Fréttablaðið - 14.08.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 14.08.2006, Síða 12
 14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100 www.plusferdir.is Heitt TILBOÐ 44.590kr. 44.590kr. 44.590kr. 44.590kr. 44.590kr. Portúgal Brottfarir 22. og 29. ágúst og 5., 12. og 19. september. Netverð á mann miðað við 2-4 í íbúð á Elimar í 7 nætur. Mallorca Brottfarir 22. og 29. ágúst. Netverð á mann miðað við 2-4 í íbúð á Pilari Playa í 7 nætur. Benidorm Brottfarir 22. og 29. ágúst. Netverð á mann miðað við 2-4 í íbúð á Buenavista í 7 nætur. Krít Brottfarir 21. og 28. ágúst og 4., 11. og 18. september. Netverð á mann miðað við 2-4 í íbúð á Malou í 7 nætur. Marmaris Brottfarir 22. og 29. ágúst. Netverð á mann miðað við 2-3 í herbergi á Fidan í 7 nætur. „Bara allt gott. Ég er staddur á Reykhólum þessa stundina og er að ganga frá mínum málum hérna, ég er svona á milli vita,“ segir Einar Örn Thorlacius, fráfarandi sveitarstjóri Reykhólahrepps og verðandi sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. „Ég er að skipta um starf og búsetu og það er meira en að segja það, en að sama skapi mjög spennandi og skemmti- legt.“ Eftir að Einari Erni var tilkynnt um að hann hreppti stöðu sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar fór hann í vikufrí til Parísar, en þar dró heldur betur til tíðinda. „Ég fór ásamt unnustu minni til Parísar í síðustu viku og þar settum við upp hringana, en ég bað hennar á rómantískum veitingastað í París,“ segir hinn stolti verðandi sveitarstjóri. Skötuhjúin eru þessa dagana að velta fyrir sér hvaða kirkju þau eigi að velja fyrir athöfnina. „Konan mín er ættuð héðan úr sveitinni, við erum að velta fyrir okkur hvaða kirkju við eigum að velja hér í sveitinni til að ganga í það heilaga. Það verður annað hvort í Reykhólum eða Gufudal, en þaðan er konan mín ættuð. Hér er nóg af kirkjum,“ segir brúð- guminn verðandi. Einar Örn kveðst fullur tilhlökkunar yfir nýja starfinu. Nýlega var gengið frá því hvar hann kemur til með að búa og var glæsilegur herra- garður, Svarfhóll í Svínadal, fyrir valinu fyrir nýja sveitarstjórann. Í gær skoðaði sveitarstjóri hina nýju sveit sína. „Þetta er miklu fallegri sveit en margur gerir sér grein fyrir. Ég leit við í sundlaug og leikskóla sveitarinnar á ferð minni og sundlaugavörðurinn vildi fá nýja búnings- klefa og leikskólastjórinn vildi fá stækkun. Þetta sýnir bara að hér er vaxandi sveitarfélag og mörg ærin verkefni, þetta er draumastarf,“ segir Einar Örn. „Ég held að Hvalfjörðurinn eigi eftir að koma sterkur inn í framtíðinni, hann er í nágrenni höfuðborgarinnar og sveitin öll liggur vel við.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? EINAR ÖRN THORLACIUS, VERÐANDI SVEITARSTJÓRI HVALFJARÐARSVEITAR Trúlofuðust á veitingastað í París Um tuttugu nemendur sækja alþjóðlegan skóla hér á landi þar sem kennsla fer að mestu fram á ensku. Berta Faber skólastýra og Elizabeth Nunberg aðstoðarskólastýra sögðu blaðamanni frá skólanum og hvernig alþjóðavæðing- in hafði áhrif á lífshlaup þeirra. Flestir hafa heyrt um Sjálands- skóla sem nú er að hefja sitt annað skólaár. Undir sama þaki starfar svo annar skóli sem færri vita af en það er Alþjóðaskólinn sem nú hefur sitt þriðja skólaár en það fyrsta í nýjum húsakynnum í Garðabæ. „Kennslan fer að mestu fram á ensku en einnig er kennt á íslensku,“ segir Berta Faber skóla- stýra. „Nemendurnir eru á aldrin- um 5 til 13 ára og koma víða að. Margir koma úr blönduðum fjöl- skyldum þar sem annað foreldrið er íslenskt. Einnig eru nokkrir þeirra börn starfsmanna við bandaríska sendiráðið en þessi skóli leysti af hólmi sérstakan skóla sem rekin var fyrir börn embættismanna og starfsmanna við sendiráðið hér á landi. Svo eru hér einnig börn tveggja útlenskra foreldra sem fara land úr landi vinnu sinnar vegna og því hent- ugra fyrir börnin að vera í alþjóð- legu skólaumhverfi þar sem þau koma ekki til með að búa lengi á Íslandi.“ Hefðbundin mörk sem lengi hafa skilið að börn úr mismunandi aldurshópum og af mismundandi þjóðernum eru mun losaralegri í Alþjóðaskólanum en gengur og gerist. „Við verðum með nokkra bekki saman í stórri kennslustofu en færanleg skilrúm mynda svona flæðandi veggi á milli,“ segir Elizabeth Nunberg aðstoðarskóla- stýra. „Svo munu íslenskir nem- endur úr Sjálandsskóla vera með nemendum Alþjóðaskólans í nokkrum kennslustundum svo ávinningurinn er beggja.“ Alþjóðaskólinn hóf starfsemi sína fyrir þremur árum og var þá í Víkurskóla í Grafarvogi. Fyrsta árið voru nemendurnir einungis átta, árið eftir voru þeir tólf en þetta skólaárið verða þeir um tuttugu. Þær stöllur Berta og Elizabeth eru vel í stakk búnar til að fást við fjölþjóðlegan veruleika unga fólks- ins enda með nokkuð dýrmæta reynslu að baki. „Ég er fædd og uppalin í Sádi-Arabíu,“ segir Berta. „Þar bjó ég til 21 árs aldurs og kunni vel við mig. Svo var ég í heimavistarskóla á Ítalíu þegar ég var 14 ára. Móðir mín er íslensk en faðir minn bandarískur. Ég kunni afar vel við mig í Sádi-Arabíu en þar bjó ég í nokkuð alþjóðlegu umhverfi þar sem faðir minn vann fyrir stórt alþjóðlegt fyrirtæki sem hlúði vel að sínu fólki. Ég fór til að mynda í alþjóðlegan skóla.“ „Ég er hinsvegar ósköp venju- leg stúlka frá Minneapolis,“ segir Elizabeth þegar röðin er komin að henni að greina frá uppruna sínum. Hins vegar varð veruleik- inn öllu flóknari hjá þessari venjulegu stúlku þegar hún kynntist íslenskum manni í háskóla í Bandaríkjunum. Þau eiga nú saman þrjú börn. „Ég er mikil ævintýramanneskja svo ég var alveg til í að prófa að búa hér í tvö til þrjú ár þegar maðurinn lagði það til. Síðan eru reyndar liðin sex ár,“ segir hún og brosir við. jse@frettabladid.is Skólinn sem dregur ekki í dilka ELIZABETH NUNBERG OG BERTA FABER Þær stöllur takast allar á loft þegar skólastarfið í Alþjóðaskólanum er til umræðu en skólinn er nú kominn undir sama þak og Sjálandsskóli í Garðabæ og nemendum fer ört fjölgandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Það eru ekki einungis galdramenn og ferðamenn sem venja komur sínar að Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum. Hrafn- arnir Séra Páll og Brynjólfur bisk- up dvelja þar í góðu yfirlæti og taka jafnvel á móti gestum og krunka einhverju að þeim ef svo ber undir að sögn Sigurðar Atla- sonar, framkvæmdastjóra Galdra- sýningarinnar og galdramanns. Það hefðu þó sennilega fæstir galdramenn viljað hafa Séra Pál í Selárdal á túni hjá sér en hann gekk manna harðast fram í galdra- ofsóknunum. „Æðarbændum er að sjálfsögðu meinilla við hrafninn en við feng- um fregnir frá einum þeirra af yfirgefnum ungum í laupi og við komum þeim til bjargar enda er hrafninn enginn vargur í véum að okkar mati.“ Hrafnarnir hafa svo launað þeim greiðann með því að vera þeim innanhandar, eða vængja, með gestina sem koma á kotbýlið. Sigurður er nokkuð ánægður með aðsóknina í sumar í kotbýlið og á Galdrasýninguna á Hólma- vík. „Galdrasýningin á Hólmavík opnaði árið 2000 og í fyrra var metár og ég sé fram á að aðsóknin verði svipuð í ár. Kotbýlið opnaði um mitt sumar í fyrra og ég er bara nokkuð ánægður með aðsókn- ina. Það er verst með þessa heims- meistarakeppni í fótbolta,“ segir Sigurður og hlær við en hún hefur greinilega veitt kuklurum og galdramönnum harða samkeppni. - jse Séra Páll tekur á móti gestum BRYNJÓLFUR OG PÁLL MEÐ FERÐAMANN Á MILLI SÍN Hrafnarnir tveir eru ófeimnir við ferðamenn sem koma að heimsækja Kotbýli kuklarans á Ströndum. Þarna sjást þeir krunka að einum þeirra. SJÓNARHÓLL SLAGUR Í FRAMSÓKN Farið í lita- greiningu „Mér líst vel á Siv og Jónínu, þó ég sé ekki alltaf sammála þeim. Maður heyr- ir sífellt meiri femíníska takta í þeim,” segir Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur. „Annars hefur mér fundist Fram- sóknarflokkurinn eiga í innri baráttu um hvort hann eigi að vera flokkur bænda eða sigla inn í nútímann. Mér finnst birtast svo miklar mótsagnir í flokknum og maður fær á tilfinning- una að það sé ákveðið hugsjónaleysi í gangi. Það vantar skýra stefnu, þeir ættu að vinna í því, frekar en að elta almenningsálit. En þeir kunna að markaðssetja sig. Í kosningunum 2003 notaði hver einasti frambjóðandi þeirra hugtakið „stöðugleiki” allavega tvisvar í hverri setningu, sem var drepfyndið. En það tókst svo vel, því maður heyrði að fólk ætlaði að kjósa þá útfrá því orði, sem var í raun merk- ingarlaust. Þeir virðast hafa stúderað kosningasálfræði mjög vel. Það mætti halda að frambjóðendur þeirra fari í litagreiningu og stílíseringu því þeir líta alltaf vel út.” GUÐRÚN MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR Flytja út mannréttindi „Útlendingar höfðu orð á því að ef við hefðum eitthvað til þess að flytja út þá væru það mannréttindi.“ Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna ‘78, segir mannréttindabar- áttu samkynhneigðra hér á landi standa mjög framarlega í heiminum. Fréttablaðið, 13. ágúst. Ekki í framboði „Ég er stjórnmálamaður sem hefur verið meira í eftirspurn heldur en framboði.“ Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra skaust nokkuð óvænt upp á sjónarsvið stjórnmálanna í júní þegar hann tók sæti í ríkisstjórninni. Fréttablaðið, 13. ágúst.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.