Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 14.08.2006, Qupperneq 70
Með hverri vikunni styttist í Casino Royale - nýjustu James Bond myndina. Sjaldan eða aldrei hefur staðið jafn mikill styr um valið á þeim sem fetar í fótspor þeirra Sean Conn- ery, George Lazenby, Roger Moore, Timothy Dalton og Pierce Brosnan en Daniel Craig er hins vegar hvergi banginn. Leikarinn breski, sem vakti mikla athygli fyrir leik sinn í kvikmynd- unum Layer Cake og Munich, var í viðtali við tímaritið Entertainment Weekly og sendi þar hatursfull- um andstæðingum sínum tóninn. „Ef ég færi á netið og skoðaði það sem er sagt um mig myndi það gera mig brjálaðan,“ sagði Craig í samtali við blaðið en viður- kenndi þó að hafa litið öðru hvoru inná spjallsvæðin. „Því miður,“ bætti Craig við. Nýlega var sett á laggirnar heimasíðan craig- notbond.com þar sem óvildar- menn Craig gátu ausið úr skálum reiði sinnar með ákvörðun Broccoli-fjölskyld- unnar, sem á einkaréttinn á James Bond, að velja fyrsta ljóshærða Bondinn. „Þeir hata mig og finnst ég ekki rétti maðurinn í hlutverk- ið. Fólk er ástríðufullt þegar kemur að því hver eigi að leika James Bond og ég get skilið það. Hins vegar vildi ég óska þess að ég yrði dæmdur af verkum mínum,“ sagði Craig en miðað við þau viðbrögð sem „trailer“ mynd- arinnar hefur fengið þarf hann ekkert að óttast enda hefur Bar- bara Broccoli þegar fengið hann til að leika í næstu James Bond mynd. Craig fann strax fyrir mikilli utanaðkomandi pressu fyrir atriðið þegar Bond segir til nafns með hinni heimsfrægu línu. „The name is Bond, James Bond.“ Leikarinn segist hafa bægt öllum spurning- um frá um hvernig hann ætlaði að gera þetta, ekki einu sinni æft sig fyrir framan spegil. „Ef ég hefði fengið einhverja þráhyggju gagnvart þessu yrði þessi setning bara eins og reipi í kringum hálsinn á mér,“ sagði Craig sem sagðist bara vilja hespa þessu af og láta það vera að klúðra setningunni. Casino Royale er fyrsta bókin sem Ian Fleming skrifaði um þennan heimsfræga leyniþjón- ustumann. Hún þykir nokkuð ruddaleg og Bond langt frá því sem kvikmyndahúsagestir þekkja til persónunnar enda ákvað Craig að horfa á allar James Bond - myndirnar oftar en einu sinni en skilja síðan allt eftir sem hinir höfðu lagt til. „Mér finnst algjör- lega ástæðulaust að gera þessa mynd án þess að gera eitthvað algjörlega nýtt,“ útskýrir Craig. „Þessi mynd væri tímasóun ef persóna Bond væri sú sama og fyrir tæpri hálfri öld síðan.“ - fgg Craig segist vera hataður ENGINN ER BOND ÁN KVENNA Stúlkurnar sem ýmist leggja snöru fyrir Bond eða vinna hjarta hans eru hluti af hinni sönnu formúlu fyrir Bond-myndirnar. Hér er Craig ásamt þeim Evu Green og Caterinu Munroe en auk þeirra leikur Ivana Milicevic stórt hlutverk í myndinni. SÁ BESTI? Margir eru þeirrar skoðunar að Sony og Broccoli-fjöl- skyldan hafi gert mistök með því að ráða Pierce Brosnan ekki aftur. ER EKKI HRÆDDUR Daniel Craig hefur mátt þola háðsglósur frá þeim sem telja hann ekki henta í hlutverk James Bond. Hann ætlar sér að sanna sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES TÓNLIST [UMFJÖLLUN] Það er Íslendingur í þessari duglegu bresku sveit sem þeysist þessa dagana heimshornanna á milli að spila lög af þessari frum- raun sinni. Þau ættu að vera nýkomin frá Japan og mig grunar að þangað hafi söngkonan Þórunn Antónía aldrei komið áður. Þessi hljómsveit var stofnuð í fyrra og gaf út sína fyrstu smáskífu á eigin vegum í Bretlandi í mars síðast- liðnum við frábærar undirtektir. Vegna velgengni hennar komust þau á samning og þessi fyrsta breiðskífa þeirra inniheldur öll lögin af smáskífunni, auk fjögurra laga sem höfðu ekki komið út áður. Þórunn