Tíminn - 17.03.1978, Side 2
2
Föstudagur 17. marz 1978
• •
Ongþveiti vegtia
ránsins á Moro
Róm/Reuter. Vinstrisinnaðir
skæruliðar rændu í gær einum
af fremstu leiðtogum i itölskum
stjórnmálum. Fimm lifverðir
hans voru drepnir i ráninu, sem
hefur sett stjórnvöld ttali'u i
mikinn vanda. Aldo Moro, sem
rænt var, en leiðtogi Kristilegra
demókrata og hefur fimm sinn-
um gegnt embætti forsætis-
ráðherra á Italfu. Liklegt hefur
verið talið að Moro verði næsti
forseti landsins.
Ræningjar Moros réðust að
bifreið hans i gærmorgun, skutu
fimm öryggisverði til bana og
óku á brott með Moro i stolnum
bil. Fimmti lifvörður Moros lézt
skömmu siðar. Moro sem er 61
árs, var á leið frá ibúð sinni til
þingsins er honum var rænt.
Skæruliðahópur, er kallar sig
Rauðu herdeildina hefur lýst
ábyrgð á ráninu á hendur sér,
og segja þeir ránið aðeins byrj-
un á aðgerðum gégn stjórnvöld-
um á Italiu. Leiðtogar Rauðu
herdeildarinnar koma nú fyrir
rétt i Turin, en réttarhöldunum
Aldo Moro
hefur verið frestað vegna ráns-
ins á Moro. Lögreglan hefur
haft mikla leit að ræningjunum,
og verkalýðsfélög á ítaliu hafa
boðað til 24 klukkustunda alls-
herjarverkfalls til að mótmæla
ráninu.
Talið er að ræningjarnir hafi
verið sex talsins, þar á meðal
ein kona. Talið er að heilsa Mor-
os geti verið i hættu en hann þjá-
ist af of lágum blóðþrýstingi og
þar&iast stöðugrar lyfjameð-
ferðar.
Moro er einn virtasti stjórn-
málamaður Italiu og áhrifa-
mesti maður sem rænt hefur
verið á ftaliu til þessa. Stjórn-
málaleiðtogar i landinu hafa
fordæmt aðgerðir Rauðu her-
deildarinnar og Ugo La Malfa
formaður Lýðveldisftokksins
sagði: ,,Við eigum i striði,
hermdarverkamenn hafa sagt
lýðræðisrikjum strið á hendur.”
Andreotti forsætisráðherra
sagði að skæruliðarnir hefðu af
ásettu ráði valið þennan dag til
ránsins, en i gær tók hin nýja st-
jórn formlega við embætti.
Fundum i þinginu hafði verið
frestað, en Andreotti helt fyrir-
hugaða ræðusina til að sanna að
ræningjunum hefði ekki með
öllutekiztað koma á upplausn i
stjórnmálaheiminum.
Sadat ásamt foringjum hersins.
Sadat fordæmir
innrás Israelshers
Kairó, Moskva, Dama-
skus/Reuter Egypski forsetinn
Anwar Sadat sem gagnrýnendur
hefur verið af mörgum Araba-
leiðtogum fyrir að vilja semja
frið við tsraelsmenn fordæmdi i
gær árás Israelsmanna inn i
Suður-Libanon. Sadat kallaði i
gær saman Þjóðaröryggisráðið til
að ræða innrásina. öryggisráðið
hefur mikil stefnumarkandi áhrif
i Egyptalandi og er ekki kallað
saman nema mikill vandi steðji
að.
Sovétmenn fordæmdu í gær að-
gerðir Israelsmanna og í tilkynn-
ingu frá stjórnvöldum sem Tass
fréttastofan birti sagði að allir
sem meta friðinn nokkurs ættu að
tryggja endalok árása Israels-
manna og brottför þeirra frá ný-
herteknum svæðum. Sovétmenn
skelltu skuldinni að hluta á
Bandarikjamenn og sögðu að
árás sem þessi hefði ekki verið
gerð nema með stuðningi þeirra
sem selja tsraelsmönnum vopn.
Sýrlendingar telja sig hafa
beinna hagsmuna að gæta i Li-
banon, eins og Libanir sjálfir og
Palestinumenn að þvi er sagði i
stjórnblaðinu Tishrin i Dama-
skus. „Stefna sýrlensku stjórnar-
innar er skýr,” sagði í blaðinu,
,,hún hefur alltaf verið á móti
uppgjafarstefnu Sadats Egypta-
landsforseta, og ber hag Pale-
stfnumanna og Libana fyrir
brjósti.”
Rústir þorps i Vietnam eftir árás Kambódiuhers.
