Fréttablaðið - 14.08.2006, Side 22
[ ]
Ráð gegn mosa
MOSAVÖXTUR ER EITT AF
ÞVÍ SEM SETUR LJÓTAN
SVIP Á GRASFLATIR HÉR-
LENDIS. Á VEF HÚSASMIÐJ-
UNNAR ER TALIN UPP
NOKKUR GAGNLEG RÁÐ
UM HVERNIG LOSNA MEGI
VIÐ HANN.
Ef hávaxin tré eru til staðar
er gott að grisja þau til að
hleypa birtu að grasflötinni.
Svo er hægt að fjarlægja
mosann með sérstökum
eyði og/eða tætara. Flötina
má líka gata og setja 3-5
cm lag af sandi yfir til að
þurrka hana, þar sem mosi
þrífst best í rökum og
jafnframt loftlausum jarð-
vegi. Þá er tilvalið að bera
áburðarkalk á grasflötina,
mánaðarlega á sumrin en
skammturinn er minnkaður
í hvert skipti. Stundum er
nauðsynlegt að leggja dren-
rör í lóðina til að minnka
rakann í jarðveginum.
Hjónin Rögnvaldur Finnboga-
son og Hulda Ingvarsdóttir
hlutu á dögunum umhverfis-
viðurkenningu bæjarstjórnar
Garðabæjar fyrir fallegan
garð.
Í umsögn bæjarstjórnar kemur
fram að Rögnvaldur og Hulda hafi
fengið viðurkenninguna fyrir
snyrtilegan garð, einkum og sér í
lagi skemmtilega klipptan trjá-
gróður, en garðurinn er umvafinn
trjám og blómum af ýmsum gerð-
um og stærðum svo minnir helst á
ævintýraveröld.
Er þetta í þriðja sinn sem hjón-
unum hlotnast viðurkenning af
þessu tagi, þá fyrstu fengu þau
árið 1991 og svo 1996, enda hafa
þau lagt sig fram við að gera garð-
inn eins fallegan og unnt er síðan
þau fluttu í Garðaflöt 17 árið
1971.
Rögnvaldur segir það ekki hafa
gengið átakalaust fyrir sig að
koma garðinum í núverandi horf.
„Við gróðursettum ótrúlegt magn
plantna í garðinum í upphafi,
örugglega eitthvað um 180 stykki,
og gættum þess að stúka garðinn
til að hafa gott skjól,“ útskýrir
hann. „Svo eyddum við nokkrum
tíma í að færa plönturnar til að
finna handa þeim hentug svæði.“
Að sögn Rögnvaldar er garður-
inn nú gjörbreyttur frá því að hann
hlaut fyrstu viðurkenninguna, svo
ekki sé nú talað um frá þeim tíma
sem þau Hulda tóku við húsinu.
„Ég hef alla tíð hirt vel um garð-
inn, gætt þess að garðflöturinn sé í
góðu ástandi og allir kantar snyrti-
lega skornir,“ segir hann. Hann
segist líka alltaf hafa verið eins og
montinn hani með garðinn burtséð
frá öllum viðurkenningum, þótt
hann sé bæjarstjórn auðvitað
þakklátur fyrir að hafa sýnt þeim
hjónunum þennan heiður.
Aðspurður segist Rögnvaldur
hafa verið áhugasamur um gróður
og fallegt umhverfi frá fyrstu tíð.
„Ætli ég sé bara ekki svona
rómantískur í mér,“ segir hann og
hlær. „Ég tel mig hafa þurft að
hafa eitthvað fyrir stafni fyrir
utan vinnu og garðstörfin urðu
fyrir valinu. Þótt stundum sé erfitt
að eiga við gróðurinn hef ég feng-
ið heilmikla útrás í þessu. Það er
alveg einstök upplifun að sjá
gróður verða til.“
Með hliðsjón af þeim árangri
sem Rögnvaldur hefur náð liggur
beint við að spyrja hvort hann
lumi á einhverjum góðum ráðum
til að deila með lesendum í lokin.
„Auðvitað er það undir hverjum
og einum komið hvað hann vill
verja miklum tíma í garðinum,“
svarar hann að bragði. „Reynslan
hefur hins vegar kennt mér að
garður verður ekki fallegur nema
sá sem um hann hirðir hafi ein-
lægan áhuga fyrir garðstörfum.“
roald@frettabladid.is
Þessi fallegu bleiku og hvítu blóm eru
einær og kallast hádegisblóm en þau opna
sig ekki nema í sólarljósi. Þau geta staðið
alveg fram á haust.
Verðlaunagarður í Garðabæ
Rögnvaldur fékk aðstoð við að klippa
grenitrén í keilur. Fyrir framan þau hefur
loðvíðir verið gróðursettur ásamt kylfurót-
um, bláklukkum og morgunfrúm.
Rögnvaldur og Hulda ákváðu að reisa gosbrunn á einu horninu til að skapa betri heildar-
mynd, en hann hlóð Þröstur Hlöðversson. Rögnvaldi finnst róandi að sitja á bekk í garðin-
um og hlusta á niðinn frá gosbrunninum. Til vinstri sjást fallega fjólublá blóm, sem hann
segir svipa til blágresis.
Hér sést svokallaður gljámispill, sem flokkast undir það að vera skriðplanta en Rögnvaldur
kaus að reisa upp. Þess má geta að gljámispill er gjarnan notaður í skrautgarða hérlendis.
FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Horft yfir ávöxt erfiðisins. Rögnvaldur hefur verið einkar duglegur við að koma garðinum í
núrverandi mynd.
Nú fer hver að verða síðastur til að dytta að húsinu fyrir
haustið, svo sem að mála grindverkið, laga stéttina eða gera við þakið.
Mosatætari.
����������������
��������������������
���������������������������
���������������������
������������������������������
�������������������������
������������������������
������������������������
�����������������������
����������������������
����������������������
��������������� ���������
www.svefn.is
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir