Fréttablaðið - 14.08.2006, Síða 20

Fréttablaðið - 14.08.2006, Síða 20
 14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is Segja má að föst hefð sé nú orðin fyrir því að á áliðnu sumri setji menn á nokkra þrætu um hvort birta eigi skrár yfir skattgreiðslur manna. Að þessu sinni hafa hins vegar orðið meiri umræður um innihald og efni þessara talnaupplýsinga en jafnan áður. Hvað sem líður röksemdum með og á móti opinberun á slíkum persónuupplýsingum er ljóst að umræða um þessi efni hefur verið bæði holl og nauðsynleg. Og hún getur sannarlega haft gildi án þess að af henni megi leiða skýra niðurstöðu. Einhverju sinni var ort um lautinant í Hernum sem vitnaði um veginn að drottins náð. Í þessari umræðu hefur hins vegar verið kallað á stjórnmálamenn til að vitna um veginn að pólitískum rétt- trúnaði. Landbúnaðarráðherrann og Vinstrihreyfingin - grænt framboð vitna um hærri skatta. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins tala þar á móti af meiri gætni en þó skilningi á því að ekki megi skilja með öllu í sundur með þeim sem mynda samfélagið. Formaður Samfylkingarinnar kallar á lífeyrissjóðina um að gera siðferðilegar kröfur um takmarkaðan launamismun við val á fjárfestingarkostum. Þó að óvíst sé að slíkar hugmyndir breyti miklu í þessu efni eru þær gildar fyrir þá sök að þeir sem fjár- magninu ráða bera eins og aðrir siðferðilegar skyldur. Kjarni málsins er þó sá að þær miklu tekjur einstakra manna sem nú stinga í stúf við það sem er venjulegt sýna einfaldlega hina hliðina á þeim miklu umskiptum sem hafa orðið í efnahags- og fjármálalífi þjóðarinnar. Ísland er ekki lengur efnahagslegt eyland. Það er virkur hluti af alþjóðlegum markaði. Allir stjórnmálaflokkar nema Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð hafa talið sér til álitsauka að eiga hlut að þessum umskiptum. Án þessara umskipta hefði Ísland dregist aftur úr öðrum þjóðum og efnin væru minni. Einhverjir trúa því að réttlætið væri meira við svo búið. En er það svo? Ísland er þannig í sveit sett í heimi alþjóðaviðskipta að það þarf að nota skatta til þess að styrkja samkeppnisstöðu sína. Þó að ein- hverjum sýnist í sviphendingu aukið réttlæti í skattahækkunum er vísast að slík ráð snúist upp í andhverfu sína. Hitt væri nær að leiða umræðuna að skoðun á möguleikum á dýpri grundvallarbreytingum á skattkerfinu. Þær leiðir eru að vísu vandrataðar. Einföldun skattkerfisins er flókið verkefni. Á síðasta ári vakti Viðskiptaráð athygli á þeirri staðreynd að ýmis ríki sem hafa verið að styrkja samkeppnisstöðu sína gagn- vart stærri og rótgrónari efnahagsveldum hafa innleitt lágan flatan tekjuskatt. Svipaðar hugmyndir voru einig ræddar á vett- vangi BSRB fyrir ekki löngu. Mismunandi skattlagning eftir því hvernig tekjur verða til stríðir gegn skynsamlegum hugmyndum um hlutleysi skatt- kerfisins. Óánægja með þá skipan mála er að því leyti skiljanleg. En miklu hærri fjármagnstekjuskattur væri hins vegar óraun- hæfur. Hann myndi ef öllu er á botninn hvolft skila minni tekjum í ríkissjóð. Það væri ekki réttlætisbót. Vel má vera að hugmyndir Viðskiptaráðsins um flatan undanþágusnauðan fimmtán prósenta skatt gangi ef til vill ekki upp í einu og öllu. En tillögur af þessu tagi eru eigi að síður þess virði að þær séu virtar betur. Umræðan um efni skattskrárinnar gæti þannig orðið hvort tveggja í senn jákvæð og uppbyggileg ef hún mætti verða til að beina sjónum manna að nýjum lausnum. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Tekjur og skattar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi: Nýjar lausnir Fyrir þremur árum þustu Banda- ríkjamenn og Bretar inn í Bagdad, með stuðningi okkar Íslendinga og fleiri staðfastra þjóða. Írak var hernumið á nokkrum dögum, Saddam steypt af stóli og herinn leystur upp. Allt var það liður í heimsvíðu stríði Bush gegn hryðjuverkastarfsemi, hefnd fyrir árásina á New York. Samt var ekki hægt að tengja þá aðgerð við Írak. Samt var vitað að vonlaust yrði að „frelsa“ Írak, líkt og nú hefur komið á daginn. Og samt var það líka alveg pottþétt að innrásin myndi geta af sér enn frekari hryðjuverk. Líkt og einnig hefur komið á daginn. Sem betur fer tókst lögreglu að komast fyrir plönuð sprengjutil- ræði í flugvélum yfir Atlantshafi í liðinni viku. Sem betur fer dó eng- inn. Fólk þurfti bara að bíða. Á flugvöllum og hótelum. Okkar vestræni háhraðaheimur tafðist um stund. Samt voru fregnir af þeim óþægindum nálægt því að vera fleiri en fregnir af illri áætl- un hryðjuverkamanna og því hvernig lögreglu og stjórnvöldum tókst að komast fyrir hana, hvað þá að hún væri sett í samhengi við ástandið í Írak og Líbanon. Í Ríkis- útvarpinu var rætt við Íslendinga í Leifsstöð sem voru sársvekktir yfir því að þurfa að bíða þar heilan dag en gátu þó huggað sig við það að flugfélagið hafði boðið þeim upp á „einn heitan drykk og einn kaldan drykk“. Í hinu stóra sam- hengi hlutanna eru alltaf einhverj- ir til í að sötra af því smáa. Þetta minnti nokkuð á frétta- flutning okkar ágætu miðla af fyrstu sólahringunum í innrás Ísreala í Líbanon í liðnum mánuði. Fókusinn var allur á okkar fólk, Íslendinga búsetta í Líbanon, og óþægilegar rútuferðir þeirra inn í Sýrland, bið á landamærum og vonda Norðmenn. Við mættum stundum hugsa aðeins stærra og hugsa meira til þeirra sem líða raunverulega kvalir; fólks sem er að deyja úr öðru en leiðindum. En gott og vel. Þegar svo fyrstu vélar fóru á loft frá Heathrow á fimmtudaginn var talað um óþæg- indin fylgjandi því að þurfa að skilja við handfarangur sinn, far- tölvur og síma. Á bak við þær fréttamyndir dóu tíu manns í sprengjutilræðum í Bagdad. Enn ein líkin á dauðahaug stríðsins okkar í Írak sem á hverri stundu getur komið í okkar koll þar sem við sitjum í vélum og lestum okkar skjólgóða heimshluta. „Af hverju þarf fólk að skaða annað fólk?“ hljómaði ein fyrir- sögn föstudagsins. Leigubílstjóri í London skildi ekkert í því hvers vegna múslimar búsettir á Bret- landseyjum vilji sprengja heima- menn í loft upp. Samt er breski herinn búinn að vera í opnu stríði við múslima í yfir þrjú ár. Ættum við ekki að reyna að sjá heimsvið- burðina í hnattrænu ljósi? Höld- um við í alvörunni að við getum farið í stríð án óþæginda? Fórnar- laust? Að sitja kyrr á sama stað en samt vera að berjast... Segjum sem svo að í stað Íraks hefðu Bretar og Bandaríkjamenn ráðist inn í Ísland til að hefna fyrir 9-11, hernumið landið á nokkrum klukkustundum, steypt Davíð af stóli og leyst upp landhelgisgæsl- una. Útvarpshúsinu í Efstaleiti hefði verið breytt í herfangelsi þar sem löndum okkar hefði verið nauðgað af amerískum herkonum og niðurlægðir af