Tíminn - 12.03.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.03.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 12. marz 1978 17 legir öryggi landsins verða fyrir stöðugum ágangi og hótunum frá lögreglunni. Bannfæringum er beitt og fjöldi manns hefur verið dæmdur til innilokunar i geðveikrahælum. Aðbúnaður i fangelsum er illur, lélegt fæði og menn látnir þræla myrkranna á milli. Og enginn skyldi láta sér detta i hug að kynþáttamis- muninum sé gleymt þó komið sé inn fyrir fangelsismúra þvi svartir fangar fá mun verri meðferð er þeir hvitu. Grimmd lögreglunnar hefur verið við brugðið og hafa sjónarvottar að götuóeirðum borið vitni um það. En stjórnin ber allt slikt til baka og refsar þeim er hafa látið slikar skoðanir i ljós. Þannig var t.d. um fimmtán svarta blaða- menn sem skrifuðu um óeirðirnar i Soweto árið 1976 þegar lögreglumenn réðust á hóp stúdenta sem var að mót- mæla afrikönsku sem opinberu máli i skólum,þeim var haldið í fangelsi án dóms og lag i fjóra mánuði. Flestir leiðtogar blökku- manna hafa verið hnepptir i fangelsi- og þeim refsað harðlega. Nokkrir sitja i lifs- tiðarfangelsi, aðrir hafa verið bannfærðir og enn aðrir drepnir. Einn þeirra siðast- nefndu var Steve Biko sem lézt i varðhaldi eftir að hafa verið pyntaður við yfirheyrsiur. En frá þvi i marz 1976 til nóvember 1977 hafa að minnsta kosti sex- tán pólitiskir fangar látizt sem voru i vörzlu lögreglunnar. Stjórnvöld hafa oft hvorki getað né hirt um að gefa fullnægjandi skýringuáhvernigdauða þeirra bar að höndum og hafa visað til heimahúsamja ásökunum um slæma meðferð á föngum og skort á mannréttindum. Það eru ófá fórnarlömbin i Suður-Afriku af völdum að- skilnaðarstefnunnar einsog sést af þvi sem að framan greinir. Og hvaða áhrif það mun hafa fyrir þau,að Sameinuðu þjóðirn- ar hafa lýst þetta ár,ár baráttu gegn aðskilnaðarstefnu,á eftir að koma i ljós. En það hlýtur að vera krafa hvers réttlætisunn- andi manns að baráttunni gegn aðskilnaði og misrétti kynþátta sé ætið haldið uppi, hvort sem um er að ræða gegn apartheid stefnunni i Suður-Afriku eða kynþáttastefnu eins og hún tiðkast i öðrum löndum viða um heim. og starfa. Að ferðast út fyrir þessi svæði varðar við lög og ennfremur ef fólk ber ekki á sér þessi vegabréf. Þetta tryggir það að allir þeir svertingjar sem búa á hvitum svæðum og eru uppistaðan i efnahagslifinu þar, eru álitnir ibúar um stundar- sakir jafnvel þótt þeir hafi verið fæddir þar og njóta þeir þvi engra réttinda á þessum svæð- um og geta átt yfir höfði sér að vera sendir fyrirvaralaust heim i þjóðlönd sin. Núna nýlega voru gerðar breytingar á þessum lögum og miðuðu þær að þvi að herða enn á ákvæðum varðandi búsetu svertingja. Frá þvi hvitir menn fóru fyrst að sölsa undir sig landsvæði og völd i Suður-Afriku hefur verið um að ræða andstöðu kynþátt- anna er fyrir voru i landinu. 1 fyrstu var aðeins um að ræða aðskilda baráttu einstakra kyn- þátta. Um sameiginlega skipu- lagða baráttu þvert ofan i öll ættflokkabönd var ekki að ræða fyrrená 20. öldinni og fékk hún þá fyrst svip þjóðernisbaráttu. Á siðustu árum hefur þetta aukizt, fjöldafylgi fer vaxandi og þær raddir verða æ háværari sem krefjast réttlætis. Hefur þetta leitt til heiftarlegra átaka milli blökkumanna og hvitra lögreglu- og hermanna. En vald stjórnvalda til að brjóta á bak aftur hvers kyns pólitiska andstöðu ér ótak- markað. Agrundvelli lagasinna hefur hún sjálfskipuð völd til að banna pólitiska flokka og hreyf- ingar. Bannað er að halda fundi á almannafæri. Stjórn- in hefur völd til að taka fyr- ir alla ósækilega útgáfustarf- semi og ritskoðun er i fullu gildi. Fólk er handtekið og varpað i fangelsi án dóms og laga. Lög- reglunni er heimilt að setja það i einangrun og halda þvi i gæzlu- varðhaldi um ótakmarkaðan tima. Pyndingar á pólitiskum föngum tiðkast með samþykki yfirvalda. ófáir hafa látizt af völdum pyndinga við yfir- heyrslur hjá öryggislögregl- unni. Þeir sem taldir eru hættu- Leit gerð á svörtum borgurum I Suður-Afriku. Blökkumenn eru aö rlsa upp gegn kúgurum sinum. Nýkomnar BOC logskurðar- vélar þ! ÞORGRÍMSSON & CO 'Armúla 16 sími 38640 Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10, 22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir október, nóvember og desem- ber 1977 og nýálagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full. skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrif- stofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 7. mars 1978. Sigurjón Sigurðsson. ★ Athugið ★ Tiskupermanent-klippingar og blástur (Litanir og hárskol). Nýkomnir hinir vinsælu minaiasteinar, mei sérstökum lit fyrir hvern mánui Ath. Fást aðeins hjá Y/ \WkMV/skjótum okkur \ &t í eyru o ■ sársaukalausan hátt Sendum póstkröfu' um land allt MUNIÐ SNYRTIHORNIÐ Hárgreiðslus tofan LOKKUR Strandgötu 1-3 (Skiphól) Hefnarf irði, sími 51388.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.