Víetnamar saka
Kambódíumenn
ísraelsmenn:
Hafa landamærasvæði
Líbanons á sínu valdi
Beirut/Reuter. Israelskar or-
ustuþotur vörpuðu sprengjum á
bækistöðvar Palestinumanna i
gær, en bardagar geisuðu á 640
ferkilómetra lengju af libönsku
landsvæði, sem Israelsmenn
gerðu innrás á i fyrradag. Sjón-
arvottar sögðu, að gerðar hefðu
verið harðar árásir á skæruliða-
stöðvar, sem taldar eru ógnun við
vfirráð Israelsmanna yfir breiðu
belti sem nær frá Miðjarðarhafs-
strönd til Hemonfjalls.
Fréttaritari Reuters, Nazih
Mustafa, sagði eftir ferð að víg-
linunni að ísraelsmenn hefðu tek-
ið þorpið Haddata, sem er nokkr-
um kilómetrum fyrir norðan Bint
Jibeil. Bærinn var eitt sterkasta
vigi Palestinumanna i Libanon,
þar til israleksir hermenn gerðu
árásir úr lofti, af sjó og á landi.
Ekki hefur frétzt um aðrar
breytingar á viglinunni í gær, en
framrás ísraelsmanna hefur
verið heft á mörgum stöðum,
vegna mikillar mótstöðu Paie-
stinuskæruliða.
Stjórnmálaskýrendur segja að
innrás tsraelsmanna i Libanon
hafi Wenns konar tilgang, annars
vegar sé hún ætluð tii að veikja
Frelsissamtök Palestinumanna,
PLO, en hins vegar er ætlunin að
styrkja með þessu samningsað-
stöðu Israelsmanna i frekari
samningaumieitunum i Mið-
austurlöndum. Israelsmenn hafa
komið sér upp öryggisbelti með-
fram landamærunum og hafa nú
meira land til að verzla með i
samningunum.
Það er enginn vafi á þvi að
Israelsmenn munu ekki draga
her sinn til baka á næstunni frá
þvi svæði er þeir náðu i gær, i
mestu aðgerðum er hrundið hefur
verið i framkvæmd gegn Pale-
stinuskæruliðum.
Þó að nær allt land i Libanon er
liggur næst hinum 100 kilómetra
löngu landamærum að Israel,
hafi verið undir styrkri stjórn
Israelsmanna i gær, tókst Pale-
stinumönnum að sýna mótspyrnu
i fjallaþorpinu Rachaya Al-Fouk-
har. Talsmenn PLO segja að 350
tsraelsmenn hafi fallið á fyrstu 35
klukkustundum bardaganna en
þessar tölum stangast mjög á við
þær er ísraelsmenn hafa birt
opinberlega. Þeir segjast aðeins
hafa misst 11 hermenn en 57 hafi
særzt.
Palestinumenn virðast ekki
búnir að missa kjarkinn þó að
þeir heyi vonlausa baráttu og
hörfi undan. Haft er eftir einum
leiðtoga Palestinumanna að lið
Israelsmanna sé tiu sinnum
sterkara og tii litils að berjast.
,,Það er betra að lifa og berjast
einn dag i viðbót”, sagði skæru-
liðaforinginn.
um árás
Sovézku geimfararnir
komnir til jarðar
Singapore/Reuter. Vietnamar
sökuðu Kambódiumenn i gær um
að gera mikla árás yfir landa-
mærin, og sagði að innrásin hefði
aukið mjög hættuna á frekari
landamæraskærum milli rikj-
anna. Otvarpið i Hanoi, sagði að
mikill herafli Kambódiumanna,
bæði landher og sjóher, hafi gert
árásir á strandsvæði héraðsins
Kein Giang á þriðjudag.
Otvarpið sakaði hermenn Kam-
bódi'u um „skelfilega glæpi” er
Paris/Reuter. Leiðtogar franska
Sósialistaflokksins virðast æ
svartsýnni á að vinstrimönnum
takist að vinna sigur i siðari hluta
kosninganna á sunnudag. Stjórn-
málamenn úrmið-og hægrifiokk-
unum, ernú sitja að völdum,hafa
verið óþreytandi að lýsa „rauðu
hættunni” fyrir kjósendum og
telja öllu stefnt i voða komist
kommúnistar til valda að kosn-
ingum loknum.
„Ef stjórnarandstaðan fer með
sigur af hólmi, er lýðræðið i
hættu”, sagði Raymond Barre
forsætisráðherra i gær.
