Fréttablaðið - 14.08.2006, Page 67

Fréttablaðið - 14.08.2006, Page 67
MÁNUDAGUR 14. ágúst 2006 27 Nú nærðu SKJÁEINUM í gegnum Digital Ísland E N N E M M / S IA / N M Sex til 7 Þátturinn er sýndur alla virka daga á SkjáEinum milli 18 og 19 og endursýndur milli 7 og 8 alla virka morgna. Guðrún og Felix eru byrjuð aftur eftir sumarfrí Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill Stundaskrá The Academy of Colour and Style er alþjóðlegur skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur alþjóðlegt diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 INNRITUN ER HAFIN FYRIR HAUSTÖNN Kristín, ráðgjafi Ég hef mikin áhuga á að starfa með fólki, veita ráðgjöf varðandi fatnað, liti og förðun sem hentar hverjum og einum. Mér finnst námið bæði lifandi og skemmtilegt sem einnig hefur opnað margar dyr til frekari náms á þessu sviði. Birna, verslunareigandi - Stílistinn Það hefur alltaf verður draumur hjá mér að stofna verslun með fatnað. Námið gaf mér það sjálfstraust sem ég þurfti til að fara út í reksturinn. Einnig nýti ég námið til þess að ráðleggja viðskiptavinum mínum hvaða snið og litir hentar þeim í val á fatnaði. Fjölþjóðlegur hópur dugnaðar- forka er nú í óða önn að reisa myndarlegan skúlptúr við Nor- ræna húsið í Reykjavík en þar starfar danski myndlistarmaður- inn Jörgen Hansen að verkinu „Tilfærsla“ sem ná mun hámarki sínu á Menningarnótt um næstu helgi. Listamaðurinn útskýrir að gerð skúlptúrsins sé hluti af verkinu en það hófst 4. ágúst síðastliðinn og það hefur víst gengið á ýmsu - íslenskt veðurfar hefur til að mynda sett strik í reikninginn en nú gengur verkið glatt og skúlptúrinn er farinn að taka á sig mynd. Hansen útskýrir að verkið fjalli um breytingar og þróun og hafi sterka vísun til náttúrufars og staðhátta á Íslandi. Hann hefur gert hliðstæð verk í fjöl- mörgum öðrum löndum en dreymir um framkvæma gjörn- ing sinn í öllum norrænu löndun- um. Gripurinn verður þriggja metra hár og gerður úr átta tonn- um af sérstökum leir sem Hans- en útskýrir að sé hálf-danskur og hálf-íslenskur. „Fólk getur komið hingað og séð hvernig skúlptúr- inn verður til, hvernig leirinn breytir um lögum og verkið stækkar dag frá degi. Þetta verður sífellt æsilegra og á ákveðnum tímapunkti kveikjum við í honum. Þegar hitinn hefur náð 1100 gráðum fjarlægjum við einangrunina og þá glóir verkið fyrir augum fólks,“ segir hann. Áhugasamir eru eindregið hvattir til þess að líta við í Vatns- mýrinni og sjá hópinn að störfum en einnig má fylgjast með verk- inu og fræðast meira um þennan óvenjulega listamann á heima- síðunni hans, www.firingsculpt- ures.com - khh Logandi listabál MYNDLISTARMAÐURINN JØRGEN HANSEN OG VINNUHÓPUR HANS Kveikja í þriggja metra háum leirskúlptúr á Menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.