Fréttablaðið - 14.08.2006, Side 16

Fréttablaðið - 14.08.2006, Side 16
12 14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR „Það hefur því miður borið á því að ágreiningur í þingflokknum hefur ratað á torg fjölmiðla. Þetta tel ég vera hluta af vanda flokksins og þessu verður að linna.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segist með framboði sínu til formanns Framsóknarflokksins vera að bjóða flokks- mönnum upp á kynslóðaskipti í formennsku flokksins. Hún segist jafnframt hafa beðið með að tilkynna um framboð sitt til að skapa ró um val fulltrúa á flokksþingið. Kominn tími á kynslóðaskipti Um næstu helgi mun á níunda hundrað fulltrúa á flokksþingi Framsóknarflokksins kjósa sér nýja forystu til næstu fimm ára. Ljóst er að í fyrsta sinn í sögu flokksins verður kjörið milli tveggja eða fleiri frambjóðenda til allra æðstu embætta flokksins. Nú þegar eru tveir frambjóðendur komnir fram til embætta ritara og varaformanns og þrír gefa kost á sér til formennsku. Beið eftir fulltrúavalinu Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráð- herra og ritari Framsóknarflokks- ins, tilkynnti um framboð sitt til for- manns á fimmtudag og hún segir ýmsar ástæður liggja að baki þeirri ákvörðun sinni. „Það var ekki auð- velt fyrir mig að gera það upp við mig að gefa kost á mér, meðal ann- ars vegna þess að ég tel að það sé mjög mikið ábyrgðarhlutverk að taka að sér formennsku í stjórn- málaflokki og þá ekki bara fyrir við- komandi einstakling heldur líka fyrir fjölskyldu hans og nánustu aðstandendur.“ Hún segist hafa beðið með það að ásettu ráði að tilkynna um framboð sitt og óttast ekki að hafa gert það of seint. „Ég er búin að starfa svo lengi í flokknum og hef unnið með öllum stofnunum hans þannig að flokks- menn þekkja mig og vita fyrir hvað ég stend. Ég vildi íhuga vandlega hvað væri flokknum fyrir bestu þannig að ég tók mér góðan tíma til að ræða við mitt fólk. Svo vildi ég líka gefa flokksmönnum tækifæri til að velja fulltrúana á flokksþingið í ró og næði, það hefur verið tals- verður óróleiki í flokknum í sumar og til að slá á þann óróleika ákvað ég að bíða með að tilkynna um ákvörð- un mína þangað til valið á fulltúun- um hefði farið fram.“ Kynslóðaskipti æskileg Siv tekur undir það að brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar úr forystu Framsóknarflokksins marki tíma- mót í sögu flokksins, en sér það um leið sem tækifæri til breytinga. „Við það að Halldór fer frá eftir langan og farsælan stjórnmálaferil skapast algjörlega ný staða innan flokksins og niðurstaða mín byggist meðal annars á því að ég tel æskilegt að nú verði kynslóðaskipti í formennsk- unni. Ég tel að minnsta kosti eðlilegt að gefa flokksmönnum kost á slíkum kynslóðaskiptum.“ Í þessu sambandi vill Siv þó benda á að hún hafi sextán ára reynslu í stjórnmálum, í sveitar- stjórn og sem alþingismaður og ráð- herra og búi því að mikilli reynslu. „Þessi tími hefur veitt mér dýr- mæta sýn inn í þjóðlífið, stjórnmála- lífið og lífið sjálft almennt, þannig að ég er algjörlega reiðubúin að taka að mér það ábyrgðarhlutverk að veita Framsóknarflokknum for- ystu. Mitt mat er að það sé nauðsyn- legt fyrir flokkinn að fara gegnum lýðræðislega fomannskosningu og ég vil gefa flokknum tækifæri á að nýta krafta mína til að leiða flokk- inn ef hann vill. Ef hann vill það ekki styð ég þá forystu sem kosin verður og held mínum störfum áfram sem heilbrigðisráðherra út þetta kjörtímabil, býð mig svo aftur fram til þings og tekst á við kosn- ingabáráttuna næsta vor með mínu fólki.“ Ágreiningur borinn á torg Ef tekið er mið af því fylgi sem Framsóknarflokkurinn mælist með í könnunum þessar vikurnar og undanfarin misseri er ljóst að nýs formanns flokksins bíður vanda- samt verkefni. Að mati Sivjar eru ýmsar ástæður fyrir því að fylgi flokksins er ekki meira en kannan- ir sýna. „Í fyrsta lagi hefur okkur ekki tekist eins vel og ég hefði vilj- að að útskýra hvað við höfum stað- ið að góðum málum fyrir samfélag- ið og við þurfum að gera betur í þeim efnum. Við þurfum líka að efla okkur í því að skýra grunngildi Framsóknarflokksins fyrir fólki, þann félagslega jöfnuð sem við stöndum fyrir með ábyrgð einstakl- ingsins og frelsi hans til athafna. Að við viljum halda áfram að byggja hér upp velferðarsamfélag þar sem fólk nýtur öryggis ef það veikist, missir atvinnu eða á við félagslegan vanda að stríða.