Fréttablaðið - 14.08.2006, Síða 61

Fréttablaðið - 14.08.2006, Síða 61
MÁNUDAGUR 14. ágúst 2006 21 SAN FRANCISCO MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON ÍSLAND GLASGOW MANCHESTER STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLIN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓAMSTERDAM ZÜRICH MADRID BARCELONA LONDON PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON Theódór Elmar Bjarnason, atvinnumaður í knattspyrnu, segir frá Glasgow í nýjum haust- og vetrarbæklingi Icelandair, Mín borg. Við bjóðum úrval pakka- ferða, helgarferða til 19 áfangastaða austan hafs og vestan, golfferða og sérferða. Kynnið ykkur málið og takið síðan ákvörðun. Ævintýrin liggja í loftinu. FLUG OG GISTING Í 2 NÆTUR FRÁ 29.900 KR. „ÞAÐ ER ALLTAF GAMAN AÐ KÍKJA Á ASHTON LANE, EINA FRÆGUSTU PÖBBAGÖTU EVRÓPU“ ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 37 1 5 0 6 /2 0 0 6 + Bókaðu á www.icelandair.is G LA S G O W MÍN Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir *Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting á Jurys Inn Hotel*** í tvíbýli í 2 nætur, morgunverður og þjónustugjald. Handhafar Vildarkorta VISA og Icelandair geta nýtt 10.000 Vildarpunkta sem 6.000 króna greiðslu upp í flugfargjald með áætlunarflugi Icelandair. Þetta flug gefur 3.000 - 7.600 Vildarpunkta. Í stuttu máli er svarið við ofan- greindri spurningu: Ekki eins og gert er hér á Íslandi. Fram á það var ljóslega sýnt á málþingi sem Bændasamtökin og fleiri héldu nýlega. Einn framsögumanna, dr. Charles Arntzen, lýsti í fyrirlestri sínum hvernig rækta bæri erfða- breyttar lyfjaplöntur. Í verkefni því sem hann vinnur að í Banda- ríkjunum (BNA) eru lyfjaprótein ræktuð í tóbaksplöntum - afurð sem hvorki er notuð til manneldis né fóðrunar búfjár. Með því er sneitt hjá mengun matvæla eða fóðurs fyrir slysni. Lyfjaplöntur hans eru ræktaðar innandyra í stórum gróðurhúsum þannig að engir plöntuhlutar geti sloppið út í umhverfið. Til frekara öryggis eru gróðurhúsin, sem notuð eru til ræktunar á eb-tóbaksplöntunum, og verksmiðjan, sem vinnur úr þeim lyfjaprótein, samliggjandi byggingar. Ræktun og uppskera er á höndum sérþjálfaðra tækni- manna alklæddum varnarflíkum. Erfðabreyttar lyfjaplöntur í Bret- landi Erfðabreyttar lyfjaplöntur eru ekki ræktaðar utandyra í Bret- landi, en í undirbúningi er verk- efni þar sem framleiða á eb-lyfja- prótein úr tóbaksplöntum í loftþéttum há-öryggis gróðurhús- um (sn. Unigro húsum) sem hvert um sig kostar tæpar 5 milljónir króna. Húsin eru byggð úr tveggja laga plasti og skaðist annað lagið flæðir formaldehýð um allt húsið og kemur með því í veg fyrir að það sem í því er sleppi útfyrir. Prófessor Julian Ma sem verkinu stýrir viðurkennir nauðsyn þess að rækta eb-lyfjaplöntur í lokuðu rými vegna þess að hver einasti hluti slíkra plantna getur valdið mengun umhverfisins. Hvernig eru lyfjaplöntur ræktaðar á Íslandi? Umhverfisstofnun hefur veitt fyr- irtækinu ORF Líftækni leyfi til ræktunar á erfðabreyttu lyfja- byggi á allt að 30 ha lands í eigu ríkisins í Gunnarsholti. Ólíklegt er að sambærileg leyfi verði veitt annars staðar í heiminum þar sem í þeim er ekki tekið fram hvort þau taki til tilrauna eða markaðssetn- ingar - en rétt er að taka fram að 30 ha er nóg land til framleiðslu fyrir markað. Lyfjabyggið er rækt- að hér utandyra þar sem veðrátta, farfuglar, búfé og mannleg umsvif geta stuðlað að dreifingu eb-frjó- korna, fræs og plöntuleyfa út í umhverfið. Byggplantan, sem notuð er við ræktun á eb-lyfjaprót- einunum, er notuð hérlendis í hefð- bundinni og lífrænni ræktun til framleiðslu á fóðri og matvælum. Ráðgjafarnefnd um erfða- breyttar lífverur og Náttúrufræði- stofnun (umsagnaraðilar um leyf- isveitingar) hafa sýnt hvaða augum þau líta hugsanlega áhættu af þessum plöntum. Í grein í Morg- unblaðinu 7. ágúst 2005 eftir Snorra Baldursson, varaformann nefndarinnar og aðstoðarforstjóra Náttúrufræðistofnunar, benti hann á að ef eb-byggplöntur sleppi út í umhverfið muni eftirlitsmenn „sjá“ þær, en þær sem framhjá þeim fari muni