Fréttablaðið - 14.08.2006, Qupperneq 18
14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR18
hagur heimilanna
795 KR.
939 KR.
19
97
20
01
20
06
505 KR.
Þú sendir SMS skeytið
BT FBT á númerið 1900.
Þú færð spurningu og þú svarar með því að senda
SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900.
Þú gætir unnið!
SMSLEIKUR
*Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum. Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu.
Fullt af aukavinningum!
PANASONIC Myndvélar • GSM símar • PSP tölvur • SONY stafrænar myndavélar •
Medion borðatölvur • PS2 tölvur • DENVER DVD spilarar • Gjafabréf á Tónlist.is •
SONY MP3 spilarar • iPod • Fullt af af Pepsi, DVD, CD´s, tölvuleikjum og fleira
Aðalvinningur C.
Dregin út 18.ágúst
32” MEDION LCD TV
Aðalvinningur A.
Dregin út 8.sept.
FujitsuSimens fartölva Aðalvinningur B.Dregin út 31.ágúst
MEDION tölva +
19” flatskjár
Mörgum vex í augum að kaupa sér íhluti eða uppfærslur á heimils- eða fartölvum
sínum, sakir þess hve margt stendur þeim til boða. Það er tímafrekt að flakka á milli
verslananna og bera saman verð, gæði og kraft búnaðarins. Fljótlegast er að skoða
heimasíður helstu tölvufyrirtækjanna, en á þeim má nær undantekningalaust finna
skýrar verðskrár og yfirlit yfir eiginleika búnaðarins. Þá er auðvelt að gera samanburð,
panta svo vöruna á netinu eða fara í búðina ef maður hefur fleiri spurningar.
■ Verslun og þjónusta
Verð á tölvuvörum má auðveldlega kanna
Fartölva MSI M645-2
Fyrirtækin Og Vodafone og Hive hafa bæði auglýst að þau bjóði upp á ókeypis sím-
töl milli heimasíma, kaupi viðskiptavinurinn annars konar þjónustu frá fyrirtækinu.
Hive býður upp á þessa þjónustu kaupi viðskiptavinurinn einnig ADSL-tengingu frá
fyrirtækinu, en sú ódýrasta kostar 3.990 krónur á mánuði. Og Vodafone býður upp á
ókeypis símtöl milli heimasíma ef viðskiptavinurinn kaupir
ADSL-tengingu og er með skráðan GSM-síma í áskrift hjá
fyrirtækinu, en sá pakki kostar í ódýrasta tilfelli 4.640 krón-
ur. Auk þess taka bæði fyrirtækin mánaðargjald upp á 1.390
krónur fyrir heimasíma. Því er varla hægt að segja að fyrirtækin
bjóði upp á ókeypis símtöl milli heimasíma, það er einfaldlega
rukkað á annan hátt fyrir þau.
■ Verslun og þjónusta
Varla ókeypis að hringja milli heimasíma
Haustið er tími borgarferð-
anna og þetta árið bjóða
ferðaskrifstofur upp á fjölda
helgarferða á spennandi
áfangastaði. Borgir Austur-
Evrópu virðast vera vinsæl-
astar í dag.
Í ár verða ferðir til Zagreb,
Ljubljana, Varsjár, Búdapest, Prag,
Krakár, Tallinn og Vilníus í beinu
leiguflugi. Hægt er að fá þriggja
daga ferðir til þessara borga frá
fjörutíu þúsundum miðað við mann
í tvíbýli en eftir gæðum gistingar
og landi hækkar verðið. Fyrir þá
sem vilja heldur gamlar perlur
Vestur-Evrópu er einnig boðið upp
á hefðbundnar helgarferðir til
staða á borð við Róm og Kaup-
mannahöfn, auk borga í Bandaríkj-
unum.
Úrval Útsýn býður upp á fjölda
borgarferða til gamalla og nýrra
áfangastaða. „Það sem er nýtt er
ferð til Zagreb í Króatíu og til Lúx-
emborgar í aðventuferð í nóvem-
ber. Einnig erum við með ferðir til
Varsjár í september,“ segir Guð-
rún Sigurgeirsdóttir framleiðslu-
stjóri. Einnig eru ferðir til Dublin,
Edinborgar, Madríd og Barcelona,
auk Ljubljana, höfuðborgar Sló-
veníu.
Hjá Plúsferðum er einnig boðið
upp á ferðir til Zagreb, Lúxem-
borgar og Varsjár og hefur selst
vel í þær. „Þetta er tíminn, þegar
kemur fram yfir verslunarmanna-
helgi vill fólk fara í borgarferð.
Íslendingar eru mjög nýjunga-
gjarnir og vilja prófa eitthvað
nýtt,“ segir Laufey Jóhannsdóttir,
sölustjóri Plúsferða. Að auki er
boðið upp á ferðir til Dublin,
Madrídar og Rómar.
Þetta árið eru Heimsferðir með
borgarferðir til Barcelona, Prag,
Budapest, Krakár í Póllandi og
Ljubljana, en Heimsferðir bættu
við aukaferð til Ljubljana vegna
mikillar eftirspurnar. Terra Nova
hefur ekki boðið upp á borgarferð-
ir áður en nú er ferðaskrifstofan
með ferðir á nýjar slóðir. „Við verð-
um með ferðir til Tallinn í Eistlandi
og Vilníus í Litháen í október og
nóvember en það eru ofboðslega
fallegar borgir. Einnig verður ein
ferð til Sofiu í Búlgaríu,“ segir
Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri
Terra Nova.