Pierre Mauroy sem oft hefur
verið tilnefndur sem hugsanlegur
eftirmaður Francois Mitterand i
framdir hefðu verið á vietnömsku
þjóðinni á svæðinu en sögðu að
ibúar héraðsins hefðu veitt harða
mótspyrnu við innrásinni. Hvatt
var til þess að endi yrði bundinn á
landamæraátök eins fljótt og auð-
ið yrði, kambódiskir hermenn
yrðu á brott af vietnamskri grund
þegar i stað og friðarumleitunum
Hanoistjórnarinnar yrði svarað.
Deilurnar milli þjóðanna tveggja
leiddu til talsverðra átaka fyrr á
þessu ári.
Sósíalistaflokknum lýsti þvi' yfir
að hann teldi liklegt að Sósialist-
ar, róttækir vinstrimenn og
Kommúnistar fengju 220 sæti á
þingi. Ef svo fer, vantar þá 26 sæti
tilað hljóta hreinan meirihuta en
þingsæti erualls 491. Mauroysem
ræddi við brezka og bandariska
fréttamenn sagði að ef vinstri-
menn héldu öllu sinu frá þvi i
fyrri umferðinni fengju þeir 31
sæti til viðbótar. Vinstriflokkarn-
ir jöfnuðu gömul deilumál i mikl-
um flýti eftir að úrslit úr fyrri
umferð kosninganna urðu ljós, en
stjórnarflokkarnir telja að i sam-
komulagi vinstrimanna felist sú
hætta að kommúnistar fái
eins mörg ráðherraembætti i sinn
hlut ef til kemur og sósialistar.
Moskva/Reuter. Sovésku geim-
fararnir Yuri Romanenko og
Georgy Grechko komu til jarðar
heilu og höldnu i Mið-Asiu i gær
eftir að hafa verið lengur úti i
geimnum en nokkrir menn aðrir.
Soyuz-27 hylkið kom niður i fall-
hlifum og lenti i snæviþöktum
lendum i Kazakhstan, nákvæm-
lega 96 dögum og 10 klukkustund-
um eftir að ferð geimfaranna
hófst.
I gærkvöldi kvöddu geimfar-
arnir Salyut-6 geimstöðina hinzta
sinni, en hún var heimili þeirra i
þrjá mánuði. Aður en þeir félagar
yfirgáfu stöðina gengu þeir vand-
lega frá öllum tækjum, en stöðin
mun halda áfram á braut sinni
undir s jálfvirkri stjórn frá jörðu.
Geimfararnir fóru þegar i stað i
læknisskoðun og niðurstöður
hennar voruað þeim liði vel eftir
þvi sem búast mætti við eftir
langa geimferð.
Þrir geimfarar er tóku þátt i
ferðum til Salyut-6 á undanförn-
um þrem mánuðum hlutu æðstu
heiðursverki Sovétrikjanna, hinir
þri'r höfðu þegar loktið titilinn
„hetja Sovétrikjanna”.
Arangur Rómanenkos og
Grochkos hefur orðið til þess að
stöðugt aukast likur á lengri
geimferðum. Birgðaflutninga-
geimskip voru send til geimstöðv-
arinnr og fjórir geimfarar heim-
sóttu stöinga á meðan Róman-
enko og Grechko dvöldust þar.
Ýmsar tilraunir sem gerðar voru
i geimstöðinni miðuðust við að
gera hana óháðari stjórnstöðvum
á jörðu niðri, en slikt eykur lik-
urnar á ferðum lengra út i geim-
inn.
Ein spurningin enn sem nú f æzt
svar við er hversu gott mannslik-
aminn á með að aðlaga sig
þyngdarleysi um langan tima.
Verkföll lama
bílaframleiöslu
í Þýzkalandi
Stuttgart/Reuter Vinna lá niðri
i verksmiðjum Mercedes Benz
en verkamenn i málmiðnaði eru
nú i verkfalli. A sama tima
höfðu útgefendur sett á verk-
bann og svipt 18 milljónir les-
enda dagblöðunum, annan dag-
inn i röð. 140 þúsund verkamenn
hafa nú lagt niður vinnu og ekki
er útlit fyrir að deilunum sé að
ljúka i hvorugri iðngreininni.
Kaupdeilur hafa stöðvað
framleiðslu i 63 verksmiðjum,
en meðal þeirra verksmiðja eru
Porsche og Mercedes en kaup-
endur að þessum bflum eru á
löngum biðlistum út um allan
heim. Verkalýðsfélögin fara
fram á átta prósent kauphækk-
anir, en iðnrekendur hafa
aðeins boðið helming þeirrar
hækkunar.
Samningaumleitanir um sið-
ustu helgi fóru út um þúfur.
Frakkland:
Sósíalistar vondaufir