almenningur finna og uppræta. Slík glæfraviðhorf til eftirlits með eb-lyfjaplöntum hljóta að vekja landsmönnum ugg, og benda til þess að eftirlitsstofn- anir okkar séu gersamlega úr takt við aðrar þjóðir og hirði ekki um þá ábyrgð sem þær bera á vernd- un heilsu okkar og umhverfis. Merkjum eb-matvæli - Stjórnum ræktun eb-lyfjaplantna Merkja ætti erfðabreytt matvæli sem hér eru á markaði, eins og gert er í Evrópu, og gert væri ef stjórnvöld lögfestu gerðir ESB. Þess í stað leyfist innflytjendum að fylla verslanir okkar með eb- matvælum, innfluttum og ómerkt- um frá BNA. Þótt þar sé enn ekki skyldugt að merkja slíkar vörur kann það að breytast, en stofnun um matvælaöryggi (CFS) hefur nú kært Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) fyrir að láta ekki merkja eb-matvæli og skort á reglum um tilraunir með ræktun eb-lyfja- plantna. Vegna vaxandi andstöðu neytenda gegn eb-matvælum leita nú stærstu framleiðendur og dreif- ingaraðilar á mjólk í BNA að hrá- efni framleiddu er án eb-efna. Tími er kominn til að íslensk yfirvöld setji reglur um eb-lífver- ur í samræmi við bestu starfs- hætti; fylgi Evrópu og komi á skyldumerkingum eb-matvæla; og geri kröfu um að eb-lyfjaplöntur séu ræktaðar innandyra og í teg- undum sem ekki eru notaðar til matjurta- og fóðurframleiðslu. Það er sú lágmarks vernd sem þjóðin, landið, ímynd þess og útflutningur til framtíðar eiga tilkall til. Er ræktun erfðabreyttra lyfjaplantna án áhættu? UMRÆÐAN LYFJAPLÖNTUR SANDRA B. JÓNSDÓTTIR RÁÐGJAFI Fyrir 4 árum var eldri borgurum boðið í kaffi í Ráðherrabústaðnum og ríkisstjórnin tilkynnti þar, að grunnlífeyrir eldri borgara yrði hækkaður um 640 krónur á mán- uði! Tekjutrygging skyldi einnig hækkuð í áföngum um alls rúmar 5000 krónur hjá þeim,sem hennar nutu. Þetta þóttu smánarsamningar og forustumenn eldri borgara sáu eftir að hafa samþykkt þá. Nú, 4 árum síðar, er leikurinn endurtekinn. Landssambandi eldri borgara er á ný boðið í kaffi í Ráð- herrabústaðnum til þess að undir- rita yfirlýsingu ásamt ríkisstjórn- inni um málefni eldri borgara. Nú er grunnlífeyrir aldraðra hækkað- ur um 1258 krónur á mánuði frá 1. júlí á þessu ári og tekjutrygging frá sama hækkuð hjá 400 eldri borgurum, þ.e. þeim, sem aðeins njóta bóta almannatrygginga. Það er mikið meira haft við núna en fyrir 4 árum. Fjórir ráðherrar mæta í Ráð- herrabústaðnum til þess að undir- rita ásamt fulltrúum LEB yfirlýs- ingu um málefni aldraðra. Það er mikill lúðrablástur. Forsíða Morgunblaðsins er lögð undir málið svo og Kastljós Sjónvarps- ins. Þó er hér ekki um samning að ræða milli ríkisstjórnar og LEB heldur yfirlýsingu þessara aðila. Ríkisstjórnin lofaði ýmsum aðgerðum næstu árin, allt næsta kjörtímabil. Mikið liggur við. Það eru að koma kosningar alveg eins og fyrir 4 árum, þegar boðið var í kaffi. En er hér um það miklar umbætur að ræða, að þær kalli á mikinn lúðrablástur, mikla við- höfn. Svarið er: Nei. Þorri eldri borgara fær í dag litlar sem engar kjarabætur. Aðeins 400 ellilífeyr- isþegar fá sæmilegar uppbætur. Þetta er mikil sviðsetning. Þetta er allt áróður. Hefur ríkisstjórnin aðeins áhuga á málefnum eldri borgara á fjögurra ára fresti? Eiga stjórn- völd ekki að vinna að úrbótum í þessum málaflokki allt kjörtíma- bilið? Auðvitað. Kjósendur sjá í gegnum svona áróðursleiki Það hefði ekkert gerst í þessum málum nú, ef Alþýðusamband Íslands hefði ekki samið við atvinnurek- endur um nokkrar kjarabætur frá 1.júlí. En ekki var stórhugur rík- isstjórnarinnar það mikill, að eldri borgarar fengju jafnmiklar kjara- bætur og launafólk en þó er það áskilið í lögum, að kjör eldri borg- ara eigi að taka mið af kjörum launafólks. Nei eldri borgarar fengu aðeins brot af því, sem launafólk fékk og aðeins lítill hluti aldraðra eða 400 manns fékk svipaðar kjarabætur og launafólk. Eldri borgarar eiga áfram að þurfa að berjast fyrir hverri krónu,sem þeir eiga rétt á sam- kvæmt lögum og stjórnarskrá. Eldri borgurum boðið í kaffi í Ráðherrabústaðnum! UMRÆÐAN ELDRI BORGARAR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.