Icelandair er með borgarferðir
á flesta áfangastaði í Bandaríkjun-
um og Evrópu. Síðustu ár hafa
verslunarferðir til Minneapolis
verið mjög vinsælar á haustin.
Expresss ferðir, dótturfyrirtæki
Iceland Express, býður upp á
borgarferðir til áfangastaða Ice-
land Express, það er að segja Lond-
on, Kaupmannahafnar og Berlín, í
haust. Ferðaskrifstofan býður upp
á flug og gistingu en getur einnig
skipulagt tónleikaferðir og aðrar
menningarferðir eftir óskum fólks.
„Svo voru julefrukost-ferðir til
Kaupmannahafnar mjög vinsælar
í fyrra, þær munu verða í nóvem-
ber og desember og við setjum það
í sölu innan skammas. Þetta er
helgarferð þar sem fólk fer eitt
kvöld á veitingastað í julefrukost-
kvöldverð,“ segir Bragi Hinrik
Magnússon sölustjóri. „Svo munum
við bjóða upp á hversdagsferðir
svokallaðar en þá er farið í miðri
viku, t.d. á þriðjudegi til fimmtu-
dags á um þrjátíu þúsund með
öllu,“ segir Bragi. Hægt verður að
bóka ferðirnar á Expressferdir.is.
Mikið úrval borgarferða
Ferðaskrifstofa Borg Verð Fjöldi gistinátta
Úrval Útsýn Zagreb 61.240 3
Úrval Útsýn Ljubljana 65.460 3
Plúsferðir Zagreb 59.640 3
Plúsferðir Varsjá 45.640 3
Plúsferðir Madríd 58.500 3
Heimsferðir Kraká 37.930 3
Heimsferðir Ljubljana 54.990 4
Terra Nova Tallinn 36.734 3
Terra Nova Sofia 59.826 5
Icelandair New York 63.700 3
Icelandair Minneapolis 49.900 3
Icelandair París 39.900 2
BORGARFERÐIR Höfuðborg Slóveníu, Ljubljana, er vinsæll áfangastaður í haust en Heimsferðir og Úrval Útsýn eru með beint leiguflug til
borgarinnar.
Fréttablaðið fór á stúfana á dögunum og lét kanna verð á
þremur algengum en ólíkum vörum í heimsborgunum London,
Kaupmannahöfn og Reykjavík.
London 672 kr. 1.662.000 kr. 94 kr.
Kaupmannahöfn 969 kr. 2.960.000 kr. 113 kr.
Reykjavík 800 kr. 2.520.000 kr. 120 kr.
VERÐ Í ÞREMUR BORGUM
Öll verð eru með virðisaukaskatti og miðast við gengi gjaldmiðla þegar þau voru könnuð.
■ Að þessu sinni var kannað verð á bíómiða, nýrri Volkswagen bjöllu og stóru
Snickers-súkkulaði.
Verðþróun
> Verðþróun á kílói af ýsu árin 1997 til 2006
Heimild: Hagstofa Íslands
VERÐDÆMI Verð á mann í tvíbýli, flug, gisting og flugvallarskattar. Gæði hótela eru mismunandi.
„Það er engin sérstök regla á því hvað ég fæ
mér á mánudögum eða öðrum dögum en
eitt er alveg á hreinu. Ég er ekki grænmet-
isæta,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, betur
þekktur sem Óli Palli á Rás tvö. „Ég fer ekki á
grænmetisveitingahús og elda ekki grænmetis-
rétti. Fyrir það fyrsta finnst mér þessi matur
svo ljótur. Þetta er bara ógirnilegt. Það getur
verið að ég sé svona seinþroska og taki mig til
á fimmtudagsaldri og helli mér í þetta. Maður
veit jú auðvitað að þetta er voða hollt og
auðvitað reynir maður að borða grænmeti með
öðru,“ segir Óli Palli.
Hann viðurkennir að hafa verið matvandur
þegar hann var lítil. „Þegar ég var strákur borð-
aði ég eiginlega bara kjöt, þurrt kjöt.“ En þegar
Óli vill elda einhverja hollustu verður fiskur
oft fyrir valinu. „Ég er mjög hrifinn af laxi og
yfirleitt öllum fiski. Ég mæli með soðnum laxi
með smjöri og kartöflum, tómötum og gúrku.
Það var stundum boðið upp á þetta heima og
mér finnst þetta alltaf afskaplega gott,“ segir
Ólafur Páll.
Innihald:
lax eða silungur
kartöflur
smjörklípa
tómatar
ein gúrka
Ólafur Páll steikir fiskinn, sýður kartöflurnar og
hefur smjör með. „Svo má líka nota silung.
Ég sker bara gúrkurnar og tómatana og
hef með, er ekkert að sulla þessu saman.
Þetta er alveg stórkostlegur matur og
kalt vatn er punkturinn yfir i-ið,“ segir
Óli Palli.
MATUR Á MÁNUDEGI: ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON Á RÁS TVÖ
Fiskur í stað grænmetisrétta