er nú svo sem ekki í neinu aðalhlutverki hérna eins og hún var í hljómsveitinni The Lov- ers. Hér raddar hún aðalsöngvara og lagahöfund sveitarinnar og ég held að hún spili líka með á hljóm- borðið og klukkuspilið á tónleik- um. Leikur svipaða rullu og stúlk- an í Prefab Sprout gerði, ef einhver man eftir þeirri popp- sveit. Samlíkingar við þá sveit eru heldur ekkert út úr kú, nema hvað að þessi á það líka til að minna á Sonic Youth, Sloan og Belle and Sebastian. Það verður bara að segjast eins og er að það hvílir heilmikill gald- ur yfir þessari sveit. Þetta er mjög sætur hrærigrautur, þar sem áhrifum úr ólíklegustu áttum er blandað smekklega saman. Hér mæta t.d. angar úr breskri þjóð- lagatónlist, tilraunakenndu indí- rokki á borð við My Bloody Val- entine. Og öll hljóðvinnsla er til fyrirmyndar. Ef þessi sveit nær að framkalla þennan sama sjarma á sviði er ekkert því til fyrirstöðu að hún geti komið sér í svipaða stöðu og sveitir á borð við The Beta Band eða Super Furry Animals. Stærsti munurinn á þessari sveit og þeim er að Fields er með betri lög. Svo draumkennd á köflum að maður vaknar með þau á munnin- um eftir góðan svefn. Ég held að eini galli þessara plötu sé hversu stutt hún er. Hér eru einungis sjö lög sem rétt svo slefa yfir 26 mínúturnar. Síðast þegar ég vissi miðuðust breið- skífumörkin við 21 mínútu, þannig að þær gerast varla mikið styttri en þessi. Það er því nokkuð hent- ugt að hún þoli svona vel ítrekaða hlustun því mig langar nær alltaf að heyra meira þegar henni er lokið. Birgir Örn Steinarsson Vel sáinn akur FIELDS 7 FROM THE VILLAGE Niðurstaða: Þórunn Antónía og félagar henn- ar í Fields geta verið stolt af frumraun sinni. Afbragðs breiðskífa sem hefur þann eina galla að vera allt of stutt. Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur miklar áhyggjur af því að losa sig við kílóin sem hún bætti á sig þegar hún gekk með Moses son sinn. Hún upplýsir þetta í viðtali við Harper´s Bazaar „Það er æðislegt að vera ólétt en eftir barnburð þegar þú ert ennþá með maga og aukakíló er ekki jafn gaman,“ segir Gwyneth en eigin- maður hennar er söngvarinn í Coldplay, Chris Martin, og eiga þau saman tvö börn sem bera nöfnin Apple og Moses. Gwyneth er 33 ára gömul og segist sannfærð um að brjósta- gjöf sé besta leiðin til að grennast eftir barnsburð. Gwyneth var jafnfram spurð hvort henni fynd- ist hún hafa endurheimt sinn fyrri þokka. „Nei, þú ættir að sjá app- elsínuhúðina á lærunum á mér,“ svaraði hún í gríni. Erfitt að grennast GWYNETH PALTROW Henni finnst æðislegt að vera ólétt en hatar aukakílóin sem fylgja óléttu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MIAMI VICE kl. 5, 8 og 10.50 B.I. 16 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.50 THE SENTINEL kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4 og 6 SILENT HILL kl. 10 B.I. 16 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL. TAL kl. 4 og 6 OVER THE HEDGE ENSKT TAL kl. 4 og 8 STICK IT kl. 8 og 10.20 50.000 MANNS BYGGÐ Á VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! A PRAIRIE HOME COMPANION kl. 5.45, 8 og 10.15 ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 6 og 8 SILENT HILL kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA CLICK kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 10 ÁRA DA VINCI CODE SÍÐ. SÝNINGAR kl. 5 og 10 B.I. 14 ÁRA MIAMI VICE kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA THE SENTINEL kl. 8 og 10 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 6 STORMBREAKER kl. 6 !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 SÍÐUSTU SÝNING AR H.J.MBL Ó.T. Rás 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.