Fréttablaðið - 14.08.2006, Side 74

Fréttablaðið - 14.08.2006, Side 74
 14. ágúst 2006 MÁNUDAGUR34 GOLF Sveitakeppni Golfsambands Íslands lauk í gær eftir spennandi keppnisdag. Í karlaflokki varði sveit golfklúbbsins Kjalar úr Mosfellsbæ titil sinn en kvenna- sveit Keilis úr Hafnarfirði báru sigur úr býtum gegn kvennaliði Kjalar í úrslitaviðureigninni. Keppnin hjá konunum var afar spennandi en bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara. Keiliskonunur unnu fjórmenn- ingsviðureignina en báðar tví- menningsviðureignirnar fóru í bráðabana. Þar áttust við annars vegar Ólöf María Jónsdóttir og Nína Björk Geirsdóttir og hins vegar Tinna Jóhannsdóttir og Helga Rut Svanbergsdóttir. Úrslitin réðust svo á 2. holu bráða- banans hjá Ólöfu og Nínu þar sem sú fyrrnefnda tryggði sigurinn með löngu pútti. Ekki þurfti að fá niðurstöðu úr hinni viðureigninni þar sem Keilir var þegar kominn með tvo vinninga. Sveit Kjalar vann sveit GS í úrslitaviðureigninni en þeir Heið- ar Davíð Bragason, Sigurpáll Geir Sveinsson og Magnús Lárusson unnu allir sínar viðureignir fyrir hönd GKj og dugði það klúbbnum til sigurs. Það reyndist sigur Sigurpáls Geirs sem gerði gæfu- muninn en hann vann Örn Ævar Hjartarson 3/2. Golfklúbbur Vestmannaeyja fagnaði sigri í 2. deild karla. - esá Sveitakeppni GSÍ lauk í gær með sigri kvennaliðs GK og karlaliðs GKj: Mosfellingar vörðu titilinn í karlaflokki FÓTBOLTI „Þessi sigur gefur leik- mönnum vonandi aukið sjálfs- traust nú þegar deildarkeppnin er að fara að byrja. Það er alltaf erf- itt að spila á móti liði sem er eitt af þeim bestu í heiminum en mínir menn unnu sína vinnu vel í þess- um leik. Á lokamínútunni voru ennþá allir að leggja sig fram af fullum krafti,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liver- pool, eftir að liðið vann hinn svo- kallaða Samfélagsskjöld með því að leggja Englandsmeistara Chel- sea að velli 2-1 á Þúsaldarleik- vanginum í Cardiff. Leikurinn um þennan skjöld markar upphaf hvers keppnis- tímabils á Englandi en þar mætast deildarmeistararnir og bikar- meistararnir frá síðasta leiktíma- bili. Benítez leyfði sér að geyma nokkra lykimenn á bekknum, þar á meðal fyrirliðann Steven Gerrard. Þrátt fyrir það vann Liverpool leikinn en úrslitin verða að teljast sanngjörn. „Þetta sýnir það bara hve sterkan leikmannahóp ég er með í höndunum. Við lékum vel í báðum hálfleikjum og ég er ánægð- ur þó alltaf sé hægt að gera aðeins betur í nokkrum atriðum,“ sagði Benítez. Norðmaðurinn John Arne Riise skoraði fyrsta mark leiksins í gær eftir frábært einstaklingsframtak. Hann lék upp allan völlinn og skaut knettinum í netið af um 25 metra færi framhjá Carlo Cudicini sem stóð í marki Chelsea í gær vegna meiðsla Petr Cech. Michael Ball- ack lauk leik um miðjan fyrri hálf- leik vegna meiðsla en fram að því hafði hann lítið sést í leiknum. Mark Gonzalez var líflegur í liði Liverpool og var óheppinn að ná ekki að skora áður en Chelsea jafn- aði. Úkraínumaðurinn Andriy Shev- chenko var skeinuhættur í fremstu víglínu hjá Chelsea og náði að jafna metin á 43. mínútu, hann fékk frábæra sendingu frá Frank Lampard og kláraði færið snilldar- lega. Snemma í seinni hálfleik átti hann skalla sem Reina í marki Liverpool varði naumlega. Þá tók Benítez til sinna ráða og setti Gerr- ard og Xabi Alonso inn sem vara- menn og svo stuttu seinna kom Craig Bellamy. Sá síðastnefndi lagði síðan upp sigurmarkið sem Peter Crouch skoraði með skalla tíu mínútum fyrir leikslok. „Ég er í fótboltanum til að ná árangri og að sjálfsögðu er farið út í alla leiki með það að markmiði að sigra. Fólk talar um að þessi leikur skipti ekki máli en ef maður horfir á stuðningsmennina og leikmenn- ina á vellinum sér maður að það er bara ekki rétt,“ sagði Crouch, sem sleppti því að taka hinn sívinsæla vélmennadans þegar hann skoraði sigurmarkið í leiknum. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði að sigur Liverpool hefði verið sanngjarn. „Ef ég lít á þenn- an leik sem æfingaleik er ég mjög ánægður. Þarna fengum við leik gegn liði sem er í mun betra ástandi en við. Ef ég lít á þennan leik sem keppni um titil er ég mjög ósáttur. Þeir eru komnir lengra í sínum undirbúningi og voru betri á vellinum, það er ekki flókið,“ sagði Mourinho, sem vonast til að meiðsli Ballack séu ekki alvarleg. „Nú þegar eru Cech, Joe Cole og Claude Makelele á meiðslalistan- um svo við megum ekki við mikið fleirum á hann.“ elvargeir@frettabladid.is Crouch tryggði Liverpool skjöldinn Liverpool vann Chelsea 2-1 í hinum árlega leik milli Englandsmeistaranna og bikarmeistaranna þar í landi. Sigurinn var sanngjarn en Peter Crouch skoraði sigurmarkið með skalla þegar tíu mínútur voru eftir. SHEVCHENKO Andriy Shevchenko átti góðan leik í gær og skoraði gott mark fyrir Chelsea. NORDICPHOTOS/GETTY MARKASKORARARNIR Hér eru þeir Peter Crouch og John Arne Riise að fagna sigrinum gegn Chelsea en þeir skoruðu mörk Liverpool í leiknum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Úrvalsdeild Norðurland- anna, Royal League, er sögð hanga á bláþræði eftir aðeins tvö keppn- istímabil. Síðustu tvo vetur hafa fjögur lið frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð keppt yfir vetrartím- ann og í bæði skiptin hefur FC Köbenhavn staðið uppi sem sigur- vegari. Aðsókn á leiki hefur hins vegar verið ótrúlega léleg og dæmi þess að einungis nokkrir tugir áhorf- enda hafi mætt á leiki í deildinni. Sjónvarpsáhorf hefur einnig verið vel undir væntingum. „Fyrsta tímabilið var slæmt en annað var hreint skelfilegt,“ sagði Manfred Aronson, framkvæmda- stjóri Kanal 5 í Svíþjóð sem á sjón- varpsréttinn að keppninni. - esá Royal League: Sögð hanga á bláþræði FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þorvalds- son var ekki í leikmannahópi Hannover 96 sem spilaði sinn fyrsta leik á nýju tímabili í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Liðið tók á móti Werder Bremen á heimavelli og tapaði, 4-2. Gunnar Heiðar fylgdist með sínum mönnum og sagði við Fréttablaðið að þjálfari liðsins hefði ákveðið að hvíla hann þar sem hann hefur nýverið náð sér af meiðslum. „Ég er að komast á skrið aftur í fótboltanum en hann sagði mér einnig að ég gæti leikið 90 mínút- ur í landsleiknum ef því væri að skipta,“ sagði Gunnar Heiðar. „Þannig að ég verð alveg klár í landsleikinn.“ - esá Gunnar Heiðar: Verð klár í landsleikinn GUNNAR HEIÐAR Verður klár í landsleikinn. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Veig- ar Páll Gunnarsson skoraði sitt 12. mark í norsku úrvalsdeildinni í gær er hann tryggði sínum mönn- um 3-2 sigur á Lyn í gær. Lyn komst 2-0 yfir í leiknum en Stabæk jafnaði metin fyrir hálfleik og Veigar Páll skoraði eina mark síð- ari hálfleiksins, með glæsilegum skalla eftir horn. Veigar meiddist á hálsi á æfingu í síðustu viku og var óttast að hann gæti ekki spilað leikinn. Indriði Sigurðsson og Stefán Gíslason léku báðir allan leikinn fyrir Lyn. Birkir Bjarnason kom inn á sem varamður í lið Viking sem tapaði 3-1 fyrir Start á útivelli. Árni Gautur