Fréttablaðið - 14.08.2006, Qupperneq 24
14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR
Í FLESTUM TILFELLUM ÞARF AÐ FELA RUSLATUNNUR
AF ÞEIRRI EINFÖLDU ÁSTÆÐU AÐ ÞÆR ERU FULLAR AF
RUSLI. ÞÆR ÞURFA HINS VEGAR EKKI AÐ VERA NEITT
RUSL SJÁLFAR.
Hægt er að fá mjög fallegar ruslatunnur sem ekki þarf
að fela inni í skáp eða undir borði. Þær geta jafnvel
verið litsterkar og kallað á athygli. Það er algjör óþarfi að
einskorða sig við plastdraslið sem fyllir allar skrifstofur
því góð hönnun og gæða eiga alltaf vel við.
Í Ormsson fást ruslatunnur frá Brabantia en á þeim
bænum er mikið lagt upp úr stílhreinni hönnun í bland
við notagildi. Föturnar eru úr stáli sem bæði er hægt
að fá matt og glansandi. Ekki skemmir að um þessar
mundir er 20 prósenta afsláttur af öllum vörum frá
Brabantia.
Viljir þú lífga upp á umhverfið með skærum litum eru
ruslatunnarnar í Húsgagnahöllinni svarið. Þær fást í
tveimur stærðum en þær minni kosta 2.480 krónur en
risinn er á 16.990 krónur.
Mikið úrval af ruslatunnum er að finna í Byggt og Búið.
Föturnar eru í öllum stærðum og gerðum og kosta þær
á bilinu 2.499 til 22.500 krónur og þar ættu allir að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. - tg
Skrautsteypa kostar það sama
og venjulegar hellur en sparar
erfiði síðar meir.
Skrautsteypa hefur verið til í yfir
40 ár. Við fyrstu sýn líkist hún
venjulegum hellum en þegar
betur er að gáð sést að um er að
ræða heilsteypta og styrkta plötu
sem er stimpluð eða mynstruð.
Þannig fæst sama útlit og ef um
hellur væri að ræða, án vandræð-
anna sem geta skapast við arfa og
annan gróður sem treður sér upp
á milli.
„Settur er litur í steypuna, til
að lita hana í mismunandi blæ-
brigðum, og hún stimpluð með
gúmmímottum til að búa til munst-
ur. Með því að þrífa hana og lakka
annað hvert ár er hægt að halda
henni eins og nýrri,“ segir Daði
Hafþórsson, verslunarstjóri Mest
á Malarhöfða.
„Þetta er í sjálfu sér ekki nýtt á
Íslandi, byrjaði fyrir svona
tuttugu árum,“ segir Daði. „Lagn-
ing steypunnar er háð veðri og
þeir sem byrjuðu með þetta hafa
kannski gefist upp vegna þess.
Við erum búin að vera með skraut-
steypu í rúm fimm ár en það er
gríðarlega mikið um þetta í
Bandaríkjunum og reyndar Evr-
ópu líka.“
Þar sem skrautsteypa er heil-
steypt plata er miklu einfaldara
að þrífa hana en hellur. Hún er
auk þess járnbundin og lita- og
munsturmöguleikarnir eru nán-
ast óendanlegir. Fyrir utan stöðl-
uð mynstur er jafnvel hægt að fá
sitt eigið mynstur í steypuna. „Ef
fólk er með hugmynd og veit hvað
það vill er það útfært í samvinnu
við verktaka.“
Daði segir skrautsteypu vera
gríðarlega vinsæla og notkun
hennar hafi færst mjög í aukana
síðustu þrjú til fjögur ár. Fólk sé
orðið þreytt á gróðrinum sem vex
á milli venjulegra hella og skraut-
steypa kosti í raun það sama. „Það
þarf að jarðvegsskipta eins og
fyrir hellur. Efniskostnaðurinn er
mjög svipaður og vinnukostnað-
urinn sá sami og ef fenginn væri
verktaki við hellulögnina,“ segir
Daði.
Sé undirbúningur góður er
hægt að leggja steypuna á dag-
stund. Hún þornar svo og einni
viku síðar er hún þrifin og
lökkuð. einareli@frettabladid.is
Skrautsteypa sparar arfatínslu
Daði með sýnishorn af skrautsteypunni í baksýn. Hægt er að fá hana í öllum hugsanlegum litum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Skrautsteypa mynstursteypa steypstöðin
flísar
Allt í rusli alls staðar
Reykjavíkurborg er
búin að setja upp
nýjar ruslatunnur í
hjarta borgarinnar.
Þær eru mun fallegri
en grænu blikkdoll-
urnar hangandi utan
á ljósastaurum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
HEIÐA
Þessar tunnur
eru hrein
listaverk.
FRÉTTABLAÐIÐ/
PJETUR
Byggt og
Búið býður
margar
tegundir
tunna.
FRÉTTABLAÐ-
IÐ/HRÖNN
Orms-
son selur
ekki bara
rafmagns-
tæki.
Lægri kyndi-
kostnaður
ÍSLENSK HÚS ERU VENJULEGA
YFIR KJÖRHITA.
Á vefsíðunni orkusetur.is má
finna fjölbreyttan fróðleik sem
lítur að orkumálum. Til dæmis
eru þar gagnleg sparnaðarráð
fyrir almenna orkunotendur, svo
sem varðandi húskyndingu.
Algengur hiti í húsum hér á landi
er 23-25°C, en rannsóknir sýna
að 20°C innihiti er kjörhiti með
tilliti til loftgæða. Hafa ber í huga
að hitakostnaður hækkar um
7% ef hiti er hækkaður um eina
gráðu. Í svefnherbergjum má
jafnvel lækka hitann allt niður í
18°C og í geymslum og öðrum
herbergjum sem ekki eru notuð
að staðaldri mætti hann jafnvel
vera 15°C.
Hitakerfi lagt í gólf. Samkvæmt grein
á orkusetur.is má spara 7% hitakostn-
aðar með því að viðhalda kjörhita í
húsum hérlendis.
EKKERT GERVIGRAS!
NÝTT OG
BETRA GRAS...
WWW.GRAS.IS