“ Þriðja skýring Sivjar á því að fylgi við Framsóknarflokkinn hefur dalað snertir þingflokkinn. „Það hefur því miður borið á því innan okkar raða í þingflokknum þegar við höfum ekki verið sammála um hlut- ina, að þessi ágreiningur hefur stundum ratað á torg fjölmiðla. Þetta tel ég vera hluta af vanda flokksins og þessu verður að linna að mínu mati. Og ég hef enga trú á öðru en að svo verði, því ef við þéttum ekki rað- irnar að þessu leyti verður erfiðar fyrir okkur að sækja fram. Fylgi flokksins er mun lægra en við vilj- um sjá það, þannig að það er mjög brýnt að flokkurinn styrki sig svo að hann hafi áfram afl til áhrifa.“ Ekki kosning milli fylkinga Margir gera því skóna að framboðin til forystustarfa í flokknum beri það með sér að tvær fylkingar séu að takast á þar sem annars vegar séu Jón Sigurðsson, Jónína Bjartmarz og Birkir Jón Jónsson og hins vegar Siv, Guðni Ágústsson og Haukur Logi Karlsson. Siv tekur ekki undir þetta og segist ekki í bandalagi við einn né neinn og óttast heldur ekki að kosningarnar muni draga dilk á eftir sér innan flokksins. „Ég er þess fullviss að hvernig sem þetta fer munum við kjósa harðsnúna, duglega og öfluga forystusveit. Fari svo að ég fái umboð flokksmanna til að gegna stöðu formanns mun ég leggja kapp á að reyna að efla flokk- inn og leiða hann fram til sigurs. Fari hins vegar svo að mér verði ekki falið þetta verkefni mun ég samt styðja þá forystu sem verður kjörin.“ Hún segir jafnframt að sér finn- ist ólíklegt að hún verði hluti af þeirri forystu en vill samt ekki úti- loka neitt í því sambandi. „Ég mun taka því sem að höndum ber. Það eru í raun allir í kjöri á flokksþing- inu til þeirra embætta sem kosið er um. En ég er ekki að bjóða mig fram til embættis varaformanns og ekki til embættis ritara, ég er að bjóða mig fram til formennsku.“ Leynileg kosning Aðspurð segir Siv að sér finnist tæpast viðeigandi að einstaka þing- menn flokksins séu að tjá sig opin- berlega um hvernig þeir vilja sjá val flokksmanna á flokksþinginu. „Mér finnst það óæskilegt og þing- menn eiga ekki að gefa upp línur í þessum efnum, þetta á að vera val þingfulltrúa sjálfra. Þetta er leyni- leg kosning og því verður sérhver flokksmaður á þinginu að gera það upp við hug sinn og hjarta sem ein- staklingur hvað það er sem hann telur best fyrir flokkinn. Viljum við kynslóðaskipti eða ekki, viljum við þessa samsetningu á forystu eða hina. Ég veit að þetta val verður erfitt, það eru öflugir einstaklingar í framboði til allra embætta og það er algjörlega ný staða innan flokks- ins að kosið sé um öll æðstu emb- ætti hans.“ Hún segist þó ekki verða vör við annað en að fólk sé mjög þakklátt fyrir að fá að kjósa. „Fólk vill kjósa, það vill fá að leggja sitt lóð á vogar- skálarnar og hafa bein áhrif á það hvernig forystusveit flokksins verður skipuð til framtíðar, og ég skynja mikla bjartsýni og tilhlökk- un meðal flokksmanna“ segir Siv Friðleifsdóttir. FRÉTTAVIÐTAL SIGURÐUR ÞÓR SALVARSSON ssal@frettabladid.is R V 62 12 A Á tilboði í ágúst 2006Öflugar gólfþvottavélar frá TASKI 499.836 kr. TASKI Swingo 750 B Lítil og nett, en þó afkastamikil vél. Raunhæf afköst 750m2/klst 738.807 kr. TASKI Swingo 1250 B Hentar meðalstórum fyrirtækjum og stofnunum. Raunhæf afköst 1250m2/klst 414.943 kr. TASKI Swingo 450 Einstakleg lipur vél sem hentar vel þar sem er þröngt. Raunhæf afköst 450m2/klst Gleðilegar ræstingar – og farsælan vinnudag! TASKI 750 B og 1250 B bjóðast einnig á rekstarleigu. Hafðu samband við rágjafa RV og kynntu þér málið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.