amerískum her- mönnum, ljósmyndaðir naktir með íslenska fánann í rassinum og Jón Sigurðsson í munninum, og látnir míga yfir eintök af Eglu og Njálu. Brúðkaupsveisla í Kópavogi hefði í misgáningi verið sprengd í loft upp af bandarískum skriðdreka og heill bekkur í barnaskóla borgar- innar myrtur í misgripum þar sem hann sat í rútu á leið í sund. Varla myndum við þá hugsa hlýlega til Bush og Blairs. Og vart myndum við hlæjandi lesa listann yfir þær þjóðir sem studdu inn- rásina. Sjálfsagt væru einhverjir á meðal okkar sem myndu þá hyggja á hefndir. Sjálfsagt ein- hverjir sem myndu ná sambandi við landa okkur á Vesturheimi í von um stuðning. Sjálfsagt myndu einhverjir meðal Vestur-Íslend- inga þá hugsa upp aðgerðir í sinni sveit. Sjálfsagt yrðu þeir kallaðir hryðjuverkamenn af kanadískum og bandarískum stjórnvöldum. En sjálfsagt myndu einhver okkar kalla þá þjóðhetjur. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Við skulum vona að við Íslend- ingar þurfum ekki að súpa seyðið af stuðningi okkar við þetta stríð sem nánast allir hugsandi menn hafa nú viðurkennt að var mistök. En við sitjum engu að síður uppi með skömmina. Við ættum því ekki að væla yfir seinkunum á flugi og handteknum handfar- angri. Á meðan aðrir bíða bana höfum við gott af því að bíða. Bíða og hugsa. Hvernig við getum bætt fyrir stuðning okkar við stríðsóð- an Bush? Eigum við enn á ný að kjósa það fólk sem kaus að fylgja honum? Að bíða og bíða bana Í DAG STRÍÐ GEGN HRYÐJUVERKUM HALLGRÍMUR HELGASON Við mættum stundum hugsa aðeins stærra og hugsa meira til þeirra sem líða raunveru- lega kvalir; fólks sem er að deyja úr öðru en leiðindum. Ræðum eitthvað annað Fréttir um að íslensk stjórnvöld séu að íhuga í alvöru að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni hafa vakið nokkra furðu. Ekki er vitað til þess að nokkur þjóð hafi lýst áhuga á að kaupa af okkur hval- kjöt, og tæpast torgum við þessu sjálf. Skýr- ingin á því að sjávarútvegs- ráðuneytið vill koma þessum fréttum á flot ku hins vegar vera sú að beina sjónum manna að öðru en ólöglegum lundaveið- um sjávar- útvegsráðherra, sem hann varð ber að á dögunum og bar við þekkingarskorti. Fer Herdís fram? Vaxandi titringur gerir nú vart við sig innan Framsóknarflokksins fyrir flokksþingið um næstu helgi. Ekki er talið útilokað að enn komi fram opinbert framboð til æðstu embætta og horfa menn einkum til embættis ritara í þeim efnum. Tveir ungir karl- menn hafa lýst yfir framboði til starf- ans, þeir Birkir Jón Jónsson alþingis- maður og Haukur Logi Karlsson, fyrrum formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Nú heyrist að leitað sé að konu til að keppa við þá félaga og ku nafn Herdísar Sæmundar- dóttur, varaþingkonu úr Skagafirði og formanns stjórnar Byggðastofnunar, vera þar efst á blaði. Fer Jón norður? Jón Sigurðsson, formannskandidat í Framsókn, er ekki bara að sækjast eftir formannsstólnum heldur verður hann líka að finna sér öruggt þingsæti ætli hann sér að halda áfram í pólitík. Sæti Halldórs Ásgrímssonar í Reykjavík norð- ur getur engan veginn talist tryggt þing- sæti og segir sagan að Jón sjái helsta von í öruggu sæti í Norðausturkjör- dæminu þar sem Jón Kristjánsson er að hætta og hugsanlega Valgerður Sverris- dóttir líka. ssal@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.