu að utanverðu eru í fullum gangi. Að sögn Tinnu Gunnlaugs- dóttur þjóðleikhússtjóra er stefnt að því að utanhússviðgerðum ljúki næsta sumar og haust. „Þetta er einn af þremur áföng- um í viðgerðum á Þjóðleikhúsinu. Fyrsta áfanganum, endurbótum á áhorfendasvæðinu, er lokið. Annar áfanginn eru þessar utanhússvið- gerðir en þriðji áfanginn er endur- nýjun á tækjabúnaði fyrir aftan tjald og viðbygging til austurs.“ Hún segir leikárið hefjast 28. ágúst og þá verði hlýtt og bjart í húsinu þótt það væri helst til hrá- slagalegt að utan. - sþs Endurbætur á Þjóðleikhúsinu: Annar áfangi í fullum gangi STILLANSAR Þjóðleikhússtjóri segir húsið verða hlýtt og bjart að innan þegar nýtt leikár hefjist í haust. Þó verði það heldur hráslagalegt að utan. BANDARÍKIN, AP Réttarhöld standa ný yfir í máli bandaríska leyni- þjónustumannsins David Passaro, sem sakaður er um að hafa barið afganskan fanga til dauða. Her- maður sem var með honum í klef- anum þegar atvikið átti sér stað lýsti því í réttarsal að Passaro hefði orðið bálreiður við fangann. „Það var ljóst að fanginn yrði enginn brunnur upplýsinga,“ sagði hermaðurinn í vitnastúkunni, en markmiðið með yfirheyrslu fang- ans var að afla upplýsinga um sprengjuvörpuárás á herbúðir Bandaríkjahers í Afganistan. Passaro gæti hlotið 40 ára fang- elsisvist, verði hann sakfelldur. - sgj Fyrrverandi CIA-maður: Varð sótreiður við fangann PÓLLAND-ÞÝSKALAND, AP Jaroslaw Kaczynski, forsætisráðherra Pól- lands, lét svo um mælt á fimmtu- dag að sýning sem opnuð var í Berlín í síðustu viku um brott- flæmingu Þjóðverja frá Austur- Evrópu eftir síðari heimsstyrjöld væri „mjög vond, mjög sorgleg“ og hún ylli sér hugarangri. Að sýningunni „Þvingaðar leið- ir“ stendur Samband brottflæmdra (Bund der Vertriebenen) í Þýska- landi, en það eru hagsmunasamtök Þjóðverja sem flæmdir voru á brott frá heimkynnum sínum í fyrrverandi austurhéruðum Þýska- lands og fleiri svæðum í Austur- Evrópu, í kjölfar ósigurs Þýska- lands nasista í heimsstyrjöldinni síðari. Stærsti hópur brottflæmdra Þjóðverja bjó fyrir stríð í héruðum sem nú eru hluti af Póllandi, en landamæri þess voru færð alllangt til vesturs eftir stríðið, samkvæmt ákvörðun sigurveldanna. Pólskir ráðamenn eru ósáttir við sýninguna, þar sem þeir telja hana bjóða þeirri hættu heim að fjallað sé á of einhliða hátt um þjáningar Þjóðverja af völdum stríðsins. Aðstandendur sýningar- innar segja slíkar áhyggjur ástæðulausar og vonast til að hún verði hluti af varanlegu safni um þvingaða þjóðflutninga fyrr og síðar. - aa MÓTMÆLI Þýskir vinstriróttæklingar mótmæla sýningunni í Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sýning í Berlín um brottflæmingu Þjóðverja frá A-Evrópu eftir stríð: Póllandsstjórn lýsir yfir áhyggjum Skilorð fyrir dópvörslu Hálfþrítugur maður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á 300 grömmum af kannabisefnum. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi og þar sem játning lá fyrir var málinu lokið með dómi. DÓMSMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.