Arason lék allan leik- inn fyrir Vålerenga, sem vann 2-1 sigur á toppliði Brann, en Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn fyrir síðarnefnda liðið. Ólafur Örn Bjarnason fór af velli í síðari hálf- leik. - esá Norski boltinn: Veigar tryggði Stabæk sigur VEIGAR PÁLL Tryggði sínum mönnum sigur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SCANPIX FÓTBOLTI Lífróður Helga Vals Dan- íelssonar og félaga í Öster þyngd- ist til muna í sænsku úrvalsdeild- inni í gær eftir að liðið tapaði fyrir Halmstad á útivelli, 1-0. Helgi Valur lék allan leikinn. Liðið er sem fyrr í næstneðsta sæti deild- arinnar og er fimm stigum frá lið- inu í fjórða neðsta sæti. Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður í liði Malmö sem gerði 1-1 jafntefli við Elfsborg en Kári Árnason sat á varamanna- bekk Djurgården sem gerði 1-1 jafntefli við Helsingborg. - esá Sænski boltinn: Erfitt hjá Öster FÓTBOLTI HK vann góðan 2-0 útisig- ur á KA í 1. deild karla í gær fyrir norðan og er liðið komið í ansi góða stöðu í deildinni þar sem Vík- ingur Ólafsvík vann Þrótt í Laugar- dalnum í dramatískum leik. Fjór- ar umferðir eru eftir og eru HK-ingar í öðru sæti en fjögur stig eru niður í þriðja sætið þar sem Fjölnir og Þróttur sitja. Fram- arar eru langefstir í deildinni en tvö efstu liðin spila í Landsbanka- deildinni á næsta ári. Ólafur Júlíusson kom HK yfir í gær með marki úr vítaspyrnu og nokkrum mínútum síðar bætti Jón Þorgrímur Stefánsson við marki. Á sama tíma vann Víkingur Ólafs- vík mikilvægan 2-1 sigur á Þrótti en sigurmarkið skoraði Tryggvi Hafsteinsson þegar fjórar mínút- ur voru komnar yfir venjulegan leiktíma. Halldór Hilmisson hafði komið Þrótti yfir á fyrstu mínútu leiksins en Slavisa Mitic jafnaði. „Þetta er mjög súrt, við fengum nóg af færum til að vera búnir að gera út um þetta. Marga lykilmenn vantar vegna meiðsla og leikbanna og við virðumst bara ekki hafa burði til að leysa þetta án þeirra. Þá voru menn að fá spjöld í þessum leik og verða í banni í næsta leik gegn Fram svo horfurnar eru ekki bjartar. HK-ingar eru komnir í fín mál og þetta er í þeirra höndum,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Þróttar, eftir leikinn. Með sigrinum í gær opnuðu Víkingar botnbaráttuna upp á gátt en þetta var aðeins annar sigur þeirra í sumar. Liðið er enn í neðsta sætinu en það er nú komið með ellefu stig, sem er aðeins einu stigi minna en Þór Akureyri og Haukar hafa. - egm Víkingur Ólafsvík skoraði sigurmarkið gegn Þrótti í viðbótartíma í Laugardal: HK-ingar komnir í lykilstöðu í 1. deildinni HARKA Leikmenn Víkings Ólafsvík létu finna fyrir sér í gær og náðu mikilvægum stigum í baráttunni fyrir lífi sínu í 1. deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TENNIS Arnar Sigurðsson varð í gær Íslandsmeistari í tennis tíunda árið í röð. Hann bar sigurorð af Raj Bonifacius í úrslitaleik í tveimur settum, 6-3 og 6-1. Í kvennaflokki varði Íris Staup Íslandsmeistara- titil sinn en hún sigraði Sigurlaugu Sigurðardóttur í úrslitum 6-1 og 6- 1. Íris og Rakel Pétursdóttir urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna en þær sigruðu Söndru Dís Kristjánsdóttur og Guðrúnu Ósk- arsdóttur 6-1 og 6-3. Í karlaflokki urðu Arnar og Raj Íslandsmeistar- ar í tvíliðaleik án þess að keppa þar sem Andri Jónsson og Jón Axel Jónsson neyddust til að gefa leik- inn vegna meiðsla. - egm Íslandsmótið í tennis: Arnar og Íris vörðu titlana DJURGÅRDEN Lék í Royal League í vetur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.